Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 17
HEYSKAPUR á túni Þingvallaprests 1818. AUSTAN UM HEIÐI FORNLEIFARANNSÓKNIR Á ÞINGVÖLLUM EFTIR HEIMI STEINSSON HIÐ ÍSLENSKA fornleifafélag lét það verða eitt fyrsta verk sitt eftir stofnun samtakanna að framkvæma rannsókn á Þingvöllum árið 1880, enda var félag- ið upphaflega stofnað í því skyni að snúa Þing- vallarannsóknum áleiðis. Sigurður Vigfússon fór á vegum félagsins til Þingvalla og kannaði bæði minjar og staðháttu með hliðsjón af ís- lendinga sögum. Sigurður mældi upp nokkur mannvirki og gi'óf í minjar á sex stöðum beggja vegna Oxarár. Bh-ti Sigurður niður- stöður sínar í Arbók Hins íslenska fornleifafé- lags. Þrátt fyrh’ þetta skörulega upphaf hefur frekari fornleifauppgi’öftur á Þingvöllum í stórum dráttum farist fyrir þá tæpa tólf tugi ára, sem liðnir eru frá rannsókn Sigurðar Vig- fússonar. Þó er þessa að geta: Samúel Eggertsson og Matthías Þórðarson gerðu nýjan uppdrátt af Alþingisstaðnum 1929. Byggðist hann á ýtarlegum vettvangsathugun- um Matthíasar, sem reyndar hafði jafnframt framkvæmt einn fornleifauppgröft í Þinghelg- inni nokkrum árum fyn-. Óvæntur fornleifafundur varð í Þingvalla- túni árið 1957. Þá var verið að grafa fyrir jarð- streng og m.a. tekinn skurður skammt norðan við eystri enda Öxarárbrúar hinnar neðstu. Þar fannst biskupsstafur frá ofanverðri 11. öld, skreyttur með víkingaaldarstíl, svokallaður „tá-bagall“, þ.e. T-laga hirðisstafur. Kristján Eldjárn gat þess til, að bagallinn hefði verið í eigu trúboðs- eða farandbiskups eða jafnvel eins af fyrstu biskupum íslands. Björn Þor- steinsson taldi koma til greina, að þar hefði Bjarnharður biskup hinn bókvísi verið á ferð. Tá-bagallinn frá Þingvöllum er elsti ki’istni helgigripurinn á íslandi og eina smíðin sinnar tegundar, sem fundist hefur á Norðurlöndum. Siðari óra verk Á árunum 1986-8 framkvæmdi Guðmundur Ólafsson, deildarstjóri fomleifadeildar Þjóð- minjasafns, uppmælingu á sýnilegum fornleif- um á Þingvöllum. Mælingin leiddi í ljós, að á staðnum eru mun fleiri búðarústir en áður var talið. Matthías Þórðarson áleit um 37 búðaleif- ar vera á Þingvöllum. Athuganir Guðmundar gáfu til kynna, að þar væru a.m.k. 50 búðatóftir og tóftabrot. Guðmundur gaf einnig gaum að marinvirkjarúst umhverfís Þingvallakirlgu. Árið 1993 var gerð tilraun til að nota jarðsjá við fornleifaleit á Þingvöllum, nánar til tekið þar sem menn hafa talið vera hina fornu „Njálsbúð" vestan Öxarár. Mælingarnar gáfu m.a. vísbendingu um tvær búðir í grenndinni, sem áður voru ókunnar. Er það til marks um, að fornleifar er víðar að finna á Þingvöllum en þar sem sjá má búðatóftir berum augum. Árið 1998 var Fornleifastofnun íslands fengin til að gera frumathugun um fornleifar á Þingvöllum með það fyrir augum, að hafist verði handa um frekari rannsóknir á næstu misserum. Stofnunin afhenti Þingvallanefnd greinargerð fyrir niðurstöðum sínum nú í októbermánuði. Höfundar greinargerðarinnai’ eru fornleifafræðingarnir Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson. Blaðagrein sú, sem hér kemur fyrir almennings sjónir, styðst við greinargerð Fornleifastofnunar, - með góð- fúslegu leyfí höfunda. Þeir hafa m.a. tekið saman rannsóknasögu Þingvalla í stuttu máli og skýru. - Ákvörðun Þingvallanefndar í fyrr nefndri greinargerð segir á þessa leið um Þingvallakirkju: „Þingvallakirkja stendur nú á hól norðan við Þingvallabæinn, sunnanhallt á móti Biskups- búð. Landinu hallar niður af hólnum til suð- vesturs frá kirkjunni, en norðan við hana er gi-óinn hraunhóll heldur hærri en grunnflötur kirkjunnar. Sunnan undh- þessum hól er þúfnarimi, sem gæti bent til mannvistarleifa. Syðst í honum var komið niður á hleðslugijót, er grafið var fyrir ljóskastai-astæði fyrir nokkrum árum. Hugsanlegt er, að þar sé um leifar kirkjugarðsveggjai’ að ræða, en ekki er heldur hægt að útiloka, að á þessum stað hafi staðið byggingar, hugsanlega kh'kjugrunnur. Þúfnariminn nær austur fyi’h’ kirkjuna, og á móts við suðausturhorn hennar er annar minni þúfnarimi, sem einnig gæti bent til mannvist- arleifa. Næst kirkjunni er slétt grasflöt og er ekki vitað til, að neitt jarðrask hafí átt sér stað í seinni tíð í kringum hana eða undh- gólfí hennar. Séu eldri leifar undir yfirborði á þess- um stað, má vænta, að þær hafi ekki verið skemmdar af síðari framkvæmdum." Tilvitnun lýkur. Saga kirkna á Þingvöllum er næsta marg- slungin. Allt bendir til, að kirkja rísi þar snemma á elleftu öld, þ.e.a.s. fáum árum eftir kristnitöku. Þingvallakirkja á miðöldum virðist vera konungsgjöf um sinn, jafnvel tvær, ásamt klukkum. Hvar þessi fornu hús stóðu vita menn ekki. Vonandi mun fornleifauppgröftur á komandi tíma leiða nokkuð í ljós um það efni. Þingvallanefnd hefur nú ákveðið að beita sér fyrir þess háttar rannsókn og gefa hana út í fyllingu tímans. Verður það framlag nefndar- innai’ til þúsund ára afmælis kristnitökunnar, hvort heldur verkinu lýkur nákvæmlega á af- mælisárinu eða litlu síðar. Þingvallabsekur Fornleifarannsóknh- hafa til þessa verið tak- markaðar á Þingvöllum. En 20. öldin hefur gert „helgistað allra landsmanna" vegleg skil á ýmsa vegu aðra. Þar á meðal eigum við þrjú gagnmerk rit um Þingvelli, auk fjölmargra smærri. Hið fyrsta þeh’ra er „Þingvöllur, al- þingisstaðurinn forni“ eftir Matthías Þórðai’- son. Sú samantekt kom út árið 1945 í öðru bindi af Sögu Alþingis, sem Alþingissögunefnd gaf út. Um er að ræða liðlega 300 blaðsíðna samfellt ritmál, og hafa Þingvöllum ekki verið gerð umfangsmeiri skil á einum stað í annan tíma. Árið 1984 kom út mikil gersemi, bókin „Þing- vellir staðir og leiðir" eftir Björn Th. Björns- son. Hér er á ferð 195 síðna rit, fagurskreytt myndum og búið ágætum kortum. Til þessa hefur bókin reyndar birst fjórum sinnum, og er nýjasta útgáfan frá árinu 1994. í bók Björns Th. er ýtarlega fjallað um hin ýmsu ágrein- ingsmál varðandi örnefni í Þinghelginni og víð- ai’. Skemmtilegar frásagnir prýða og verkið. Árið 1986 birtist „Þingvallabókin. Handbók um helgistað þjóðarinnar" eftir Björn Þor- steinsson í útgáfu Arnar og Örlygs. Um er að ræða 72 síðna sérprentun úr safnritinu „Land- ið þitt ísland". Þessi sérprentun kom litlu síðai’ út á ensku, og er hún eina verulega ritið um Þingvelli, sem nú er fáanlegt á erlendri tungu. Rit þetta er frábær handbók og hefur að geyma aragrúa upplýsinga, auk margra ein- staklega áhugaverðra þátta og tilgátusmíða úr hendi höfundar, sem var einn okkar ástsælustu sagnfræðinga og hverjum manni hugkvæmari og djarfari í ályktunum. Bækur þeh’ra nafn- anna beggja eru litprentaðar og hið mesta augnayndi. Þannig hafa Þingvöllum nú þegar verið gerð veruleg skil miðað við það, hvað vitað er og lík- legt þykir um hinn fornhelga stað. Nú horfa menn með nokkurri eftirvæntingu fram á við og bíða þess, sem rannsóknir næstu ára kunna að leiða í ljós. Höfundurinn er prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. ÁSGEIR ÁRNASON ASTA Þótt hún horfðist í augu við fjandafjöld henni féllust ei hendur, vék ekki um spönn. Jafnvel er ævinnar komið var kvöld og kraftarnh- þurru var óslitin önn allt hennar líf. Hún var öðrum hlíf, einstök, heilsteypt og sönn. Sá er hugsar án afláts um annarra hag, hvert andartak, hann er bestur. Sá er ann sér ei hvíldar einn einasta dag sem er hann á jörðinni gestur en skilyrðislaust með skipandi raust heimtar skerf þeirra smæstu, - er mestur. Því var ekki öllum svo auðvelt að tjá sinn einlægan harm er hún lést, þessi einstaka kona er allir þeir dá sem örlögin léku verst, þeirra sorg er svo sár. Þeh-ra saknaðartár sýna að þeirþekktu hana best. Höfundur er kennari. ANNA SNORRADÓTTIR HVAR ERU ENGLARNIR? Hvar eru englarnir, hvar heilladísirnar? Hvar eru skáldin - sérvitringarnir eins og sagt er um þá sem fínna til með landinu sínu, þegar verið er að skera það á háls - því er að blæða út? Það spyrja margir. Hvað ætlarþú að segja barninu þínu þegar búið er að ræna heiðagæsirnnr heimkynnum sínum og hreindýrin eiga engan samastað lengur? Þegar búið er að sökkva hálendinu og slökkva á fossunum? Ætlarðu bara að ypta öxlum og senda barnið þitt í bíó? Höfundur hefur starfað við fjölmiðla og gefið út þrjár Ijóðabækur. % KRISTJÁN J. GUNNARSSON ÞROSKALEIÐIN Ungur varstu á vori veröld boða og banna á vogarskál efans sett að því kom að ekkert þurfti að sanna ítroðin hugsun þín mett af frösum og klisjum, föst í spori, treg og löt 1 að endingu varstu orðinn alveg viss u m að alltaf var skoðun þín rétt ogjörðin flöt. STJÖRNUHRAP? Er fjarri sú FAGRA VERÖLD Nei, allt er ennþá á Fróni sem Tómas fagnaði forðum í þessu súperfína, 4 og fékk hann til þess að láta á uppeldisstofnunum börnin STJÖRNUR VORSINS skína ræktuð um dagana langa skærast í íslenskum orðum? en pabbar og mömmur úti á Geirsnefi ganga Er einhverju búið að týna? í góðverk dagsins að viðra hundana sína. Dagarnir dottnir úr skorðum hjá Davíðs samlyndu hjónum, í alheimsins veraldagrúa gæskunum Gunnu og Jóni? fer óskastjarnanna hrap á afskriftareikning sem sjálfkrafa bankatap. Höfundurinn er fyrrverandi fræðslustjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 1 7.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.