Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1998, Side 14
SKRIÐA í Hörgárdal: Elsti skrautgarður landsins. Ljósmynd: Greinarhöf. DAMSGARD-GARÐUR í Bergen, gerður fyrst 1720-30, en endurgerður á árunum 1960-90. Gróðurinn í garðinum er að mestu mat- og kryddjurtir. ISLENSKI SKRAUTGARÐURINN EFTIR EINAR E. SÆMUNDSEN Nokkur brot úr sögu íslenska skrautgarðsins frá land- námi til 1950. Garðar nokkurra brautryðjenda urðu landsþekktir, svo sem garður Guðbjargar í Múlakoti og Skrúður Sigtryggs á Núpi, en elzti trjágarðurinn er á Skriðu í Hörgárdal. GARÐURINN við Alþingishúsið. Myndin er tekin 1895. Mynd: Þjóðminjasafn. Francis Bacon, enskur heimspeking- ur sem uppi var 1561-1626, ritaði bók rétt fyrir aldamótin 1600 með leiðbeiningum fyrir almenning í hegðun. Þar fjallar hann m.a. um garða og segir um garðinn. „Fyrsta garðinn ræktaði Guð Al- máttugur, og sannarlega er sú iðja einskærasta gleði mannsins, hún hressir og kætir anda hans best. Án garða eru allar hall- ir og kastalar eins og vansmíð úr hrákavið". Samkvæmt þessum gömlu heilræðum var garðurinn himneskur staður, það fegursta sem mannshugurinn gat skapað. Hugmyndin er sótt í upphaf Biblíunnar þar sem sköpun heimsins er lýst. Atburðurinn í aldingarðinum Eden minnir okkur líka á hið fallvalta í henni veröld ef við ekki förum eftir settum reglum. Garðbyggingarlist þróaðist samhliða öðrum listgreinum eins og byggingarlist á menning- arsvæði okkar, hjá háaðli og hirðum. Blóma- skeið þessarar listsköpunar stóð víðast hvar um Evrópu allt frá miðöldum fram á þessa öld. Stíleinkenni lystigarða féllu að stílum í byggingarlist og öðrum listgreinum. Heims- frægir garðar frá ýmsum tímum sögunar eru víða varðveittir. Frægastur er sennilega garðurinn og hallir Versala í Frakklandi. Lúðvík 14. gerði Versali að aðalbústað sínum 1661. Með stuðningi helsta arkitekts hirðarinnar L. Vau og lands- lagsarkiteksins Le Nortre var hafist handa um að endurmóta umhverfi. Markmiðið var að reisa glæsilegustu hallir og skrúðgarða allra tíma. Byggingu Versala-garðsins lauk fyrir aldamótin 1700 fyrir um 300 árum. Hinn ósýnilegi garður, frá landnámi til siðaskipta Ræktunarsagan er margstofna og geymir söguna um ræktun gróðurs til nytja og yndis. Það sem hefur varðveist til okkar daga og bendir til garðmenningar er ekki mikið að vöxtum. Ýmislegt er þó til að minna okkur á að saga garða á íslandi er eldri en 100 ára. Þegar landnámsmennimir settust að á íslandi báru þeir með sér menningararf sem þeir hagnýttu í nýju umhverfi. Hvorir tveggja, hinir norrænu landnámsmenn og hinir engil- saxnesku þrælar þeirra, báru með sér rækt- unarþekkingu og venjur úr sínum heimahög- um, sem þróast höfðu um aldir. Nytjarækt vegna heimilishalds s.s. til lyfjagerðar og krydds í mat og drykk hefur því þróast hér- lendis í upphafi sem blanda þessara tveggja menningaarfleifða. Aður var landið ónumið og hafði mótast án áhrifa mannsins. Vegna harð- æris og harðræðis glötuðu nýbúamir ræktun- arkunnáttunni smátt og smátt á miðöldum. Garðbyggingarefni er jarðvegur, gróður, vatn og önnur byggingarefni sett saman þannig að úr því verði menningarleg heild. Sérkenni byggingarefnisins er að það er lif- andi og tekur breytingum. Heimildir eru af skomum skammti um sögu íslenska garðsins, sérstaklega garðsins sem á þann tilgang helstan að gleðja og auka á hamingju mannsins. Þó eru nokkrar heim- ildir um tilvist garða á Islandi þekktar úr fomum ritum. Frægt dæmi úr Laxdælasögu er stefnumót Guðrúnar Ósvífursdóttur í laukagarðinum þar sem hún leggur á ráð með sonum sínum um hefndir fyrir þriðja mann sinn. Ennfremur koma fyrir í gömlum máldögum og gömlum norrænum lagasöfnum dæmi þar sem garða er getið eins og hvanngarða, laukagarða og eplagarða. Við biskupsstóla og í klaustrum hafa með nokkurri vissu verið ræktaðar krydd- og lækningajurtir í „laukagörðum" . Fyrsta munkaklaustrið var stofnað á Þingeyrum 1133 og var af Benediktsreglu. Úr annálum er vitað um laukagarð að Hólum í Hjaltadal á ár- unum 1457-1525. Við fomleifagröft í Viðey á árunum 1987-1994 er talið að komið hafi verið niður á grunn Viðeyjarklausturs. Benda fyrstu athuganir til þess að í Viðey hafi verið klausturgarður á milli klausturbygginga sam- kvæmt hefðbundnu munstri. Á íslandi eru kunnar um 444 tegundir blómplantna og byrkinga. í þeim hópi eru tegundir sem berast með mönnum en einnig þekktar lækninga- og kryddjurtir, auk þess nokkrar skrauttegundir. T.d. vallhumall (Achillea millefolium), kúmen (Carum carvi), blákollur (Prunella vulgaris) og villilaukur (Ailium oleraceum). Frjógreining jarðvegs- sýna hefur staðfest þessi menningaráhrif við upphaf landnáms. Það má því með nokkurri vissu ætla að rætur íslenska garðsins, jurta- garðsins, liggja aftur til landnáms íslands. Meiðurinn helgi, hvernig þjáðtrá fléttast inn i sögu islenska garðsins í íslenskri þjóðtrú eru til sagnir um að upp af leiðum systkina, sem rangíega höfðu verið dæmd og tekin af lífi fyrir meinta blóðskömm, hafi vaxið fegursta reyniviðartré sem tákn um sakleysi þeirra. Þjóðtrú af þessum toga er þekkt víða. Þekktasta sagan hérlendis sem tengist slíku máli er af reyniviðnum í Möðru- fellshrauni í Eyjafirði, eða meiðinum helga. Til eru sagnir um að hann hafi staðið þar öld- um saman og má rekja þær aftur til fyrir siða- skipti. Þá hafði almenningur mikla helgi á þessu tré og skreytti það með ljósum um jól og var gengið syngjandi í kringum það og því færðar gjafir. Sagt er að dýrkun þess hafi verið bönnuð við siðaskipti og tréð fellt til að koma í veg fyrir frekari dýrkun þess. En af rótunum uxu nýir sprotar og reyniviðurinn endurnýjaði sig. Líkt og um jurtagróður land- námsmanna sem á afkomendur meðal okkar nú, á reyniviðurinn úr Möðrufellshrauni fjöl- marga afkomendur á lífi víðsvegar á landinu. Til forna mun hafa verið klaustur að Skriðu í Hörgárdal og er staðarins m.a. getið fyrir þær sakir að þar hefur fundist villilaukur. Þorlákur Hallgrímsson dannebrogsmaður að Skriðu í Hörgárdal gerði garða við bæ sinn á árunum 1820-1830 og gróðursetti í hann trjágróður sem hann sótti víða að, m.a. nokkrar reyniviðarhríslur. Garður Þorláks á Skriðu er oft nefndur elsti trjágarður sem heimildir eru um á íslandi og enn sjást veggjabrot garðanna þar og feikilegar reyni- viðar“eikur“. Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur og skáld kom að Skriðu þann 10. júlí árið 1839. Hann skoðaði og lýsti garðinum í dagbók sinni og nefnir sérstaklega uppruna reynivið- arins. Hann skrifar í dagbók sína. „Hann leiddi (Þorlákur) mig afar áhugasamur fram og aftur um alla garða sína og sýndi mér þá; meðal annars var hann sérstaklega ánægður með fáein reynitré sem standa í mesta lauf- skrúði; öll sprottin af hinni kunnu Möðrufells- hríslu. Hún er ævagamall, stór og sjálfsprott- inn reynir í Möðrufellshrauni í Eyjafirði, og ganga af henni nokkrar þjóðsögur." Afkom- endur reyniviðartrjánna á Skriðu í Hörgaár- dal hafa farið víða. Reyniviður ættaður frá Skriðu varð algengur á Eyjafjarðarsvæðinu í lok nítjándu aldarinnar, í Hörgárdal og á Akureyri. Hríslur frá Skriðu voru sendar suð- ur til Reykjavíkur 1894 þegar garðurinn við Alþingishúsið var gerður og að Núpi við Dýrafjörð um 1910 og víðar. Það má segja, ef allt þetta er rétt og satt, að nútíma trjárækt til yndis og prýði á íslandi eigi rætur aftur til miðalda í gegnum meiðinn helga. Hinn skráði garður, þekking á ræktun endurvakin Sautjánda öldin og öll átjánda öldin ein- kenndust af tilraunum í garðrækt. Þekking flyst aftur til landsins með ungum mennta- mönnum og dönskum embættismönnum. Séra Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdal (1721-1792) hóf fyrstur manna skipulegar ræktunartilraunir og ritar um þær. Hann hóf ræktun kartaflna árið 1758. Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson ferðuðust um landið á áran- um milli 1750-60 og gerðu úttekt á högum lands og lýðs og lýstu í stóra riti. Eggert Ólafsson var mágur séra Björns í Sauðlauksdal og dvaldi nokkur ár í Sauð- lauksdal 1760-64 við ritun ferðabókarinnar og hvatti hann í skrifum mjög til ræktunarfram- kvæmda. Hann segir frá því að Björn gerði sér „lystihús" í einum kálgarði sínum. Það var jafnt á allar hliðar, þakið ferhyrnt og hafði pýramídalögun, en efst var áttstrendur hnappur. Mustarð gróðursetti hann við hlið hússins, sem teygði anga sína upp á þak þess. I forsælu mustarðslundarins í sólarbreiskju sumarsins, verður maður að ímynda sér, að Eggert Ólafsson hafi ort, „Lystihúskvæðið". Laufa byggja skyldi skála skemmtilega sniðka’ og mála, í lystigarði ljúfra kála, lítil skríkja var þar hjá, Fagurt galaði fuglinn sá; týrar þá við timbri rjála, á tóla smíða fundi; listamaðurinn lengi þarvið undi. Vín á milli mustarðsstofna, manninn hressti krafta-dofna, margur söng við sólar ofna, og sendi tóninn greinum frá, fagurt galaði fuglinn sá; Fyrstu sýnilegu skrautgarðarnir Á Akureyri mun garðrækt fyrst hafa skotið rótum í þéttbýli. Hans W. Lever er talinn hafa byrjað kartöflurækt á Akureyri. Árið 1808 fékk hann útmælt garðstæði í brekkunni fyrir norðan Búðargil og hóf kartöflurækt sem skilaði strax góðum árangri. Aðrir bæjar- búar fetuðu í fótspor hans og fáum árum síðar voru kartöflugarðar bæjarbúa framan í brekkunum famir að setja svip á bæinn, sem þeir hafa gert æ síðan. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 1786 og fór þar smátt og smátt að aukast byggð. Þar efldist stjórnsýsla jafnt veraldleg sem andleg t.d. í kjölfar þess að biskupsstóll og Lærðis- kóli flyst til Reykjavíkur. Embættismenn og menntamenn sem ferðast höfðu utan til náms, 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.