Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 16
Málshættirnir „hvíldu þig, hvíld er góð“ og
„latur lítið hey“ bera þess vitni.
Oftast tengist Djöfullinn galdramönnum í
þjóðsögunum. Hann kennir svarta galdur eins
og kirkjan taldi Oðin gera forðum. Það leiddi
til þess að t.d. í Svíþjóð var sett = milli Djöf-
ulsins og Oðins, enda var Oðinn mikið dýrkað-
ur þar í landi fyrir kristnitöku.
Kölski býður líka fram þjónustu sína gegn
sál galdramannsins að launum. Sögurnar
fjalla síðan um keppni galdramanns og
Kölska, með sál hins fyrrnefnda að veði.
Galdrasögur fóru að berast hingað til lands á
12. öld og í þeim var Sæmundur fróði hvað
frægastur. Voru þessar sögur gamansamar
og yfirleitt sigraði galdramaðurinn Kölska
með klókindum. Á 13. öldinni setur kirkjan
þessar flökkusögur í guðfræðilegt kerfi þar
sem samningur Kölska og galramanns verður
aðalþemað, galdramáttur fyrir sálu. Um 1700
eru nýjar sögur af Sæmundi ritaðar fyrir
Árna Magnússon og eru þær fullar af bjart-
sýnni trú á mátt mannsins og glettni. En fljót-
lega upp úr því kemst galdrafárið í algleym-
ing og fólk er brennt fyrir samninginn við
Kölska. Verða sögurnar þá fullar af hatri og
illum öflum en glettnin og gamansemin víkur.
Þegar galdraofsóknunum lýkur skjóta hinar
eldri sögur aftur upp kollinum en víkja svo
fljótlega fyrir hinum myrka anda. Hefur þar
hræðilegt ástand þjóðarinnar sitt að segja, en
hún barðist fyrir tilveru sinni við ís, eldgos,
einokun, mannfelli og pest. Sést á þessu að ár-
ferðið hefur mikil áhrif á það hvernig menn
hugsa sér mátt hins illa.
Frægasta þjóðsagan af samskiptum galdra-
manns og Kölska er efalaust sagan af Galdra-
Lofti. Hún er til í þremur útgáfum fyrir utan
leikritið sem skáldið Jóhann Sigurjónsson
samdi. Fyrst er hans getið stuttlega í Árbók-
um Espólíns, en lengri er frásagan í þætti
Gísla Konráðssonar frá því um 1860 þar sem
Loftur er sagður gera „kontrakt“, samning,
við Kölska. Fyrirgerir hann þar sálu sinni.
Skýrir það hvers vegna grá hönd dregur Loft
á kaf í þriðju útgáfu sögunnar, þjóðsögu séra
Skúla Gíslasonar, þó ekki sé þar minnst á
„kontraktinn“.
Kjarninn í sögunum um Galdra-Loft er til-
raunin til þess að ná í Rauðskinnu, galdrabók-
ina miklu sem í íslenskum sögum er tákn
hinnar huldu speki og hins dularfulla máttar.
Að öðlast máttinn er að sigra heiminn, verða
Guði líkur en tapa um leið sálu sinni, því hvort
sem maðurinn nær herfanginu eða ekki er
sálin seld hinu illa. Sem hinn íslenski Faust er
Galdra-Loftur dæmdur frá upphafi. Hið sama
gilti um hinn þýska Faust. Gerði hann samn-
ing við djöfulinn. Myrkrahöfðinginn skyldi
uppfylla allar óskir Faust í 24 ár og hljóta sál-
ina að launum. Þessi þráður tengir saman Bi-
blíuna, Mishna, Talmúd og þjóðsögurnar. Sá
sem vill gera sig'að Guði, tapar sálu sinni.
Hér var fyrr tæpt á andkristinum sem Op-
inberunarbók Jóhannesar segir frá og víða er
nefndur í Nýja testamentinu. Hann er í raun
Satan í fomri biblíulegri merkingu þess orðs,
ekki andi eða illur vættur, heldur maður sem
berst af öllum mætti gegn vilja Guðs (sjá l.Jó-
hannesarbréf, kafla 2, vers 18-23). Hann mun
ríkja á jörðinni við endi tímans. Frá honum er
sagt á þann hátt að eins og Guð gerðist maður
í Jesú, þá muni hið illa gerast maður í and-
stæðingi Krists, andkristinum. Reyndar er
hugmyndin um þennan and-messías komin úr
gyðinglegum heimsslitafræðum inn í kristinn
hugmyndaheim. Þessi maður, andkristurinn,
mun verða hin endanlega holdtekning hins illa
1 heiminum. Hann mun verða stjórnmálalegur
leiðtogi er tekur sér guðlegt vald og leiðir
þjóðirnar í lokaáhlaupi hins illa gegn Guði.
Sem slíkur er hann falsspámaður sem blekkir
þjóðimar.
Eins og skírðir kristnir menn eru merktir
Jesú með tákni krossins, þannig munu allir er
fylgja andkristinum verða merktir tölu hans
sem er talan 666. Hugmyndin um þessa tölu
er felur í sér nafn andkristins er komin úr
gyðinglegri talnaspeki. Allir stafir hebreska
stafrófsins tákna ákveðna tölu, alef = 1, bet =
2 o.s.írv. þannig er hægt að finna tölu allra
orða með því að leggja saman talnagildi stafa
orðsins og deila í með fjöldanum. í Mishna er
tala andkristsins talin vera 364 og víðar má
finna fleiri tölur. En er þá hægt að lesa nafn
andkristsins úr tölunni 666? Margar tilraunir
hafa verið gerðar til þess í gegnum tíðina og
hafa menn með ýmsum aðferðum lesið úr
þessari tölu bæði nafn Hitlers, Stalíns, Péturs
Rússakeisara og Napóleons svo einhverjir
frægir séu nefndir.
Hvað um það. Niðurstaða Biblíunnar er sú
að allar vangaveltur um hið illa og eðli þess
séu aukaatriði hjá þeirri miklu staðreynd að
Guð sé mitt á meðal okkar í heiminum og þó
að baráttan gegn myrkrinu sé oft erfið þá
muni Guð að lokum sigra það og Ijós hans lýsa
öllu. Sá sigur er þegar unninn fyrir dauða og
upprisu Jesú. það eitt skiptir máli.
Höfundurinn er sólrnarprestur í Hafnarfirði.
ALLT ANNAR
HANDLEGGUR
^ MIÐALDAFRÆÐUM hefur það verið
Inær viðtekin skoðun að mjög ákveðin
textatengsl séu á milli Grettis sögu Ás-
mundavsoniir og hinnar fom-ensku Bj-
ólfskviðu. í því sambandi er ekki átt við
einber líkindi heldur beinan skyldleik,
m.ö.o, að annaðhvort eigi Bjólfur og
Grettir sér sameiginlegan forfóður eða
að höfundur Grettis sögu hafi beinlínis geng-
ið í smiðju Bjólfskveðanda.
Þessi skoðun hefur gengið Ijósum logum í
íúma öld þrátt fyrir að verkin séu þegar á
heildina er litið mjög ólík. Bjólfskviða, sem
jafnan er talið merkasta ljóð á fom-ensku, er
talin vera frá miðri 8. öld og þar með elsta
söguljóð sem þekkt er meðal germanskra
þjóða. Grettla er samin nokkrum öldum síð-
ar. Þá eru þær samdar í sínu landinu hvor og
hvor á sinni tungunni. Bjólfskviða segir frá
afrekum hetjunnar Bjólfs, m.a. viðureign
hans við skrímslið Grendel og móður þess
sem herja á Hróðgeir Danakonung. Söguna
af Gretti sterka og átökum hans við Glám og
aðrar ófreskjur þarf ekki að kynna.
Samlikingakenningar
Trúin á gagnkvæm líkindi styðst við þá
skoðun að sumir kaflamir í hvoru verki um
sig séu svo sláandi líkir að um tilviljun geti
naumast verið að ræða. Tekið er til þess að
báðar hetjumar kveði niður reimleika með
því að berjast við yfimáttúrulega óvætti,
bramli allt og mölvi við aðfarimar og að
skrímslið í báðum tilvikum missi handlegg
áður en það lætur undan og í minni pokann
fyi'ir hetjunni.
Upphafsmaður samlíkingarkenningarinnar
var málfræðingurinn Guðbrandur Vigfússon
(1827-89) en hann starfaði við Oxford frá ár-
inu 1864. Tilgátu sína lagði hann fram í riti
sínu Sturlunga Saga: Including the Islend-
inga Saga of Lawman Sturla Thordsson and
Other Works sem geftn var út í Oxford árið
1878. Tilgátan þótti frumleg og djörf og upp
frá því má segja að hver miðaldafræðingur-
inn á fætur öðrum, flestir þeirra erlendir
fræðimenn, hafi keppst við að finna henni
stað.
Flestir sem hafa látið sig málið varða hafa
verið handgengnir kenningunni og hún hefur
í sumar kom út hjá bóka-
forlagi Toronto-háskóla
bókin The Long Arm of
Coincidence: The Frust-
roted Connection between
Beowulf ond Grettis saga.
En hún fjallar um meint
tengsl Bjólfskviðu og Crett-
is sögu Ásmundarsonar.
GEIR SVANSSON kynnti
sér bókina og spjallaði við
höfund hennar, Magnús
Fjalldal, dósent við ensku-
skor Háskóla Islands.
getið af sér urmul annarra kenninga í líkum
dúr. Eins og nærri má geta hefur leikur sá
sem hlaupið hefur í fræðimennsku síðustu
áratugi ekki dregið úr fundvísi manna á
tengsl kappanna tveggja, Bjólfs og Grettis.
Það hefur lengi verið stolt íslensks fræða-
samfélags að 'íslendingur skuli hafa verið
fyrstur til að uppgötva þessi tengsl sem síðan
hafa haft áhrif á miðaldafræðimennsku um
víða veröld. Nú bregður hins vegar svo við,
u.þ.b. 120 árum eftir að Guðbrandur Vigfús-
son setti fram sína áhrífamiklu kenningu, að
íslenskur fræðimaður gefur út fræðirít sem
gengur þvert á þær skoðanir sem téð kenn-
ing hefur leitt af sér.
Hinn langi armur tilviljunar
Magnús Fjalldal er menntaður í ensku og
germanskri miðaldafræði en doktorsprófi
lauk hann árið 1985 frá Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum. Hann hefur fengist við
kennslu frá 1972 í menntaskólum en í háskól-
um frá 1979. Hann var settur lektor við Há-
skóla Islands sumarið 1987 og hefur verið
dósent við enskuskor frá 1990. Nýútkomin
bók hans sem geymir gagnrýnina heitir: The
Long Arm of Coincidence: The Frustrated
Connection between Beowulf and Grettis
saga, eða Hinn langi handleggur tilviljunar:
Hin brostnu tengsl milli Bjólfskviðu og
Grettis sögu.
Rannsóknir Magnúsar frá því hann kom
heim úr námi hafa einkum beinst að snerti-
flötum fomenskra og íslenskra bókmennta.
„Það sem ég hef mest verið að eltast við er
t.d. hvað er sagt um England og Englendinga
til foma í íslenskum ritum. Það hlaut því að
koma að því að ég skoðaði Grettis sögu.“
„LiH sparði vígtenn"
Eins og titill bókarinnar ber með sér er
Magnús á því að tilviljanir kunni að hafa villt
frómustu mönnum sýn; að þeir hafi verið ein-
um of tilbúnir að sjá líkindi í hverju og einu.
Hann skirrist ekki við að leggja til atlögu við
þekkta fræðimenn í gi'eininni og er álíka
væginn og Grettir við Skeggja húskarl þegar
hann heimtar af honum malinn sem Skeggi
segir sinn. „Hverjir bera það fleíri en þú? Ok
lát mig sjá, því margt er öðra líkt,“ segir
Grettir áður en hann keyrir í höfuð húskarli
exi sem „lítt sparði vígtenn og klauf enni,“
eins og segir í Grettis sögu.
Kannski mætti segja sem svo að bók
Magnúsar minni að fleiru en einu leyti á anda
Islendingasagna; Magnús er skorinortur,
beinskeyttur í stíl og á stundum glettinn.
Hann heldur ótrauður í víking inn í fræði-
lendur þar sem óvígur her fræðimanna þyk-
ist hafa tögl og hagldir.
„Þetta byrjaði sem mjög lausleg athugun á
kenningum Guðbrands Vigfússonar og ég var
á sömu skoðun og allir aðrir þegar ég byrjaði.
Guðbrandur var geysilega hugmyndaríkur og
skemmtilegur penni að mörgu leyti en það
hefur hins vegar enst heldur illa það sem
honum datt í hug. Því maðurinn var mjög
ókrítískur á sjálfan sig og átti til að taka risa-
stökk í kenningasmíðum sínum. Kenningin
um þessi tengsl Bjólfskviðu og Grettis sögu
LYKILL AÐ
BÓKMENNTASÖGUNNI
W SUMAR kom út geisladiskur sem fékk
Iheitið Raddir, hvers efni era þjóðlög
sem safnað var af vörum íslendinga á
árunum 1903-1973. Upptökurnar vora
gerðar um land allt með tækni síns
tíma, en sérstaða efnisins felst einkum
í því að leitað var uppi venjulegt
kvæðafólk sem kunni mikið af þjóðlög-
um og hafði alist upp í menningarheimi sem
tók litlum breytingum í nokkur hundruð ár.
Andri Snær Magnason og Rósa Þor-
steinsdóttir unnu að því að velja upptökurn-
ar á diskinn en af nógu er að taka á hljóð-
bandasafni Árnastofnunar. Mestum hluta
efnisins söfnuðu þeir Jón Samsonarson og
Hallfreður Orn Eiríksson og hjónin Jón
Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir á
ferðum sínum um land.ið eftir 1960. Andri
Snær segir að uppröðun efnisins hafi lotið
þeirri hugsun að raða því upp þannig að
hlustandinn tæki sér ferð á hendur í gegn-
um ljóðahefðina og skynjaði hvernig ljóðin
lifðu á vörum þjóðarinnar. „Diskurinn er
hugsaðu'r sem fagurfræðileg heild,“ segir
hann. „Við settum upptöku með Margréti
Hjálmarsdóttur fremst á diskinn, þar sem
hún kveður sáran tregasöng, um ferskeytl-
„í þjóðlagaarfinum er
brunnur, sem listamenn
ættu að geta ausið enda-
laust úr/ segir Andri Snær
Magnason í samtali við
ÖRLYG STEIN SIGUR-
JONSSON um efnið ó
geisladiskinum Röddum,
Honum þætti fróðlegt að
sjó techno-kynslóðina vinna
úr arfinum og telur útilokað
að þjóðlögin séu dauð fyrst
íslenska þjóðin hafói yndi
gf þeim í 600 ór.
una sem tapar tryggð eftir að „tískuvilla“
gekk í garð eins og segir í kvæðinu. Diskur-
inn endar aftur á móti á hjartnæmri barna-
gælu þar sem Ása Ketilsdóttir kveður við
barnið sitt, sem tekur síðan undir með móð-
ur sinni.“ Á milli era síðan kveðnar rímur
sálmar, sagnadansar, þulur og danskvæði.
Frekar hrár diskur
„Diskurinn er frekar hrár,“ segir Andri
Snær. „Lögin eru tekin upp á heimilum
fólks þannig að stundum heyrist dyram lok-
að, grafa drynur ógnandi í bakgi-unni þegar
gömul kona fer með yndislegt Grýlukvæði
og öldruð móðir Brynjúlfs Sigurðssonar á
Kópaskeri minnir hann hlæjandi á síðasta
erindið í Prestkonukvæði. Við reyndum að
halda þessari heimilislegu stemmningu,“
segir hann.
Diskinum fylgir þykkur bæklingur með
textum allra kvæðanna. Þar eru formálar
um tónlistina eftir Jón Þórarinsson og
Smára Olafsson auk upplýsinga um kvæða-
menn, upptökustaði og -tíma og skýringar.
Einnig má lesa sér til um af hverjum viðj
komandi kvæðamaður lærði kvæðin. „I
rímunum er sagan, sem ríman er kveðin af,
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998