Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 5
Ljósmynd/Ólafur Magnússon snemma árs 1930. Þjóðminjasafn, Ljósmyndadeild ALÞINGISMENN ásamt skrifstofustjóra Alþingis og þingskrifurum í sal sameinaðs Alþingis og neðri deildar. Brugðið er frá sætaskipun í salnum vegna myndatökunnar. Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Reykjavík, er í forsetastól (1), við hlið hans stendur Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis (2). Skrifarar sameinaðs þings: Ingólfur Bjarnarson bóndi, Fjósatungu (3), (fyrir framan skrifstofustjóra) og Jón Auðunn Jónsson forstjóri, ísafirði (4). Standandi aftast frá vinstri: Benedikt Sveinsson bókavörður, Reykjavík (5), forseti neðri deildar, Sveinn Ólafsson umboðsmaður, Firði í Mjóafirði (6), Lárus Helgason bóndi, Kirkjubæjarklaustri (7), Sigurjón Á. Ólafsson afgreiðslumaður, Reykjavík (8), Héðinn Valdimarsson forstjóri, Reykja- vík (9), Jón Baldvinsson forstjóri, Reykjavík (10), Haraldur Guðmundsson ritstjóri, Reykjavík (11), Erlingur Friðjónsson kaupfélagsstjóri, Akureyri (12), Hannes Jónsson kaupfélagsstjóri, Hvammstanga (13). Sitjandi í aftari röð frá vinstri: Hákon Kristófersson bóndi, Haga á Barðaströnd (14), Einar Jónsson bóndi, Geldingalæk (15), Jóhann Þ. Jósefsson kaupmaður, Vestmanna- eyjum (16), Ingibjörg H. Bjarnason forstöðukona Kvennaskólans, Reykjavík (17), Pétur Ottesen bóndi, Ytrahólmi (18), Halldór Steinsson héraðslæknir, Ólafsvík (19), Jón Sigurðsson bóndi, Reynistað (20), Bjarni Ásgeirsson bóndi, Reykjum í Mosfellssveit (21), Jörundur Brynjólfsson bóndi, Skálholti (22), Halldór Stefánsson forstjóri, Reykjavík (23), Magnús Jónsson prófessor, Reykjavík (24), Bernharð Stefánsson bóndi, Þverá í Öxnadal (25), Jón Ólafsson framkvæmdastjóri, Reykjavík (26), Gunnar Sigurðsson lögfræðingur, Reykjavík (27), Magnús Torfason sýslu- maður, Eyrarbakka (28), Tryggvi Þórhallsson forsætis- og atvinnumálaráðherra, Reykjavík (29), Einar Árnason fjármálaráðherra, Reykjavík (bóndi, Litla-Eyrarlandi) (30), Jónas Jónsson dóms- málaráðherra, Reykjavík (31). Sitjandi í fremri röð frá vinstri: Jónas Kristjánsson héraðslæknir, Sauðárkróki (32), Ingvar Pálmason útgerðarmaður, Nesi í Norðfirði (33), Páll Hermannsson bú- stjóri, Eiðum (að mestu í hvarfi) (34), Jón Jónsson bóndi, Stóradal (35), Björn Kristjánsson fyrrv. bankastjóri, Reykjavík (36), Jóhannes Jóhannesson fyrrv. bæjarfógeti, Reykjavík (37), Magnús Guðmundsson hæstaréttarmálaflutningsmaður, Reykjavík (38), Ólafur Thors forstjóri, Reykjavík (39). Fjórir þingmenn voru fjarstaddir: Guðmundur Ólafsson bóndi, Ási í Vatnsdal, forseti efri deildar, Jón Þorláksson kaupmaður, Reykjavík, Sigurður Eggerz bankastjóri, Reykjavík, Þorleifur Jónsson bóndi, Hólum í Hornafirði. Þingskrifarar sitja gegnt forsetastól, talið frá vinstri: Helgi Tryggvason kennari, Reykjavík (40), Andrés Eyjólfsson bóndi, Síðumúla (síðar alþingismaður) (41), Svanhildur Ólafsdóttir síðar stjórnarráðsfulltrúi, Reykjavík (42). herra af hálfu ráðuneytis Vors þegnlega hefír borið upp fyiir Oss tillögu um að rjúfa Alþingi það, sem nú er, og þar sem Vér höfum í dag aliramildilegast fallist á tillögu þessa, þá bjóð- um Vér og skipum fyrir á þessa leið: Alþingi það, sem nú er, errofíð. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnlega að hegða. Gjört á Christiansborg 13. apiil 1931. Undir Vor konunglega hönd og innsigli. Christian R. Tryggvi Þórhallsson. Opið bréf um að Alþingi, sem nú er, sé rofíð." „Vér Christian hinn Tíundi, af guðs náð konungur Islands og Danmerkui-, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stór- mæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg, Gjörum kunnugt: Með því að Vér höfum mcð opnu bréfí, dagsettu í dag, rofíð AJþingi, sem nú er, þá er það allramildilegastur vilji Vor að nýjar almennar óhlutbundnar kosning- ar skuli fara fram 12. júní næstkomandi. Fyi-ir því bjóðum Vér og skipum svo fyrir, að almennar óhlutbundnar kosningar til Al- þingis skuli fara fram nefndan dag. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnlcga að hegða. Gjört á Christianshorg 13. apríl 1931. Undir Vor konunglega hönd og innsigli. Chiistian R. Tryggvi Þórhallsson Opið bréf um nýjar óhlutbundnar kosningar til Alþingis. “ Samkvæmt þessu lýsi ég því yfír að þetta AJþingi Islendinga, sem háð er eitt þúsund og einu ári eftir að hið fyrsta Alþingi var háð að Þingvöllum, errofíð." Þannig hljóðaði þingrofsboðskapurinn. Bernharð Stefánsson segir í endurminningum sínum (I. 152) að enginn flokksfundur hafí verið haldinn um málið en þingmenn verið látnir vita af því fyrir fram. Ingólfur Bjarnar- son sagði Bernharði frá þessu er þeir mætt- ust á götu. Einhverjir nánir flokksmenn utan þingflokksins hafa fengið að vita um þessa ákvörðun. Þannig segir Eysteinn Jónsson (I. 70). „Yfir þingrofínu hvíldi mikil leynd og þing- mönnum Framsóknarflokksins var sagt í trúnaði hvað til stæði, einum og einum utan fundar. Þessi leynd kom í veg fyrir að fréttir af því hvað til stæði bærust út til andstæðing- anna. Mun það hafa verið gert til þess að fyr- irbyggja hugsanlegan mótleik af þeirra hálfu sem ég sé þó raunar ekki hver hefði átt að vera. Mér var trúað fyrir hvað til stæði, e.t.v. til þess að ég yrði vitni að sögulegum atburði. En ég hafði þá um skeið unnið mai'gvísleg trúnaðarstörf fyi-ir ráðherrana." Fullvíst er að þessi leynd tókst algerlega og enginn af stjórnarandstæðingum hafði minnstu hugmynd um hvað fram undan var enda segir í Morgunblaðinu 15. apríl í frá- sögn um þingrofið: „Líklegt hefði verið að boðskapur þessi hefði komið þingheimi á óvart svo um munaði.“ Þetta sést líka á öðru. Jón Þorláksson bíður með blöð í höndum eftir að fá orðið og hefja mál sitt. Bernharð Stef- ánsson segir svo um Ólaf Thors: „Ólafur Thors kom ekki inn á fundinn fyrr en nokkuð var liðið á ræðu Tryggva. Held ég, að hann hafi orðið einna fyrstur til að skilja, hvað Tryggvi var að fara. Leit hann í fyrstu allt í kringum sig mjög undrandi á svip, svo fór andlit hans að roðna, en að lokum sló á það fölva miklum. Magnús Jónsson prófessor sat við hlið mér. Sá ég að hann gaf mönnum nán- ar gætur, ekki síst Ólafí Thors, og var nokk- uð kíminn á svip.“ Vafalaust hafa stjórnarandstæðingar ekki séð upphaflega að hverju stefndi. Bernharð Stefánsson segir svo: „En auðsætt var að and- stæðingarnir skildu ekki fyrst lengi vel hvert hann stefndi en héldu að hann ætlaði að segja af sér án vantrausts. Heyrðist t.d. Sigurður Eggerz tauta: „Þetta er alveg rétt af honum, að segja bara af sér.“„ Þannig segir Bernharð frá. Þetta er auðskil- ið, ef litið er á ræðu forsætisráðherra. Fyrri hluti hennar er sex langar greinar og hefst hver þeirra á „þar eð“, orsakarsetningar, óvíst lengi hver afleiðingin yrði, mátti halda að þar væri afsögn, og svo hefur Sigurði Eggerz virst og áreiðanlega fleirum. Er komið fram í miðja ræðu þegar aðalatriðið loksins birtist: þingrof. Alger þögn og kyrrð var í salnum meðan forsætisráðherra flutti ræðu sína, einnig eftir að ljóst var orðið að þing var rofíð og þing- menn á svipstundu sviptir umboði. En að ræðu lokinni var kyrrðin skyndilega rofin. Menn spruttu úr sætum, æddu um, og hver talaði upp í annan. Var því líkast sem ógurleg skriða félli með gný og hávaða. Hef ég aldrei séð slíka ólgu brjótast svo skyndilega fram upp úr slíkri þögn. Héðinn Valdimarsson varð fyrstur til máls. Sæti hans var fram af dyrum ráðherraherbergisins, rétt hjá borðum ráð- herra. Héðinn reis upp og hrópaði: „Niður með konunginn og íslensku stjórnina. Stjórn- in þorir ekki að láta samþykkja stjómar- skrána.“ Magnús Guðmundsson hrópaði: „Niður með íslensku stjórnina." Margir flokksmenn þeirra hrópuðu: „Heyr, heyr.“ Nú ruddust þingmenn upp úr sætum sínum og allt varð í uppnámi. Mest bar á Ólafi Thors. Sæti Ólafs var við borðsendann hægra megin við aðaldyrnar inn í þingsalinn. Ólafur æddi inn á gólfið allt upp að borði ráðherr- anna. Þeir voru nú staðnir upp og stóðu við vegginn bak við stólana og var þá borðið og stólamir á milli. Ólafur hrópaði: „Þetta er sú svívirðilegasta misbeiting valds sem nokkum tíma hefur þekkst.“ Tryggvi svai-aði fáu. Ringulreiðin fór sivaxandi, hver talaði upp í annan og margir vom æstir. Ólafur sneri sér LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.