Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 5
TEIKNING Arinbjarnar Vilhjálmssonar arkitekts af endurgerð Brydesverslunar í Vík. í vesturenda er fyrirhugað að setja upp safn um eldstöðina Kötlu, í miðju verði ferðamannamiðstöð, en í austurendanum verði veitingasala. Leitast er við að húsið verði sem líkast því sem það var eftir 1915 þegar miðjukvistur var settur á það. Útlit búðarinnar í austurenda hússins er í engu frábrugðið því sem það var í upphafi nema hvað bárujárn var sett á húsið í kringum aldamótin. GODTHAAB-verslun í Vestmannaeyjum, byggð 1831. Myndin er frá því um 1890 en verslunarhúsið (t.h.) var tekið niður og flutt til Víkur í Mýrdal 1895. - Byggðasafn Vestmannaeyja. sem ekki sýnist geta íunað. Húsið snýr göfl- um í austur og vestur. I vesturendanum á faktorinn úr Vestmannaeyjum að fá íbúð, bæði uppi og niðri. I austurendanum verður sölubúð, ærið rúmgóð. A norðurhlið milli búð- arinnar og íbúðar faktors er komið fyrir þremur herbergjum, austast verður skrifstofa verslunarstjórans, þá sérstök stofa sem ætluð er til gistingar fyrir Bryde sjálfan eða fulltrúa hans, og vestast í þessari röð herbergi fyrir bókhaldarann, er líka mun setjast hér að. Um miðbik hússins sunnantil verða vörurnar geymdar og einnig á austurloftinu. Hér gefur að líta merka heimild um innra skipulag verslunai’hússins sem á sínum tíma hefur þótt mikið mannvirki í jafnfátæku byggðarlagi. Bryde og Halldór í Suður-Vík - keppinautar og bandamenn Prátt fyrir velgengni Brydes á verslun sinni við Skaftfellinga var hann aldeilis ekki einn um hituna. Eins og áður sagði hófu Vík- urbændur vörupantanir frá Bretlandi uppúr 1883 og stunduðu verslun sína heima fyrir og voru því frumkvöðlar á því sviði. Hins vegar var það Bryde sem fyrstur reisti verslunar- hús á Víkursandi og fól þeim Halldóri í Suður- Vík og Þorsteini í Norður-Vík - keppinautum sínum - að byggja grunnmúr að verslunarhúsi sínu á Víkursandi. Fylgdi Halldór í Suður-Vík í kjölfarið með verslunarbyggingu sinni árið 1903. Húsið stendur enn, og man sinn fífil feg- urri. Athyglisvert þykir það góða samstarf sem ríkti á milli keppinautanna. I frásögn Guð- mundar Þorbjarnai’sonar, þá bónda á Hvoli í Mýrdal, kemur fram að ekki hafi verið ein- göngu háð samkeppni þeirra á milli, heldur hafi ríkt góð samvinna á ýmsum sviðum. Riðu þeir gjarnan til hrossakaupa, Halldór í Suður- Vík og faktor Brydesverslunar. A selverslun- arárunum fengu stai’fsmenn Brydes fæði frá Suður-Vík, úr eldhúsi Halldórs kaupmanns og stórbónda „nóg af silung, eggjum og öðru góð- 4 gæti“ svo ekki hefur verið illa útilátinn matm-- inn ofan í keppinautana. Einnig tók Halldór að sér að selja vörur iyrir Bryde sem óseldar voru á hausti. Báðir aðilar hafa séð hag af góðri samvinnu enda var vinskapurinn ætíð mikill milli Halldórs og starfsmanna Brydes á þess- um árum, enda sveitin lítil og fámenn. Daglegt Iff í Brydesverslun - Úr dagbókum Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli. Verslunin var starfrækt aUt árið og í dagbók Eyjólfs Guðmundssonar, bónda og rithöfundai' á HvoU, kemur fram að verslunin í Vík hafi verið opnuð 20. maí 1895. A þessum tíma var hann vinnumaður og barnakennari í Norður- Hvammi í Mýrdal en síðan starfaði hann hjá Brydesverslun öðru hverju á ánmum 1896- 1906. í dagbókum hans er að finna stuttorðar lýsingar á daglegu lífi innan veggja verslunar- innar sem varpar nokkra ljósi á hið daglega líf verslunannannsins í byrjun aldarinnar. Þótt færslurnar séu ekki orðlangar má nokkum veginn gera sér í hugarlund annasaman dag hjá starfsmönnum og verslunarmönnum: 20. maí 1895: Opnuð verslunin í Vík. 23. maí. Fór í Víkina, gerðist reikningsmaður hjá Bryde. 4. maí 1898:1 verslunum í Vík hefur ekki fengist nein nauð- synjavara frá því með jólum en brennivín óþrjótandi og sykur- laust kaffi. 3. Okt. 1898: Slátrað 100 fjár í Vík, ill meðferð á fé. 7. Okt. 1898: Ös, slátrað fé við verslunina. 4. Nóv. 1898: Eg byrja að skrifa afreikninga. Anton (Bjar- nesen, fyrsti verslunarstjóri Brydesverslunar í Vík - innskot S.L.E.) liggur í tannpínu. 21. jan. 1899: Klárað að skrifa reikningana. 24. Jan. 1899. Eg hætti að vera á kontórnum á kvöldin. 26. Mars 1899: Ös af Fjallamönnum. 5. Apríl 1899: Var að pakka ull. 10. Apríl 1899: Ös. Strandmenn koma (af franska spítalaskipinu St. Paul - innskot Kjartan Ólafsson). 11. Des. 1899: Kaffilaust í Vík. 9. júní 1900: Engin ös í búð. Menn liggja undir ýmsum áttum að fara austur á Hornafjörð eða á Eyrarbakka með ullina. Þykja slæmir prísar í Vík. 24. Nóv. 1900: Einar í Holti teymir tvo hesta inn að búðarborði. Eins og glöggt má sjá hefur oft verið handagangur í öskjunni þegar dýrtíðin stóð sem hæst en á þessum færslum má gera sér grein fyrir verslunarháttum sem nokkuð voru hefðbundnir á þeim tíma.. Bændur komu með vörur sínar til innleggs og fengu fjórðung til þriðjung verðmætis borgað út í peningum en annað fór í reikning eða skuld ef einhver var. Þannig tóku þeir út í vöru sem samsvarar andvirði þess varnings sem þeir fluttu með sér, s.s. nauðsynjavörur, kramvörur að ógleymdu brennivíni og spíritus sem þótti fremur nauðsyn en munaður og ómissandi á hverju heimili. Sökum hafnleysis þurfti að skipa öllum vörum uppá sandinn í árabátum sem þótti seinlegt og mannfrekt með afbrigð- um en ennfremur mjög atvinnuskapandi fyrir íbúa þorpsins. Þótti uppskipun erfið vinna og krafðist hraustra manna. Eyjólfur færir inn nokkrar lýsingar á þessum hversdagslega við- burði í þá daga, í dagbók sína: 10. maí 1895: Kom gufuskip inn á Vík, varð ekki komist út. 14. Maí 1895. Komu 3 skip til Brydesverslunar í Vík. 19. Maí 1895: Skipað upp allan daginn. 6. Maí 1898: Argo, verslunarskipið, farið og sást hvergi fyrr en undir kvöld ... almenningur berst illa af yfir þessum vonbrigðum og aulaskap skipstjórans. 7. Maí 1898: Kaupskipið eygist hvergi, dauður sjór. 23. Maí 1898: Uppskipun úr Argo. 2.sept. 1899. Ég fór á hádegi að safna saman mönnum í upp- skipun og svo heim vegna heyanna. Hafa engir varla fengist til uppskipunar. 18. Júní 1900. Klárað að skipa upp í allgóðu. Kom bindindishús- timbur í Vík. 19. Júlí 1900. Kom ísafold með salt, vakað alla nóttina. 19. Nóv. 1900: Sjór rann upp að húsum í Vík. 18. júlí 1901: Flæddi sjór upp að verslunarhúsum í Vík og braut báta. 19. aprí 1902: Hafíshella fyllir alla Víkina. Dagbækur Eyjólfs eru þannig gi-einargóð heimild um ýmsa atburði sem annars hefði glatast. Af lýsingum hans að dæma hefur sjávargangur gengið nokkuð á Víkursand og flætt uppað húsum. Byggðin hefur þannig verið í hættu enda hafði sjórinn brotið niður gömlu Háeyrarbúðina. En það var fleira um að vera í Víkurþorpi um aldamót en uppskip- un og verslunarstörf. Eyjólfur klifar lítillega á mannamótum auk þess sem hann kemur með ýmsar óvæntar glósur á samtíðarmenn sína: 24. Júní 1895. Veisla á Hvoli, Bryde kom. 12. Okt. 1898: Kom 100 fjár til slátrunar. Mér líkar illa sumt við verslunina. 29. Jan. 1899: Anton Ijær mér hest til útreiðar, dans um kvöldið. 13. Mars 1899: Presturinn vill heldur deyja í Hvammsá en að bindindismaður dragi hann uppúr. 24. Aprí 1899:. Byrja að lesa pólitík. 13. Agúst 1899: Anton haldið samsæti. Ég fór þangað, ræðu- höld, humbug. Veislan á Hvoli reyndist vera brúðkaup Guð- mundar Þorbjamai’sonar eins fyrsta verk- stjóra Brydes á Víkursandi og konu hans Ragnhildar Jónsdóttm’ á Hvoli í Mýrdal en talið er að það hafi verið Herluf Bryde, sonur Péturs Bryde sem þar hafi verið um að ræða. Er þetta ein af fáum öruggum heimildum fyrir því að Bi-yde hafi stigið fæti sínum á Víkur- sand, svo vitað sé. Eyjólfur var víðlesinn og af- kastamikill rithöfundur og lét til sín koma í samfélagsumræðu þess tíma, m.a. gaf hann út um skeið héraðsblaðið Mýrdæling, sem átti fýrst að vera til skemmtunar og fróðleiks en endaði á því að vera vettvangur skoðanaskipta og ritdeilna milli einstakra manna þar í sveit. Eyjólfur lét til sín taka í þeirri pólitísku um- ræðu sem þá átti sér stað og átti þar fyrir utan forgöngu um stofnun bindindisfélags árið 1897. Niðurlag í næstu Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.