Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 6
MIG langar ekki að lesa. Mig langar ekki að skrifa. Mig langar ekki að gera neitt nema vera hér. Geri ég eitthvað verð ég ekki hér leng- ur. Að vera hér á að vera nóg. Kannski er það nóg nú þegar.“ Petta eru hugleiðingar konu sem myndað hefur ákaflega náin og óvenjuleg tengsl við landið okkar - óvenjuleg af því hún er ekki fædd hér, óvenjuleg af því hún kom hingað upphaflega fyrir tilviljun. Með árunum hefur ísland orðið hennar staður - hér líður henni vel, hér hefur hún næði, hér fínnur hún sjálfa sig, hér fínnur hún hjartslátt heimsins. Hing- að sækir hún líka orku til að glíma við krefj- andi verkefni víðsvegar um heim. Þessi kona er bandaríska listakonan Roni Hom. Frá árinu 1975 hefur Roni Horn sótt ísland heim svo til árlega og stundum oftar en einu sinni á ári. „Ég reyni að koma að minnsta kosti einu sinni á ári, stundum tvisvar. Ég dvelst hér aldrei skemur en tvær vikur í senn, enda getur það tekið upp undir tíu daga að komast á áfangastað. Stundum er ég hér lengur, allt að sex vikum. Ef ég væri ekki svona bundin af verkefnum og sýningum úti í heimi myndi ég örugglega koma oftar.“ Roni Horn vantar ekki verkefnin. Hún hef- ur um árabil verið í hópi virtustu listamanna sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum og í seinni tíð hefur vegur hennar vaxið jafnt og þétt í Evrópu. Þar er helsti vettvangur sýninga hennar nú um stundir. Roni opnar nokkrar einkasýningar á ári hverju, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga. Nú standa yfír sýn- ingar á verkum hennar í Sydney, Köln og Miinchen og senn bætast við sýningar í Los Angeles og Brussel, auk þess sem listakonan vinnur nú af kappi að stóru verkefni í Basel sem ljúka mun árið 2000. Roni Horn vinnur í marga miðla. Hér á landi hefur hún að mestu unnið með teikning- ar og ljósmyndir sem komið hafa út á bók, stundum með textum, stundum ekki. Alls hef- ur listakonan gert átta bækur sem tengjast íslenskri náttúru. Tilhejrra sjö þeirra bóka- flokknum To Place. Tilviljun sem varð að þörf En hvað dró Roni Horn upphaflega til þess- arar framandi eyju í norðri? „Sennilega hefur tilviljun ein ráðið því að ég kom hingað fyrst, í það minnsta man ég ekki eftir neinni sérstakri ástæðu. Island hefði getað verið hvaða land sem er. I gegnum árin hefur þessi tilviljun síðan orðið að nauð- syn - þörf. Mér hefur smám saman orðið ljóst að ekki verður aftur snúið.“ - Vissirðu eitthvað um landið þegar þú steigst fyrst á íslenska jörð? „Nei, lítið sem ekkert! Þegar ég steig út úr flugvélinni fékk ég á tilfinninguna að ég væri stödd á lítilli eyju í Norður-Atlantshafí, sem var auðvitað raunin. Mig minnir að ég hafi gert mér grein fyrir því að landið væri strjál- býlt, sem höfðaði til mín þar sem ég er einfari að upplagi, þrátt fyrir að vera alin upp í fjöl- menninu í New York. Um veðráttuna, lands- lagið og hefðirnar vissi ég ekkert. Þessu átti ég heldur betur eftir að kynnast. Kynnin af íslandi hafa haft gríðarleg áhrif á líf mitt, á það hvernig ég skynja sjálfa mig sem einstak- ling, hvernig ég upplifi list mína og hvar ég staðset mig í heiminum. Island var vendi- punktur í mínu lífi!“ - En ferlið hefur sumsé verið seigfljótandi? „Já. Mig óraði ekki fyrir því í upphafi að ég ætti eftir að bindast íslandi böndum fyrir lífs- tíð - að landið ætti eftir að hafa svo afgerandi áhrif á þroska minn sem listamanns, mann- eskju.“ - Varstu þegar búin að gefa þig listagyðj- unni á vald þegar þú komst hingað fyrst? „Ekki formlega enda var ég bara 19 ára gömul. Þegar ég kom hingað þriðja sinni, á styrk frá Yale-háskóla 1979, var ég aftur á móti búin að gera mér grein fyrir þvf hvert hlutskipti mitt yrði í lífínu. Ari síðar var ég farin að vinna fyrir mér sem listamaður í New York.“ - Ertu alltaf ein á ferðum þínum um landið? „Já, yfirleitt. Ég vil ferðast einsömul. Hér á íslandi er það líka hægt, manni stafar ekki ógn af neinu - nema ef vera skyldi náttúruöfl- unum! I Bandaríkjunum eru menn álitnir truflaðir ef þeir eru einir á ferð.“ - Hvað hefur heillað þig mest hér á landi? „Það er svo margt. Veðráttan var það fyrsta sem hreif mig, þótt margir Islendingar eigi eflaust erfltt með að trúa því. Staðreynd- in er aftur á móti sú að maður upplifir sjálfan sig hvergi betur líkamlega en andspænis veðrinu. Islenskt veðurfar er því hrein unun. Mér líður best á íslandi þegar vindar blása. Vindurinn er engu líkur hér á landi - hann er ekki bara hreyfing og hljóð, eins og ég þekki ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR Morgunblaðiö/Einar Falur Bandaríska listakonan Roni Horn hefur sótt ísland heim svo til árleqg í meira en tvo áratugi. Hún ferðast um landið, yfirleitt einsömul, staldrar við, sl< yniar, upplifir, drekkur í í sig orku. ORRI PÁLL ORMARSSON kom að máli við 1 listakonuna, þegar hún var stödd hér á landi á dögunum, en hún sem segir Íí >land hafa haft afger- andi áhrif á þroska sinn í list og li ífi. hann frá Bandaríkjunum, heldur sannkallaður frumkraftur, sem er allt að því ógnvekjandi á köflum. Maður getur fundið kraftinn myndast úti fyrir ströndinni og hella sér svo inn yfir landið. Vindurinn hefur ekki aðeins haft var- anleg áhrif á landslagið á íslandi heldur líka menningu þjóðarinnar. Afl af þessu tagi verð- ur ekki virt að vettugi!" - Þú nefndir landslagið. Hefur það ekki snortið þig? „Það kemst enginn hjá því að verða snort- inn af íslensku landslagi. Ég hef oft líkt Is- iandi við völundarhús - landið er nógu stórt til að villast í því en um leið nógu lítið til að finna sjálfan sig. Þannig er sambandi mínu við Is- land einmitt ágætlega lýst - ég hverf inn í sjálfa mig, hverf inn í heiminn. íslenskt landslag hefur sérstöðu fyrir þær sakir hvað það er nýtt af nálinni - Island er jú eldfjallaeyja. Maður sér breytingarnar nánast eiga sér stað. Hér fer maður heldur ekki á mis við neitt eins og í Bandaríkjunum, þar sem allt er svo gamalt að maður þarf sérstaka þjálfun til að hafa hugmynd um hvað maður er að horfa á. Þessi skýrleiki er mér að skapi. Oræðni birtunnar, himinsins, hefur líka hrifið mig. Það er ekki gott að færa þessa til- finningu í orð en hún eflir sjálfsmat mitt, örv- ar hugsunina og gerir mér auðveldara að skynja heiminn í kringum mig. Ég held að ís- lendingar finni fyrir þessu líka en þar sem þeir hafa alist upp við þessar aðstæður hefur þetta ekki eins sterk áhrif á þá.“ Menningin vinnur á - En hvað um menningu þjóðarinnar? „Hún höfðaði ekki til mín í fyrstu, af þeirri einföldu ástæðu að ég er ekki sérlega félags- lynd vera og gef því menningarlífi almennt ekki mikinn gaum. Ég verð þó að segja að eft- ir því sem ég ver meiri tíma hér hefur menn- ingin unnið jafnt og þétt á. Mér sýnast félags- leg samskipti á Islandi að verulegu leyti snú- ast um grundvallaratriði. Það kann ég að meta.“ - Má ekki sjá merki um þessa viðhorfs- breytingu í bókaflokknum þínum? Fyrsta bindið, Bluff Life, varð til eftir að þú hafðir dvalist í tvo mánuði í vitanum í Dyrhólaey - alein, en í seinni bindum, svo sem Haralds- dóttir, virðist fólk vera farið að skipta þig meira máli. „Það er rétt. Teikningarnar í Bluff Life snúast um ákveðinn stað. Stað sem er í stöðugri mótun, bæði í eiginlegum skilningi og í augum áhorfandans. I Dyrhólaey var ég þessi áhorfandi. Sömu sögu má segja um næstu bindi, ég er alltaf ein á ferð. Tvö síð- ustu bindin, Haraldsdóttir og Arctic Circles, endurspegla aftur á móti það viðhoif mitt í seinni tíð að ísland verði ekki skilið til hlítar nema í gegnum fólkið sem yrkir eyjuna. Ég hef lært að dást að samspili manns og náttúru hér á landi. Islendingar umgangast landið sitt af svo mikilli hógværð. Þeir hafa enga þörf fyrir að sigrast á því, aðeins lifa með því. Menn geta heldur ekkert annað þegar þeir vita að náttúruöflin fara sínu fram, þar sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. Þessi afstaða kemur skýrt fram í byggingarlist landsins, bókmenntum og sjálfsskynjun íbúanna, sem er, vel að merkja, afar sterk - ekki veitir af!“ - Hvers vegna kýstu bókarformið til að lýsa því hvernig þú upplifir Island? „Ég hef oft spurt mig þessarar spurningar en kann ekkert einhlýtt svar við henni. Senni- lega stafar það af því að mér varð snemma ijóst að hugmyndin ætti eftir að vinda upp á sig - verkefnið ætti eftir að verða snar þáttur í lífi mínu. Þegar maður vinnur að verkefni um svo langt skeið kemur það sér líka vel að vinna með ákveðið form, ákveðna umgjörð. Þótt efnið sé síbreytilegt er formið ávallt hið sama og fyrir vikið er endalaust hægt að bæta við. Bækur hafa líka þann kost, umfram til dæmis sýningar, að það er mun auðveldara að dreifa þeim og ég vil að þessar bækur fari sem víðast, þótt upplagið sé lítið. Þá eiga bækur auðveldara með að festa rætur í sam- félaginu en til dæmis innsetningar." - I einni Islandsbóka þinna, Pooling Wa- ters, ber bandarísku skáldkonuna Emily Dickinson á góma. Hún hefur haft mikil áhríf áþig? „Það er ekki að ósekju að Emily Dickinson skipar veglegan sess í heimsbókmenntunum - snilligáfa hennar er augljós. Þá er hún auðvit- að líka þekkt fyrir að hafa stigið, að eigin vilja, út úr þjóðfélaginu og skapað nýjan heim eftir sínu höfði. Hún hélt sig heima en ferðað- ist eigi að síður víðar en flestir - með því að loka augunum. Verk hennar hafa alla tíð höfð- að sterklega til mín og haft mikla þýðingu fyr- ir sjálfsmat mitt sem listamanns. Líf hennar og verk standa mér einhverra hluta vegna svo undarlega nærri, þetta er allt eitthvað svo kunnuglegt. Þegar ég les Dickinson finnst mér ég muna hluti sem ég hef aldrei upplif- að!“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.