Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 14
FLUGUR OG FJÖLL - ANNAR HLUTI UPPLYSTIR SKOLAPILTAR, DRYKKFELD SKÁLD OG KYNLEGIR KVISTIR EFTIR MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Sori og sóttvarnir EIMREIÐARRITGERÐ Þorvalds Thoroddsens árið 1910 sýnir svo varla verður um villst að samtíðin getur verið slæmur dómari í eigin sök, að söguskyn og gildismat eru breytileg eins og íslensk veðrátta, að gengið skal hægt um hús hug- myndanna. Það gildir einnig um „fagurfræðilega skynsemi“ sem ég svo kalla. Hverfum um um stund því til staðfestingar á fund Hafnarstúdenta 12. desember 1883. Hannes Hafstein er að halda ræðu og fer mik- inn; íslensku skáldin heima sváfu og drápu interessin, sagði hann, Gröndal sló sér upp á hótfyndnum og hálfvitlausum stikpillum og idíótisma, Steingrímur var þvingaður, óekta, gneistalaus, og yrði honum á að setja „kraft udtryk" þá „fágaði (hann) það burt aftur“; eða eins og stendur í bréfi til Steingríms Thor- steinssonar skömmu síðar: ,,“Ástanautn“ þín sagði hann kæmi fram í því að „óska þér að vera bylgja, sem dæi við fætur stúlku, sem sæti við sjóinn...Þú værir einlægt að „hamast á því, að „eitthvað þyrfti að gera“, en „vissir“ aldrei hvað það væri ... Allt væri blandað „ideölum" ... og „hrúgað saman intetsigende adjektivis", kvæðir svo „allt undir vissum lög- um“ og hefðir gengið í komplot eða félag við Jónas H(allgrímsson), svo það „breiddist út“ og þjóðin væri neydd til að lesa það“. Þessi gagnrýni jaðrar núna við óvit eða fá- ránleika þótt hún þætti skynsamleg í tiltekn- um hópi á sínum tíma. Hið sama má segja um yfirlýsingar Jóns Trausta í skáldsögu árið 1908 þar sem um raunsæismenn áranna á undan er sagt: „Þá fær þjóðin þá aftur (frá út- löndum), lífsþreytta, siðspillta, trúlausa og úr- kula vonar um framtíð sína“. Margir tóku í sama streng enda þótti myndin ófögur: þeir sem ekki förguðu sér úr vesaldómi um og eft- Þorvaldur Thoroddsen markaði djúp spor líkt °g Benedikt Gröndal skáld sem taka má til samanburðar, en varla er hægt að hugsa sér ólíkari einstaklinga þótt hugðarefni þeirra féllu um sumt saman. ir tvítugt, stríðuppgefnir á sál og líkama, voru fluttir hreppaflutningum frá Kaupmannahöfn, oft ærulausir og stórskuldugir, og máttu telj- ast heppnir gætu þeir logið sig inn á kven- mann eða lagst upp á blaðsnepil í bænum eða úti á landi. Því ekki gátu þeir unnið fyrir sér eins og annað fólk, stritað með erflði, prédik- að guðsorð eða skrautskrifað erfíljóð, svo mikið er víst, heldur prédikuðu þeir „holdsins evangelíum", ritaði Þorvaldur Thoroddsen tveimur árum síðar, veltu sér upp úr sora og óþverrahætti, misbrúkuðu prentsvertu og þóttust miklir af. Viðbrögð Valgerðar skóla- stýru á Laugalandi eru í ljósi þess eðlileg, en sagt er að hún hafí rifíð öll blöðin upp úr tíma- ritinu Verðandi uns ekkert var eftir nema kápan. „Eg veit ekki, hvort þetta er satt“, rit- aði Ólafur Davíðsson, „en ég get vel trúað því um Valgerði“. Frú Valgerður vissi sem var að að beita þurfti sóttvörnum gegn „andlegum sjúkdómum" af röggsemi því svörtustu dæmi blöstu við; skaðvænlegar bókmenntir höfðu í nágrannalöndum „gjört afarmikið tjón og valdið mikilli siðspillingu", að sögn Þorvalds Thoroddsens síðar, „svo tala glæpamanna á ungum aldri vex á ári hverju“. Sundrandi virkni fráleitra erða Ummæli Þorvalds, Valgerðar, Jóns Trausta og Hannesar Hafstein hafa sundrandi virkni því þau stangast á við skynbragð og þekkingu sem öðlast hafa festu þess sem ekki verður vefengt án aðhláturs. Getur verið að þau hafí meint þetta, heyrist úr horni, eða gleymdu þau dómgreind sinni úti á víðavangi? Gengið er út frá því að smekkur, dómgreind og lista- verk haldist óbreytt frá einum tíma til annars, að fagurfræðilegt gildi felist í sjálfstæðum, listrænum merkingarkjarna sem varð til í eitt skipti fyrir öll. Eða brosir Mónalísa ekki með sama hætti við hverri nýrri öld? Ummælin heyra með öðrum orðum undir óvit sem ekki er talin ástæða til að hlýða á af alvöru fremur en babl hvítvoðungsins eða óratal kleyfhug- ans; sá sem les hefur steypt yfír sig stakki „skynseminnar" með þeim afleiðingum að samræða við annars konar dómgreind reynist ómöguleg. Hér er oft um flaustur eða hugsun- arleysi að ræða, óræddar forsendur verða að útilokandi staðhæfingum sem tefja eða tak- marka gagnrýna hugsun nær ósjálfrátt; en stundum tekur flaustrið á sig form meðvit- andi rökbrellu þar sem reynt er að sannfæra með útilokun en ekki rökum. Skal nú vikið að nýlegu dæmi þess. Kristján Kristjánsson segir í greinaflokki sínum frá ábúðarfullum kven-félagsfræðingi sem hélt því fram í opinberum fyrirlestri að sól og tungl væru „ekki annað en málsmíðar (linguistic constructs), upphugsaðar af karl- mönnum sem þörfnuðust ímyndaðrar klukku til að halda konum sínum að vinnu á ökrun- um“ (X). Þetta skondna dæmi, eitt af fleirum, mun vera til marks um furðulegar öfgar „póstmódernismans“, en við þeim mátti búast, segir Kristján, eftir að kvenfólkið fór að lesa Foucault (VII); „svei þér, þú hefur étið fol- ald!“ sögðu reykvískir götustrákar um sein- ustu aldamót við fórnarlömb sín - þetta fólk virðist ekki sjá til sólar fyrir undarlegheitum, frönskum dellukreddum og textadýrkun. Hér er einangrað dæmi, satt eða logið, not- að til alhæfíngar um fjölbreyttan og mót- sagnakenndan merkingarheim samtímans, en sé það hugsað til hlítar verða áhöld um hvort er hinu fáránlegra: spauglaus einfeldni femínistans eða hrikaleg sjálfumgleði Krist- jáns; þau eiga hvort annað allavega skilið. Það gefur nefnilega auga leið að sólarki-inglan öðl- ast afstæða merkingu innan tungumáls um leið og við byrjum að tala um hana, um leið og hún tengist þekkingu okkar, kringumstæðum og hefðum. Orðið virkjar nánast sjálfkrafa merkingarauka, slóðir tákna, hugmynda- tengsl og málsmíðar enda hefur „sólin“ verið miðlægt tákn trúar og heimsmyndar árþús- undum saman, frá steinöld til vísindabylting- ar. Kenningar um beint samband orðs og veruleika, ótruflaða vísun tungumáls, eru ein- faldlega rangar þótt þær geti verið „þægileg lífsskoðun“, eða svo vitnað sé aftur í skrif Ni- etzsches: „Einungis með því að gleyma þess- ari frumstæðu veröld myndhverfínganna, ein- ungis vegna þess að heit myndakvikan, sem eitt sinn flæddi úr ímyndunargíg mannsins, storknaði og harðnaði, einungis sökum hinnar óbifanlegu trúar að þessi sól, þessi gluggi, þetta borð séu sannindi í sjálfu sér, í skemmstu máli sagt: einungis vegna þess að mannskepnan gleymir sjálfsveru sinni, list- rænt skapandi sjálfsveru sinni, býr hún við sæmilega ró, öryggi og samkvæmni." En það lætur hver úti sem hann hefur nægst af. Sjálfsævisaga Þorvalds Thoroddsen Kristján Kristjánsson boðar sem fyrr getui' afturhvarf til upplýsingartrúar, annað verður ekki lesið úr texta hans því gengið er út frá þroska og samfellu, „sameðli" manna og þjóða, réttu máli og réttri skynjun. Hann að- hyllist, líkt og Þorvaldur Thoroddsen forðum, þekkingarhefð sem kennd hefur verið við rök- miðjuhyggju, en hún er því marki brennd að taka sjálfa sig ákaflega alvarlega auk þess sem mynd mannsins býr við mikil þrengsli innan hennar. Taka má sjálfsævisögu Þor- valds (1922-23) sem dæmi um það: um útvöxt vitsmunalífs á kostnað „listrænt skapandi sjálfsveru", um manngerð sem væntanlega er öðrum til eftirbreytni að mati Kristjáns: hold- gerving upplýstra hugsjóna, rökvísi og skipu- lags, mann sem trúði á rétta skynjun, hlut- læga þekkingarleit og fyrirleit Nietzsche. Það er því við hæfi að glugga í ritið hér, en nú- tímalesandi hlýtur að spyrja hvort efni þess endurspegli raunverulega reynslu og eigi enn erindi. Þoi-valdur bjó í Lærða skólanum á skólaár- um sínum, frá haustinu 1867, og kynntist því kviku skólalífsins sem ómótaður drengur, lítt þroskaður til sálar og líkama en ekki laus við að vera ólátabelgur og nokkuð hyskinn, að eigin sögn. Það eltist þó af drengnum því hug- urinn hneigðist áður en varði til fróðleiks og náttúrufræði. Hann fékk jafnvel mikla löngun til að gerast könnuður í Afríku, gruflaði í ar- abísku og portúgölsku, las allt sem til var í bænum um álfuna, bækur Livingstones og Barthes, en varð fljótt ljóst að þetta væri „óframkvæmanlegur barnaskapur" enda höfðu vaknað „skynsamari tilhneigingar“ í aðra átt, til landfræði eigin lands. Hann tók þvi að undirbúa ævistarfið með markvissum hætti, á sextánda aldursári, en fór með allt í kyrrþey, dundaði í fjörum einn síns liðs til að komast hjá stríðni og aðhlátri, enda hafði þöi'fín til að mæla, skipuleggja og skrifa upp náttúruna þegar tekið hug hans sterkum tök- um; hann ritaði hjá sér blómgunartíma jurta á vorin, komu farfugla, rannsakaði hreiðurgerð og magainnihald fugla , athugaði skeldýr og marflær, svo fátt eitt sé nefnt. Stök minning úr kennslustund: „Það er eins og þér alla æfí hafið verið smali í Andesfjöll- um, Þorvaldur minn“. Skáld og skrítnir fuglar Þorvaldur hefur hugsað mikið um and- stæðu sjálfs (skálda) og kerfís (vísindamanna) eftir minningum hans að dæma. Listin er háskaleg óreglufreisting frá fyrstu tíð, upp- spretta tilgangslauss leiks, frábrigða og gæfu- leysis, unglingsleg „íysn“ með „tilheyrandi ástadraumum og fimbulfambi“, enda minnist hann með virðingu heilræða Sigríðar biskups- frúar sem sagði honum að gefa sig „ekki of mikið við músik, það hefði orðið mörgum að óláni“ . Skáldin voru í samræmi við þetta drykkfellt ólánsfólk, víti til varnaðar, til dæm- is Kristján Jónsson Fjallaskáld sem mataðist á heimili drengsins einn vetur, hár maður, slánalega vaxinn og ófríður. Hann var með köflum mikill óreglumaður, að sögn Þorvalds, enda var hann eins og „ýms önnur islenzk skáld, fyrr og síðar, alveg þreklaus til að standast freistingarnar". Þá var hann ákaf- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.