Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Blaðsíða 9
eins sett mig inn í hvernig analýsu á tóni með tölvu er háttað, en það eru svo margar breyt- ur og manneskjan er ennþá miklu hæfari en vélin til að finna út úr þessu. Pað hefur sýnt sig að þeir sem hafa notað nútímatölvutækni við þetta hafa ekki komist neitt nær þeim sem treysta bara á tilfinninguna." Ný gullöld f fiðlusmíðum „Formið sjálft náði fullkomnun á hundrað árum en svo er útfærslan síbreytileg og fer eingöngu eftir hæfni. Það hefur til dæmis oft verið talað um hver galdurinn hafi verið hjá Stradivari, hvernig hann hafi getað gert svo frábæra hluti. Pað eru til óteljandi goðsagnir um að hann hafi látið viðinn liggja í keytu og mykju en í raun er þetta mjög einfalt; hann var bara góður og hafði mjög mikið næmi á efnið og líka fagurfræðina. En það verður að segjast að fiðlusmíði hefur legið á frekar lágu plani í ein 150 ár. Það er ekki fyrr en fyrir um þrjátíu árum að það fer eitthvað að fara af stað aftur og nú má segja að ný gullöld sé haf- in í faginu. Og það er ekki vegna tækniþróun- ar eða framþróunar í vinnsluaðferðum heldur vegna þess að nú hefur vaknað aftur hrifning á handverkinu og fiðlusmiðir eru famir að íýna í hugarfar og anda gömlu meistaranna í stað þess að gera innantómar eftirlíkingar. Það gerist eitthvað í kringum upplýsinguna og iðnbyltinguna, vinnutilhögunin breytist og heimspekin og hugarfarið á bak við það að gera hluti tekur stakkaskiptum. Menn fara að framleiða mjög nákvæmar eftirlíkingar af klassísku hljóðfærunum í massavís en huga ekki að hugsuninni á bak við hvert einstakt stykki. í dag er vissulega til fjöldaframleiðsla á fiðlum en hún þjónar því hlutverki að skaffa ódýr byrjendahljóðfæri. Þeir fiðlusmiðir sem stunda nýsmíði af alvöru í dag hafa náð því takmarki að smíða fiðlur sem hljóma jafn vel og mörg gömul hljóðfæri sem einungis fáir út- valdir geta leyft sér að eignast vegna þess hve dýr þau eru. Á endurreisnartímanum, þegar megnið af þessu verður til, þá hefur fólk svo víða sýn. Þá lærir til dæmis enginn málaralist án þess að vera liðtækur í stærðfræði og stjörnufræði. Núna er þessi tilhneiging meira að segja kom- in upp aftur í akademíska heiminum, að reyna að koma í veg fyrir of mikla rýni í þröngt við- fangsefni, því fólk er búið að kafa svo djúpt í sérhæfingu að það vantar stundum tilfinningu fyrir annarri kunnáttu. I dag er fólk sem hef- ur bakgrunn í fleira en einu fagi yfirleitt talið verðmætara en þeir sem hafa einblínt á eitt,“ segir Hans. Hluti af starfinu að stníða verkfserin sjálfur Á veggjum, borðum, í skápum og skúffum á vinnustofu Hans má sjá allskyns undarleg verkfæri. Hver hlutur á sér sinn stað, kannski eins gott, því ekki er plássið mikið. Sporjárn og holjárn af öllum stærðum og gerðum og heflar, frá allstórum til agnarsmárra, eru þar áberandi. Megnið af þessum verkfærum smíð- ar Hans sjálfur. Hann segir að margt af þess- háttar verkfærum sé einfaldlega ekki til og það hafi líka lengi vel verið talinn hluti af starfinu að smíða verkfærin sjálfur. Hann tel- ur það heldur ekki eftir sér, segir það mjög gaman. Hann sýður líka sjálfur allt lakkið sem hann ber á hljóðfærin, úr ýmiskonar olí- um og kvoðum. „Eg hef farið eftir sextándu og sautjándu aldar handritum sem lýsa gerð á lakki og það er dálítið gaman að sjá að hefðin í því kemur úr málaralistinni og líka úr gull- gerðarlist. Það er skemmtilegt við þetta starf að því fylgir svo mikil ævagömul kunnátta og nánast ekkert er keypt tilbúið. Maður fylgir öllu alveg frá upphafi til enda og kynnist öll- um efnunum. Svo er mjög mikið sem lærist aðeins af reynslunni og tilfinningunni fyrir efninu.“ Vex í mögrum jarðvegi hátt wppi í fjöllwm Ekki verður farið út í það í smáatriðum hér hvernig strokhljóðfæri verður til en ekki væri þó úr vegi að grennslast fyrir um upphafíð, þ.e. efniviðinn og hvaðan hann kemur. Efni- viðurinn er fyi-st og fremst greni, sem er not- að í framhluta hljóðfærisins, brjóstið eins og það er kallað, og hlynur, sem er notaður í hlið- arnar og bakið. En það er ekki sama hvar trén vaxa. Fiðlusmiðir leita helst fanga á Balkanskaganum, fyrrverandi Júgóslavíu og þar í grennd, og í svissnesku, frönsku og ítölsku Ölpunum. „Þar eru trén ekki í svo mikilli hættu, því þessi svæði standa of hátt til þess að verða fyrir áhrifum af súru rcgni,“ segir Hans. „Ég sker ekki viðinn sjálfur, það er til fólk sem sérhæfir sig í að fara upp í fjöll og leita að efni, sem gæti hugsanlega verið betra en annað í hljóðfæri. Þetta er viður sem vex mjög hátt uppi í fjöllunum í frekar mögr- um jarðvegi og þarf að hafa svolítið fyrh' því að vaxa. Svo er kannski ekki nema eitt af 20-30 trjám sem hægt er að nýta í hljóðfæri. Morgunblaðið/Golli AÐ vígslutónleikunum í Listasafni íslands loknum lét Bernardel-kvartettinn hljóðfærin í hend- ur nemendum Tóniistarskólans í Reykjavík. Hér sjást María Huld Sigfúsdóttir, sem tekur við annarri fiðlu af Gretu Guðnadóttur, Guðmundur Kristmundsson, sem afhendir Valgerði Ólafs- dóttur víóluna, og Auður Hafsteinsdóttir, sem afhendir Hildi Ársælsdóttur fyrstu fiðlu. Auk þess tók Sólrún Sumarliðadóttir við sellóinu af Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Morgunblaðið/Þorkell FIÐLUSMÍÐAMEISTARINN á vinnustofu sinni. Þegar efnið hefur verið fundið til er eftir að verka það. Og það tekur tím- ann sinn. Yfirleitt þarf að þurrka viðinn í 12-15 ár. Viðurinn er á hreyfingu þegar hann er að þorna og ef smíðað er úr honum nýjum þá springur hann og afmyndast," segir Hans. Sjálfur fer hann á staðina þar sem búið er að taka efnið og byrjað að þurrka það og þar velur hann úr. Hann segir það geysimikla vinnu að leita í stöflunum og finna réttu spýt- urnar. Þá taki fiðlusmiðimir efnið, berji í það og hlusti eft- ir tónum, athugi hvað það er þungt og hart, bíti í það og geri allar hundakúnstir. Eins og að naga ferska möndlu Aðspurður hvort hann sé liðtækur fiðlu- leikari segist Hans geta spilað á öll hljóðfær- in sem hann smíðar en hann verði þó aldrei aðan hefi^0/9 Hans not bess arf u ^ ^9nai-€> að h*fla ytri u Sniáan hei^ ,hvelfingunaeLnl?s™a .... a fíðiu nemn smlhng- ur. „Það er gaman að tala við músíkanta, þeir lýsa tóni stundum skringilega. Eg man til dæmis eftir því svo einu sinni þegar júgóslavneskur fíðluleikari var að lýsa tóni ákveðins strengs á fiðlu. Hann sagði „Þessi E-strengur, hann er alveg eins og... að naga ferska möndlu.“ Mér fannst þetta mjög skrýtið en ég skildi samt svolítið hvað hann var að meina - það er svona svolítið beiskt. Svo nota þeir alls konar lýsingarorð eins og t.d. blautur, dimmur, dökkur, kaldur, hlýr og grænn. Þetta er svo persónulegt, maður þarf eiginlega að þekkja manneskjuna til þess að vita hvað orðin þýða. Svo þarf tón- listarmaðurinn líka að læra að lifa með hljóð- færinu, því þetta er jú eins og ákveðin symbíósa." Hans segist oft læra mjög mikið á samvinnunni við hljóðfæraleikara þegar hann er að fínstilla hljóðfæri. „Stundum tek ég í sundur og breyti til þess að aðlaga hljóðfærið hljóðfæraleikaranum. Núna er ég að smíða selló fyrir Bryndísi Höllu Gylfadóttur og við ætlum að fara alla leið, komast eins nálægt því sem hún er að leita að og við getum. Það er auðvitað erfitt, en samt mjög skemmtilegt, sérstaklega ef fólk hefur alveg ákveðnar hug- myndir.“ Fjögur ár eru liðin frá því að fiðlusmíða- meistarinn og fjölskylda hans fluttust heim til íslands eftir tólf ára dvöl í Lúxemborg. í Lúxemborg hafði hann vinnuaðstöðu í kastala frá tólftu öld og segir það hafa verið eitt æv- intýri. „Þar hafði ég líka möguleika á að ein- beita mér algerlega að smíðinni. Ég gerði ekkert annað en að smíða í öll þessi ár en hér verð ég aðeins að taka viðgerðir með. Ég er þó að reyna að losna út úr því hægt og síg- andi. Þegar ég var yngri gat ég aldrei gert hvort tveggja en nú er ég orðinn skipulagð- ari,“ segir hann. Elska þær allar jafnt Að því kom að heimþráin sagði til sín og þá var stefnan tekin á Reykjavík. Fyi'st hafði Hans aðstöðu til bráðabirgða í húsi Ríkisút- varpsins við Efstaleiti en hélt jafnframt vinnuaðstöðunni í kastalanum. Það var svo ekki fyrr en á liðnu sumri að hann sótti það sem eftir var í Lúxemborg og flutti alla starf- semina á vinnustofuna við Þingholtsstræti. Þrátt fyrir að þar minni fátt á tæknivæddan nútímann hefur fiðlusmíðameistarinn haslað sér völl á Netinu. Þar má finna ýmsan fróð- leik um verk hans og fiðlusmíðar almennt, á slóðinni http://www.centrum.is/hansi. Þá er verið að leggja síðustu hönd á leikna heimild- armynd um fiðlusmíðar, sem Fríða Björk Ingvarsdóttir, bókmenntafræðingur og eigin- kona Hans, skrifaði handrit að, og Steinþór Birgisson leikstýrði en tónlistin er í höndum Jónasar Tómassonar. Myndin, sem er tekin á vinnustofu Hans í kastalanum í Lúxemborg, verður frumsýnd í Sjónvarpinu í byrjun næsta árs. Hans hefur ekki alveg tölu á þeim hljóð- færum sem hann hefur smíðað og eru nú í notkun víða um heim. Hann segir þó að þau séu örugglega vel á þriðja hundraðið. Megnið af pöntununum kemur frá útlöndum en hann hefur einnig smíðað fyrir íslenska tónlistar- menn. „Nei, ég elska þær allar jafnt,“ segir Hans þegar hann er spurður hvort eitthvert hinna fjölmörgu hljóðfæra sem hann hefur smíðað sé honum kærara en önnur. „Og þó, kannski eru það ein eða tvær fiðlur sem ég er ánægðari með en aðrar, fagurfræðilega séð eða sem hljóma sérstaklega mikið eða sterkt. En það er samt engin ein sem stendur upp úr,“ segir hann svo. Líkamsbygging fiðlun nar OFT er talað um að hús hafí sál - en það hefur fíðlan líka. Sálin í fíðlunni er grenipinni sem er sniðinn til að passa ná- kvæmlega á milli baks og framhluta fiðlunnar að innan- verðu. Hún stillir ákveðna krafta, sem verka á þunna skel skrokksins, í jafnvægi og er hægt að stemma tóninn að ein- hverju leyti með því að færa hana til. Og hvort sem menn trúa því eður ei, þá er sálin sett í með svokallaðri sálartöng. Fiðlan hefur fleiri Iikamshluta sameiginlega manninum, ef svo má að orði komast. Þannig liefur hún t.d. bak, brjóst og háls. Hans hefur á orði að nauðsynlegt só að finna góð ís- lensk heiti yfir hina ýmsu liluta hljóðfærisins, því sum þeirra orða sem nú eru notuð séu bæði óþjál og útlenskuleg. Orð eins og bak, háls og stóll séu góð og gild, en gripbretti, strengjahaldari og stillipinnar séu miður falleg. Þá gengur framstykki fíðlunnar undir ýmsum nöfnum, svo sem brjóst, bringa, dekk og hljómbotn. Á meðfylgjandi teikningu af fíðlu má sjá misgóð íslensk heiti hinna ýmsu líkamshluta hennar og gilda þau einnig fyrir lágfiðlu og selló en á þeim eru hlutföll og stærð þó önnur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.