Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 12
Ljósmynd: Björn Rúriksson/Landið þitt. TUNGNAÁ, horft til Vatnajökuls. Að Tungnaá var ferðinni heitið í svartasta skammdeginu og fyrirhyggjan ekki meiri en svo að varla var hægt að segja að þeir félagar væru nestaðir. reyna að snúa henni með sveif og hafa bílinn í lággír. Sigurjón fór í vöðlum niður í vökina og með því að standa á nibbu í botni fór hann ekki upp fyrir. Hann sneri nú sveifinni en hin- ir hreinsuðu úr beltunum eftir bestu getu, auk þess var tekið á með strekkjaranum. A þenn- an hátt mjakaðist bfllinn eitthvað áfram, kannski einn metra eða svo en lítið eða ekki mun hann hafa komið upp úr. Undir morgun þann 19. desember voru allir orðnir uppgefnir á þessu púli. Var ákveðið að fara í land. I Kraka settust þeir að er á honum komu. Hinir fóru í snjóholuna. Reynt var að hvflast en öll- um ber þeim saman um að lítt eða ekki hafi þeir sofnað enda varla við slíku að búast. Um morguninn eftir um fjögurra stunda hvfld, ef svo skal kalla, bröltu þeir aftur út á ísinn og tóku til við sömu iðju og frá var horfíð. Sigur- jón var fyrir nokkru hættur að geta staðið á nibbunni og botnaði ekki lengur í vökinni. Það var því ekki um annað að ræða en stíga á sveifina. Bfllinn mjakaðist með þessu móti hægt og hægt áfram og var loks nær alveg kominn upp á skörina. Einn þeirra ætlaði jafnvel að fara að tappa olíunni af vélinni. Af því varð þó ekki sem betur fer því rétt á eftir brotnaði undan bílnum og allt sökk á nýjan leik. Mikil voru þau vonbrigði að horfa á ár- angur alls þessa erfiðis verða að engu á augnabliki. Þetta hafði þó nærri tekist og var því haldið áfram á sama hátt. Um daginn hafði tekið að snjóa. Það snjóaði nær óslitið allan daginn, og enn leið að nóttu. Aftur voru þeir búnir að ná bílnum eilítið upp úr ánni, um hálfan annan metra eða svo, en þetta gekk hægt - alltof hægt. Nú bættist það við erfiðleikana að þegar vélin kom að hluta upp úr ánni fraus vatnið ofan við stimpla og voru þeir nú hættir að geta snúið henni með sveifinni. Allir voru orðnir verulega þvældir, sannast sagna uppgefnir eða því sem næst. Menn voru helst á því að gefa þetta frá sér, þetta væri vonlaust. Þeir ákváðu að hvíl- ast.. Sú ákvörðun kom eins og af sjálfu sér. Snjókoman var enn samfelld. Skyggni var lít- ið og myrkur þannig að ekki var auðvelt að vita stefnuna á snjóholuna og Kraka. Sigurjón hafði tekið kompásstefnu þangað og einhverj- ir höfðu miðað stefnuna út frá Gusa. Guð- mundur vildi ekkert af þessu vita - vildi vera einn með sjálfum sér. Sú tilhugsun að skilja Gusa eftir í ánni var honum óbærileg. Hann gekk frá þeim út í sortann og hvarf sjónum. Hciðar fór á eftir honum. Þeir voru horfnir á inr.an við tuttugu metrum. Reyndi nú Heiðar að sannfæra hann um að stefna Sigurjóns og hinna væri rétt. Hann lét sig allar stefnur eir.u gilda. í hans huga var aðeins til ein stefna - stefna Gusa upp úr ánni. Auk þess vildi hann ekki sofa í snjóholunni. Varð það að samkomulagi að þeir skyldu báðir gista í Gusa um nóttina og röktu þeir spor sín til baka. I snióbflnum lögðu þeir sætisbökin undir sig og fengu þannig hallalítinn flöt til þess að liggja á. Undir þeim niðaði áin og með því að teygja út hendi gátu þeir þreifað á henni sjálfri. Engin var von til þess að værð sigi á þá við slíkar aðstæður. Þeir hinir fóru á land upp. Þar gerðist sá atburður að Haukur líður út af meðvitundarlaus. Þeir urðu eðlilega ærið skelkaðir. Vissu varla hvað til bragðs skyldi taka. Einn hafði á orði að það væri þá að minnsta kosti á hreinu að þarna væri ekkert hægt að gera. Þó var stumrað yfír Hauki og eftir nokkurn tíma rankaði hann við sér. Kom í ljós að hann á vanda til þessa en er ætíð fljótur að jafna sig og er þá sem ekkert hafi gerst. Engum varð svefnsamt þessar hvfldar- stundir fremur en hinar fyrri. Eberg hafði veikst lítillega en það leið hjá á nokkrum klukkustundum. Var nú við því að búast að svefnleysi, þreyta og bleyta ásamt ónógum mat tæki að vinna á mönnum. í landi höfðu allir áhyggjur af þeim Guðmundi og Heiðari úti á ánni - í Gusa hálfum á kafi. Þeir tveir ræddu hinsvegar horfumar. Það lá í loftinu að gefa þetta upp á bátinn þótt enginn hefði kveðið uppúr með það. Heiðar nefndi að það væri erfítt að halda þessu áfram svona matar- lausir. Guðmundur sagði að ekki væri það nú alveg rétt, aftur á hillunni væri dós af græn- um baunum. Var hún sótt og átu þeir upp úr henni eftir að þeir náðu að þíða innihaldið. Þama yfir baunadósinni ákváðu þeir að gera eina tilraun enn. Fyrir birtingu voru þeir komnir á ról og byrjaðir að hita frosna vélina með tveimur prímuslömpum, sem þeir höfðu. Gætu þeir komið vélinni í gang yrði eftirleik- urinn auðveldari, tæki hún á með strekkjur- unum. Kertin voru tekin úr. Þetta virtist ætla að ganga því nú fóru þeir að geta snúið vél- inni. Það hafði snjóað látlaust alla nóttina og þegar menn í landi fóru á kreik áttu þeir í erf- iðleikum með að komast úr snjóholunni. Þannig stóðu málin þegar þeir komu út að Gusa. Fengu þeir Guðmundur og Heiðar nú fréttir af því sem komið hafði fyrir Hauk um nóttina. Hann var hinsvegar hinn hressasti og spurði nokkuð hvasst: Ætlið þið að halda þessum andskota áfram? Guðmundur ansaði engu, hélt áfram að hita vélina með mótorlampanum. Heiðar svaraði: Bara eina tilraun enn. Haukur tók til óspilltra málanna. Hann var sérstaklega laginn við raf- kerfi. Nú kom það sér vel. Hinir gengu þegj- andi til verks við að hreinsa krapið úr beltun- um. Haldið var áfram að hita vélina með lömpunum. Vert er að muna að þetta var við hliðina á bensíntönkunum og mennimir hálfir inni í vélarhúsinu með þennan kröftuga eld. Rétt er að geta þess að nokkurt vatn hafði komist inn á tankana. Það var gaddfreðið og kældi því bensínið. Auðvitað vorum við hræddir, sagði Haukur síðar. En það var ekk- ert annað að gera, um það voru allir sammála. Það var kynnt alveg rosalega, sagði Gunnar. Nú, þetta tókst. Krapið þiðnaði í vélinni og með því að snúa henni með sveifinni eftir því sem hún losnaði tókst að ná vatninu út um kertagötin. Aður höfðu þeir náð vatninu úr ol- íupönnunni með heldur óvenjulegri aðferð. Mjóu koparröri var troðið niður um kvarða- gatið, allt til botns í pönnunni. Heiðar tók að sér það ógeðfellda starf að sjúga vatnið upp, gúlsopa fyrir gúlsopa, uns ekki kom vatn heldur olía. Hann skaðaðist lítillega á vörum þama í frostinu - vottaði fyrir kali. Kveikjan var þurrkuð sem og kertin en eftir það reyndu þeir að snúa í gang. Það furðulega gerðist að vélin fór brátt að taka við sér, enda orðin volg, og loks hrökk hún í gang. Ánægju- legt augnablik þegar hún greip ganginn. Það létti yfir öllum. Frostið var hart meðan á þessu stóð. Það fraus svo skarpt í beltunum að ekki var viðlit að „púlla“ bflinn áfram. Gusi var að mestu kominn upp úr vatninu og nú fór verkið að ganga. Hert var á strekkjaranum og blökkinni, ísinn mulinn úr beltunum, tekið varlega á með vélaraflinu. Þannig þokaðist hann upp tommu fyrir tommu og í þessari lotu hafðist það. Sú langþráða stund rann upp að Gusi skreið allur upp á skörina úr sinni votu gröf. Það var 20. desember, birtu tekið að bregða, þrír dagar til jóla og enn var lang- ur vegur ófarinn. í slóð ýtunnar Ákveðið var að leggja strax af stað til byggða. Þegar Gusa var ekið upp úr vökinni brotnaði skíðið aftur undan honum, hefur sjálfsagt verið brotið um gamla sárið. Við- brögðin bentu til þess að nú hafði slaknað á spennunni. Gerir ekkert - hefur komið fyrir áður, sagði Guðmundur og áfram var haldið eins og ekk- ert hefði í skorist. Á leiðinni upp að Dyngjum dreif yfir þétta hrímþoku. Um miðnætti var svo komið að þeir vissu ekki hvar þeir fóru. Árniðurinn heyrðist og virtist ekki ýkja fjarri, en allir voru búnir að fá nóg af Tungnaá í bili. Því var brugðið á það ráð að setjast að enda full þörf á hvfld. Um matseld var ekki að ræða - umhugsun um jólasteikur varð að nægja. í morgunsárið, 21. desember, var lagt upp á ný. Öllum var minnisstætt hve frostið var mikið - mínus 32,5 stig á mæli, sem Sigurjón hafði. Þokunni hafði létt. Þá kom í Ijós að slóðin var fáeina metra frá þeim. Allan þennan dag voru þeir á ferðinni en náðu í björtu á móts við Valahnjúka þar sem bflamir stóðu. Veðrið var gott sem fyrr, færið sæmilegt þrátt fyrir tals- verðan lausasnjó en hann var fíngerður og stóð ekki svo mjög fyrir. Gusi var settur á pall og var ætlunin að halda þegar til byggða. Það var tímafrekt að koma bílunum í gang. Ekkert var átt við að starta fyrr en vélamar höfðu verið hitaðar upp. Kynt var bál undir bílunum og kom sér nú vel lognið enda tókst vel til. Sennilega hefur flestum fundist að ferðin væri senn á enda - aðeins eftir að aka í byggðina. Þeim brá því í brún þegar þeir komu út undan hrauninu og sáu í áttina þangað. Þar var allt á bólakafi í snjó. Einhverjar tilraunir vora gerð- ar til þess að aka eftir slóðinni en upp úr því var ekkert að hafa utan festur, vandræði og brotið spil. Hér var fárra kosta völ og sá skást- ur, sem tekinn var. í talstöðinni náðu þeir sambandi við Halldór Eyjólfsson, sem þá vann á verkstæðinu á Rauðalæk. Tók hann að sér að útvega ýtu og senda til móts við þá. Þessu næst tók biðin við. Sú bið var nokkuð löng því ýtur era seinar í föram. Aila nóttina og allan næsta dag máttu þeir bíða hennar en nú var kominn 22. desember. Þegar um hægðist fór maginn að gera sínar kröfur. í bflunum fundu þeir lítið eitt af saltkjöti sem Eberg eldaði. Átu þeir er náðu. Hinir gripu það, sem var ætilegt og hendi næst til þess að seðja hungur sitt. Guðmundur þreif til dæmis smjörstykki og beit í en fann um leið að það var smjörlíki. Hann spýtti því út úr sér snakillur, taldi sig eiga von á betra fóðri úr matarkassa ríkisins. Allir fengu samt einhverja úrlausn og var hver feginn mat sínum. Þeir vora mjög þurfandi fyrir hvfld og reyndu að ná henni á meðan beð- ið var þótt aðstæður væra ekki upp á það besta. Állir vora þeir svefnlausir til langtíma og útpískaðir. Lítið varð þó úr svefni. Kuldinn og aðbúnaðurinn sáu fyrir því. Hann ætlaði að verða drjúgur síðasti spölurinn heim. Loks sást ýtan mjakast í áttina til þeirra. Þar vora tveir á ferð, ýtumaðurinn, Þórir Sveinbjöms- son frá Lyngási og Halldór Eyjólfsson, sem áður er nefndur. Höfðu þeir meðferðis hress- ingu, meðal annars kaffi og steiktar kótilettur. Var það vel þegið enda var Eberg að útdeila síðustu brauðmolunum þegar þeir komu, að sögn Þóris. Þó langt væri liðið á kvöld var strax lagt af stað. Menn vildu komast sem allra fyrst niður í byggðina, orðnir heimfúsir til þess að hitta fjölskyldur sínar og halda jól - Þorláksmessa næsti dagur. Hjá Tröllkonu- hlaupi var stoppað til þess að opna hliðið. Ýtan og fyrsti bfll fóra í gegn en næstu bflar komu ekki. Bflstjóramir vora sofnaðir en hrakku upp þegar stjakað var við þeim. Rarik-trakk- urinn var alltaf að smáergja þá með gangtrafl- unum. Þeir Haukur og Heiðar höfðu rifið blöndunginn í sundur. Kom þá í ljós að þarna var gamall kunningi. Heiðar hafði áður tekið hann úr bfl hjá Guðmundi og hent en þeir Rarik-menn fengu síðar að hirða hann. Á þess- um áram var mikið varahlutahallæri. Haukur gat troðið viðbragðsdælunni niður með skrúfjárni þannig að gekk eða svo átti að heita. Alla nóttina vora þeir á ferð og komu fram í byggðina undir morgun. Við Galtalæk- inn, sem þá var óbrúaður, drapst á vatnamæl- ingabílnum og bfl Guðmundar. Fór ekkert þessara tóla í gang. Vandræðatrakkurinn var þá einn í gangi. Hauki tókst að aka framhjá bílunum, sullaðist yfir lækinn fram af háum bakka, dró síðan bflana í gang. Þar á Galtalæk biðu þeirra hlýjar viðtökur að vanda. Á Sel- fossi var önnur veisla. Til Reykjavíkur komu þeir undir kvöld á Þorláksmessu. Má nærri geta að vart hafa þeir verið í sínu besta formi til jólahalds og að einhverjir aðrir hafa axlað undirbúningsstörfm að þessu sinni. Gunnar brá sér þó í bæinn um kvöldið og ætlaði að kaupa jólagjafir. Hann fann strax í fyrstu búð- inni að þetta var ekki starf við hans hæfi eins og sakir stóðu. Hann tók því sömu stefnu og hinir ferðalangamir hafa vafalaust gert, dró sig í hlé frá skarkala mannheima og hvfldist eftir hina erfiðu og reynsluríku fór. Höfundurinn er fyrrverandi starfsmaður Orkustofnunar. JÓN SIGURGEIRSSON GLEÐI- VALSINN Peir eru margir fagrir stúlku fætur sem flögra um í leit að lífsins gleði. Pær eru sumar sýslumanna dætur sem syndga hér og lííið leggja að vcði. Fyrst er oftast byrjað á að búsa, blandað vín og talað vel og lengi. Svo er skundað - á milli skemmtihúsa, skoðað lífið og horft á sæta drengi. Pað er víst að líf- er ei lotteríið. Pað lærist seint að sinn er gæfu smiður. Hjá sumum byrjai• fyrsta fylleríið á fallvaltrí braut sem liggur aðeins niður. Aðrar ná að stilla sig og standast að strákar vilja tæla sérhvert vífið, þarf þó hugur engum um að blandast að áhyggjur fær sérhver þetta lífið. Því þær sem sitja heima og hugsast bíða um heitar nætur, já allt hér enda tekur, þær fmna bráðum fegurð lífsins líða framhjá sér og allt sem gleði vekur. Þegar veist’ af gleði og miklum glaum gleymdu ei að ævintýralendur þær aðeins sækja heim er halda í straum en hætta leiknum þá er hæst hann s tendur. Höfundur er héraðsdómslögmaður. GUÐRÚN G. JÓNSDÓTTIR HÚSIÐ KVATT Hús - fullt af minningum, heimili þriggja kynslóða. Hve gott er að minnast þín og geta sagt: „við áttum hvort annað“. Hús - með góðan anda, glaðværð og fegurð. Hve gott er að minnast þín og finna til þakklætis og saknaðar. Hús - ég bið þig að lokum að breiða út faðminn mót fólki framtíðar og gefa því góð ár í ranni þínum. VON Að drepa tímann er dauðasynd. Daprist þér flugið þá gættu þess vel að lífið er einstakt og ljósið þess mynd sem loks getur sigrað og lyft þér á tind. Höfundur er fyrrverandi kennari. GÍSLIJÓNATANSSON HAUST Dimmir að hausti, sortna sævardjúpin sinni af fegurð hvert eitt blóm er rúið. Nú eru fjöllin klædd íhvíta hjúpinn, kuldi í lofti - sumaríð er búið. Höfundurinn var sjómaður og bjó í Naustavík við Steingrímsfjörð. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.