Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 9
+ HIN HREINA Pittsburg, sem áður var afar óhrein iðnaðarborg. Hér sést miðborgaroddinn á mótum Allegheny og Mononghela ánna. „HABORGIN" á Skólavörðuholti. Hugmynd Guðjóns Samúelssonar. Auk kirkjunnar átti þar að vera miðstöð æðri mennta. DÆMIGERÐ bandarísk miðbæjargata: Santa Barbara í Kaliforníu áríð 1923. Þrátt fyrir vaxandi bílaeign voru sporvagnar mikið notaðir á þessum tíma. REYKJAVÍK 19. aldar. Aðalstræti, elsta gata borgarinnar árið 1882. byggingum s.s. háskóla og sjúkrahúsi, en árið 1924 hafði Guðjón Samúelsson komið fram með tillögu um þetta sem kölluð var háborg íslenskrar menn- ingar sem felld var inn í skipulagið frá 1927. Lítið varð úr þessum framkvæmdum þar sem þessum byggingum var dreift um bæinn utan hvað Hall- grímskirkja, og Iðnskólinn voru byggð á holtinu en ekki samkvæmt tillögunni. Á tíu ára tímabili, 1916-1927 gerðist ótrú- lega margt í skipulagssögu landsins, út kom bók um hvernig ætti að skipuleggja bæi, fyrstu skipulagslögin voru samþykkt og unn- ið var heildarskipulag fyrir höfuðborgina. Þróon skipulagshugmynda 1920-1960 Upp úr 1920 fóru skipulagsmenn að fjar- lægjast stórar skipulagstillögur sem ein- göngu fjölluðu um staðsetningu húsa og gatna. Taka þyrfti tillit til fleiri þátta s.s. þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Mikil áhersla var lögð á að bæta húsnæðisástand og helsta lausnin var að rífa gömul hverfi og byggja nýtt húsnæði í staðinn. Á þessum tíma tók funkisstefnan við í húsagerðarlist með áherslu á hollustu, hrein form og notagildi bygginga. Því fannst mörgum að gömlu hús- in sem ekki höfðu nútíma hreinlætisaðstöðu og nægjanlegt gluggarými væru óhæf til bú- setu. Á fyrst áratugum aldarinnar tóku banda- rískar borgir upp nákvæma stjórnun á land- notkun s.k. „zoning" sem leiddi til aðskilnað- ar íbúða og atvinnustarfsemi. Þetta hafði slæm áhrif í miðbæjum borga þar sem löng hefð var fyrir því að eigendur verslana og þjónustufyrirtækja byggju á efri hæð fyrir ofan atvinnustarfemi sína á jarðhæð húsanna og einnig voru áhrifin slæm í ibúðahverfum þar sem atvinnustarfsemi var ýtt út úr hverf- unum. Þetta leiddi smám saman til lengri vegalengdar milli heimilis og vinnustaða. Upphaflega var þessari ströngu stýringu á landnotkun komið á til þess að koma í veg fyrir að byggðar væru verksmiðjur eða önnur mengandi starfsemi nærri heimilum efna- manna. Upp úr 1920 var unnin merk svæðisskipu- lagsáætlun fyrir New York svæðið. I þeirri vinnu kom einn af þátttakendunum í vinnunni Clarence Perry með tillögu um íbúðahverfi sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif s.k. „neigh- borhood unit." Grunneiningin fyrir íbúða- hverfið skyldi vera grunnskólinn miðsvæðis í. hverfinu og miðað var við að börn þyrftu ekki að ganga lengra en 500 - 600m í skólann án þess að þurfa að fara yfir stóra umferðar- götu. Aðal umferðaræðarnar áttu að liggja umhverfis hverfið. Verslun og þjónustu var komið fyrir í hverfinu á mótum umferðar- gatna. Hugmynd Perrys var að hverfið myndaði eina félagslega heild og æ síðan hafa fræðimenn reynt að skilgreina æskilega stærð íbúðarhverfa. I tillögum Perrys var miðað við 5-10 þúsund íbúa eftir stærð og þéttleika hverfanna. Við sMpulag á nýborginni Radburn í New Jersey 1929 útfærði Clarence Stein hug- myndir Perrys enn frekar og er skipulag ' Stein af íbúðarhverfum í Radburn frægustu og mest kópíereðu íbúðarhverfi í heiminum. Hugmyndin byggðist m.a. á því að skilja aðÞ- + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.