Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1999, Blaðsíða 6
LJÓÐRÝNI Ljósmynd/Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur VARÐARHÚSIÐ við Kalkofnsveg, t.h. á myndinni, þar sem sjálfstæðismenn héldu almennan borgarafund kl. fimm þingrofsdaginn. ÁRNI IBSEN FIRRING að Tryggva og mælti: „Þessu hefði ég aldrei trúað á þig, Tryggvi. Maður hefði að vísu trú- að þvi á Jónas því hann er vitlaus.“ Hann kall- aði margsinnis stjórnina þjófa og sagði: „Það er algengt að þjófar séu dæmdir til dauða en að þeir hafi gert það sjálfir hef ég ekki vitað fyrr.“ Þá svaraði Tryggvi: „Við sjáum til um kosningarnar í sumar.“ Þá sneri Olafur sér að Jónasi Jónssyni og skammaði hann stórkostlega. Hann sagði m.a.: „Þú hefur reynt að troða þér í vinfengi við mig.“ Jónas svaraði: „Ég hef alltaf fyrirlit- ið þig og fyrirlít þig enn.“ Héðinn Valdimars- son var einnig mjög æstur og köstuðust þeir Jónas á nokkrum óþvegnum orðum. Stundu síðar sá ég að komin var einhver harka fram undir dyrum þingsalarins. Ég fór þangað, eins nálægt og mér þótti hæfi- legt og sá að þeir Hákon Kristófersson og Ólafur Thors stóðu þar gagnvart Jóni Jóns- syni í Stóradal. Hafði Hákon í frammi stór- yrði gagnvart Jóni, sagði m.a.: „Mér yrði ekki mikið fyrir að kasta svona hundum og skítseiðum út.“ Virtist mér þeir Ólafur báð- ir líklegir til að láta athafnir fylgja orðum. Ég spurði Jón í Stóradal nokkru síðar hvert hefði verið tilefni reiði þeirra Hákonar og Ólafs. Hann sagðist hafa mætt þeim þar í þrönginni og hefðu báðir sýnilega verið reiðir mjög, og hefði hann þá sagt: „Það liggur eitthvað illa á ykkur núna, aumingjamir." Þá hefðu þeir snú- ist gegn sér með hótunum að kasta sér út, en Pétur Ottesen hefði gengið á milli og sagt að best væri að láta ekki verða af því, enda naum- ast líklegt að til slíks hefði komið. Ég man vel eftir Pétri Ottesen þama inni, hann var alveg rólegur. Pétur vakti alltaf at- hygli mína hvar sem hann var. Þurfti ekki annað en sjá hann til að sannfærast um að þar fór maður sem bar mikið með sér. Þess má geta að þeir Hákon og Ólafur sátu við borðsendana við innganginn í þingsalinn, hvor sínum megin en Pétur næstur ðlafí til hægri. Þeir þrír vora því sessunautar. Bemharð Stefánsson hefur í endurminn- ingum sínum lýst atburðum þingrofsins all- rækilega og skemmtilega og ber honum að mestu saman við mína frásögn. Aðeins um eitt ber okkur ekki saman. Hann segir að það hafi verið Magnús Guðmundsson sem gekk á milli er Hákon hafði við orð að henda mönnum út en ég man ekki eftir honum í þessu sambandi. Auk orðaskipta í þingsalnum heyrðust ýmis hróp frá áheyrendapöllum: Niður með stjóm- ina, niður með konunginn, niður með Jónas og fleira af því tagi. Eitt hróp var mjög úr annarri átt: Burt með Kveldúlf. Einn var sá maður sem mjög skar sig úr í öllu uppnáminu. Það var foringi sjálfstæðis- manna, Jón Þorláksson. Bernharð Stefánsson segir svo frá: „Ekki datt né draup af Jóni Þor- lákssyni. Sat hann kyrr í sæti sínu og sagði ekkert. Ég býst við, þó ég viti það ekki, að hann hafí orðið alveg lamaður af reiði því hann var víst þá farinn að kenna hjartabilunar." Það er vissulega rétt, að Jón sat kyrr meðan á öllum ósköpunum gekk og lét sem ekkert væri en ég efast um skýringu Bemharðs. Mér er að vísu ókunnugt um heilsufar Jóns en ég hygg að ástæðan hafí verið hin einstaka stilling sem ætíð einkenndi manninn. Ég tel mig hafa þekkt Jón Þorláksson allvel sem ræðumann. Hann var fyrsti þingmaðurinn sem ég skrifaði eftir, er ég hóf þingskrifarastarf á Alþingi. Var það í íslandsbankamálinu 1930. Ég skrifaði síðan oft eftir Jóni þau fjögur ár sem hann var þar eftir að ég hóf þar starf, árin 1930-1933, og þekkti því vel ræðusnið hans. Við fyrstu athug- un virtist hann tala fremur seint en svo reynd- ist þó ekki við nánari kynni því að hann gerði aldrei hlé og setningar voru svo fastar að gerð að ekkert orð þurfti að lagfæra né setningu. Málrómur var mjög skýr og festulegur, fram- setning afar glögg og því gott fyrir skrifara að fylgjast með honum. Én þurfti þó að gæta sín því að ekkert orð mátti missast og flutningur var hraðari en virtist í fljótu bragði. [...] Þegar Tryggvi Þórhallsson hafði staðið við stól sinn um stund, hugsi að því er virtist, leit hann allt í einu upp og mælti til flokksmanna sinna: „Við föram heim til mín.“ Þeir tóku vel undir það og síðan fóru þeir út, suður Tjam- argötu til forsætisráðherrabústaðarins þar sem Tryggvi bjó. Tíðindin höfðu borist út í bæ og var fjöldi manna kominn að alþingishúsinu. Þessi mannfjöldi elti framsóknarmennina suður Tjamargötu og gerði að þeim hróp. Höfðu einhverjir við orð að maklegt væri að þeim væri kastað í Tjörnina. Var því ekki síst beint að Jónasi Jónssyni en enginn sýndi sig í að gera neitt slíkt. Jarðarför fór fram í Dómkirkjunni meðan þingrofíð stóð og hefðu menn naumast komist þar út fyrir mannfjölda sem var þar fyrir utan í uppnámi, en líkfylgdin komst út meðan mannþyrpingin fór suður að bústað forsætis- ráðherra. Brátt kom fólkið aftur. Menn söfnuðust að nýju fyrir framan þinghúsið og voru nú fleiri en fyrr. Þá komu sjálfstæðismenn og alþýðu- flokksmenn enn inn í þingsalinn, en þeir höfðu verið á fundum í efrideildarsalnum og herberginu þar inn af (suðurstofu). Mann- fjöldinn beið og vænti tíðinda af því sem gerst hafði. Þeir gengu síðan út á svalir og ávörpuðu fólkið hver af öðrum. Þar töluðu Magnús Jónsson, Sigurður Eggerz, Olafur Thors, Jón Baldvinsson og Héðinn Valdi- marsson. Aðalinntak í ræðum þeirra var að lýsa gerræði ríkisstjórnarinnar og ofbeldi með þingrofínu. Tók mannfjöldinn undir ræður þeirra með miklum fögnuði. Haraldur Guðmundsson var einn þeirra sem voru inni í þingsalnum. Þeir báðu hann að fara lika út á svalir, en hann var tregur til og sagði: „Mig klígjar við svona löguðu." Hann lét þó til leiðast, gekk út á svalir og sagði nokkur orð. Voru það einkum andmæli gegn orðum sem Sigurður Eggerz hafði mælt rétt áður að nú væri engin flokkaskipting til og höfðu menn tekið þeim orðum með miklum fagnaðaróp- um. Þessu sagðist Haraldur andmæla, flokk- ar væra eftir sem áður, og var þeim orðum einnig tekið með fögnuði. Þegar Ólafur Thors var úti á svölum ásamt Héðni Valdi- marssyni og fleirum mælti Ólafur m.a.: „Nú tökum við Héðinn höndum saman.“ Þessir menn sem þama töluðu lýstu yfir að þeir myndu þá um kveldið boða til funda alls staðar þar sem við yrði komið og þeir gætu fengið fundarhús. Þeir gengu síðan burt og mannfjöldinn dreifðist. [...] Æsingur var mikill í sumum mönnum innan veggja þinghússins öðram en þingmönnum. Hitnaði einnig í sumum starfsmönnum. Jafn- vel sumir þingsveinar vora uppveðraðir og vildu fara að tala við mig um málið en ég bað þá láta mig vera. Sumum þingskrifuram var einnig mikið í hug og tvo þeirra sá ég hnipp- ast á enda voru þeir mjög á öndverðum meiði í stjómmálum. Ér það þá eina dæmið sem ég veit til í sambandi við þingrofið að orðið hafi hnippingar milli manna. Nú er lokið að minnast á það helsta sem gerðist innan veggja þinghússins þingrofs- daginn sjálfan. En eins og vænta mátti drógu þessir stóratburðir allmikinn dilk á eftir sér. Stjómarandstæðingar héldu sig mjög í Al- þingishúsinu og réðu þar ráðum sínum en fjöldi manns kom einatt að þinghúsinu að heyra nýjustu fréttir sem stjómmálaforingjar sögðu þá af svölum þinghússins. Fundarhöld vora mikil bæði í Reykjavík og víða úti um land og margar ályktanir gerðar gegn þingrofinu. En einnig vora það blaða- skrif sem einkenndu þessa daga. Þessar blaðagreinar voru mjög fjöragar og Iýsa vel hug manna og gerðum. Bók um þingrofið 14. apríi 1931 kemur út um þessar mundir ó vegum Sogufélagsins og skrifstofu Alþingis. Höfundurinn, dr. Haraldur Mattfiíasson, er lands- kunnur fræðimaður, sagnaþulur og ferðagarpur. Hann starfaði í óratugi ó skrifstofu þingsins sem þing- skrifari (hraðritari) og er eftir því sem best er vitað eini núlifandi íslendingur sem viðstaddur var þennan sögulega stjórnmálaalburð í þingsalnum. Að ofan er birtur filuti úr 3. kafla. För til fjarska. Til annars tungutaks. Ævinlega látum við orð eftt; eins ogljósmynd af veru okkar í öðrum tíma, öðru tungu- taki. Þar eiga þau enda einungis heima. Þau virka hvort eð er ekki á nýja staðnum. Þaðan af síður í þeirri fjarlægu tíð. Fyrsta ljóðabók Árna Ibsen, sem hét því yfirlætislausa nafni Kom, kom út árið 1975. Um þetta leyti kom hersing ungskálda blaðskellandi inn í íslenskt bókmenntalíf, arrógant en h'ka húmorísk. Rödd Árna í þessum hópi var afar persónu- leg. Ljóðstfll hans var umfram allt agaður og málnotkun ekki jafn djörf og óheft og hjá mörgum af sömu kynslóð. Sú skapandi leik- gleði sem einkennir þessa höfunda og er í vissum skilningi fram- hald á viðleitni módernistanna til þess að brjóta af sér hlekki hefð- arhlaðins tungumáls er vissulega til staðar, en Árni lætur hana lúta lögmálum fágunar. Ljóðagerð hans hefur tekið talsverðum breyt- ingum frá því að fyrsta bókin kom út en eigi að síður má greina ákveðinn undirtón í henni sem hefur sett mark sitt á síðari bækur, þessi tónn er kankvís en jafnframt íhugull. Ljóðið hér að ofan birtist í Vort skarða líf sem kom út fimmtán árum síðar (1990). Á þeim langa tíma sem leið á milli fyrstu og ann- arrar bókar Árna fékkst hann einkum við leikritun og var afkasta- mikill þýðandi. Á þessum árum þróaðist ljóðagerð Árna í átt til aukinnar fágunar, formið varð knappara og málnotkun yfirvegaðri. Unnið var nánar með hrynjandi og ljóðlínur en myndmál varð lát- lausara. Róttækar hugmyndalegar breytingar áttu sér ekki stað þó að það yrði vissulega ákveðin breyting á afstöðu. Tilveran er fyrst og fremst undarlegt ferðalag og tungumálið - ljóðið - eins konar ferðamáti, tæki tfl að varðveita, - orðin geyma liðin augnablik „eins og Ijósmynd / af veru okkar í öðrum / tíma, öðru tungu- // taki.“ Tungan hefur breyst eins og tíminn, allt er afstætt; hæfni tungu- málsins til að miðla merkingu er því ekki óbrigðul, órðin sem voru góð og gild í gær eru það ekki endilega í dag, þau tilheyra öðrum tíma, öðru tungutaki: „Þar eiga þau enda / einungis heima. Þau / virka hvort eð er ekki // á nýja staðnum. Þaðan / af síður í þeirri / fjarlægu tíð.“ Þessi vantraustsyfirlýsing á tungumálið og hæfni þess til að miðla merkingu um líðandi stund endurspeglast líka í trú eða trausti á þögnina, sem er áberandi í ljóðum Árna. Þögnin er gildis- hlaðin í þessum ljóðum, uppspretta merkingar, - orð eru jafnvel óþörf eða ættu að vera það: „og vonandi þurfum við / ekki að tala heldur / horfumst við aðeins / í augu, si svona, / eins og í ljósmynd“ (Um skáldskap). En efínn knýr einnig á, hann bankar upp á þegar síst skyldi: „og loks er // allt var / ljóst var // efinn / þar // líka“ (Vafalaust). Að lifa er að efast. Hin eilífa sannleiksleit, sem hefur reyndar löngum ver- ið eitt af meginþemum bókmenntanna, er dæmd til að mistakast; eins og Vladimir og Estragon, í frægu leikriti Becketts sem Árni hefur þýtt, verðum við að bíða eftir Godot; það er kjarninn í hinu undarlega ferðalagi sem er uppspretta skáldskapar Árna, þó að óvissan hljóti alltaf að naga: „Éf til vill er mest um vert að muna / meðan ekki slotar, / að engin svör eru endanleg“ (Hret). ÞRÖSTUR HELGASON 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USRR 1/7. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.