Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Page 17
Mehta með tónsprotann. (Fyrri uppfærsla þeirra félaga var í Flórenz). Sviðið er tröppumar upp að áheyrnarsal keisaranna og er þeim skipt í fjóra hluta. Neðst er hljómsveitin, í tveimur stærstu tröppunum standa kórinn og aukaleikarar eft- ir atvikum og efst er stór verönd, sem myndar aðalhluta sviðsins. Þar eru tvö hreyfanleg hús, sem eru notuð til að lýsa andrúmsloftinu, og líka til að sýna mismunandi staði í höllinni. Aftast á sviðinu miðju er svo hurð, sem aðal- leikaramir fara um og sömu leið fer hásætið; gyllt, útskorið og stærðin í samræmi við mik- ilfengleik keisarans. Zubin Mehta hefur fengið fæmstu hljóð- verkfræðinga til liðs við sig svo engu er líkara en áhorfandinn sé staddur inni í óperuhúsi. í bílnum á leiðinni heim á hótel eftir æfinguna era Kristján Jóhannsson og Sharon Sweet, sem syngur Turandot, sammála um, að þau þurfí að beita röddinni eins og í Metropolitan- óperuhúsinu í New York. Það er tímanna tákn að svo alþjóðlegur og mikilfenglegur listviðburður skuli eiga sér stað 1 Peking. Fyrir tíu áram hefði enginn látið sér til hugar koma að gera eitt- hvað þessu hkt í Kína, hvað þá í hjarta höfuð- borgarinnar, steinsnar frá Torgi hins himneska friðar, þar sem yfirvöld börðu niður stúdentamótmælin 1989. En fyrir aukið frjáls- ræði, batnandi lífsskjör og opnari og breytt samskipti ríkisstjómarinnar á alþjóðavet- vangi, hefur þessi draumur svo margra óp- eruunnenda orðið að veruleika í samstarfi Kínversku listviðburðaskrifstofunnar C.P.A.A. og Ópera á upprunalegum stað, O.O.S., en það fyrirtæki sá um tónleikana með Tenórunum þremur og flutning Aidu við Luxor. En áfram um æfinguna. Hérna eru nokkrir fulltrúar heimspressunnar og svo auðvitað þeir, sem koma fram í sýningunni; 120 hljóð- færaleikarar, 200 söngvarar og svo allir auka- leikararnir, en einhvers staðar hef ég séð á prenti, að í lokaatriðinu séu þeir fast að þús- und. Svo telja starfsmenn sýningarinnar ein- hver hundrað. Því miður missi ég af byrjun óperunnar og þegar ég kem, er stutt í að gert verði örlítið hlé. í hléinu finn ég Kristján og ég kalla til hans, þegar hann er búinn að ræða við aðra, sem fram koma í sýningunni: „Kristján!“ Og hann svarar að bragði upp á ítölsku: „Si“ eins og vill verða, þegar fólk á ekki von á því að ís- lendingur sé að ávarpa það. „Komdu sæll,“ segi ég og verða þá fagnaðarfundir. Hann spyr, hvernig mér þyki og brosir, þegar ég á engin orð til að lýsa hrifningunni. Svo þarf hann að fara og ég nota tækifærið og fer bak- sviðs. Þar er nóg að gera, hermenn sitja eins og Kínverjum einum er lagið og bíða þess að að sé komi, og stelpur úr ballerínuskóla era komnar í fínu búningana sína og fara hjá sér, þegar teknar era af þeim myndir. Þeir eru ekki að sækja vatnið yfir lækinn, Klnverjarn- ir, þegar á að finna fólk í hlutverk hermann- anna, heldur fá til þess raunverulega her- menn. Hvort samanlögð laun þeirra jafngilda einum aðgöngumiða veit ég ekki, en hitt gran- ar mig, að af þeim rúmlega milljarði króna, sem uppfærslan kostar, fari minnst í laun til aukaleikaranna. Mér krossbregður, þegar upphaf annars þáttar er tilkynnt. Það eitt, hvernig „hringt" er úr hléi, er glæsileg og heillandi upplifun; heil fylking, hermanna- klædd í mikilfenglega búninga, berjandi antík-trommur frá tímum keisaranna, er at- riði, sem eitt sér myndi vera afbragðsgóð sýn- ing. Eftir að þeir hafa barið trommurnar í um fimm mínútur hefst sýningin með því að tjöld- in, handunnin risavaxin spjöld, skreytt rauð- um og gylltum fjöðrum, eru dregin frá, og Ping, Pong og Pang, hirðmenn, syngja um vandræðin, sem nú eru uppi í keisarahöllinni. Andrúmsloftið er létt og frísklegt. Mehta gantast við söngvarana, ef þeir gera mistök, og þeir gantast á móti. Og það þarf ekki mis- tök til. Mehta skýtur á Kristján og segir, að þar sem hann standi við kínversku höllina með kolsvarta hárkollu og í glæsilegasta kín- verska skrúða, líti hann út eins og hann standi fyrir utan norrænan sumarbústað! Kristján gefur stjórnandanum bara langt nef og svo halda þeir áfram eins og ekkert sé. Mehttri biður Kristján að breyta aðeins einni línu i textanum til að létta lund hljóðfæraleikar- anna. Svona drífa menn æfinguna áfram með vingjarnlegri glaðværð. Þriðji þátturinn er sá mikilfenglegasti. Þar er öllu tjaldað til; leikendurnir koma allir fram í einu og nú reynir hvað mest á hæfíleika söngvaranna. Gagntekinn geng ég baksviðs, þar sem aðalsöngvararnir eru með búningsaðstöðu. Það er komið miðnætti og ég er búinn að vera þarna í þrjá og hálfan tíma; reyndar þá stystu þrjá og hálfan tíma, sem ég hef upplifað. Þegar Kristján og Sharon koma út úr bún- ingsklefum sínum, era þau augljóslega mjög þreytt, enda mikil áreynsla að syngja hvað best maður getur og vera í þessum ofboðslega stórítr búningum með heljarinnar hárkollur á höfðinu, sérstaklega þegai- fólk þarf síðan að beygja sig og bugta við hinar og þessar átakanlegu senur. Við Kristján spjöllum aðeins saman og síð- an býður hann mér far heim á hótel. Þar skilj- ast leiðir. Morguninn eftir er ég á heimleið til Islands, en leið Kristjáns liggur aftur upp á sviðið í borginni forboðnu. STELPUR úr ballerínuskóla eru komnar í fínu búningana sína og fara hjá sér, þegar teknar eru af þeim myndir. m: f mm Mm Turandot TURANDOT er ein af bestu óperum Puccinis. Hún var jafnframt hans síðasta og náði hann ekki að ljúka henni. Það gerði lærisveinn hans, Franco Alfano. Verkið er samið við ævintýri Carlo Gozzi og liberetto eftir Guiseppe Adami og Renato Simoni. „Hlustið Pekingbúar, kallað er: Turan- dot, kona af hreinleika, brúður þess af bláu blóði, sem leysir gátur þrjár, er hún spyr,“ hefst óperan. Eins og oft er með óperur fjallar Turandot um ástir, kónga- fólk og keisara, hugarvíl og lífshættu. Söguþráðurinn er í fáum orðum þessi: Fyrsti þáttur: Prins sem mistekst að leysa gátur Turandot prinsessu er tekinn af lffi að hennar skipun. Fyrir tilviljun rekst Calaf, erlendur prins, á föður hins, Timur, sem búið er að steypa af stóli sem konungi Tartara. Þjónustustúlka Timurs, Liú, tjá- ir leynilega ást sína á Calaf. Þegar Calaf síðan sér Turandot heillast hann af fegurð hennar og lýsir því yfir að hann muni freista þess að leysa gátumar þrjár. Annar þáttun Föður Turandot, sjálfum IGnakeisara, finnst miskunnarlausar aftökur dóttur sinnar of ströng refsins, en er bundinn af orðum sínum. Turandot leggur spuraing- ar sínar fyrir þennan óþekkta gest og svarar hann þeim rétt. Lýðurinn fagnar. Stolt prinsessunnar er sært, henni óar við þeirri tilhugsun að tilheyra ókunnugum manni. Calaf freistar alls til að sanna ást sína - ef hún getur getið uppi á nafni hans (sem hefur ekki verið nefnt til sögunnar ennþá) fyrir dögun mun hún vera leyst undan loforðinu og hann mun dej'ja. Þriðji þáttur: Turandot beitir allri sinni grimmd, brögðum og völdum til að komast að nafni Calafs. Timur og Liú, sem bæði hafa sést með prinsinum, era tekin til fanga og pyntuð. Tui-andot verður vitni að stað- festu Liú, þegar hún lýsir því yfir, að hún ein þekki nafn Calafs og muni ekki láta það uppi vegna ástar sinnar á honum. Hún stingur sig þvínæst á hol með rýtingi sem hún hrifsar úr hárhnút Turandot. Dauði hennar verður öllum mikið áfall, þar á meðal Turandot (þetta atriði var einstaklega vel leikið og átakanlegt). Turandot berst enn gegn ást sinni. Calaf kyssh- hana ástríðuþrangnum kossi og hún áttar sig á því að í raun hafi hún elsk- að hann frá þvi þau hittust fyrst. Calaf uppljóstrar nafni sínu og leggur þar með örlög sín í hendur Turandot. Hún tilkynn- ir, að hún hafi svarið, sem hún hafi verið verið að leita að; „Nafn hans er Ást“. Liú lét því eklri lffið til einskis. Peking- búar fagna. HEIL fylking, klædd í mikilfenglega hermannabúninga, ber antík-trommur frá tímum keisaranna og kallar fólk úr hléi. Turandot, Forboðnu borginni, Peking. Sýningartími: 5.-13. september 1998. Stjórnandi: Zubin Mehta. Leikstjóri Zhang Yimou. Turandot: Sharon Sweet, Giovanna Casolla og Audrey Stottler. Liú: Angela Maria Blasi, Barbara Frittoli og Barbara Hendricks. Calaf: Kristján Jóhannsson, Lando Bartolini og Sergej Larin. Timur: Carlo Colambara og Andrea Silvestrelli. Ping: José Fardilha. Pang: Carlo Allemano og Jorjo Zennaro. Pong: Carlo Bossi og Francesco Piecoli. Mandarín: Vittorio Vitelli og Danilo Seraaioco. Altoum: Aldo Bottion. Kór og hljómsveit: Maggio Musicale Fiorentino. Framleiðendur Teatro Communale di Firenze/ Maggio Musicale Fiorentino. Framkvæmdastjórn: CPAA - China Performing Arts Agency og OOS - Opera on Original Site, Inc. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.