Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 4
vitni um framsækni og djörfung þeirra bænda sem þolað höfðu harðindi og skort en þrátt fyrir fátæktina gætti hvorki undirlægjuháttar né auðmýktar í beiðni þeirra til Vestmanna- eyjakaupmanns. Svo virðist sem Bryde hafí bænheyrt bændur í Mýrdal því hann hefur forgöngu með að senda vöruskip til Víkur sumarið 1887. Hinar háværu raddir um verslun í Vík bár- ust í eyru Olafs Pálssonar á Höfðabrekku, þingmanns Vestur-Skaftfellinga, en hann lagði fram frumvarp á Alþingi um löggildingu verslunarstaðar í Vík. Þótti undrum sæta síð- ar meir að slíkt framvarp kæmi fyrir eyru Al- þingis þar sem aðstæður til verslunar hafa ef- laust þótt í lakara lagi að mati samtíðar- manna. Uppi hafa verið raddir um að ef þing- menn hefðu þekkt til aðstæðna í Vík hefði staðurinn aldrei fengið leyfí til verslunar. En eflaust hafa harðindi fyrri ára sett svip sinn á umræðuna þar sem einangrun og fátækt knúði fram bætta þjónustu við brjóstumkenn- anlegt bændasamfélag sýslunnar. Frumvarp- ið var samþykkt, þrátt fyrir að það mætti harðri andstöðu Magnúsar Stephensen, landshöfðingja (sem borinn var og barnfædd- ur á Höfðabrekku í Mýrdal) og var Vík lög- giltur verslunarstaður með staðfestingu frá hans hátign 2. desember 1887. Pélur Bryde hefur verslunarrekstur í Vík í Mýrdal - Blánefsbúð Upphaf verslunar og viðskipta í héraðinu átti sér stað á sjó úti þar sem menn versluðu beint við kaupskipin og fóra vöraskipti þannig fram milli skipa þegar gott þótti í sjóinn. Eins og áður sagði hafði Pétur Bryde kaupmaður forgöngu um að senda vöraskip til Víkur um 1887 að beiðni bænda í Mýrdal og var það upp- / / LJÓSMYND Ólafs Jónssonar, verslunarmanns hjá Halldórsverslun, af húsum Brydesverslunar í kringum aldamótin, áður en búðin var kiædd bárujárni. í vesturenda Brydesbúðar er íbúð, en búð í austurendanum og geymslurými á milli. Framan við húsin má greina brautar- teina sem notaðir voru til að koma varningi úr fjörunni í pakkhúsið. Eins og sjá má hefur ekki orðið mikil breyting á ytra útliti hússins. Þjóðminjasafn íslands, ÓJ 208. EFTIR SIGRÚNU LILJU EINARSDÓTTUR Verslunarhús Brydesverslunar er eitt af elstu timburhúsum á Suðurlandi, líklega næst Húsinu á Eyrarbakka. Um tveggja ára skeið hefur verið starfrækt menningarfélag um varðveizlu og endurbyggingu gamla verslunarhússins sem hefur gegnt ýmsum hlutverkum í áranna rás. UTUNDIR, í vestanverðu Víkurþorpi, hefst saga byggðar á Víkursandi á of- anverðri síðustu öld en þar standa enn fyrstu húsin í þorpinu, þar á meðal versl- unarhús hins danska gróss- era og etatsráðs Johans Peters Thorkelin Bryde. Hús þetta var upp- haflega gamla Godthaab-verslunin í Vest- mannaeyjum, byggð 1831 en var flutt til Vík- ur 1895 er Bryde setti á fót fastaverslun í Vík. Ef ekki hefði orðið af flutningi þessum hefði gamla verslunarhúsið horfið undir hraun í gosinu 1973, líkt og önnur eldri hús á sama svæði. Vart fyrirfinnast eldri timburhús á Suðurlandi, nema þá helst Húsið á Eyrar- bakka. Saga þessa húss er allsérstæð og má því telja að í kringum þetta verslunarútibú Brydes hafi risið upp byggð í Víkurþorpi. Byggðarsaga Víkur er haria óvenjuleg fyrir þær sakir að ekki þóttu skilyrði fyrir byggð nægilega hagstæð á sendinni fjörunni, hvað þá að staðurinn þætti kjörinn til verslunar og viðskipta, að ógleymdri sjósókn, sökum hafn- leysu. Um tveggja ára skeið hefur verið starf- rækt menningarfélag um varðveislu og end- urbyggingu gamla verslunarhússins en bygging þessi hefur að geyma menningar- söguleg verðmæti sem kjölfesta byggðar í Vík. Félagsskapur þessi hefur séð um að fjármagna endurbyggingu hússins með utan- aðkomandi styrkjum og er verkið vel af stað komið en þó eru mörg handtök enn óunnin. Hlutverk hússins hefur breyst í áranna rás. Þótt ekki verði krambúðarrekstur framtíðar- hlutverk byggingarinnar þá mun gamla verslunin gegna hlutverki menningarhorn- steins í héraðinu og fræða fólk um sögu og horfna menningarhætti liðinna ára er þorpið var í myndun. Hér verður stuttlega klifað á sögu þessa merka minnisvarða, aðdraganda sem eftirmála og varpað ljósi á staðarhætti og daglegt líf í Vík í lok síðustu aldar sem og byrjun þeirrar tuttugustu. Ótið og harðindi í Vestur-Skaftafellssýslu Á árunum 1881-1887 geisuðu mikil harð- indi á íslandi. Kuldakast og með afbrigðum slæmt árferði árið 1881 áttu eftir að hafa ör- lagaríkar afleiðingar fyrir landsmenn af öll- um stéttum og stöðum, kotbændur sem höfð- ingja. Bændur í Vestur-Skaftafellssýslu voru mestmegnis fátækir leiguliðar enda flestar jarðir í eigu ríkisins. Grasbrestur var mikill þannig að forðaheimtur brugðust þar eð eng- in spretta var á túnum sökum kulda, fjárfell- ir varð mikill og klaki fór ekki úr jörðu. Haf- ísinn hjúfraði sig upp að landi, ísbirnir ráf- uðu um bæi og gerðu mikinn usla og jökul- fljótin börðust við að éta af ræktuðu landi austan Mýrdalssands. Búfénaður féll um- vörpum úr hor sökum fóðurskorts og lands- mönnum fækkaði í heild um 2,1% á árunum 1880-1890. í Vestur-Skaftafellssýslu fækkaði fólki um 11,75%. í Mýrdal nam fækkunin 5,6%, í sveitunum milli Sanda 15,4% þar af mest í Meðallandi - 24,1%, allt að því fjórð- ungur íbúanna. Af þessum tölum að dæma er glöggt hægt að sjá hversu mikið afhroð Skaftfellingar hlutu af þessum harðindum miðað við aðra landshluta, enda mátti ekki miklu muna að mun meiri mannfellir yrði í sýslunni sökum fátæktar og fæðuskorts. Gjafakorni útdeilt meðal sveltandi alþýðunnar - Víkurbsendur hef ja vörupantanir frá Bretlandi I Danmörku sem og víðar um Norðurlönd- in var sett á fót söfnunarnefnd í því skyni að safna gjafakorni til handa sveltandi íslend- ingum og átti Pétur Bryde, seinna verslunar- eigandi í Vík, sæti í nefndinni. Á áranum 1882-1884 var síðan gjafakorni útdeilt til sveltandi fólksins en þó var einn þrándur í götu. Til þess að fá sinn skammt þurfti hver JOHANN Peter Thorkelin Bryde, kaupmaður og grósseri. Ljósmynd af málverki. og einn að sækja sitt korn til næsta verslun- arstaðar, og þurftu því Skaftfellingar að fara til Reykjavíkur eða Vestmannaeyja en þar lá gjafakornið í vörugeymslum. Lítið gagn reyndist það fátækum bændum og erfitt að leggja uppí langferð sökum vanmáttar og hungurs. Séra Jón Sigurðsson á Prestbakka ritar bréf til landshöfðingja þar sem hann fer fram á að andvirði gjafakornsins verði greitt útí peningum og þannig að ekki þyrftu bændur að leggja upp í kostnað og erfiði við flutninga. Það varð úr að Víkurbændur, þeir Halldór Jónsson í Suður-Vík og Þorsteinn Jónsson í Norður-Vík, hófu vörupantanir frá Bretlandi um 1883 og seldu þær vörur heima fyrir. Þar gátu bændur nýtt gjafafé það sem þeim áskotnaðist án þess að leggja uppí langferð. Hér er kominn fyrsti vísir að verslunarrekstri í Vík í Mýrdal enda voru hér á ferðinni stór- huga bændur og miklir framkvöðlar að byggðarmyndun í Vík. Bsendur skora á Vestmannaeyja- kaupmenn - Vik fær löggildingu sem verslunarstaður 1887 Árið 1886 þinguðu bændur í Loftsalahelli þar sem þeir skora á verslunarstjóra Brydes- verslunar í Vestmannaeyjum í dagsettu bréfi 20. nóvember, að senda vöruskip „hvoru meg- in við Reynisfjall eigi síðar en fullar 8 vikur af sumri, ef ekki bagar veður“. Bréf þetta ber hafið að verslun danska grósserans við Skaft- fellinga. Tveir sendimenn á hans vegum vora sendir til að kanna aðstæður við Jökulsá og í Vík með það í huga að reisa verslunarhús. Ur varð að Bryde lét reisa Blánefsbúð á Víkur- sandi sem rekin var sem selverslun og var að- eins opin nokkrar vikur fyrri part sumars. Þessi verslun var aðeins rekin fáein sumur vegna staðsetningar sinnar og varð að flytja húsið lengra uppá sandinn vegna ágangs sjáv- ar. Eiríkur E. Sverrisson sem þá var vinnu- maður í Hvammi í Mýrdal segir svo um Blánefsbúð: „... gróf sjórinn undan henni sama haust 1892. Var hún þá rifin og flutt þangað sem hún enn stendur. Er hún vestara pakkhús það, sem Kaupfélagið nú notar í hinum fornu Brydeshúsum." Þessi framkvæmd markaði ákveðin tímamót og óvíst er að verslunarmönn- um hafi þótt nægjanlegur þessi stutti af- greiðslutími selverslunarinnar, enda má rétt ímynda sér öngþveitið sem myndast hefur á Víkursandi þegar mest hefur verið að gera. Gamla Godthaab-verslunarhúsið flutt búferlum til Víkur Enn og aftur sendir Bryde fulltrúa sinn til Víkur, að þessu sinni til samningaviðræðna við Víkurbændur um kaup á verslunarlóð undir Bökkunum í Vík en Bryde hafði þá áformað að setja á fót fastaverslun sem opin væri allt árið. Kaupsamningur þeirra á milli er síðan undirritaður þann 29. nóvember 1894 og einnig er undirritaður samningur þess efn- is að þeim Víkurbændum er falið það verkefni að reisa grunnmúr undir hið mikla verslunar- hús og skyldu þeir fá greiddar krónur 230,00 fyrir verkið sem átti að Ijúka fyrir 1. apríl 1895. Pétur Bryde hafði áður fest kaup í eignum Godthaab-verslunar í Vestmannaeyjum og ár- ið 1895 lét hann taka niður gömlu sölubúðina og flytja til Víkur í Mýrdal. Verslunarhúsið, ásamt íbúðarhúsi, vörugeymsluhúsi og fisk- húsi, var reist á árunum 1830 og 1831 af P.C. Knudtzon stórkaupmanni í félagi við Th. Thomsen kaupmann í Hafnarfirði. Það hlýtur að hafa verið handagangur í öskjunni og stórfengleg sjón þegar timbri og öðrum efnivið hússins var skipað upp í fjör- unni enda ekki daglegt brauð á þessum fáfarna stað. Einnig ber það vott um mikla framtakssemi og djörfung að taka niður rúm- lega sextíu ára gamalt hús, flytja það sjóleið- ina og skipa upp í sendinni fjörunni enda var efniviðurinn góður. Sveinn Jónsson frá Leir- um stjómaði framkvæmdum við húsbygging- una og segir ennfremur: Hér skal ekki tjaldað til einnar nætur. Svo sem 100 föðmUm frá sjó rís húsið af granni. Byggingarefnið er úrvalstimbur, bæði mátt- arviðir og borðviður úr rauðri og feitri furu, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.