Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Side 3
LESBÖK MORGIINBLAÐSINS - MENNING LISTIR
45. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR
EFNI
Fyrsti áratugurinn
á öldinni, árin 1901-1910, voru eitt mesta
umbyltinga- og breytingaskeið þjóðarinnar
frá upphafi. Þá ríkti mikil bjartsýni um vax-
andi menningu „í lundum nýrra skóga“,
stórkostleg ný hús risu, vélar komu í báta og
fyrstu togararnir voru keyptir, sæsími var
lagður til landsins, Islendingar fengu heima-
stjórn og ráðherra, fyrstu bflarnir komu til
landsins, Hótel Island reis við Aðalstræti,
Berklahæli reis á Vífilsstöðum og Seyðis-
Ijörður blómstraði. Arni Arnarson sagn-
fræðingur hefur unnið þessa samantekt fyr-
ir Lesbók og birtist síðari hluti hennar í
næsta blaði.
Hans Jóhannsson
er fiðlusmíðameistari og hefur nýlega lokið
verkefni sem hann segir tækifæri sem menn
í hans fagi fái aðeins einu sinni á ævinni.
Hann smíðaði heilan strengjakvartett fyrir
tryggingafélagið Sjóvá-Almennar, sem nú
hefur afhent Tónlistarskólanum í Reykjavík
hljóðfærin til notkunar og vörslu. Margrét
Sveinbjörnsdóttir sótti Hans heim á vinnu-
stofu hans við Þingholtsstræti.
Arni Magnússon
er öllum Islendingum kunnur sem eitthvað
þekkja til sögu þjóðarinnar. Hann er sá sem
handritunum bjargaði frá glötun og hann er
sá Árni sem Stofnun Árna Magnússonar er
kennd við. Nú er komin út ævisaga Árna eft-
ir Má Jónsson sagnfræðing og er hér gripið
niður á tveim stöðum í kafla um Bræðra-
tungumál, þ.e. deilur og málaferli sem urðu
þegar Magnús í Bræðratungu ásakaði konu
sína og Árna um hneykslanlegt líferni í
Skálholti. Mál og Menning gefur bókina út.
Magnús Fjalldal
dósent í ensku við Háskóla Islands hefur
skrifað bók um tengsl Grettis sögu og enska
áttundu aldar sagnakvæðisins, Bjólfskviðu.
Bókin nefnist The Long Arm of
Coincidence. Magnús segir í viðtali að þessi
meintu tengsl hafi verið fijálslega túlkuð
alla öldina.
Minjar glæstrar fortíðar
Eins og fram kom í síðustu Lesbók fór Sig-
urður A. Magnússon rithöfundur til Kína og
var þar viðstaddur flutning á óperunni
Turandot í Peking. íslendingunum í hópnum
var boðið að kynnast ýmsum menning-
arminjum í höfuðborginni og næsta ná-
grenni, svo sem Kfnamúrnum og segir Sig-
urður hér frá því.
FlugnahöfSinginn
er eitt þeirra nafna sem menn kölluðu hann
í neðra, en sjálft nafnið Djöfull er komið úr
grísku, heitir þar diabolos, sem merkir róg-
beri, sá sem ber illindi milli manna. Hug-
myndir Vesturlandabúa um forsprakka hins
illa hafa lengi verið að þróast, en í Nýja
testamentinu er lítið um vangaveltur um
þessi myrku fræði segir höfundurinn, Þór- .
hallur Heimisson, prestur í Hafnarfirði.
FORSÍÐUMYNDIN er í tilefni af umfjöllun um fyrsta óratug aldarinnar. Hún sýnir útifund í Reykjavík, lík-
lega órið 1903, við Thomsenssund sem lá frá Lækjartorgi til sjávar. Ur sögu Reykjavíkur I.
r
JAKOB JOHANNESSON SMARI
VETUR
Nú hylja fannir hvítar nesin breið,
og harður snjórinn marrar undir fótum.
Við göngum einir okkar gömlu leið
með ásnum frosna, kröppum þúfnagjótum.
Og enn er okkur gatan langa gi’eið,
því gaddui’ hvílir fast á blómarótum.
En yzta hafsrönd blikar blá og heið,
og bjarma slær að þessum fölu hnjótum.
En yfn' svífa, vestur, vindhrökt ský
og vefja loftið gráa dúnsæng í. -
Við horfum báðir hljótt í mökkvann inn.
í norðri þyrpast þykkir éljaflokkar.
Mig gi’unar, vinur, - nú í síðsta sinn
á sömu brautir leiti hugir okkar.
Jakob Jóhannesson Smári, 1889-1972, var frá Sauðafelii i Dölum og tók próf I nor-
rænum fræðum frá Hafnarháskóla 1914. Hann var síðan kennari við ýmsa skóla og
samdi kennslubækur og gaf út 5 bækur með eigin skáldskap. Fyrsta Ijóðabók hans,
Kaidavermsl, kom út 1920.
RABB
BRESTUR I GRUNNI
OG GRAFARÞÖGN
KIRKJUNNAR
SÍÐASTLIÐIÐ vor skrifaði ég
rabb um þá furðulegu þögn
fjölmiðla sem ríkt hafði um
þau áform ríkisstjórnarinnar
að koma upp gagnagrunni á
heilbrigðissviði og einkum um
vægast sagt sérkennilega
framgöngu forsætisráðherra í
því máli. Líkast til hefur aldrei staðið tæp-
ar í Islandssögunni en á vordögum þingsins
að þjóðin væri seld. Þótt ekki hafi þeir
kannað sérstaklega þessa hlið málsins, þá
hafa fjölmiðlar nú bætt ráð sitt og í Morg-
unblaðinu hefur til dæmis verið fjallað fag-
lega og ítarlega um fjölmarga þætti tengda
gagnagrunninum. Hér er í senn um afar
spennandi og sérlega viðkvæmt mál að
ræða sem getur varðað brýna hagsmuni
hvers einasta þegns í landinu. Margar erf-
iðar spurningar af siðferðilegum toga eru
„miðlægar“ í málinu eins og fjölmargir
fræðimenn hafa bent á. Það er því sér-
kennilegt að afstaða þingmanna virðist í
stærstu dráttum fara eftir því hvort þeir
heyra til þingflokkum í stjórnaraðstöðu eða
stjórnarandstöðu. Einar Oddur Kristjáns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er
ánægjuleg undantekning frá þessari reglu.
Ég heyrði Einar Odd einu sinni segja frá
manni sem var á hlaupum og svaraði þegar
yrt var á hann: „Ég má ekki vera að því að
tala við þig, ég verð að hlaupa á eftir fólk-
inu - ég er nefnilega foringinn.“
Þessi saga sýnir ágætlega hvernig
stjórnmálamenn eiga ekki að þjóna al-
menningi. Það er skylda þeirra að taka
ákvarðanir eftir beztu samvizku, upplýstri
af íáglegri þekkingu og með hliðsjón af því
sem þjónar almannaheill til langs tíma litið.
Ekki er að sjá að stjórnmálamenn ætli að
axla skyldu sína í þessu máli. Þingmenn
móta sér afstöðu eftir flokkslínum, dóms-
málaráðherra afgreiðir faglegar athuga-
semdir evrópskra siðanefnda sem íhlutun í
íslenzk innanríkismál og skammtímahags-
munir einkafyrirtækis virðast vega þyngi-a
á metunum en almannaheill. Þetta er
óhæfa. Og í þessu tiltekna máli er það sér-
lega alvarlegt því hin pólitíska ákvörðun
snertir óvenjuviðkvæm persónuleg málefni.
Að vísu er þegnunum gefinn kostur á að
neita því að upplýsingar um þá renni í
grunninn, en fólk er eflaust hálfruglað í
ríminu eftir umræður síðustu mánaða. Fyr-
irtækið sem í hlut á hefur rekið þaulhugs-
aðan áróður og unnið hylli almennings. Það
er skiljanlegt að einkafyrirtæki hlúi að eig-
in hag, en einmitt þess vegna er ekki hægt
að treysta því að það veiti eingöngu hlut-
lægar upplýsingar. Og hið alvarlega er, að
stjórnvöld hafa gengið erinda fyrirtækisins
í málinu.
Þetta er afar sérkennileg staða í svo-
nefndu frjálslyndu lýðræðisríki. Ein megin-
reglan í slíkri stjórnskipun er að ríkið veiti
þegnunum sem mest svigi-úm til ákvarðana
um persónulega hagi sína. I þessu tilviki er
þegnunum þröngvað til að taka afdrifaríka
ákvörðun sem varðar mikilvægar persónu-
upplýsingar. Einkafyiártæki, sem á mikilla
sérhagsmuna að gæta, er síðan í aðalhlut-
verki við að móta skoðanir almennings. í
svona máli reynir mjög á nokkrar megin-
stofnanir í lýðræðisríki, svo sem fjölmiðla,
fræðasamfélagið og kirkjuna. Ég hefur áð-
ur rætt þátt fjölmiðla, en bæti því samt við
að það er líkast til ekki sízt vegna veikrar
stöðu fjölmiðla hér á landi að mál þetta hef-
ur þróazt á þann veg sem það hefur gert.
Fi-æðasamfélagið hefur staðið sig hvað
bezt. Skemmst er að minnast málþings sem
háskólarektor efndi til undir kjörorðinu um
málefnalega umræðu. Fræðileg rök mega
sín hins vegar lítils ef þau ná hvorki að hafa
áhrif á málflutning fjölmiðla, vinnubrögð
embættismanna né afstöðu þingmanna. En
himinhrópandi er þögn kirkjunnar um mál-
ið. Ekki veit ég hvort túlka á hana sem
samþykki við framgang málsins, þýlyndi
eða einfaldlega sinnuleysi. Það er sama
hvað af þessu er rétt, afstöðuleysi kirkj-
unnar er óábyrgt og raunar óskiljanlegt.
Maður skyldi ætla að þjóðkirkjunni kæmi
það við þegar til stendur að setja viðkvæm-
ar persónuupplýsingar um hvern einasta
þegn í landinu í miðlægan gagnagrunn.
Einungis fullveðja fólk á raunhæfan kost á
að nota sér réttinn til að neita því að taka
þátt í þessu fyrirtæki. Hvað með rétt
þeirra sem af einhverjum ástæðum eru
ófærir um að taka slíka ákvörðun? Um hlut
þeirra hefur nánast ekkert verið fjallað.
Stundum er talað um þetta fólk sem lítil-
magnann og kirkjan hefur gefið sig út fyrir
að vera málsvari þeirra. Ég hef ekki orðið
var við að kirkjan hafi látið sig stöðu þeirra
varða í þessu máli. Upplýsingar um látið
fólk munu líka renna í grunninn og varla
verður það mikið spurt. Af einhverjum
ástæðum hef ég haldið að kirkjan væri lík-
legri en aðrar stofnanir til að vernda hags-
muni látins fólks. Svo er ekki að heyra. A
nýafstöðnu kirkjuþingi höfðu menn gi-eini-
lega mikilvægari hnöppum að hneppa. Það
rfldr grafarþögn um grunninn í kirkjunni.
Nú bið ég menn að skilja ekki orð mín
svo að ég sé að hvetja kirkjuna til að skera
upp herör gegn gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði. Hún má mín vegna allt eins leggja
blessun sína yfir hann. Það er andvaraleys-
ið, hlutleysið og málefnaþurrðin sem ég er
að amast við. Frá upphafi hefur meðferð
þessa máls verið ískyggileg og sýnir hún
alvarlega bresti í grunni okkar samfélags.
Stjórnsýslan hefur brugðizt með því að
vinna málið í óeðlilegu návígi við helzta
hagsmunaaðilann og taka of lítið mark á
faglegum umsögnum. Ráðamenn vildu
keyra það í gegnum Alþingi án nokkurrar
þjóðfélagslegrar umræðu. Það er ótrúlegt
að horfa upp á svona vinnubrögð í frjáls-
lyndu lýðræðisríki undir lok tuttugustu ald-
ar. En það er ennþá erfiðara að trúa því að
jafn mikilvægt siðferðilegt mál og gagna-
grunnur á heilbrigðissviði er verði afgreitt
með þessum hætti án þess að helztu mátt-
arstoðir frjálsrar umræðu láti sig það
varða. Eða er kirkjan ef til vill ekki meðal
þeirra stoða?
VILHJÁLMUR ÁRNASON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 3