Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Page 4
ISLENSKIR LISTAMENN A
VÆNGJUÐUM SKÓM
EFTIR INGUNNI ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR
BANDALAGIÐ þótti umfram allt vera til komið fyrir atbeina Jóns Leifs, sem vildi rjúfa menningarlega einangrun heimalands síns. Hann var eld-
huginn en hinir máttarstólparnir voru Gunnar Gunnarsson skáld, sem „vann verk sitt af skyldurækni og alúð“, og Guðmundur fjöllistamaður
frá Miðdal, sem hafði þá sérstöðu að vera starfandi listamaður heima í fásinninu.
Myndlýsing byggð á skáldaleyfi eftir Árna Elfar sýnir þá Jón Leifs, Gunnar Gunnarsson og Guðmund frá Miðdal ræða málin.
Á morgun, 6. september, verður Bandalag íslenskra
listamanna 70 ára. Jón Leifs var búinn að vera með all-
an hugann við þessa félagsstofnun og hann var pottur-
inn og pannan, en auk hans voru máttarstólparnir í
þessum nýju samtökum Gunnar Gunnarsson skáld og
Guðmundur Einarsson myndlistarmaður frá Miðdal.
EINS og Hermes, sendiboði guð-
anna, greip flugið ef mikið lá við,
þá voru þeir vel nestaðir vængjuð-
um hugsjónum, listamennimir sem
haustið 1928 boðuðu fagnaðarer-
indið: íslenskir listamenn samein-
ist! - Þeir voru í raun boðberar
nýrra tíma og nýrra viðhorfa til
lista, menningar og þjóðfélags. Þessar boðber-
ar áttu þó undir högg að sækja framan af og ís-
lenskir listamenn voru mjög sundurleitur hóp-
ur sem átti erfitt með að samræma hugmyndir
sínar - en ætluðu þó (sumir tregir til) að gera
með sér fyrrgreint bræðralag. Hér verður
greint frá aðdraganda og stofnun samtaka
listamanna á íslandi og byggt á áralöngu
grúski undirritaðrar um það efni.
í farteskinu
Já, vel nestaðir voru þeir, því vissulega
höfðu þeir af ýmsu að taka, listamennirnir sem
dvalið höfðu langtímum erlendis og kynnst
þeim suðupotti nýrra hugmynda sem bullaði og
kraumaði í í menningarborgum Mið-Evrópu á
árunum milli stríða.
Ný menningarstefna átti rætur að rekja til
aldarinnar sem leið. Þá þurftu miðevrópskir
listamenn að skilgreina stöðu sína upp á nýtt.
Þeir hálfhéngu í lausu lofti í breyttu samfélagi;
að baki var lénskt bændasamfélag en þar með
hurfu líka patrónar aðals og kirkju; framundan
frelsi og sjálfstæði - en hvernig mátti nýta það
- hvemig var hægt að vinna fyrir sér? Menn
fundu leiðir: mynduðu listamannasamfélög,
fylktu sér um nýjar, róttækar og ögrandi list-
stefnur, gáfu út stefnuyfírlýsingar - manifestó.
Borgirnar urðu brennidepillinn í menningar-
byltingunni. Undir fyrra stríð var París mið-
púnktur módemismans og í Þýskalandi var
þýski expressjónisminn farinn að hafa mikil
áhrif; Der Sturm, Der Blaue Reiter o.s.frv.
Eyðilegging stríðsins og það siðferðilega
skipbrot sem því fylgdi raddi braut fyrir ný og
enn byltingarkenndari viðhorf. Dadaismi, surr-
ealismi og svo rússneska byltingin - allt hafði
þetta áhrif; menn urðu menningarlega herská-
ir sem aldrei fyrr; listamenn millistríðsáranna
eru því að mörgu leyti stríðsmenn - uppreisn-
armenn gegn siðlausu samfélagi. Þetta á þó
ekki alls staðar við, t.d. í Miinchen varð fremur
afturhvarf til rómantískra liststefna - enda átti
slíkt eftir að vaxa á millistríðsáranum í Þýska-
landi með auknu fylgi nasismans.
En í stórborgum á við París og Berlín
blómguðust nýjar hugmyndir á öllum sviðum,
ekki síst í menningu og list, þarna voru kross-
götur alþjóðlegra menningarstrauma, strauma
sem gátu orðið að mikilli elfí við þau ákjósan-
legu skilyrði sem menningarlíf stórborga bauð
upp á. Þá átti hin aldagamla evrópska kráar-
og kaffihúsahefð sinn hlut að máli og auðveld-
aði öll andleg samskipti, á slíkum stöðum hitt-
ust menn og skröfuðu og skeggræddu um það
nýjasta í bókmenntum og listum, þar lifnuðu
nýstárlegar hugmyndir sem oftar en ekki urðu
að nýjum stefnum og straumum í andlegu
menningarlífi. Við slíkar aðstæður var lagður
grunnur að samstöðu íslenskra listamanna, en
á þriðja áratugnum vora þó nokkuð margir Is-
lendingar í mennta- og framaleit víða um lönd.
„Vor upphefð kemur að utan"
Líkast til var það á berlínskri krá á áranum
1924-25 sem vísir að þessum stærstu menning-
arsamtökum íslands tók að myndast. A krá
þessari, Weinstube von Lutter & Vegner, hitt-
ust að staðaldri nokkrir íslenskir listamenn, og
trúlega einnig þýskir íslandsvinir, og ræddu
um framtíð íslenskrar menningar og á hvern
hátt íslenskir listamenn gætu tekið þátt í mót-
un hins nýja samfélags sem þá var í deiglunni.
- Það má sjá þá fyrir sér, við stórt dökkleitt
borð í anda þýskra vínstofa, dreypandi á kaffi,
ölkrús eða jafnvel bara blávatni, ef pyngjan
leyfði ekki meir, „Stammtisch in zwangster
Form“ [þröngur fastahópur], eins og Jón Leifs
orðaði það í bréfi. Við þetta fastaborð vora
engar hversdagslegar umræður í gangi, ekki
hjalað um daginn og veginn, heldur brann
mönnum á hjarta íslensk menning og list og
framtíðin, sem var óskrifað blað.
í skuggsjá fortíðarinnar má sjá, að sá sem
talar af mestum eldmóði er tónskáldið Jón
Leifs, höfuðsmiðurinn að hugmyndunum um
mótun samtaka íslenskra listamanna - og
þarna má einnig sjá skáldið Jóhann Jónsson,
og fleiri íslendingar dvöldust þarna þá, þótt
ekki verði þeir nafngreindir hér.
Á þessum tíma var mikill áhugi fyrir nor-
rænni menningu í Þýskalandi og í Berlín var
starfandi félagsskapur, Vereinigung der Is-
landsfreunde, sem ... er mesta ómynd ennþá,
en þarf að verða að stórum og miklum menn-
ingarfaktor. Komið hefur til mála að stofna
„Ortsgruppe" félagsins í Berlín og halda reglu-
lega fundi (t.d. mánaðarlega) og væri það þá
að minnsta kosti dálítil byrjun.
- Þetta má lesa í bréfí sem Jón Leifs skrifar
frá Berlín á nýársdag 1925 til Guðmundar Ein-
arssonar, sem þá var við myndlistarnám í
Munchen; og í mars sama ár skrifaði Jón enn:
Kæri landi! Nú erum við að stofna hér
„Ortsgruppe" (staðardeild) íslandsvinafélags-
ins. Við höfum haft 5 samkomur hingað til (í
hverri viku eina) = „Stammtisch in zwangster
Form“, til undirbúnings undir eitthvað meira.
Hér í Berh'n voru meðlimir fyrst um 30 en eru
nú um 50 og vaxa stöðugt. I Miinchen munu nú
vera um 20 meðlimir og ættuð þið nú að stofna
„Ortsgruppe“ og stækka hana.
Það sem styður þá skoðun, að í vínstofunni í
Berlín hafi stoðum verið rennt undir samtök ís-
lenskra listamanna, er meðal annars bréf sem
Kristmann Guðmundsson rithöfundur skrifaði
Guðmundi Einarssyni, (en Guðmundur var,
bæði þá og seinna, einn af aðalframmámönn-
um listamannasamtakanna), frá Ósló, í desem-
berlok 1925, en þar segir hann meðal annars:
Hér sendi égyður undirskrifað eintak aflög-
um Fje. ísl. listam. Sem norskur rithöfundur
tel ég mjer heiður að því að vera boðinn þátt-
taka í jafn góðum og þörfum fjelagsskap sem
þessum, og mjer þætti vænt um ef ég gæti orð-
ið honum til styrktar á einhvern hátt.
Og hann talar áfram um „Fjelag ís-
lenzkra listamanna“ sem rösklegt tím-
anna tákn. Þetta sýnir að félagsstofnum hef-
ur verið á döfinni, þótt að líkindum hafi hér
verið um undirbúningsfélag að ræða sem aldrei
komst raunverulega á laggimar. Að minnsta
kosti liggja ekki fyrir heimildir um það.
Menningarleg umrseða ó ísland
Heima á Islandi þurfti víða að taka til hendi.
íslensk menningarhugsun stóð á krossgötum
að loknum fullveldissigrinum. Þjóðfrelsishug-
sjónir höfðu átt hug allra, en nú gátu menn
byggt á víðari heimssýn. Samt var við ramman
reip að draga. Hið aldagamla kyrrstæða sveita-
samfélag á íslandi hafði mótað ákveðna menn-
ir.garhefð sem erfitt var að hrófla við. Þessi
hefðbundna bændamenning náði langt út fyrir
sveitir landsins, til dæmis náði hún inn á Al-
þingi og átti þar flesta að fylgismönnum, en al-
þingismenn voru flestir bændur, prestar, eða
sýslumenn úr sveitunum.
í sinni ágætu bók um Reykjavík kallar Guð-
jón Friðriksson tímabilið frá stríði og fram að
kreppu „glaða áratuginn“ og sýnir fram ú að
fjölbreytni var mikil í bæjarlífinu, svo að mörg-
um af gamla skólanum þótti nóg um. Tónleikar,
leiksýningar, myndlistarsýningar, böll og kaffi-
hús - allt virðist hafa verið til staðar. Þetta var
samt ekki sú veröld sem allir vora að leita að og
listamönnunum mínum þótti flest aumt og með
sveitabrag í Reykjavík á 3ja áratugnum, og
ekld síst það sem sneri að list og menningu.
I Alþýðubókinni, sem kom út 1928, talar
Halldór Kiljan Laxness um Reykjavík sem
erfðamenningarlaust nýlenduþorp og segir að
þar skrölti „skáld og listamenn" mestmegnis
utanvið þjóðlífið, og þessi utangátta stétt minni
helst á fornfygli þau frá öðram tíma jarðsög-
unnar sem nú séu löngu útdauð. Svo bendir
Halldór á leið til menningarlegra úrbóta; hér
mætti í raun segja að viðhorf hins uppreisnar-
gjarnari hóps Bandalagsmanna birtist í hnot-
skurn - og vora þeir ekki beint vinsælir hjá öll-
um fyrir bragðið:
En ef dustuð væri hin kotroskna frekja og
hinn klunnalegi loddaraháttur úr islenskum
skáldum og listamönnum, og þeir mentaðir
með eitthvert jákvætt framtíðarstarfssvið fyrir
augum í samræmi við köllun þeirra, þá efast ég
ekki um að nýta mætti þessa áttaviltu krafta
og beina óverulegu tilgerðarskvaldri inn á
brautir þjóðnýts dáðaskáldskapar.
Kristján Albertsson skrifar grein í Vöku
1927 þar sem hann lýsir höfuðborginni sem
„bænum, þar sem hugsað er og talað um kaup-
gjald og gróða, gjaldþrot og sjóðþurrðir... -
þar sem allt annað er ofar á baugi í almenn-
ingshugsum en bókmenntir og andlegt líf.“
Og Þórbergur gefur bændamenningunni á
baukinn í Bréfi til Láru árið 1924, þar má meðal
annars sjá þetta þegar hann les yfir hausamót-
unum á bændum: „Þið standið yfirieitt á heldur
lágu menningarstigi. Sjóndeildarhringur ykkar
er þröngur og lágt til lofts í hugmyndaheimi
ykkar.“ Og hann brýnir menn til dáða:
Oss vantar ekki menn, sem hugsa og breyta
eins og allir aðrir. Og oss vantar ekki heldur
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998