Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Kristinn VOVKA Ashkenazy, Bernharður Wilkinson, Halldór Víkingsson, Tryggvi Tryggvason, Josef Ognibene, Hafsteinn Guðmundsson og Einar Jó- hannesson í Víðistaðakirkju. í Blásarakvintett Reykjavíkur er einnig Daði Kolbeinsson. TRYGGVI TRYGGVASON UPPTÖKUSTJORI A HEIMASLÓÐUM ", BRJALAÐUR I HARÐFISK" EG var bara þriggja ára þegar ég fór frá íslandi en samt finnst mér ég alltaf eiga heima hér. Mér líkar vel við fólkið, það hugsar eins og ég. Maður má auðvitað ekki segja of mikið á móti Bretum en þeir eru bara allt öðruvísi. Fólk héma er svo hreint og beint,“ segir Tryggvi í upphafi spjalls. Hann kom síðast til Islands fyrir um tuttugu árum en á þó ekki í umtalsverðum vandræðum með að koma orðum að hlutun- um á íslensku. Hann hefur að undanfömu setið löngum stundum við upptökurnar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta Tryggvi Tryggvason, upptökustjóri í London, kom hing- að til lands ó dögunum til þess að taka upp tónlist í flutningi Blósarakvintetts Reykjavíkur og Vovka Ashken- azy píanóleikara. Tryggvi gaf sér tíma til að drekka tesopg með MARGRÉTI SVEINBJÖRNSDÓnUR og upplýsti að hann hefði að mestu lifað ó harðfiski fró því hann kom til landsins. sinn sem hann tekur upp tónlist með nokkrum árum gaf fyrirtæki hans í London, Blásarakvintett Reykjavíkur, því fyrir Merlin Classics, út geisladisk með þeim og hann hefur einnig hljóðritað tónlist með Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. „Eg þekki þá alla drengina og mér finnst alveg ægilega skemmtilegt að vinna með þeim,“ segir hann - og neitar því heldur ekki að honum finnist hann eiga svolítið í píanóleik- aranum, Vovka Ashkenazy, en hann er reyndar systursonur Tryggva. „Prýdilegt að taka upp i Víðistaðakirkju" Verkin sem þeir félagar hljóðrituðu eru pí- anókvintett eftir Rimsky Korsakov, sextett eftir Poulenc, sextett eftir d’Indy, kvartett eftir Saint Saéns og sextett eftir Jean Frangaix. Aðstoðarmaður Ti-yggva við upp- tökurnar var Halldór Víkingsson. Tryggvi er mjög ánægður með hljóm- burðinn í Víðistaðakirkju. „Hann er betri en ég hélt þegar ég gekk þar inn fyrst. Þessi kirkja var ekki til þegar ég kom hing- að síðast,“ segir hann en síðast þegar hann tók upp hér á landi var fyrir um tveimur áratugum, þegar hann tók upp Sögusinfón- íu Jóns Leifs í Háskólabíói. „Það var slæm- ur hljómburður þar,“ segir hann. „En mér þykir prýðilegt að taka upp í Víðistaða- kirkju, það væri gaman að koma hingað aft- ur og taka upp meira. Þarna er mjög góður Bösendorfer-flygill og starfsfólkið í kirkj- unni er alveg dásamlegt, það eru allir svo hjálplegir. Mér finnst fólk svo miklu al- mennilegra hér en á Englandi," heldur Tryggvi áfram. Þrátt fyrir að hann hafi búið fjarri heima- landinu mestalla sína tíð er matarsmekkur Tryggva rammíslenskur. „Eg er alveg brjál- aður í harðfisk og nota hvert tækifæri til að næla mér í bita þegar ég er hér,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi að miklu leyti lifað á harðfiski síðan hann kom til landsins. „I gær borðaði ég mjög svo íslenskan morg- unmat; harðfisk, hangikjötssalat og skyr, nokkuð sem ég næ ekki í í Englandi," sagði Tryggvi, sem hugðist birgja sig upp af slík- um kræsingum áður en hann héldi af landi brott. „Ætla ad komo aftur eins fljótt og ég get" Hann staldraði ekki lengi við á Fróni í þetta sinn og var á kafi í vinnu mestallan tímann. „En ég ætla að koma aftur eins fljótt og ég get með litlu börnin mín tvö og Marianne, konuna mína, og vera þá bara í fríi,“ segir hann með tilhlökkun í röddinni. Fjölskyldan býr í úthverfi London, þar sem þau hjónin reka saman fyrirtækin Modus Music og Merlin Classics. Tryggvi er marg- verðlaunaður fyrir upptökustjórn, sl. haust kom hann til að mynda við sögu á tveimur af þremur geisladiskum sem tónlistartímaritið Gramophone tilnefndi til verðlauna sem bestu hljómsveitarverkadiskana, auk þess sem hann hlaut sérstök ritstjóraverðlaun fyrir hljóm á diski með verkum tónskáldsins Thomasar Adésar. TRÉRISTUR OG VERK Á ÁLPLÖTUM fSLENSKT landslag er Egil Roed hugleikið. TVÆR sýningar verða opnaðar í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, í dag kl. 16. í Aðalsal sýnir norski myndlistarmaðurinn Egil Roed grafíkmyndir sem flestar hafa orðið til í tengslum við dvöl listamannsins í Gestavinnu- stofu Hafnarborgar árið 1997. Einnig eru á sýningunni verk unnin með annarri tækni. I fréttatilkynningu segir að íslenskt lands- lag hafi haft mikil áhrif á list Egils og sjálfur fari hann ekki leynt með hrifningu sína, en hann kom í fyrsta skipti til Islands fyrir 12 ár- um. „Island hefur verið mikilvægasta kveikj- an að verkum mínum sl. 10 ár, verkin á sýn- ingunni eru abstrakt landslagsverk enda eru það kannski einmitt átökin og ljóðrænan hér sem heilla mig mest“. I sýningarskrá ritar norski gagnrýnandinn Peter Anker: „Er það myndin sem skapar landslagið? Eða er það landslagið sem kallar fram myndina? Þessar spurningar vakna þeg- ar maður sér tréristur Egils Roed og veltir fyrir sér tilurð þeirra. Roed hefur alltaf beitt þeim naumu formum sem tilheyra tréristunni og eru tjáningarmáti hennar. Það er langt síð- an hann ákvað að einbeita sér að tréristunni. Hann hafði unnið áður með aðra tækni, en tréristan varð niðurstaðan. Samt er skilgrein- ingin engan veginn einhlít heldur tekur hún til margra ólíkra möguleika. Fyrst ber að skoða efniviðinn. Hin klassíska trérista er unnin í harðan við með beittum áhöldum svo línan er ávallt skýrt dregin og myndin verður eiginlega teikning. Einnig má rista í endavið með mjóum jámum og þá er það hvít línan í þrykkinu og svartir fletimir á milli sem mynda verkið. I grafíklist tuttugustu aldar geta allar slíkar aðferðir farið saman. Þrykk- plötur Egils Roed em samsettar á ýmsu efni, bæði langvið og plötum úr heilum viði, jafnvel krossvið og kassafjölum sem eiginlega henta illa í tréristur vegna þess hve vill flísast úr þeim. Ur þessu verður til framsetning sem er afgerandi og einföld. Verkin em stór í sér, jafnvel í smærri myndunum og þrykkplatan sjálf verður að listaverki. Listamaður sem beitir svo naumum og hreinum tjáningarmiðli hlýtur líka að leita naumra viðfangsefna fyrir verk sín. Það má líka skoða verk Egils Raed frá annarri hlið, sem afrakstur af ævistarfi lista- manns á tímum sem öðra fremur hafa lotið dagskipun afstraksjónarinnar. Jafnvel þegar raunsæið var endurreist fyrir tveimur eða þremur áratugum var það gert með sterkri tilvísun í afstraksjónina sem endurspeglaðist í kröfunni um einfalda og þétta framsetningu, - framsetningu eins og þá sem Egil hefur náð að beita. í ævistarfí hans sameinast þessi at- riði: Vald hans yfír efni og aðferðum trérist- unnar gerir honum kleift að vinna verk af stærðargráðu sem áður þekktist aðeins í mál- verki og hann hefur líka gert tilraunir með að þrykkja á ýmiss konar efni, pappír og textflefni. Við þetta bætist svo einföld fram- setningin og næstum geómetrísk formbygg- ing myndanna." Egil Rped hefur starfað sem kennari við Listaháskólann í Bergen í mörg ár. Hann hef- ur haldið einkasýningar í Noregi og annars staðar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Ný verk Margaref Evangeline I Sverrissal verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir bandarísku listakonuna Margar- et Evangeline. Margaret hóf feril sinn í New Orleans þar sem hún stundaði háskólanám í myndlist og kenndi síðan og sýndi á áttunda og níunda áratugnum, en síðustu ár hefur hún búið og starfað í New York. Hún hefur sýnt víða, einkum í Bandaríkjunum og í Frakk- landi. í málverkum sínum vinnur Margaret gjarnan með ólík efni og ræður efnið oft miklu um uppbyggingu verkanna. Þannig hefur hún til að mynda unnið með salt í bland við ýmis litarefni. Verkin sem nú verða sýnd í Hafnar- borg em flest unnin á álplötur en með ýmsum efnum, bæði vaxi og ýmiss konar lit. Alið er efniviður sem Margaret hefur mikið notað að undanförnu. í þessum verkum vinnur hún bæði á álið og í það. Þetta er í fyrsta sinn sem Margaret Evang- eline sýnir á íslandi, en frá því hún hóf sýn- ingarferil sinn árið 1978 eru einkasýningarnar orðnar fleiri en tuttugu og samsýningar skipta mörgum tugum. Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 og lýkur þeim 10. maí nk. 8 LESBÓK MORGUNBLAtíáNS;í~ MENNING/LISTIR'Í7. APRl't'1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.