Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 15
arslys. Allir eru að velta því fyrir sér hvort
keyrt var á hann viljandi?
Sólin sest, gullin birta er yfir öllu. Við för-
um jrfir fljótið Baní þar sem hirðingjar
brynna hjörðum sínum. Bráðum verður komið
að fljótunum Níger og Segú, sem okkur hefur
dreymt um síðan við drukkum í okkur met-
sölubækur frönsku skáldkonunnar Maryse
Condé. Þar segir hún frá mörgum kynslóðum
stórrar Bambara-ættar og hlutverki hennar í
að snúa héraðinu til múslimatrúar, allt þar til
það varð frönsk nýlenda.
Hönd fyrir aftan mig réttir mér pappírs-
blað, brotið saman utan um kúlupenna, þetta
eru skilaboð frá Maríne. Hún biður um vatns-
flösku. Ég rétti henni vatnið, en læt þau skila-
boð fylgja að nú sé hitastig þess áreiðanlega
orðið 40° á Celsíus.
Við lesum Chez Grand Griot, Hjá lofsöngv-
aranum mikla, af skilti og þar fyrir neðan
stendur Grand H~otel de France. Adama
leiddi okkur hingað, ungur maður sem við
spurðum til vegar úti á götu. Byggingin er í
nýlendustíl, stórar svalir, veitingasalur, bar,
stórt litasjónvarp. Hér er ábyggilega of dýrt
fyrir okkur!
Okkur er boðið tveggja manna herbergi á
1.000 krónur fyrir nóttina. Þetta okurverð
kemur svo sem ekkert á óvart; við erum
ferðamenn - en það er líka löng hefð fyiár því
að byrja hátt til að kanna hvað býr í viðskipta-
vininum. Ef við mótmælum ekki og sýnum
hörku, verður engin virðing borin fyrir okkur
og sennilega þurfum við að sætta okkur við
versta herbergi hótelsins. Við verðum gramar
á svip, prúttum og þykjumst ætla að fara
burt. Þá fáum við loks herbergi á 700 krónur,
vegna þess að við verðum þrjár nætur, en
með því skilyrði að borga strax. Við erum
fljótar að taka því, ánægðar að hafa sparað
svona háa upphæð.
Hópur franskra ferðamanna kemur aðvíf-
andi með fararstjóra í broddi fylkingar. Hann
bölvar og tautar yfir hitanum, segist ákveðinn
í að fara næst til ... íslands!
Bláir skellóttir veggir, neonljós sem tollir á
veggnum fyrir kraftaverk en er ónothæft
hvort eð er, lekt klósett, enginn pappír. Viftan
er frá þvi eftir stríð, af hávaðanum að dæma
flýgur hún bráðum á loft. Við rekum upp
skellihlátur; nú létum við leika á okkur! En
mýflugnanetið lítur að minnsta kosti út fyrir
að vera heilt.
Sunnudagur, 15. febrúar, Segú,
Mali: Eins og ú póstkorti
Ég fæ öi-væntingarkast.
Þoli ekki lengur þetta hótel fyrir hvíta
túrista, þar sem hangir heil hjörð af ungum
strákum í gallabuxum og bolum, með Nike-
derhúfur og sólgleraugu. Sígarettur og tilbúin
bros á vörum, spyrjandi endalaust: „Hvernig
gengur? Sváfuð þið vel? Var góður matur?
Hafið þið leiðsögumann um Dogonland?"
Sömu sögu er að segja þegar við nálgumst
íljótið eða þegar við erum á göngu um litríkt
hverfi fiskimannanna. Og alls staðar fylgja
börn okkur eftir og biðja um gjafir. Okkur
bregður. Við erum ekki vanar slíkum sam-
skiptum við Afríkubúa.
Við skiljum loks að fljótið Níger, frá
Bamakó til Gaó, um Segú, Moptí, Dogonland
og Timbúktú, er aðalaðdráttarafl ferðamanna
í Malí. Þar eru á ferð hvítir burgeisar, ný-
stignir út úr flugvélinni. Þeir borga hundrað
kall fyrir hrísgrjónadisk sem kostar tíkall, út-
býta kúlapennum og greiða ungum „leiðsögu-
mönnum" sem ekkert kunna, 400-500 krónur
á dag, á meðan feður þeirra þræla fyrir 3.000
á mánuði.
Við skoppum yfir þúfóttan og uppþornaðan
akur, reynum að forðast sporðdreka og eit-
urslöngur, stefnum á Níger, sem við höldum
að sé aðeins fjær, á bak við stóru mangótrén.
Við vitum ekki alveg hvar við erum. Skiptir
það einhverju máli?
Við göngum eftir bakka fljótsins fræga.
Maríne, vatnsstúlkan, fellur í þá freistni að
baða sig. Utsýnið er eins og á póstkorti, fiski-
menn á löngum mjóum bátum og sólin að setj-
ast. Við mætum ræðara á einum bátnum og
köstum á hann kveðju: „Aníwúla!" Hann virð-
ist ekkert hissa að sjá tvær hvítar konur í bú-
bú-skikkjum, berfættar með skóna á höfði.
Hann brosir svo að skín í hvítar tennur.
í íjarska biynna Púllómenn nautahjörðum
sínum, horn þeirra eru lýrulöguð. Þeir veifa
okkur. Við komum að akri á bökkum fljótsins.
Maríne byrjar að leika sér við lítið barn sem
liggur á jörðinni, meðan móðirin fótar sig á
milli lóns og grænmetisgarðs, með heljarstórt
grasker á höfði, fullt af vatni. Hópur barna
umkringir okkur og engist af hlátri.
Múnudagur, 1 6. febrúar, Segú, Malí
Ég tek mynd af stærðar húsi í nýlendustíl í
dýrðlegum garði.
Þá sé ég hermann nálgast mig á harða-
hlaupum. Hann skipar mér að láta sig fá
myndavélina. Fyrst neita ég því (hvað yrði um
•m
HÓPUR járnsmiða fyrir utan smiðju sína í Sekúgúrú.
KONUR í Sekúgúrú vinna hörðum höndum til að draga fram lífið.
THÉRÉSE, þjónustustúlka hjá Ijósmóður sjúkrahússins.
Óvenjulegt er að fólk á þessum slóðum beri kristin nöfn.
mig án myndavélar?), en Maríne bendir mér
að hlýða. Hann spyr mig, hvort ég hafi tekið
mynd af húsinu: Húsi landstjórans. Auðvitað
neita ég því. Hann vill sönnun, til allrar ham-
ingju er hún ófáanleg. Hann vill filmuna; loks
kemur okkur saman um að ég klippi hana og
láti hann fá þann hluta hennar sem hefur ver-
ið notaður. Ég sé mjög eftir myndunum sem
ég var búin að taka, en ég á ekki annarra
kosta völ.
Við förum undir tré þar sem félagar hans
eru að laga te, á meðan hann sækir skæri eða
hníf. Við erum nýbúnar að renna niður fyrsta
tesopanum, þegar hann kemur aftur. Hann
réttir mér heljarstóran eldhúshníf!
Hann hlýtur að hafa séð aumur á mér því
að lokum tekur hann af mér loforð þess efnis
að senda honum myndina til að sanna að
myndin sé ekki af húsinu. Hann lætur mig fá
heimilisfang sitt og fær mitt í staðinn.
Við klárum teið og kveðjum, dauðfegnar, en
ekki alveg sáttar við sjálfar okkur: Húsið er á
filmunni og heimilisfangið sem við gáfum hon-
um vitlaust.
Nú verðum við að ákveða næsta áfangastað.
Gömul frönsk kona, víðförul en orðin þreytt á
ferðalagi sínu, varaði okkur við þegar við hitt-
um hana fyrir tveimur dögum, að ekkert væri
að sjá á San. Það er einmitt það sem við viljum.
Þriðjudagur, 17. febrúar, San, Malí:
Ég skal giftast þér, Lofskúld
Við eyðum seinni hluta dagsins í «kaffi-
stofu» Súleymanes á rútumiðstöðinni. Við er-
um farnar frá hótelinu í San. Við erum búnar
að fá nóg af stöðum fyrir hvíta eða ríka Af-
ríkubúa, við erum hræddar um að missa af
ekta afrísku lífí.
Við fengum okkur morgunmat og hádegis-
mat í matsölunni hjá Souleymane, sem er frá
Búrkína Fasó. Hann segir okkur að í greiða-
sölum eins og þessari sé oft stofa þar sem
ferðafólk getur gist á mottu á gólfinu. Við ætl-
um því að gista hér, nema N’Fa Djelí bjóði
okkur heim.
N’Fa Djelí : Það er hann sem við erum að
bíða eftir. „Djelí“ er nafn yfir opinbert skáld,
varðmann munnlegs þjóðararfs, hann syngur
lofkvæði, og spilar á „kóru“ sem er nokkurs
konar hai'pa, eða á trumbu. Það er vissara að
þakka honum fyrir á réttan hátt, annars getur
hann hvesst sig ...
Við hittum hann í rútunni í gær. Hann kom
uppí, í ljósblárri, glitrandi skikkju. Hann stóð
um stund, talaði hátt, skemmti áheyrendum
sínum, öllum farþegum. Við Maríne vorum
vonsviknar að skilja ekkert í Bambara-máli
og um leið hræddar um að bráðum yrði byrj-
að að gera grín að okkur, hvítu stúlkunum!
„Hann segist vilja kvænast þér,“ segir falleg
stúlka við hliðina á mér við Maríne og hlær.
Maríne hverfur alveg undir sætið, eldrauð, öll-
um næstu farþegum til mestu kátinu.
„En ég þá, Lofskáld? Ég er alveg til í að
giftast þér,“ segi ég öllum að óvöram. „En ég
vil ekki verða önnur, þriðja eða fjórða konan
þín, nei, ég verð bara sú fyrsta!“
„Ekkert mál, ég skil bara við konu mína!“
„Þú verður að kenna mér að spila á kóru.“
„Það hittist vel á, ég er meistari á kóru og
gítar!“
„En balafón? Mig dreymir um að spila á
balafón." .
„Æ, nei, ég kann því miður ekki að spila á
balafón...“
„Hvað segirðu, Lofskáld? Imyndar þú þér
eitt augnablik, að ég vilji giftast þér, ef þú
kannt ekki að spila á balafón?"
„Bíddu bara, eftir tvo, þrjá daga verð ég
orðinn meistari að spila á balafón!"
N’Fa Djelí er líka fatakaupmaður. Hann
býr i fallegri kofaþyrpingu með konu sinni og
þremur börnum þeirra, mágkonum, frænkum,
o.s.frv. Þau eru öll lofsöngvarar.
Við fáum konunglegar móttökur. Gestakof-
inn er tilbúinn. Þurrkuðum grösum hefur ver-
ið dreift á glóðir í leirpotti; af þeim leggur dá-
samlega reykelsislykt.
Marínu datt í hug að kaupa hænu og hana á
markaðnum og færa gestgjafa okkar að gjöf,
en hann móðgast. Það kemur ekki til mála að _
borga eitthvað fyrir gestrisni hans! Tata, eig-
inkona hans, grillar kjötið og færir okkur það
í morgunmat daginn eftir, daginn sem við för-
um.
En áður býr hún til dásemdarkvöldverð.
Maður hennar snæðir hann einn með okkur,
við kertaljós, undir stjörnubjörtum himni.
Þúsund þakkir, Tata lofsöngvari, maturinn er
miklu betri en á fínasta veitingahúsi.
Síðan koma vinir þeirra til að heilsa okkur
og óska okkur alls góðs. Skær og sterk rödd
hefst upp í myrkrinu, hún þakkar okkur í
söng fyrir þann heiður, sem við veitum þeim,
að heimsækja þau. Hvílík geðshræring!
Höfundurinn er ung stúlko, hálf íslensk og hálf
frönsk. Hún verður í vetur á ferðalagi um Eldlandið,
syðsta hluta Suður-Ameríku, en þá er sumar á þeim
slóðum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 1 5