Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 20
BOKMENNTAGANGA I LONDON TIL FUNDAR VIÐ BÓKMENNTAVOFUR Bókmenntaleg gönguferð ^ um London er eitt af því sem boðið er upp ó í stór- borginni. Forvitnilegt þykir að ganga um Bloomsbury þar sem Bloomsburys-hóp- urinn, gófumenn og skóld, réðu ríkjum ó fyrri hluta aldarinnar. JÓHANN HJÁLMARSSON fór í eina -sr slíka gönguferð og rifjar upp sögu íbúanna, m. a. Ottoline Morrells, T. S. Eliots, Lyttons Stracheys og George Orwells. AÐ er hægt að búa í nágrenni Bloomsbury-hverfís í London án kþess að gera sér grein fyrir að jþað er og einkum var eitt helsta " menningarsvæði borgarinnar. Það er ómaksins vert að víkja frá Oxfordstræti og Charing Cross Road og ráfa í áttina að götum og görðum Bloomburys. Þetta var ég búinn að gera áður en ég frétti af skipulagðri göngu með leiðsögumanni um „Literary London". Það eru margar gerðir af gönguferðum sem heimamenn kalla „Historical Walks of London“, en þessi byrjar fyrir utan neðanjarð- arstöðina við Russell Square á hverjum mánu- degi klukkan 14, gjald 4.50 pund. Leiðsögumaðurinn er nokkuð við aldur og afar fróður, ekki einungis um rithöfunda og uppáhaldspöbba þeirra heldur líka byggingar- ^list fyrri alda. Sérgrein hans er Bloomsbury- hópurinn og annað menningarfólk eins og Charles Dickens, Karl Marx, Disraeli, Bertrand Russell, George Orwell, T. S. Eliot, Virginia Woolf, Lytton Strachey, Ottoline Morrell og fleiri. Hann kann ógrynnin öll af skemmtilegum sögum og það gerir ekkert til þótt maður sé að heyra þær í þriðja eða fjórða sinn. Kvikmyndir eins og sú sem gerð var eftir leikritinu um Tom og Viv og myndin um þau Strachey og málarann Doru Carrington, hjálpa til og tendra líf að minnsta kosti í Bandaríkja- mönnunum i hópnum. Fáir virðast þó kannast við hagfræðinginn Keynes sem bjó í sömu húsaröð og þau Woolf og Strachey. Rómantiska og uppreisn Bloomsbury-hópurinn lifði blómaskeið sitt í byrjun aldarinnar. Þetta var fólk sem fór sínar -^igin leiðir og var í andstöðu við ríkjandi öfl, í senn rómantískt og uppreisnargjamt sem eink- um birtist í siðferðisefnum og ýmsum kald- hæðnum yfirlýsingum og nöprum blaðagrein- um. Frjálst kynlíf og samkynhneigð (samanber Strachey) þótti ekki tiltökumál. Fróðleiks- brunnur um Bloomsbury-hópinn er tveggja binda ritverk Michaels Holroyds um Strachey. Ekki langt frá skrifstofum Faber and Faber bókaútgáfunnar þar sem Eliot vann lengi sem útgáfustjóri er pöbb sem hann og George Orwell sóttu. Liklega hafa þeir stundum hist þar þótt ekki hafí það ailtaf verið fagnaðar- fundir. Eliot var nefnilega tregur til að gefa verk Orwells út, hafnaði m. a. Dýrabæ. Spítal- ^■inn þar sem Orwell kvæntist rétt áður en hann dó og komst því ekki í fyrirhugaða brúðskaups- ferð er í grenndinni. Leiðsögumaðurinn er viss um að bækur Orwells Dýrabær, Hylling til Ka- talóníu og 1984 séu meðal merkustu bóka ald- arinnar og enn í fullu gildi. Skáldið mikla, T. S. SAMRÆÐUR andans manna. Ottoline er lengst til vinstri, Lytton Strachey sitjandi. ELIOT fyrir framan vinnu- stað sinn, Faber bókaút- gáfuna, 1925. OTTOLINE 1912. ELIOT ásamt síðari konu sinni, Valerie. VIVIENNE 1930. Eliot, sem kom frá Bandaríkjunum til að freista þess að verða breskari en Bretar er nú að dómi leiðsögumannsins einkum kunnur fyr- ir kattaljóðin sem hann orti sér til gamans en söngleikurinn Cats byggist á. Bjargvæltur við Bedford Square Þegar móðir Eliots kom frá Bandaríkjunum til að heimsækja son sinn var hún fyrst kynnt fyrir Ottoline Morrell, konunni sem var bjarg- vættur margra skálda og listamanna og átti heima við Bedford Square í Bloomsbury. Við Gordon Square bjuggu líka margir Blooms- bury-menn. Heimili Ottoline var samkomu- staður frægs fólks. Hún átti ríkan þátt í því að koma Eliot út úr bankanum þar sem hann vann í fyrstu svo að hann gæti fengið næði til að yrkja. Þessi gáfaða kona og menntagyðja var ekki við eina fjöl felld og nefnir leiðsögu- maðurinn nokkra elskhuga hennar með nafni, meðal þeirra D. H. Lawrence. Óhætt er að bæta við málaranum Augustus John og heim- spekingnum Bertrand Russell sem kvaðst líta á konur fyrst og fremst sem líkamlega svölun sjálfum sér til handa. Hann var fjórkvæntur. Ekki er vitað til að Eliot hafí lent í faðminum á Ottoline, enda var honum það meira áhuga- efni að klæðast samkvæmt ströngustu bresku hefðum og láta ekki blett falla á mannorðið. Eliot sem átti við geðræn vandamál að stríða og varð að dveljast á taugahælum, m. a. í Sviss þar sem hann orti hluta Auða landsins, fann síðan ró í skjóli ensku biskupakirkjunnar, en kvennamál hans voru erfið og flókin, ekki síst hjónaband þehTa Vivienne (Vivs), uns hann tók saman við ritara sinn, Valerie. Þau munu hafa unað glöð saman. Forystumenn og slæpingjar í görðum Bloomsbury léku synir auðugra fjölskyldna sér, einn þeiira var Disraeli. Sumir fetuðu í fótspor feðranna, urðu arkitektar, kaupsýslumenn, stjómmála- og vísindamenn. Aðrir gerðust slæpingjar og heimtuðu hærri og hærri upphæðir frá feðrum sínum uns þeim tókst sumum að gera þá að öreigum. Nokkrir þessara manna lögðu sitt af mörkum til skáld- skapar og lista og annarra andlegra fræða. Leikvöllurinn hefur verið stórbrotinn með British Museum í næsta nágrenni og slóðir Sherlocks Holmes og Watsons. Á pöbbinum beint á móti British Museum sat Sir Arthur Conan Doyle löngum, höfundur sagnanna um þá kumpána, og þar sátu þeir vitanlega líka í bókum hans. Á pöbbinum Kings Crown drukku sakamenn síðustu kolluna sem var á kostnað heimsveldis- ins. Þeir höfðu níu mínútur til að klára ölið, síð- an voru þeir hengdir eða höggnir. Einhverjir þeirra báðu um meira öl og sögðust borga í bakaleiðinni. Tvær afhjúpandi ævisögur í bók sem kom fyrst út 1992 en hefur nú ver- ið endurprentuð og aukin, Ottoline Morrell - Life ona a Grand Scale eftir Miröndu Seymour (útg. Sceptre, 8,99 pund í kilju), má fræðast um Bloomsburytímana, bækur og menn. Ottoline Morrell var eins konar drottning menningar- lífsins fram að seinni heimsstyrjöld. Hún var upprunnin í auðugri yfirstéttarfjölskyldu og átti sér fáa líka að sögn þeirra sem kynntust henni. Af myndum að dæma hefur hún verið tignarleg ásýndum. Philip Morrell, maður hennar, fékkst við stjórnmál og var ást þeirra einkum talin platónsk. Ævisaga Lyndall Gordons um T. S. Eliot, fyrst í tveimur bindum 1997 og 1998 er nú komin út aukin í einu bindi (útg. Vintage, 8,99 pund í kilju), verðlaunuð og mikils metin, enda bregður hún nýju ljósi á líf skáldsins. Sumir telja hana draga fram verri hliðar skáldsins, eigingirni hans og óskammfeilni og hafa um það stór orð. Þetta gildir einkum um ástarsögu Eliots og æskuvinkonunnar Emily Hale sem hann skildi eftir í Bandan'kjunum 1914 þegar hann hélt til Englands og tók fljótt upp sam- band við Vivienne. Síðar á lífsleiðinni heimsótti Eliot Emily til Bandaríkjanna en þá var hún orðin kunn leikkona. Sagt er að hann hafi ætl- að sér að kvænast henni en heimkominn til Englands reyndist Valerie eftirsóttari. Vi- vienne var þá fyrir löngu komin á geðveikra- hæli til að eyða þar ævi sinni og þótt það reyndist Eliot þungbært að láta koma henni fyrir á slíkum stað hirti hann aldrei um að vitja hennar. Flestum að óvörum kvæntist Eliot Valerie ritai-a sínum í byrjun árs 1957. Hún var þá þrítug, hann sextíu og átta ára. Auk Hale beið önnur kona þess þolinmóð að Eliot bæði hennar. Það var einkavinkonan Mary Trevelyan. Eliot var samsettur persónu- leiki og hræddist margt. Hann lét þess getið við vini sína að hann óttaðist ferðalög, sím- hringingar og það að vera einn með konum. Lofthræddur var hann líka. Bláu minningaskildirnir eru margfr í Bloomsbury og bak við veggi húsanna sem skarta þeim leynast margar sögm-, efni í ævisögur, bókmenntagrein sem er í sérstöku uppáhaldi hjá Englendingum. Ekkert lát er á ævisagnagerðinni eins og komast má að á rölti milli hinna ágætu bókabúða í London. Bókmenntirnar eru lifandi þráður í daglegu lífi Englendinga eins og sjá má á því að hlust- endur útvarpsstöðvarinnar Radio 4 völdu Willi- am Shakespeare mann árþúsundsins, en ekki vísinda- eða stjórnmálamann. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.