Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 16
PER H^jholt hefur áratugura saman ver- ið eitt kunnasta ljóðskáld Dana. Hann varð sjötugur í fyrra, en kom fyrst fram með ljóðabók fyrir hálfri öld. Það fór svo nokkuð saman að hann hætti bókavarðar- starfí til að helga sig ljóðlistinni fyrir rúmum þrjátíu árum, og að hann hefur verið talinn til helstu módemista í danskri ljóðagerð síðan. Hann hefur og þrívegis gefið út óðfræði, hug- leiðingar um ljóðagerð. Ljóð hans eru kunn fyrir grín og skopstælingar, og almannahylli hlaut hann fyrir Einræður Gitte (1981-5) sem hann flutti einnig í útvarp. En þær eru skop- stæling á hugmyndaheimi (ofur)einfaldrar Meðaljónu. Eg sá nýlega kvikmynd með við- tali við skáldið, sem er einbúi á Jótlandsheið- um, kátur og gamansamur eftir níu blóð- tappa. Nýlega birtist endurútgáfa þriggja ljóða- bóka frá 1989-1995 saman í bindi undir heit- inu Praxis 9,10 11. Hér skal litið á ljóð úr fyrstu bókinni Det gentagnes musik I titli þess er nefnt frægt skáld sem uppi var fyrir tveimur öldum, en ekki kann ég skýringar á þeirri tilvísun. Ljóðmælandi horfir á stein- lagða tröðina heim að bílskúr sínum og í þessu hversdagslega umhverfi vitrast honum yfirnáttúruleg öfl úr goðsögum Biblíunnar. En þau eru óðar dregin niður í hversdags- leikann, moldug, sveitt og miðaldra! PER Hojholt & Ewald Þessvegna svitna steinamir íjúní: óljós munur á loftinu ogkaldrijörðinni sem þeir sitja í neyðir þá til tungumáls tára eins og væru þeir sálir í kvöl undir andlausum himni grátandi eimuðu vatni eða hvirflar roskinna engla með svitaperlur af óskaplegri áreynslu afað þreng/a sér upp og verma molduga vængina í sólgolunni (Með því að ganga daglega um hér á steinlögninni hefur mér árútogár inn tekist að halda öllum englum niðri, þangað til nú, æ! því enginn veit betur en ég að einn góðafi daginn mun ég opna dymar og sjá alla steina í heimbrautinni taka til flugs, stóra sem smáa, ogfljúga heim til guðs, en vegir til himins hans hanga ekki á trjánum) Annað ljóð úr sömu bók sýnir líka hvernig hversdagsleg sýn verður skáldinu tilefni til hugarreiks, en nú til grískra goðsagna. Frið- sæll smásnákur er eins og lokkur úr hári vængjaðrar ófreskjunnar Gorgons, öðru nafni Medúsu, því hár hennar var tómar slöngur, og hver sem varð fyrir augnaráði hennar-steingerðist samstundis: Smásjónhverfingar Eins og vélarhlutur fallinn út úr starfandi náttúrunni höggormur á stígnum, goðsagnavera lokkur af ógnvekjandi hári gorgons, Per Hojholt hefur áratugum saman verið eitt kunnasta Ijóðskáld Dana. ÖRN QLAFSSON fjallar um skáldið sem er þekkt fyrir grín og skopstælingar. SVEITASÆLA MEÐ UMFERÐ hér svo höfuðið skyggnist lágt yfirjörðu og líkaminn í íhugulum sveidum eins og hann reyndi að rifja upp hnútinn sem áður tengdi hann við ógn og dráp og síðkomna, vængjaða hamingju. Framandi hugarheimar, tilvísanir til fjar- lægrar fortíðar og menningar spunnar inn í lýsingar hversdagslegustu fyrirbæra; þetta skapar frelsiskennd og þéttleika, lesendur finna mannkynssöguna leika um sig, ef líkja má henni við golu í þessu samhengi. I bók- inni frá 1993 er annarskonar ljóð, sem sýnir skáldið í daglegu umhverfi sínu á heiðinni. Eini aðskotahlutur vélmenningar þar er þota, sem er þá líkt við náttúrufyrirbærið eldingu, en litur hennar, svartur, er alger andstæða eldingar. Einnig er þotunni líkt við einhverskonar lífveru, sem étur sig gegnum allt hitt sem sést. En tengsl þessa tvennskonar umhverfis aukast við það að náttúrufyrirbærum er líkt við manngerðara umhverfi, talað er um næturgala sem væru þeir bifreiðar með hjólhvin, en áður eru þeir saumaðir við himininn, sem er þá líkt við klæði. Pað er gamalkunn líking, einkum um næturhimin skreyttan stjörnum. Væntan- lega eru það skordýr sem líkt er við heilan geim, hverju um sig. Utkoman úr þessari fléttu líkinga fram og aftur milli náttúru og mannvirkja verður að mínu mati kennd fyr- ir því að umhverfið, heimurinn, yfirstígi vit- und ljóðmælanda. Sveitasæla, með mikilli wmferð Lævirkjar saumaðir fastir á háan himininn gefa fíngerðan hávaða frá sér og úttaug- andi: svar næstum því við höfuðverk sem ég allsekki hef þvert á móti: mér líður vel í því magra. Langt fremur langt milli stránna blómin fínblá oggul oglangt á miili þeirra, eins og rykug og svo þetta suð! eins og smágeimar hefðu hafið sig til flugs með hvössu hljóði lágt undir hjólhvin lævirkj- anna: hér er hægt að vera hér er heimurinn þokkalega auðsær! lyng og krækiberjalyng sjóða niður efni sem gefa sig fram af hlé- drægni krydds ómótstæðilegt en einungis viðbót þess sem tranar sér fram enduróm- ur, örþunnt bergmál þotunnar sem eins og svört elding étur sig gegnum þennan urmul en sést yfir hið mikilvægasta hið óþarfa lát- lausa sem fær heiminn til að standast jafn- vel tilbúið þrumuveður og blómstra í kjöl- far þess eins og dýrið sem hljóðlaust og pírandi augum snýr höfði þegar ég fer hjá án þess að sjá það. Per Hojholt: Praxis 9, 10, 11. Gyldendal 1998. SKYNDIMYNDIR I FRÁSAGNARRAMMA Christina Hesselholdt er unqur danskur skáldsagnqhöfundur. Nýjustu bók hennnar er erfÍtt^T flokka, en ÖRN OLAFSSON segir að þar sé skörp skynjun hversdagslegra atburða og aðstæðna. CHRISTINA Hesselholdt hefur verið áberandi skáldsagnahöfundur í Dan- mörku undanfarin ár. Hún er hálf- fertug og kom fyrst fram 1991 með skáldsöguna Kokkenet, Gravkammeret & landskabet. Framhald þeirrar sögu, Det . skjulte, kom 1993, og 1997 kom svo lokahluti þrísögunnar, Udsigten. Ólíkt flestum skáld- sagnabálkum eru þessar sögur afar stuttar, sú fyrsta 60 bls., önnur tæplega 50, þriðja innan við 90 bls., allar í litlu broti með stóru letri. Hér er harmsaga sögð á lágum nótum. Fyrsta sagan hefst á því að kona biður mann sinn skreppa út úr herberginu rétt á meðan hún deyi, hún skammist sín fyrir að láta hann horfa upp á það. Rétt á eftir kemur önnur kona, sem nýlega hafði kynnst mann- inum, og tekur hann að sér, í öllum skilningi þess orðalags. Hann fremur samt sjálfsmorð skömmu síðar, en konan elur upp bamungan soninn. Önnur sagan gerist tuttugu árum síðar, og segir frá kynnum hans af ungri konu. Hann hefur mikinn áhuga á líffæra- fræði, raðar saman myndum, en síðar plast- líkani mannslíkama í fullri stærð, loks leiðir þetta til þess að hann hlutar sundur sambýl- iskonu sína. Lokasagan hefst þar sem hann lætur sig reka niður fljót með hjarta hennar, sem hann lætur eftir á eyri. En þegar heim kemur hefur uppeldismóðir hans eytt öllum verksummerkjum með aðstoð aldraðs Ijós- myndara sem faðir hans hafði fengið til að ljósmynda sjálfsmorð sitt, óafvitandi. Sög- unni lýkur á því að sorphirðar uppgötva lík- ið, að því er morðingjanum sýnist frá svölum á níundu hæð, en hann virðist ætla að stökkva fram af. í öllum sagnabálkinum eru einungis framantaldar sex persónur, og ber lítið á sumum. Sjónarhomið hvarflar milli þeirra, við fáum hugsanir þeirra og minning- ar, einkum þó unga mannsins í sögumiðju, Marlons. En svo ógnþrungnir atburðir sem hér eru á ferð, þá er einkum dvalist við hversdagslegt yfirborð hlutanna, og engin skýring gefin á morði og sjálfsmorði. Les- endur verða að lifa sig inn í hugsanagang morðingjans, sem virðist hvers- dagsþekkur maður, bara vera að leita eftir kjaraa hlut- anna. En einn gagnrýnandi orðaði það svo að Marlon þessi væri maður á valdi hugmynda sinna, ófær um að skynja tilfinningar sjálfs sín eða annarra. Þessvegna er hér umfram Christina Hesselholdt allt séð, þetta er mjög myndræn frásögn án vangaveltna. Þessum frásagnarhætti hæfir stíllinn, en þar ber mest á stuttum aðalsetn- ingum, sem skýra bara frá því sem gerist og sést. Sjálfstæð skáldsaga, Eks, birtist líka 1997. Einnig hún er stutt, 90 bls. í svipuðu broti og hinar. Hún er eingöngu samtal pars sem er að sænga saman fyrsta skipti, og nú skiptast þau á að segja hvort öðru frá fyrri hjónaböndum og ástasamböndum sín- um. Það skýrir titilinn, sem í dönsku talmáli merkir fyrrverandi maka. Konan segir einnig frá bernskuvinkonu sinni, sem fórst tíu ára, en við hana virðist hafa verið eitt innilegasta tilfinningasamband hennar. Hér er stíllinn allt öðru vísi, lengri málsgreinar, með útskýringum og tilfinningaorðum, enda mest um þær rætt. Fólkið er að byggja upp mynd af sér sem tilfinningaverum, fyrir hvað annað, og í lokin er óljóst um framhald sambandsins. Eðlilega botnar hvorug per- sónan fyllilega í tilfinningum sínum, svo les- endur fá brotakennda en nána mynd af þeim. Loks er nýútkomið smásagnasafn Hessel- holdt, Hovedstolen. E.t.v. er fullfast kveðið að orði að kalla þá bók smásagnasafn, þvi mest ber á augnabliksmyndum eftir að frá- sagnarrammi hefur verið dreginn upp. Þar er skörp skynjun hversdagslegra atburða og aðstæðna, sótt inn að kjarna lífsskynjunar, líkt og gert er í ljóðum. Skáldsögurnar hafa verið endurútgefnar í kiljum, enda hafa þær fengið mikið lof gagn- rýnenda. Þannig segir góðkunningi íslend- inga, Erik Skyum Nielsen, að Udsigten sé af því tagi texta sem valdi lesendum svima og sælu, svo glampandi fagurt sé skrifað. Hen- rik Wivel sagði að tækni Hesselholdt varpaði nýju ljósi á skuggahliðar máls og mannlífs, en Poul Borum sagði um miðsöguna að hún væri ekki bara formlega uppreisn gegn mörgum hefðum, hún væri líka mikilvæg sem reynsla nýrrar kynslóðar af eilífum átökum einveru og samveru, milli ég, þú og við. Þetta væri átakanlega áhrifamikil stór- saga í smábroti. En vitaskuld eru ekki allir á einu máli um svo sérstæðar sögur. Lesið hefi ég viðtal við bókaútgefanda á Jótlandi, sem var mjög stórorður um að gagnrýnendur og háskólamenn í bókmenntafræðum væru með ek. samsæri um að hampa bókum sem ekk- ert venjulegt fólkk nennti að lesa, og nefndi Hesselholdt sérstaklega til dæmis. En þetta sagði hann leiða til þess, að danskur almenn- ingur væri að gefast upp á dönskum höfund- um, enda væru þeir margir hverjir að gefast upp á að skrifa, bóksalan væri það lítil hjá þeim flestum. Ekki skal ég um það dæma, en hitt er ljóst, að þeir höfundar sem best selj- ast, Peter Hoeg, Jens Christian Gröndahl og Hanne-Vibeke Holst, skrifa mjög hefð- bundnar sögur. Frumlegri er metsöluhöf- undurinn Ib Michael, a.m.k. stundum. En áhugafplk um bókmenntalega nýsköpun ætti að líta á bækur Hesselholdt, fremur flestum dönskum samtímahöfundum, finnst mér. -16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.