Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 6
HÚSIÐ sem handritum Árna var komið fyrir í þegar hús hans brann er lengst til hægri af hús- unum þremur sem mest ber á. undan, riðandi eins og hún ætlaði að hjúfra sig í skelfmgu upp að brjósti Arnæusar. Arni, vinur, kærastinn, farðu fljótt héðan burt, sagði hún. Hversvegna erum við komin híngað í þetta skelfilega hús? Drottinn! Drottinn!“ Hjá Halldóri hittust Snæfríður og Arnas fyrst á heimili foreldra hennar við Breiða- fjörð er hann leitaði handrita. Hún er fimmt- án ára og hann gefur henni hring. Þau hitt- ast aftur þegar hann mörgum árum síðar kemur til landsins sem erindreki konungs. Hún elskar hann og segir það oft: „Ég elska einn mann, sagði hún; og þér vitið það; ég elska hann vakandi, sofandi, lifandi, dauð.“ Hann tekur handritin fram yfir hana, því þau lágu undír skemmdum vegna slæmrar geymslu. Hann fórnar ást sinni til álfa- kroppsins mjóa og giftist auðugum kroppin- bak, en rökstyður það í Skálholti síðar: „Hefði ég komið út um vorið með Bakkaskipi einsog ég lofaði mundi ég hafa selt fsland. Hver bók mín, hvert blað og bréf hefði glat- ast í hendur okraranna, lánardrotna minna“. Jafnframt viðurkennir hann svikin og segir: „Ég sór þér alla eiða sem karimaður getur svarið". Þau hittast síðast í Kaupmannahöfn eftir að hún hafði gengið á fund stiftamt- manns og Arna hafði boðist að verða hertogi Hamborgara yfir íslandi. Þá tekur hún um háls honum líkt og í byrjun „og lagði andlit sitt við vánga hans. Hann strauk lófanum yf- ir hið bjarta mikla hár hennar, sem var byrj- að að fölna“. En Ai-nas og Snæfríður eru ekki söguleg- ar persónur, heldur táknmyndir íslands og íslenskrar sögu í skáldskap - hún „ofar lífi landsins“ og hann „alvíssrödd sem á björtum sumardegi talar úr svörtum kletti og veit ævintýr ferðalángsins frá öndverðu". Það var heldur aldrei ætlun Halldórs Laxness að lýsa atburðum sem höfðu gerst á öndverðri 18. öld, heldur nota þá sem efnivið í skáld- sögu og hagræða þeim eftir því sem hentaði til að blása íslendingum þjóðerniskennd í brjóst. Skáldsagan átti aldrei að vera „sagn- fræðileg skáldsaga" (sjá bls. 11), en það sem hefur gerst er að skáldskapur Halldórs um Arnas Arnæus og Snæfríði íslandssól er orð- inn að viðteknum sannindum um Arna Magnússon og Þórdísi Jónsdóttur með þjóð- inni. Við ofurefli er að etja fyrir sagnfræðing vegna stílsnilldar og hugarflugs Halldórs Laxness, en staðreyndin samt sú að ekkert bendir til þess að nokkuð hafi verið á milli þeirra tveggja. Gegn ásökunum Magnúsar Sigurðssonar um óviðeigandi samdrátt þeirra standa dómar sem í sátu tugir manna sem þekktu þau öll, þar á meðal helstu óvinir Arna sem annars létu einskis ófreistað að koma höggi á hann. Það hefðu þeir gert hefðu þeir treyst sér til þess, því sökin var stór, hefði eitthvað verið til í því sem Magn- ús sagði. Þeir vissu að Magnús var drykk- felldur og naumast heill á geðsmunum. Ekk- ert mark var takandi á fullyrðingum hans um þetta atriði. Hins vegar nýttu þeir sér til hins ítrasta niðurlægingu hans eftir dómana og fengu því áorkað að ósanngjörnum kröf- um Arna var hnekkt. I málum sem þessum fór líka fram rannsókn ef orðrómur var um framhjáhald og karl bar annan sökum. Það gerðist aldrei við réttarhöld í deilu Magnús- ar og Árna og kemur tvennt til greina. Ann- aðhvort vissu menn og Magnús sjálfur að hann fór með fleipur eða Arni var svo vold- ugur að sýslumaður og lögmenn þorðu ekki að taka á málinu. Hið fyrra er rétt. Árni var vissulega í yfirburðastöðu til að hnekkja óljósum ásökunum sem kannski var hvorki hægt að sanna né afsanna, en á móti kemur að Magnús var vel að sér í lögum, svo sem sjá má á varnarskjali hans 1705. Hann reyndi samt aldrei að færa sönnur á mál sitt, heldur fólust viðbrögð hans í lagarefjum um málsmeðferð og fullyrðingum um að ekki hefði verið ætlunin að skaða mannorð Árna Magnússonar. Andstæðingar Árna gerðu sér mat úr ofsa hans við innheimtuna, en aldrei því að talað hefði verið um samvistir þeirra Þórdísar, enda segir hvergi nokkur maður neitt um samband þeirra annar en Magnús, nema verið hafi umboðshafi hans Jón Torfa- son í glötuðu skopkvæði um giftingu Árna og Mettu, sem að sögn Jóns Olafssonar frá Grunnavík var „fullt af kýmni og óhugnaði." Ofsafengin viðbrögð Árna voru af sama toga og nokkru áður þegar Þormóður Torfa- son skammaði hann út af bókum Bartholíns (sjá bls. 103). Árni mátti ekki vamm sitt vita og það fær engan veginn staðist sem Jón Ólafsson fullyrðir síðar, að hann hafi gefið „lítinn gaum að ýmislegum orðræðum fólks og dagdómum um sig.“ Jón segir reyndar í setningunni á undan að Árni „vandaði manna best allt sitt ráð og dagfar svo hann vildi að hans eigin þénarar vissi eigi til sín nokkurn hlut ósæmilegan.“ Það er nær lagi. Árni þoldi ekki illt umtal og líklega var hann spéhræddur. Ef honum fannst á einhvern hátt vegið að sér og orðstír sínum réði hann ekki við sig. Magnús bar hann ósönnum sök- um sem hann gat ekki sætt sig við. Stöðu sinnar vegna sem skjalaritari konungs og háttsettur erindreki hans á Islandi varð hann að jafna metin. Hann var vændur um óheiðarlega framkomu og óheilindi. Síðast en ekki síst var borinn út óhróður um hann. Þetta afbar hann ekki og viðbrögðin gátu frá hans bæjardyrum séð ekki orðið önnur en fyllsta harka, of mikil þegar hugað er að ör- væntingu Magnúsar. Árna rann ekki reiðin fyrr en hann frétti að Magnús væri látinn, enda átti hann ekkert sökótt við Þórdísi eða börn þeirra Magnúsar, og hún var systir og mágkona tveggja góðra vina hans á Islandi, Jóns biskups Vídalíns og séra Þórðar Jóns- sonar á Staðarstað. Samskipti þeirra voru ávallt kurteisleg. Árni tók þátt í ráðslagi í Skálholti um það hvað ætti að gera í málinu eftir að augljóst var að Þórdís, vanfær, treysti sér ekki til að snúa aftur til Magnús- ar og fjögurra barna þeirra. Árið sem Magn- ús lést gaf hún Árna handrit að Mósesrím- um og brot úr Davíðsrímum eftir séra Guð- mund Erlendsson (AM 608 4to), en hafði áð- ur lánað honum líkræður frá síðustu áratug- um 17. aldar (AM 96 8vo) og gefíð honum handrit Hyndluljóða (sjá AM 146 b 8vo). Árni tók loks að sér 10. júlí 1711 að greiða Christofer Windekilde 13 ríkisdali og tvö mörk fyrir líkkistu og línlak Magnúsar vegna erfingja hans. Ekki ætlaði hann þó að gefa neinum neitt, því Þórdís lofaði að borga honum upphæðina aftur. Hvað Þórdísi varð- ar skrifaði hún Magnúsi 1. febrúar 1702 að hún væri einskis manns annars né vildi vera og ekkert vildi hún heldur en að búa með honum og aldrei skilja við hann, en óttinn væri því yfirsterkari. Koma Árna til lands- ins breytti engu um það, heldur varð hann skotspónn ofboðslegrar afbrýðisemi drykk- fellds eiginmanns og svaraði fyrir sig með óviðeigandi hætti, en konuna snerti hann aldrei. Tilvísunarnúmerum í textanum og heimilda- skrá er sleppt hér í samráði við höfund og útgefanda. MÁR ELÍSON ALTEA þín þröngu sund, steinlögð, svo undan særír sem sögu geymir, með þín glaðlegu hvítmáluðu hús og gluggasillur hvar blómakerin Spánar hvíla aldin svartklædd kona á stól undir vegg - í skugga býður buenas, - með heimasaum í hendi, á meðan húsbóndinn fær sér blund á miðjum degi undir ilatt það hallar, húsið í slakkanum, eins og spyi-ji förumann; hver ert þú, - og hvaðan eiginiega ber þig að? þorpið hvíta í bröttum hlíðum brosir þótt búi yfir svörtum sögum Spán- ar þótt búi yfir svörtum sögum Spán- a r Altea, fagra, umkringd aldinökrum þar gullaldin vaxa, - - seg mér sögu þína, meðan sólin skín ofan í rauðvín mitt í auðmýkt minni sit ég einn og hlusta í auðmýkt minni sit ég þar einn og hlusta. Höfundurinn er hljómlistarmaður. ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR KVEÐJU- STUNDIN I kveðjunnar skyni við kysstumst, kvöld eitt að sumrinu til, ölvuð af depurðarangan og umvafin himlæðu yl. Svo hélstu mér frá inní húmið og hjaðnaði kvöldþokan hlý; ég skynjaði tregafullt tómið tárvotri þögninni í, - og vissi innst inni að aldrei yrðum við saman á ný. Hefnd Ég eitt sinn eygði þéttan er etið hafði ket mitt; greip ég hann á hlaupum en harðan hann þá barði. Afmér át hann nefið og urðu átök snurðótt; særðum seig mér larður, - þó sigraði ég digran! Ég ístru óðar risti er undir hafði drundinn, þreyttur síðan þéttan þrjótinn fyllti grjóti. En er ég ólyst ærna í auman hafði saumað gildur sævi galdurs grét þótt lífið léti. Höfundurinn er nemandi í MR. ÓLAFUR RUNÓLFSSON AUÐLEGÐ Uti í löndum nú mengun er megn mikið er álag á sérhverjum þegn því erfitt er víða að anda. Mengun í hafínu magnast hér enn mikil er hætta að nái hún senn okkar til ástkæiv stranda. Stóriðjudraumana stöðva nú þarf styrkja og auka vorn menningararf hvert ungmenni efía til dáða. Hin fágæta perla sem fer undir lón hún fæst ekki aftur, það mikið er tjón ef misvitrir menn fá að ráða. Skuldir við landið nú getum vart greitt gæta þess verðum að skemma ei neitt en halda því hreinu oggóðu. Ferðamcnn undrast vorn friðsæla dal ífjarlægu löndunum ekkert er val þar allt er í mengun og móðu. Framtíðin okkar er fólgin íþví að frjósamur gróður sé mengunarfrí ef hugsum frá haga til maga. Hin lífræna ræktun sem leitað er að mun lifa og dafna á norðlægum stað það er auðlcgð um ókomna daga. Höfundurinn er ríkisstarfsmaður og býr í Reykjavík. TRYGGVI V. LÍNDAL JÁTNING BANAMANNS LORCA „Kannski er núna, elskan mín kominn tími til að hleypa dauðanum pínulítið inn; og minnast þess er ég skaut Lorca. Já, ég var þar alltaf nálægt á þeim hræðilega tíma: Þegar svartliðarnir rifu upp píanóið í leit að rússnesku senditæki; þegar dauðinn rykkti honum burt frá píanóinu svo Maríulíkneskjan á því skalf og titraði; þegar menn hrópuðu nafn hans við fangelsið (og hann var sagður farinn en hann varþá ennþá í annarri álmu); er hann var leiddur út í handjárnum og alþýðan bar kennsl á skáldið sitt... Og svo er hann rifjaði upp bernskubæn sína (með vaktmanninum í húsinu hvíta); er hann haltraði út á blóðvöllinn (hlekkjaður við tvo vinsæla nautabana og einn baldinn barnakennara); hvernig þeir rykktust við og féllu ... (milli hússins hvíta og vatnsins blinda); hvernig við stöfluðum líkunum upp í myrkri ólífulundarins græna; (ekkert tungl blikaði í handjárnum hans nóttina þá; og engin margrómuð elska var í skotunum okkar nóttina þá...) Og við gerðum hvað við máttum til að svæfa sundurlyndi Spánar; svo við tvö mættum hvíla ífriði fyrir stjórnleysisseggjum með riffla og þeirra spilltu fríþenkjurum. Og við hans hrikalega fordæmi létu hundruð fullhuga sér segjast. Og Spánn má nú sofa í kynslóð; óróum svefni... Þó angra augu hans mig nú sem brámánar væru; eða ásökun þín ... Höfundurinn er þjóðfélagsfræðingur og skáld og hefur fengið Jean Monnet-Evrópuverðlaun- in í Ijóðlist. Ljóðið að ofan er í minningu Jóns Óskars skálds. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.