Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 11
anverðum rétt í þann mund, sem hann var að byrja að auka hraðann. Afturendinn sökk og vatnið bullaði upp með beltunum og áfram sökk hann uns framendinn einn stóð upp úr. Skíðin voru uppi á skörinni og fremsti hluti beltanna rétt náði að grípa í hana. Mótorinn og bensíntankarnir, sem eru aftast í bílnum, hurfu í djúpið. Pað varð ekkert að gert. Vatn- ið streymdi inn í bílinn og fyllti afturhluta hans allt upp undir hillu, sem er ofarlega aft- ur í honum en að framanverðu gutlaði það um sætisbrúnir. Við skulum eitt augnablik reyna að setja okkur í spor þremeninganna þarna úti á ísnum. Ástandið var vissulega ekki gott. Búnir að missa bílinn til hálfs ofan í eina af stórám landsins órafjarlægð frá byggðinni og það í svartasta skammdeginu. Farangurinn allur við það að blotna, vélin á kafi í vatni og því litlar líkur til þess að ná bflnum upp nema til kæmu öflugri tól en hér voru tiltæk. Það leit út fyrir að þeir væru í orðsins fyllstu merkingu komnir á kaldan klaka. Hér mátti þó engan tíma missa. Þeir höfðu snör handtök við að bjarga úr bílnum farangrinum og nest- inu, ásamt rafgeyminum og öllu öðru, sem náðist úr honum þar á meðal talstöðinni. Far- angur þennan báru þeir á land nokkur hund- ruð metra upp frá bílnum. Þá var smalað sam- an öllum áhöldum, sem komið gætu að gagni svo sem járnkarli, skóflum, íssporjárni og þess háttar. Eitthvað höfðu þeir af blökkum og köðlum, en þetta var ekki fjölskrúðugt úr- val áhalda þegar haft er í huga það verk, sem fyrir þeim lá. Hér dugði þó ekkert hik. Birtu- tíminn stuttur og því ekki annað að gera en að láta hendur standa fram úr ermum. Þá bætti ekki úr skák að veður fór versnandi. Þeir tóku nú til óspilltra málanna við að losa bílinn eða öllu heldur við að reyna það. Fyrst varð að út- búa einhverja festu í ísinn. Þegar því var lokið reyndu þeir að nota strekkjara og tóg til þess að lyfta bílnum úr vökinni. Allt kom þó fyrir ekki. Beltin höktu í skörinni og náðu engu því gripi, sem að gagni kæmi og að auki fraus krapið jafnótt í þeim og gerði þetta allt ei’fið- ara. Það leit svo sem ekki vel út með árangur- inn af þessu basli, dýpið frá yíirborði rúmlega hálfur annar metri og afturendi bílsins stóð í botni. Það skal nokkuð til að lyfta bíl, sem vegur tvö tonn, úr slíkri vök ekki síst þegar vélaraflið er úr leik. Afram var þó puðað við þetta vonlitla verk fram í myrkur en árang- urslaust. Veðrið versnaði í sífellu. Gekk yfir í útsynning með slydduhríð og miklum veður- ham. Það sýndist ekki álitlegt að halda til í bflnum. Straumurinn gæti grafið frá honum og hugsanlega rynni hann þá allur niður í vök- ina. Sigurjón tók af skarið, taldi það bæði óráðlegt og lítt framkvæmanlegt. Hinir féllust á það sjónarmið. Þeir fóru í það að grafa holu í snjóinn í gilskoru, sem þar var utan í höfðan- um. Þarna gerðu þeir eins konar snjóhús. Nauðsynlegasta útbúnað tóku þeir með sér í holuna. Aður höfðu þeir reynt að tengja tal- stöðina. Nú kom rafgeymirinn í góðar þarfir. Loftnetið settu þeir upp á bambusstöng, sem var meðferðis. Kallað var eftir aðstoð nokki-a stund en - ekkert svar. Við vorum ekki björgulegir útlits þessir þrír í brúnamyrkri um kvöld þegar farið vai- frá vökinni upp í snjóholu, sagði Guðmundur síðar. Ég hélt að ég yrði nú bara að ganga frá Gusa þarna í ánni. Hvað um það. Þarna urðu þeir að hírast eft- ir hrakfarir dagsins. Eitthvað hefur nú svefn- inn verið takmarkaður þar sem þeir lágu í holunni blautir, hraktir og vonlitlir um betri tíð að sinni. Veðrið var mjög slæmt um nótt- ina en að mestu gengið niður þegar farið var á ról undir morgun. Þeir tóku nú til við fyrri iðju, að ná bflnum upp og reyna að ná sam- bandi við einhvern úr byggðinni um talstöð- ina. Hvort tveggja að því er virtist án áráng- urs sem fyrr. Þannig leið þessi dagur að kvöldi. Víst má öllum ljóst vera að þegar hér var komið sögu hafa þeir verið famir að efast um að þeir næðu bílnum upp af eigin ramm- leik. Þcgar neyðin er stserst Nokkru eftir að dimmt var orðið þóttist ein- hver sjá bjarma af ljósi. Rætt var um að skjóta upp blysi en Guðmundur hafði merkja- byssu meðferðis. Karl neitaði þessu þó stað- fastlega, sagðist engin merki vilja senda upp fyrr en vissa fengist fyrir því að þarna væri bíll á ferð, en bjarminn stækkaði og tók brátt á sig mynd þeirrar aðstoðar, er þeim var svo brýn. Nú var ekki lengur um að villast. Þeir skutu því úr merkjabyssunni og kyntu bál úr tiltæku rusli og bensínvættum tvisti. Auk þess brugðu þeir upp Ijósi. Þetta allt auðveld- aði komumönnum að halda stefnunni. Köll þeirra í talstöðina höfðu þá heyrst eftir allt saman. Það getur hver sagt sér það sjálfur að þessi sýn hefur verið þeim þremenningum mikill léttir. Þreytan hefur þokað fyrir nýju þreki, erfiðleikarnir vikið fyrir bjartsýni, þeg- ar Vísil-snjóbíllinn, Kraki, náði til þeirra. Þar voru í för gamlir vinir og ferðafélagar en HVERT SKAL halda? Teikning Halldórs Péturs- sonar af þeim félögum Guðmundi Jónassyni og Sigurjóni Rist. úr portinu á lagernum nema í fyrsta gír á lága drifinu en þá varð hann sprækari nokkra stund. Það var álitamál hvaða leið skyldi halda austur yfir fjall. Hellisheiði var sögð ófær og Krísuvíkurleið gat orðið tafsöm ef bíllinn bilaði. Ákveðið var að fara heiðina. Snjóbíllinn væri til taks ef ófærðin yrði of mikil fyrir trukkinn. Nú, það kæmi þá í ljós til hvers hann dygði og hugsanlegt væri að fá annan bíl fyrir austan ef þessi legði upp laupana. I Elliðaárbrekkunni komu aftur gangtruflanir í trukkinn. Þar afhenti Gunnar Hauki tækið til fullra yfirráða. Ók hann bíln- um að mestu eftir það. Ferðin austur gekk þolanlega þó hægt væri farið. Áfram var hald- ið alla nóttina en gekk hægt vegna ófærðar og gangtruflana. Að Galtalæk var komið klukkan níu að morgni 18. desember. Þar fengu þeir rausnarlegar móttökur og snæddu vel, enda svangir eftir erfiði næturinnar. Þá var tankað og umsvifalaust haldið innúr. Töldu þeir mikið nauðsynjamál að ná inn að Hrafnabjörgum fyrir myrkur. Þar sem snjór var orðinn næg- ur var Kraki tekinn af palli og Rarik-trukkui-- - inn skilinn eftir. Það var nokkru nær byggð- inni en hinir bflarnir stóðu enda hafði bætt á snjóinn frá því að þeir félagar fóru inn úr 11. desember. Þeim þóttu góð skipti að losna við trukkinn, komast á farartæki, sem þeir vissu að átti að vera í lagi. Veðrið mátti heita gott, bjart og fremur stillt, en kastaði éljum. Færið var þokkalegt og sóttist því ferðin allvel. í ljósaskiptunum var komið inn að Hrafna- björgum eins og ætlunin hafði verið. Þótt nú væri tekið að bregða birtu var leiðin þaðan til þess að gera auðrötuð undir hlíðunum og færðust þeir nú óðum nær Svartakróki. Um kvöldmatarleyti komu þeir út undan fjöllun- um við Dyngjuhornið og stöðvuðu bílinn til þess að ákveða stefnuna á Svartakrók. Naum- ast hafði það verið gert er merkjaskotið reið af og rétt á eftir sáu þeir bál loga. Ekið var í ■*- stefnu á það og Ijóstýru, sem brugðið var upp. Skömmu síðar komust þeir á leiðarenda. Ferðin hafði tekið um sólarhring frá því að skilaboðin bárust. Það segir meira en mörg orð. Tóku menn nú tal saman og sögðu tíðindi. Hangikjötið klái-aðist á undraskjótan hátt og það kom í ljós að þar á staðnum var fátt æti- legt. í bílunum við Valahnjúka var einhver matur en fyrir lítið kom það nú um sinn. Menn létu sér fátt um finnast enda ekki ætl- unin að dvelja þarna lengi. Hvert skal stefna? Nær þegar var hafist handa úti á ánni. Höggvin voru göt á ísinn og búnar til festing- ar, eftir það var farið að hífa í bílinn með strekkjara. Gekk það illa sem fyrr enda fátt um staði á Gusa framanverðum, sem þola átak. Stuðarinn er of veikbyggður, helst var talið mögulegt að festa í skíðafæt- urna en annar þeirra var ný- viðgerður og vafasamt hve mikið hann þyldi. Enn sem fyrr fraus krapið í beltun- um. Vélin var aftur á móti ófrosin niðri í vatninu. Var brugðið á það ráð að SIGURJÓN Rist var vanur svaðilförum og orðinn þjóðsagnapersóna eins og Guðmundur Jón- asson. Sigurjón er hér við vatnamælingar. SNJÓBÍLLINN Kraki. heyrum nú hvernig þeir eru komnir inn á Svartakrók. Um kvöldmatarleytið þann 17. desember hringdi síminn hjá Gunnari Guðmundssyni. Hann er kunnur ferðamaður, einn þeirra Ár- menninga, sem Guðmundur flutti á skíði inn í Jósefsdal um árabli og að auki höfðu þeir ver- ið saman í jöklaferðum. í símanúm var Carl Eiríksson, sömuleiðis áhugasamur jöklafari og mikill undramaður í öllu, er að fjarskiptum laut. Hann flutti Gunnari þau sldlaboð frá Guðmundi og félögum að hann kæmi hið snarasta inn á Svartakrók þeim til aðstoðar. Skilaboðin voru óljós en þó varð af þeim ráðið að Gusi væri fastur í krapi og að þeir skyldu hafa með sér blakkir og langa taug. Gunnar kvaddi þegar til fararinnar með sér Hauk Hallgrímsson. Hann er og margreyndur ferðamaður og úrræðagóður dugnaðarforkur. Þá gerði hann og ráðstafanir til þess að með þeim kæmi Heiðar Steingrímsson. Heiðar var bílstjóri hjá Guðmundi, karlmenni hið mesta og öllum hnútum kunnugur. Gunnar átti Vísil snjóbíl, sem gekk undir nafninu Kraki. Sigur- jón hafði sent skeyti þar sem beðið var um að- stoð til raforkumálastjóra og Raforkumála- skrifstofan lagði þeim til GMC-trukk til þess að flytja snjóbflinn. Tóku þeir strax til óspilltra málanna við að undirbúa ferð sína. Strekkjarar, blakkir, tóg, staurar og vírrúlla ásamt snjóbílnum var sett á pall trukksins, sem þeir sóttu á lag- erinn hjá Rarik. Tóku þeir með sér allt, sem til var og helst þótti líklegt til þess að verða að gagni - lögðu síðan strax af stað. Þeir voru þess fullvissir að Gusi væri fastur í Tungnaá. Þóttust þekkja sitt fólk, að ekki væri beðið um aðstoð að ástæðulausu, auk þess voru þeir kunnugh- þeim stað, sem upp var gefinn. Lögðu þeir því kapp á að vera fljótir í förum. Nesti höfðu þeir lítið. Gunnar greip með slatta af sauðahangikjöti og kaffi hafði hann á brúsa. Hinir voru með kaffibrúsa, sem þeir höfðu ekki náð að drekka úr að deginum og lítilræði af meðlæti. Enginn hugsaði um slíka smámuni, töldu jafnvel að nóg væri af mat þar innfrá. Þeim var og ríkt í huga að ferðin tæki sem skemmstan tíma enda leið nú fast að jól- um. Það kom strax í ljós að Rarik trukkurinn var ekki beysinn. Þegar þeir lögðu af stað frá Reykjavík um miðnætti fylgdu þeir út í ystu æsar þeirri gömlu og góðu ferðareglu að fara hægt af stað, því trukknum komu þeir ekki út LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.