Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Blaðsíða 6
PAPAMESSAN. Morgunblaöið/Kristinn FJOLHAGINN I LISTINNI Magnús Á. Árnason hefur verið nefndur fjölhagi vegna þess að hann fékkst við svo margar listgreinar, var mál- ari, myndhöggvari, tónskáld og rithöfundur. JOHANN HJALMARSSON kynnti sér lítillega ummæli um Magnús sem lést árið 1980. Skömmu síðar færði Minningarsjóður Barböru og Magnúsar A. Arnasonar Kópavogsbæ að gjöf 300 verk eftir þau hjónin, par af um 200 eftir Magnús. Nú gefst kostur á að kynnast list Magnúsar í Gerðarsafni. Yfírlitssýning á verkum Magnúsar Á Ámasonar verður opnuð í Hstasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag. Magnús Á. Ámason fæddist í Narfakoti, Innri Njarðvík 1894. Árið 1918 hélt hann til Banda- ríkjanna þar sem hann stundaði nám í mynd- list og tónsmíðum um tólf ára skeið í San Francisco. Eftir því sem næst verður komist mun hann hafa verið fyrstur íslendinga að nema myndlist vestanhafs. Magnús lést árið 1980. Þremur mánuðum síðar færði Menningarsjóður Barböm og Magnúsar Á. Ámasonar Kópavogsbæ að gjöf 300 verk eftir þau hjónin, þar af um 200 eftir Magnús. Auk verka úr eigu safnsins verða á sýningunni fjölmörg verk úr einkaeign. Sýn- ingin stendur til og með 20. júní. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 12-18. í kynningu Gerðarsafns segir um list Magnúsar Á Ámasonar: „Magnús var fjölhæfari listamaður en al- mennt gerist, því að hann var málari, mynd- höggvari, tónskáld og rithöfundur. Um 1930 vann Magnús táknsæjar smámyndir úr gifsi í anda symbólsku stefnunnar. Síðar á ævinni mótaði hann höggmyndir með grófri áferð og hjó myndir úr móbergi. Þá gerði hann fjöl- margar brjóstmyndir á löngum ferli. Þekktastar em portrett hans af skáldum og elskulegar myndir af börnum, en Magnús var mikill bamavinur. I málaralistinni var lands- lag helsta viðfangsefni Magnúsar. Á hverju sumri ferðaðist hann um landið til að leita hugmynda og myndefnis. Vinnuaðferðir hans vom margvíslegar. Á fjórða áratugnum gætir dulúðar í landslagsmyndum hans. Ex- pressjónískur kraftur einkennir málverk Magnúsar á fímmta áratugnum. Snemma á sjötta áratugnum grípur hann til depilstíls síðimpressjónistanna. Um og eftir 1960 tekur Magnús að nota spaða í landslagsverkum sín- um og gætir þar hugsanlega áhrifa frá af- straktlistinni." Þyrnir í augum? í hugleiðingu um myndlist Magnúsar Á. Amasonar skrifar Aðalsteinn Ingólfsson og segir um fjölhagann sem hann kallar svo: „Fjölhaginn, listamaðurinn sem ekki er við eina fjölina felldur í sköpunarstarfí sínu, er sennilega þymir í augum okkar flestra sem fjöllum um listir. Við förum fram á rökrétta FRÁ Þingvöllum. og skipulega þróun í því sem listamenn em að skapa, upphaf, stígandi og endanlega niður- stöðu. Og við viljum sjá eftir þá „heillegt lífs- starf' þegar ævi þeirra lýkur.“ Ýmislegt bendir þó til þess, að dómi Aðal- steins, að sumir listamenn fái ekki útrás nema í fjölbreytni. Magnús dvaldist langdvölum erlendis eins og fyrr getur og var kvæntur merkri enskri listakonu, Barböru Moray Williams, og bjuggu þau hjón lengst í Kópavogi. Barbara lagði sitt af mörkum til íslenskrar listar og má í því sambandi minna á myndskreytingu Pass- íusálma. Halldór Laxness kveðst hafa kynnst inn- ræti Magnúsar og áhugamálum af því að lesa bók með ljóðum indverska skáldsins Tagores, Ljóðfórnir, (Gítanjali) sem Magnús ís- lenskaði: „Sú bók bar boðskap helgimanna að fornu og nýu austur þar, og höfundurinn hafði felt mál sitt við ensku af miklum einfaldleika og ljóðrænni trúardýpt. það var ekki fyren laungu síðar að mér gafst færi á að þakka Magnúsi fyrir að hafa flutt þennan ævintýra- lega og guðvísa hugblæ Tagores hingað í landið og haft höfðu áhrif á mig í bernsku sem sjá má af ýmsum frumtilraunum mínum.“ Hlédrægur og hóttvís Samkvæmt lýsingum vina Magnúsar var hann kannski einum of hlédrægur og háttvís til þess að gerast brautryðjandi og byltingar- maður í listum þótt hann hefði víða yfírsýn. Það virðist hafa verið honum eðlislægara að 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.