Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 9
HIN HREINA Pittsburg, sem áður var afar óhrein iðnaðarborg. Hér sést miðborgaroddinn á mótum Allegheny og Monongheia ánna. ,HÁBORGIN“ á Skólavörðuholti. Hugmynd Guðjóns Samúelssonar. Auk kirkjunnar átti þar að vera miðstöð æðri mennta. DÆMIGERÐ bandarísk miðbæjargata: Santa Barbara í Kaliforníu árið 1923. Þrátt fyrir vaxandi bílaeign voru sporvagnar mikið notaðir á þessum tíma. REYKJAVÍK 19. aldar. Aðalstræti, elsta gata borgarinnar árið 1882. yggingum s.s. háskóla og sjúkrahúsi, en árið 1924 afði Guðjón Samúelsson komið fram með tillögu m þetta sem kölluð var háborg íslenskrar menn- ígar sem felld var inn í skipulagið frá 1927. Lítið varð úr þessum framkvæmdum þar sem þessum byggingum var dreift um bæinn utan hvað Hall- grímskirkja, og Iðnskólinn voru byggð á holtinu en ekki samkvæmt tillögunni. Á tíu ára tímabili, 1916-1927 gerðist ótrú- lega margt í skipulagssögu landsins, út kom bók um hvemig ætti að skipuleggja bæi, fyrstu skipulagslögin voru samþykkt og unn- ið var heildarskipulag fyrir höfuðborgina. Þróun skipulagshugmynda 1920-1960 Upp úr 1920 fóru skipulagsmenn að fjar- lægjast stórar skipulagstillögur sem ein- göngu fjölluðu um staðsetningu húsa og gatna. Taka þyrfti tillit til fleiri þátta s.s. þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Mikil áhersla var lögð á að bæta húsnæðisástand og helsta lausnin var að rífa gömul hverfi og byggja nýtt húsnæði í staðinn. Á þessum tíma tók funkisstefnan við í húsagerðarlist með áherslu á hollustu, hrein form og notagildi bygginga. Því fannst mörgum að gömlu hús- in sem ekki höfðu nútíma hreinlætisaðstöðu og nægjanlegt gluggarými væru óhæf til bú- setu. Á íyrst áratugum aldarinnar tóku banda- rískar borgir upp nákvæma stjórnun á land- notkun s.k. „zoning" sem leiddi til aðskilnað- ar íbúða og atvinnustarfsemi. Þetta hafði slæm áhrif í miðbæjum borga þar sem löng hefð var fyrir því að eigendur verslana og þjónustufyrirtækja byggju á efri hæð fyrir ofan atvinnustarfemi sína á jarðhæð húsanna og einnig voru áhrifin slæm í ibúðahverfum þar sem atvinnustarfsemi var ýtt út úr hverf- unum. Þetta leiddi smám saman til lengri vegalengdar milli heimilis og vinnustaða. Upphaflega var þessari ströngu stýringu á landnotkun komið á til þess að koma í veg fyrir að byggðar væru verksmiðjur eða önnur mengandi starfsemi nærri heimilum efna- manna. Upp úr 1920 var unnin merk svæðisskipu- lagsáætlun fyi-ir New York svæðið. I þeirri vinnu kom einn af þátttakendunum í vinnunni Clarence Perry með tillögu um íbúðahverfi sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif s.k. „neigh- borhood unit.“ Grunneiningin fyrir íbúða- hverfið skyldi vera grunnskólinn miðsvæðis í- hverfinu og miðað var við að böm þyrftu ekki að ganga lengra en 500 - 600m í skólann án þess að þurfa að fara yfir stóra umferðar- götu. Aðal umferðaræðamar áttu að liggja umhverfis hverfið. Verslun og þjónustu var komið fyrir í hverfinu á mótum umferðar- gatna. Hugmynd Perrys var að hverfið myndaði eina félagslega heild og æ síðan hafa fræðimenn reynt að skilgreina æskilega stærð íbúðarhverfa. í tillögum Perrys var miðað við 5-10 þúsund íbúa eftir stærð og þéttleika hverfanna. Við skipulag á nýborginni Radburn í New Jersey 1929 útfærði Clarence Stein hug- myndir Perrys enn frekar og er skipulag 1 Stein af íbúðarhverfum í Radburn frægustu og mest kópíereðu íbúðarhverfi í heiminum. Hugmyndin byggðist m.a. á því að skilja aðÞ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 9 \ +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.