Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Side 8
EKKJUDROTTNINGIN alræmda.
súlnagöng á vatnsbakknanum sem skreytt
eru ekki færri en 8.000 málverkum af fuglum,
blómum og persónum úr goðsögnum, þjóð-
sögum og klassískum skáldsögum. Sérkenni-
legasti fyrirburðurinn er hinsvegar Marmara-
báturinn, gríðarmikið skip með tveimur þil-
förum, gert af stórum steinblökkum, klætt út-
skornum marmaraþynnum og með gluggum
úr steindu gleri.
Margt af því sem fyrir augu ber í Sumar-
höllinni er gjafagóss sem háttsettir embættis-
menn færðu ekkjudrottningunni. Með tilstyrk
íhaldssamra ráðherra, sem áttu á hættu að
missa stöður sína þegar hinn ungi keisari
hugðist gera umbætur á stjórnkerfinu, hafði
ekkjudrottningin gert hallarbyltingu, fangels-
að frænda sinn, ógilt tilskipanir hans og tekið
stjóm ríkisins í eigin hendur. Saga þessarar
fyrrum hjákonu keisarans, sem kom að hirð-
inni 15 ára gömul og varð smámsaman valda-
mesta persóna ríkisins, er lyginni Iíkust.
Eitt kvöldið bauð Olafur Egilsson sendi-
herra mér á góðgerðarsamkomu í Sumarhöll-
inni sem samtökin „Project Hope“ stóðu að til
styrktar þeim milljónum örsnauðra barna
sem ekki hafa ráð á skólagöngu. Voru gestir
fluttir í skrautlegum bátum til hallarinnar.
Þegar þangað kom var tekið á móti okkur
með miklum virktum, marglitum Ijóskerum
og annarri viðhöfn. Meðal skemmtiatriða voru
tískusýningar tveggja helstu fatahönnuða
Kínverja, sem heita Lu Yue og Bo Tao, og
söngur þriggja ungra kínverskra óperusöngv-
ara (tenór, bassi og sópran) sem fluttu gest-
um evrópskar aríur með mikilli hind. En
þungamiðja veislunnar var uppboð á ýmsum
fögrum hlutum, klútum, kjólum og skartgrip-
um, sem seldust fyrir stjamfræðilegar summ-
ur. Veislustjórinn var bandarískur Kínverji
sem nýverið hafði reist eitt glæsilegasta hótel
borgarinnar, Sheraton. Samkvæmið var eink-
um sótt af fjáðum útlendingum, en meðal
gesta voru allmargir Kínverjar sem fyllilega
stóðu útlendingunum á sporði í fjárútlátum
meðan uppboðið stóð yfír. Var mér innan-
brjósts sem væri ég staddur í hófi banda-
rískra auðjöfra í námunda við Wall Street,
enda staðfestu kynni mín af bestu hótelum,
diskótekum og næturklúbbum borgarinnar þá
kennd að Kína sigli hraðbyri inní peninga-
veldi og lífshætti hins vestræna heims, hvað
sem líður stjórnarfari og opinberri hug-
myndafræði.
Tiananmen
Annan dag fór Ragnar Baldursson með mig
á torgið fyrir framan Hlið hins himneska frið-
ar, sem er höfuðhlið Borgarinnar forboðnu. A
þessu torgi lýsti Maó Tse-tung yfír stofnun
Kínverska alþýðulýðveldisins 1. október 1949,
og þar átti sér stað blóðbaðið mikla í maí
1989. Sjálft er torgið nýtt af nálinni. Maó lét
ryðja burt öllum byggingum á 40 hektara
svæði fyrir framan hliðið og gera þar stærsta
torg í heimi. A því miðju er gríðarstór minnis-
varði um Hetjur alþýðunnar, en grafhýsi Ma-
ós er sunnanvert við það. Að austanverðu
standa viðamiklar byggingar Byltingarsafns-
ins og Sögusafnsins, en að vestaverðu Hin
mikla höll alþýðunnar.
Það ríkti mikil ró og friðsæld á þessu al-
ræmda torgi meðan við Ragnar röltum um
það. Földi manns var önnum kafínn við að
halda marglitum flugdrekum á lofti. Aðrir
stilltu sér upp og létu mynda sig við minnis-
varðana. Ungir elskendur leiddust um stein-
lagt torgið og sölumenn buðu fram margvís-
legan varning við vægu verði. Hér var ekkert
sem minnti á þá voveiflegu viðburði sem ægðu
heimsbyggðinni fyrir tæpum áratug.
Þriðja grein Sigurðar frá Kína birtist í
næstu Lesbók.
HANS JÓHANNSSON FIÐLUSMÍÐAMEISTARI SMÍÐAÐI HEILAN
STRENGJAKVARTETT FYRIR SJÓVÁ-ALMENNAR
NOKKUÐ SEM GERIST
AÐEINS EINU SINNI
Á ÆVINNI
í húsi við Þingholtsstrætið þar sem eitt sinn var lækna-
stofa eru nú smíðaðar fiðlur. víólur. selló oq kontrabass-
ar. Eiqinleqg mó seqja oð þor séu enn
ingar, því fiðlusmíðameistarinn Hans Jóhannsson grípur
líka í að gera við fyrrnefnd hljóðfæri. MARGRÉT
SVEINBJÖRNSDÓTTIR hitti hann ó vinnustofunni og
fékk að heyra undan og ofan gf sérstæðu verkefni sem
hann hefur unnið að ó síðustu þremur órum.
ÞEGAR nánar er að gáð sést að merki Sjó-
vár-Almennra hefur verið greypt á hnapp
hljóðfæranna.
FYRIR nokkru voru haldnir allsér-
stæðir tónleikar í Listasafni ís-
lands, þar sem Bemardel-kvartett-
inn fékk að frumreyna heilan
strengjakvartett; tvær nýsmíðaðar
fíðlur, lágfiðlu og selló. Það sem
meira er, hljóðfærin eru öll smíðuð
hér á landi, af fiðlusmíðameistar-
anum Hans Jóhannssyni, fyrir tryggingafé-
lagið Sjóvá-Almennar, sem svo afhenti þau
Tónlistarskólanum í Reykjavík til vörslu og
notkunar fyrir unga tónlistamemendur. Jón
Asgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgun-
blaðsins, skrifaði m.a. í dómi sínum um tón-
leikana: „Þar með hefur verið markað á stól-
brík tímans að 31. ágúst 1998 hafi átt sér stað
merkur atburður, sem vert er að gleymist
ekki.“
Víst er að það hlýtur að teljast í meira lagi
merkilegur atburður þegar heill strengja-
kvartett er smíðaður á þennan hátt. Enda er
ekki á Hans Jóhannssyni að heyra að slíkar
pantanir séu daglegt brauð hjá honum. „Þetta
er nokkuð sem gerist aðeins einu sinni á
ævinni,“ segir hann og lætur á sér skilja
að það sé óskaverkefni fyrir fiðlu-
smið að fá að smíða heila fjöl-
skyldu á þennan hátt. Hljóðfærin
vora í smíðum í um þrjú ár og
Hans segir það heillandi tæki-
færi að hafa getað stemmt þau
saman sem eina heild. „Alveg
frá upphafi verksins rejmdi ég að
gera mér í hugarlund hvemig hljóð-
færin ættu að hljóma saman. Það era í
raun og vera tvær meginhugmyndir uppi um
hvemig hljóðfæri eigi að hljóma í strengja-
kvartett. Sumir segja að hvert einasta hljóð-
færi verði helst að eiga sér sinn eigin karakt-
er og aðrir hallast að því að rétt sé að hafa
einhvers konar harmónískan heildartón í öll-
um hljóðfæranum. Ég reyndi að gera það
frekar í þessu tilfelli, en ég stemmdi þó fiðl-
umar þannig að fyrsta fiðlan er bjartari en
önnur fiðlan. Aftur á móti svipar lágfiðlunni
mjög til sellósins í lit,“ segir hann.
Gæti skapað fordæmi
annars staðar
Hans er afar ánægður með hvernig til tókst
með hljóðfærin og ekki síður með framtak
Sjóvár-Almennra og telur hann að fyrst dæm-
ið gekk svo vel upp geti það hugsanlega skap-
að fordæmi annars staðar. „Það er hefð fyrir
því að fyrirtæki styðji listina með framlögum
sem eru þá oftast í formi styrkja," segir hann
en telur að oft sé leiðinlegur ölmusubragur á
því þegar listamenn séu að snapa fjárstyrki
hjá fyrirtækjum. „Þetta er öðravisi að því
leytinu til að þama erum við að tala um nokk-
uð sem eykst í verðmæti með tímanum. Ólaf-
ur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, hefur
skilning á þessu, hann er mikill músíkáhuga-
maður og hefur til að mynda verið í stjórn
Sinfóníuhljómsveitarinnar," segir Hans.
„Svo var það svolítið gaman að tveimur
dögum eftir vígslutónleikana í Listasafninu
var skólasetning hjá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Þar spiluðu á hljóðfærin fjórar
stúlkur sem höfðu verið á styrk frá íþrótta-
og tómstundaráði Reykjavíkur í sumar við að
æfa strengjakvartett," segir hann og bætir
við að það hafi verið sérstaklega góð tilfinn-
ing á vígslutónleikunum að afhenda for-
ráðamönnum Sjóvár-Almennra hljóðfær-
in, sem síðan afhentu þau Halldóri Har-
aldssyni, skólastjóra Tónlistarskólans í
Reykjavík, sem svo aftur lét hljóðfær-
in í hendur nemendum. Hljóðfæran-
um verður úthlutað til nemenda
sem munu fá þau til afnota til
eins árs í senn og hefur sér-
stök nefnd verið skipuð
innan skólans
sem mun
velja úr
hópi um-
sækjenda þá
sem mest eru
taldir þurfa á þeim
að halda en fyrir
skömmu var auglýst
eftir umsóknum um
hljóðfærin. Helst er litið til
þeirra sem eru á lokastigum
námsins og þurfa á góðum hljóð-
færam að halda en einnig koma til
greina nemendur á öðram stigum sem hafa
sýnt sérstaklega mikinn dugnað. í framtíðinni
er svo ætlunin að haldnir verði sérstakir tón-
leikar a.m.k. einu sinni til tvisvar á ári, þar
sem Sjóvár-AImennra kvartettinn kemur
fram. Það getur svo annað hvort verið með
þeim nemendum sem hafa hljóðfærin til um-
ráða hverju sinni eða með öðram kvartettum
sem eru starfandi innan skólans.
Manneskjan ennþá miklu
hæfari en vélin
Hans er menntaður í faginu í Englandi,
nánar tiltekið í Newark School of Violin Mak-
ing. Þar nam hann í þrjú ár en á honum er að
TVÆR fiðlur, lágfiðla og selló mynda kvart-
ettinn sem Hans Jóhannsson smíðaði fyrir
Sjóvá-Almennar.
heyra að þegar hljóðfærasmíð er annars veg-
ar sé reynslan besti skólinn. Og tilfinningunni
verði að treysta fremur en flóknum mælitækj-
um. Raunar er einna líkast því að tæknibylt-
ingin hafi farið framhjá fiðlusmiðum, a.m.k. er
það eins og að ganga inn í gamlan tíma að
koma inn á vinnustofuna hjá Hans. Enda seg-
ir hann sáralítið hafa breyst í faginu síðan á
miðri sextándu öld. „Ég nota nákvæmlega
sömu handverkfærin og voru notuð á 16.-18.
öld og í raun má segja að það hafi orðið
ákveðin stöðnun. Ég vil þó líta svo á að þetta
sé mjög jákvæð stöðnun, formið er takmark-
að, alltaf eins, en samt eru ótæmandi mögu-
leikar á útfærslu. Og það er það sem er svo
spennandi, til að geta ráðið við þetta efni og
þessar aðferðir þarf maður nánast heila ævi.
Það er ekki mikið hægt að nota tölvur við
þetta. Ég hef dálítið kynnt mér hljómfræði-
legar rannsóknir sem hafa verið gerðar og að-
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998