Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 19
STÓR og björt húsakynni eru full af líkönum af fyrri verkum og verkum í vinnslu. unarsafnið í Weil am Rhein í Þýskalandi, sem átti sinn þátt í að draga athygli Evrópu- búa að þessum sérstæða arkitekt. Síðan hef- ur hver merkisbyggingin fylgt annarri í Evr- ópu frá hendi Gehrys, eins og til dæmis „The American Center" í París, höfuðstöðvar Vitra-íýrirtækisins í Basel, mikill fiskskúlp- túr, sem reistur var í ólympíuþorpinu í« Bai’celona og skrifstofubygging í Prag. Fisk- fonnið sem Gehry varð tíðrætt um í áður- nefndu spjalli á Feneyjatvíæringnum er ekki aðeins áberandi í fiskskúlptúrnum í Barcelona, heldur kemur fram víðar í verk- um Gehrys. Inn í verk sín fellir hann einnig oft þætti, sem eru hreinir skúlptúrar. Þegai- litið er yfir verk Gehrys bera þau með sér sterk höfundareinkenni. Rauður þráður í verkum hans eru form, oft mjúk, sem brotin eru upp og sett saman aftur og þá oft með sléttum, einfóldum og köntuðum form- um. Það er því sterkt samhengi milli fyrstu verka hans og svo stórbrotinna verka eins og-« hins víðrómaða Guggenheimsafns í Bilbao. Fjögur allsérstæð verk Gehrys eru nú í smíðum. I Los Angeles er verið að reisa tón- leikahús kennt við Walt Disney og fjármagn- að af því fyrirtæki. Sú bygging er samsafn silfurlitra forma, sem ýmist virðast reist upp eða lögð útaf. I Seattle er verið að reisa tón- listarmiðstöð, sem helst líkist málmborða- bendu. I Berlín er verið að reisa höfuðstöðv- ar DG Bank, sem er eins og fíngert rimlabox utan um stórt málmform, ekki ósvipað hests- haus í laginu. Og í New York er verið að byggja listaskóla, Bard College Center for The Perfoi-ming Arts, sem líkist helst ein- fóldum málmplötum, sem tylla sér hver utan í aðra. Eins og aðrar byggingar Gehrys munu þessar byggingar setja mjög svip á umhverfi sitt. A VINNUSTOFU ARKITEKTSINS Frank O. Gehry er einn athyglisverðasti arkitekt samtímans. A sýningu í Louisiana gefst gott tæki- færi til að kynnast verkum hans eins og Sigrún Davíðsdóttir sá nýlega. EG SÁ að allir þessir starfsbræð- ur mínir sóttu innblástur til for- tíðarinnar og voru á kafi í að byggja hús með súlum. Mér datt í hug að líta þá enn lengra aftur, alveg aftur til steingervinga af útdauðum fiskum," sagði Frank 0. Gehry undirleitur og bros- andi, er hann lýsti hugmyndum sínum á rabbfundi á tvíæringnum í Feneyjum 1995. í Louisiana-safninu í Humlebæk á Norður- Sjálandi stendur nú yfir stór yfirlitssýning á verkum og vinnuaðferðum arkitektsins, sem leitaði aftur í fiskformið og hefur með húsum sínum og hugmyndum fært nýja vídd inn í arkitektúr samtímans. Samtíminn seinn til Gehry er fæddur í Toronto í Kanada 1929. Ef einhver undrast að nafn hans hafi ekki farið að heyrast fyi'r en nú á síðari árum, þá er skýringin einfaldlega sú að hann var kom- inn um sextugt þegar hann fór í raun að fá einhver stói'verkefni. Fram að þeim tíma var hann reyndar kunnur í þröngum hópi starfs- bræðra sinna, var eftirsóttur kennari og margverðlaunaður, en hugmyndir hans komust sjaldan lengra en að verða líkön. „Fólk kom til mín af því það vildi fá eitt- hvað ögrandi, en þegar ég svo sýndi því hug- Fyrstu hugmyndunum tyllir Gehry á blað í teikningum. Teikningar hans eru ólgandi form, sem hann krotar niður og það er varla fyrir aðra en höfundinn að gera sér grein fyrir einhverju í þeim, sem nálgast gæti að vera hús. CV/. -An — Oflf* myndir mínar var viðkvæðið að þetta væri nú kannski aðeins um of og hvort ekki væri hægt að hafa þetta eitthvað aðeins öðruvísi," segir Gehry í sjónvarpsviðtali, sem sýnt er á sýningunni, tekið upp í tilefni opnunar Gug- genheimsafnsins í Bilbao. Það var skýring hans á því að hann var kominn um sextugt, þegar hann loks fékk eitthvað byggt eftir sig að ráði. Norðurlöndin misstu af því að fá Gehry-byggingu, þegar stjórn Moderna Mu- seet í Stokkhólmi tók hugmynd spænska arkitektsins Rafael Moneos fram yfir tillögu Gehrys 1990. Þótt hann sé fæddur í Kanada starfar hann í Bandaríkjunum og hefur haft aðsetur í Kaliforníu. Þar kynntist hann listamönnum eins og myndlistarmönnunum Jasper Johns, Claes Oldenbm'g og Riehard Serra og tón- skáldinu Philip Glass, sem allir heimsóttu hann þegai' hann sýndi húsið sitt í Santa Monica 1978. Hann hafði þá keypt sér timb- urhús, skorið það niður í einingar og sett saman aftur með einingum, sem hann byggði inn í. Veggirnir í húsi hans eru sumir hverjir flettir öllu og berstrípaðir niður í múr, en aðrir hlutar éru nánast eins og pakkaðir inn í málmplötur, vírnet og hráar spónaplötur. Húsið ber því einkenni, sem síðar hafa verið allsráðandi í byggingum hans, samspil fonna annars vegar og hins vegar samspil flata og forma, sem sveipuð em inn í mismunandi efni. Úr litlum formum í stór Eftir að hafa byggt nokkur einbýlishús af svipaðri gerð og sitt eigið hús á árunum um og eftir 1980 hafði Gehi-y fengið á sig orð fyr- ir sérstakt hugmyndaflug. Á ái-unum 1987-1989 vai' byggt eftir hann Vitra-hönn- Fró pappalíkönum til tölvulikana Á sýningunni í Louisiana gefst mjög gott tækifæri til að kynnast vinnubrögðum Gehi-ys, sem eru nokkuð sérstök. Fyrstu hugmyndunum tyllir hann á blað í teikning- um. Teikningar hans era ólgandi form, sem hann krotar niður og það er varla fyrir aðra en höfundinn að gera sér grein íýrir ein- hverju í þeim, sem nálgast gæti að vera hús. Síðan tekur við módelsmíði, en á vinnustofu hans vinna um 140 manns, sem margir era módelsmiðir. Sjálfur klippir Gehry form sín pappa, límir saman og raðar, svo frammódel- in era mörg hver slíkrar ættar, áður en kem- ur að nákvæmari útfærslu þeirra. I glímu sinni við fiskformið rakst Gehry á tæknileg vandkvæði, því það virtist einfald- lega vera honum ómögulegt að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Eftir að hafa unnið með flugvélasmiðum og tæknimönnum í Mirage-flugvélaverksmiðjunum í Frakk- landi komst hann þó á rekspöl, því þar voru menn þjálfaðir í notkun afar fullkomins hönnunarforrits er kallast CATIA. Það forrit hefur Gehry nú unnið með í nokkur ár á teiknistofu sinni og það hefur bæði sparað mikla vinnu, gert honum kleift að byggja hin flóknustu form og ekki síst gert honum kleift að breyta formunum stöðugt. ^ Forritið gerir Gehi-y og samstarfsmönnum hans kleift að leika sér með formin á alla enda og kanta, klæða hugmyndir formi og virða þau fyrir sér frá öllum mögulegum sjónarhornum. Fon-itið getur einnig unnið fomin í ákveðin efni og þar með fást upplýs- ingar um samspil efnis og foi-ms. Við bygg- ingu safnsins í Bilbao breytti hann og bætti hönnun hússins stöðugt, án þess það kæmi að sök við framkvæmdir. Nýjungar í efnis- notkun era margar í byggingum Gehrys. Hann er hrifinn af þeirri hugmynd að klæða grindur og veggi nýstárlegum klæðningum. Þannig er Bilbaosafnið klætt títanplötum, sem gefur byggingunni bæði sérstaka áferð og lit, þar sem málmurinn endurspeglai' um- hverfið og birtuna. Málmklæðningar með sömu áhrifum hefur hann notað í fleiri bygg*~- ingar sínai'. Myndir frá vinnustofunni á sýningunni gefa glögga mynd af því hvernig vinnuum- hverfi Gehrys er. Stór og björt húsakynni eru full af líkönum af fyrri verkum og verk- um í vinnslu. Teikningarnar liggja víða og inn á milli eru svo stórir tölvuskjáir með kvikandi formum í einstaklega glæsilegi'i út- færslu hins fullkomna CATIA-forrits. Sjálf- ur segist Gehry ekki vera neinn tæknidýi'k- andi, en hefur með hjálp góðra aðstoðar- manna náð góðu valdi á hönnunarforritinu og þeim möguleikum, sem það býður upp á. Sýningin í Louisiana stendur til 7. febrúarur og gefur heillandi og áhugaverða innsýn í vinnuaðferðir og hugmyndaheim þessa arki- tekts, sem betur en flestir aðrir sameinar þætti byggingailistar og skúlptúrs í verkum sínum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.