Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Golli ÁSHILDUR Haraldsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Camilla Söderberg, Martial Nardeau og Kolbeinn Bjarnason ota hinum ýmsu flautum að Ijós- myndaranum. Þeir sem eru áhugasamir um flautur ættu að geta fengið forvitni sinni svalað á degi flautunnar í Gerðubergi í dag. DAGUR FLAUTUNNAR f MENNINGARMIÐSTÖÐINNI GERÐUBERGI SPILAÐ OG HLUSTAÐ Á ALLS KYNS FLAUTUR FLAUTAN verður í aðalhlutverki í Gerðu- bergi í alian dag. Par má sjá alls kyns flautur, stórar og smáar, og hlýða á nokkra fremstu flautuleikara landsins leika þekkt jafnt sem sjaldheyrðari verk úr flautubókmenntunum, sem spanna allt frá endurreisnartímabilinu til nútímans. Meðal annars verður frumflutt verk íyrir 25 flautur, sem samið er sérstak- lega í tilefni dagsins. Dagskráin á degi flaut- unnar í Gerðubergi hefst kl. 14 og stendur til kl. 19. Flautuleikaramir Áshildur Haraldsdóttir, Bemharður Wilkinson, Camilla Söderberg, Guðrún Birgisdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Kolbeinn Bjamason og Martial Nardeau leika á hljóðfæri sín en auk einleiks má heyra allt frá samleik flautu og píanós, lútu, strengja og söngs til raftónlistar. Meðal gestaflytjenda eru þau Peter Máté, Miklós Dalmay, Snorri Öm Snorrason, Margrét Bóasdóttir, Guð- mundur Kristmundsson, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Sigurður Halldórsson, Richard DAGSKRA UM SJAtF- STÆTT FOLK í TENGSLUM við sýningar Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness verður flutt dagskrá í Listaklúbbi Leikhússkjallarans mánudagskvöldið 19. apríl kl. 20.30. Pétur Már Ólafsson flytur erindi um skáld- söguna, leikin verða atriði úr sýningunum og í lokin verða umræður þar sem aðstandendur sýninganna sitja fyrir svöram. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hafa unnið tvær leikgerðir upp úr skáldsögu Halldórs Laxness, og ber sú fyrri heitið Bjartur - Landnámsmaður íslands en sú síðari nefnist Ásta Sóllilja - Lífsblómið. Um tvær sjálfstæðar sýningar er að ræða, en þær era unnar af sama hópi listafólks. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson. Með hlutverk Bjarts fara Ingvar E. Sigurðsson og Amar Jónsson. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Rósu, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur Ástu Sóllilju og Gvend leikur Bergur Þór Ingólfs- son. Ails taka sextán leikarar þátt í sýning- unni, auk þriggja hljóðfæraleikara. Umsjón með dagskránni hefur Melkorka Tekla Olafsdóttir. Kom, Kjartan Óskarsson, Flautukórinn Mammút og flautunemendur. Frumflutt verk fyrir 25 flautur Þá verða flautur af ýmsum gerðum til sýnis og sölu, m.a. frá flautumiðstöðinni Top Wind í London og Tónastöðinni. Gamlar flautur frá Þjóðminjasafninu verða til sýnis, franski flautusmiðurinn Jean-Yves Roosen sýnir piccoloflautur og Sverrir Guðmundsson hljóð- færasmiður verður með viðgerðabás, þar sem hann sinnir minniháttar lagfæringum og gef- ur góð ráð um meðferð og viðhald á flautum. Gestum gefst einnig kostur á að hlusta á geisladiska með ílaututónlist og skoða flautunótur og blaðaúrklippur um flautuleik- arana. Meðal verkanna sem flutt verða á degi flautunnar er „Great Bird Snake“, glænýtt verk fyrir 25 flautur eftir Charles Ross, tón- skáld og kennara við Tónlistarskóla Austur- Héraðs, í flutningi Flautukórsins Mammút. KENNSA I TRUÐA- SKOLANUM HALALEIKHÓPURINN frumsýnir bama- leikritið Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter í dag kl. 15, í Sjálfsbjargarhús- inu Hátúni 12. Leikritið er í leikgerð Ken Campbells í þýðingu og aðlögun Gísla Rúnars Jónssonar. Leikarar eru Halla Lúthersdóttir, Guðný Alda Einarsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Sigríður Geirsdóttur og Kolbrún Dögg Kristánsdóttir. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson. Leikurinn gerist í kennslustofu Trúða- skólans þar sem prófessor Blettaskarpur kennir nemendum sínum, sem allir eru trúðar, að haga sér eins og alvörutrúðar. Það gerir hann með því að leggja fram fyrir þá ýmsar dæmisögur og ævintýri sem hann les upp úr trúðabókinni Trúður frá T til R. Trúðarnir flytja svo söguna eins og þeir skilja hana ef þeir þá skilja hana yfír höfuð. Kennslustundin gengur þó ekki snurðulaust fyrir sig og Bletta- skarpur á erfítt með að halda trúðunum við efnið. Önnur sýning verður sunnudaginn 18. Eftir hann er einnig verkið „Frumskógur flautufélagsins“, sem nemendur hans munu frumflytja. Dagskránni lýkur með því að öll- um viðstöddum flautuleikurum verður boðið að leika saman tvær léttar þríradda útsetn- ingar á Óðinum til gleðinnar úr níundu sinfón- íu Beethovens og Bleika pardusnum eftir Henri Mancini. Dagskráin er unnin í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna en þess er skemmst að minnast að í mars 1998 var hald- in dagskrá helguð gítarnum í Gerðubergi. „Þetta heppnaðist alveg frábærlega vel í fyrra, áhuginn var mikill og húsið troðfullt allan daginn - og auðvitað vona ég að það verði svoleiðis núna líka,“ segir Álfrún G. Guðrúnardóttir, menningarfulltrúi í Gerðu- bergi. Aðspurð um hvert framhaldið verði, þ.e. hvaða hljóðfæri verði helgaður dagur að ári liðnu, segir hún það ekki ákveðið en kveðst þó gera fastlega ráð fyrir að áfram- hald verði á samstarfinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KOLBRÚN Dögg Kristjánsdóttir í hlutverki prófessors Blettaskarps. apríl og næstu laugardaga og sunnudaga og heíjast kl. 15. Trúðaskólinn var frumfluttur hér á landi í Borgarleikhúsinu árið 1996. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST ÁSMUNDARSAFN - SIGTÚNI Sýning Ragnhildar Stefánsdóttur. Til 13. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Einar G. Baldvinsson. Til 25. apríl. Gallerí Horn Danny van Walsum. Til 5. maí. Gallerí Listakot Freyja Önundardóttir. Til 24. apríl. Gallcrí Sævars Karls Kristín Arngrímsdóttir. Til. 6. maí. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Samsýning sex einfara: Svava Skúladóttir, Sig- urður Einarsson, Hjörtur Guðmundsson, Þórður Valdimarsson, Sigurlaug og Guðrún Jónasdætur. Til 9. maí. Hallgrímskirkja Björg Þorsteinsdóttir. Til 1. maí. Hafnarborg Aðalsalur: Egil Roed. Sverrissalur: Margaret Evangeline. Til 10. maí. Háskólabókasafn Örsýning - Bríet Héðinsdóttir. Til 30. apríl. Ingólfsstræti 8 Gretar Reynisson. Til. 25. apríl. Kjarvalsstaðir Hönnun eftir Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young. Ljósmyndir Spessa. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Listasafn ASI Ásmundarsalur og GryQa: Valgarður Gunnars- son. Til 18. apríl. Listasafn Árnesinga Sýning Ragnheiðar Jónsdóttur. Til. 5. apríl. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn fslands Salur 1: Abstraktverk Þorvaldar Skúlasonar. Til 24. maí. Salur 3: Nýraunsæi 8. áratugarins. Til 24. maí. Salur 4: Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Þor- valdur Skúlason og Snorri Arinbjai-nar. Til 18. apríl. Ljósmyndir Janniet Eyre. Til 18. apríl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Norræna húsið Myndasögur í Mýrinni. Til 23. maí. Nýlistasafnið Samsýning listamanna frá Glasgow. Til 2. maí. Mokkakaffi Ilmur María Stefánsdóttir. Til 7. maí. Smiðjan. Armúla 36 Haukur Dór. Til 30. apríl. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Alfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Þjóðarbókhlaðan Steingrímur Eyfjörð. Til 20. apríl. Laugardagur Kirkjuhvolur, Vídalínskirkja: Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðla, Gerrit Schuil, píanó, og Anssi Karttunen, selló. Kl. 17. Seltjarnarneskirkja: Lúðrasveit verka- lýðsins. Kl. 14.30. Seltjarnameskirkja: Háskólakórinn. Kl. 17. Sunnudagur Hásalir, Tónlistarskóli Hafnarfjarðar: Sönghópurinn Hljómeyki. Kl. 17. Fella- og Ilólakirkja: Borgarkórinn. Kl. 20.30. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: Háskólakórinn. Kl. 20.30. Miðvikudagur Hallgrímskirkja: Mótettukór Hallgn'ms- kirkju. Kl. 20. LEIKLIST Þjdðlcikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, mið. 21. apríl. Ásta Sólli- lja, fím. 22., apríl. Tveir tvöfaldir, lau. 17. apríl. Brúðuheimili, sun. 18. apríl. Bróðir minn Ljónshjarta, sun. 18. apríl. Abel Snorko býr einn, lau. 17., sun. 18., fós. 23. apríl. Maður í mislitum sokkum, lau. 17., sun. 18., mið. 21., fím. 22., fös. 23. apríl. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 17., sun. 18., fim. 22. apríl. Stjórnleysingi ferst af slysförum, frums. lau. 17. apríl. Fim. 22. apríl. Sex í sveit, fös. 21. apríl. Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 17. apríl. Islenski dansflokkurinn Diving, Flat Space Moving og Kæra Lóló, sun. 18. aprfl. Islenska óperan Leðurblakan, lau. 17., apríl. Hellisbúinn, lau. 24. apríl. Loftkastalinn Hattur og Fattur, sun. 18. apríl. Iðnd Hnetan, mið. 21., fös. 23. apríl. Rommí, lau. 17. apríl. Leitum að ungri stúlku, mið. 21., fös. 23. aprfl. Tjarnarbíd Svartklædda konan, lau. apríl. Kaffíleikhúsið Möguleikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, sun. 18. apríl. Leikfélag Akureyrar Systur í syndinni, lau. 17., mið. 21., fös. 23. apríl. Samkomuhúsið á Akureyri Ávaxtakarfan, lau. 17., sun. 18., mán. 19. apríl. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.