Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1999, Page 8
LUCIEN Freud: Sofandi kona, 1995. BREZK MALARA- LIST SÍÐUSTU ÁRA Brezk málaralist á sér ríkulega hefó og fígúra tíft málverk í Bretlandi hefur með einl" iverjum h lætti sinn eigin svip og býr þó y{ ir ALLEN Jones: Gesturinn, 1989. ÝLEG bók um fígúratíft málverk Breta í samtíman- um sýnir að málverkið lifir góðu lífí í þessu nágranna- landi okkar, enda eiga Bretar mikilfenglega hefð frá Turner og Constable á síðustu öld til Graham Sutherland og þeirra málara sem kynntir eru í bókinni. Ekkert er fjarri sanni en að þessi list- miðill sé á undanhaldi eða hverfandi þó að því hafi verið haldið fram fi-am hér af fámennum hópi, enda mun auðveldara í svo fámennu sam- félagi að reka einhverskonar trúboð og koma hjörðinni í einn dilk. Trúboð í myndlist er þó ekki ný bóla og þeir sem muna aftur tO áranna uppúr 1950 minnast þess sem þá var fullyrt, að fígúratíft málverk heyrði að fiillu og öllu for- tíðinni til. Frá upphafi módernismans í myndlist hafa fáeinar þjóðir verið taldar í forustuhlutverki, en listamenn annarra þjóða hafa beðið eftir frumkvæði þaðan og unað því að vera sífellt sporgöngumenn. Frá því fyrir aldamót og fram á miðja öldina var álitið að uppspretta allra sannra framfara í myndlist væri í Frakk- landi og þá var einungis átt við París. Síðan hafa Fransmenn alveg tapað því frumkvæði sem þeir höfðu íyrr á öldinni, en nýjabrumið, sem er þó orðið harla þreytulegt, hefur í nokkra áratugi komið frá Bandaríkjunum og Þýzkalandi, og í minni mæli frá Italíu, Hollandi og Spáni. Það eru listamenn þessara landa sem sí og æ eru nefndir á síðum þekktra tímarita um myndlist. Annarra þjóða lista- menn komast stundum á blað, en ekki mikið meir. 011 önnur lönd, Norðurlöndin og meiripart- urinn af hinum, fjölmenna spænsku- og portú- gölskumælandi heimi eru í hlutverki þeirra sem dansa með; einnig stórt og efnað land eins og Kanada, að ekki sé nú talað um Austur- Evrópu og Rússland. Heil heimsálfa eins og Astralía virðist næsta lítið geta látið til sín taka, en meðal Asíuþjóða eru Japanir lang- helzt þátttakendur á vestrænum myndlistar- markaði og þá í hlutverki sporgöngumanna. Brezkir nútíðar myndlistarmenn eru ekki fyr- irferðarmiklir á síðum listatímaritanna, en ein- hvernveginn virðast þeir hafa ákveðna sér- stöðu þar sem þeir sigla sinn brezka sjó; til dæmis er rótgróin brezk hefð í fígúratífu vatnslitamálverki og mörg félög starfandi í þeirri grein; sum þeirra konungleg. Abstraktbylgjan, bæði geómetrían og það Ijóðræna, var nýjabrum um og eftir miðja öld- ina. Bretar höfðu þar enga forystu, en tóku þátt í því eins og aðrar Evrópuþjóðir og fáeinir enskir abstraktlistamenn uppskáru frægð, Ben Nicholson, Alan Davie, Ceri Richards og Victor Pasmore til dæmis. Sá fjöldi var samt af einhverjum ástæðum hverfandi á móti öllum Fransmönnunum sem urðu heimsfrægir um stundarsakir, en eru farnir að íyrnast núna. Á árunum eftir heimsstyrjöldina og fram til 1970 gerðist það óvænta, að brezkur myndlist- armaður fór hamförum uppá stjörnuhimininn og má segja að hann tæki við því stjörnuhlut- verki sem Picasso hafði lengi haft. Sá var Francis Bacon, og hafði nýjan boðskap fram að færa um óendanlegt kvalræði hinnar mennsku kindar. Bacon synti móti straumn- um; hann var fígúi-atífur málari og eins langt frá geómetrískum lausnum og hugsast gat. Ekki er hægt að segja að Bacon færi í fót- spor annarra og ekki studdist hann við enska hefð heldur. En svo áhrifamikill varð hann á tímabili að í hverjum listaskóla gerðust listspír- ur lærisveinar hans og reyndu að fara hamfór- um í blóði drifnum harmkvælalýsingum. Ekki naut Bacons lengi við; áhrif hans dvín- uðu fljótt og einnig í heimalandi hans. Litlu síðar eignuðust Bretar annan heimsfrægðar- mann í myndlist, David Hockney, sem enn er í fullu fjöri og var þá mjög ákveðið dreginn í dilk með popplistamönnum. Hockney var öðru- vísi poppari en þeir bandarísku, en í áður nefndri bók um brezkt nútíma málverk segir höfundur formálans, Martin Gayford, að það sé byggt á misskilningi að telja Hockney í j flokki popplistamanna og sama eigi við um Ronald Kitaj, sem er Bandaríkjamaður að uppruna, en settist að í Bretlandi og hefur get- ið sér mikið orð. Bókin leiðir í ljós að Bretar eiga allfjöl- menna sveit úrtöku góðra fígúratífra málara sem enn eru starfandi, sumir þeirra raunar ungir, og hafa haslað sér völl innan fígúratífa málverksins, en fara samt afar ólíkar leiðir. Eftirtektarverð er hin brezka portrethefð, sem oft birtist á sýningum og sagði Freysteinn Jó- hannsson blaðamaður nýlega frá einni slíkri í Morgunblaðinu. Myndirnar sem með fylgdu leiða í ljós ótrúlega fjölbreytni þessa listmiðils ásamt mikilli færni í útfærslu. Bókin um fígúratífa málverkið í Bretlandi sýnir að brezkir málarar virðast meira en aðrir hafa leitt hjá sér sviptivinda tízkunnar. Þeir ruku ekki í „nýja málverkið“ um 1980 þegar Þjóðverjum tókst að gera það frægt og „fram- leiða“ ofurstirni sem hinn lokaði myndlistar- heimur þekkir vel, en almenningur trúlega alls ekki. Brezkir málarar hafa líka eftir bókinni að dæma leitt hjá sér meinlæti minimalismans eða naumhyggjunnar sem verið hefur tízkufyr- irbæri á íslandi. Ef þessi bók gefur raunsanna mynd af fígúratífu nútíma málverki í Bret- landi, þá leiðir sú mynd í ljós að maðurinn er megin viðfangsefnið eins og löngum áður. Flest verkin í bókinni væri alrangt að kenna við raunsæisútfærslu. „Fígúran“ eins og tíðkast að kalla einu nafni mannsmyndina er stílfærð hjá Bretunum, en samt öðruvísi en en gengur og gerist hjá ýmsum málurum sem enn eru undir áhrifum módernismans. Þetta er að vísu önnur hlið á módernismanum, en stíl- færsla Bretanna felst öllu fremur í óvenjulegu sjónarhorni, þröngum skurði eða staðsetningu fígúrunnar á myndfletinum. Þessi brezka hefð í meðhöndlun á fígúrunni virðist m.a. eiga sér fyrirmynd í verkum brezka málarans Stanleys Spencers, 1891- 1959, sem áreiðáfilega er lítið þekktur hér. Hann var á sinni tíð sér á parti og um leið mjög nútímalegur; þó án minnstu áhrifa frá Picasso. Þó ótrúlegt sé minnir Spencer meira á annað fyrirbæri í evrópskri list, nefnilega þá stefnu sem var uppi í Þýzkalandi á árunum milli heimsstyrjaldanna og var nefnd „Neue Sachlicheit“. Þetta nýja þjóðfélagsraunsæi varð ekki langlíft og dæmt „úrkynjað“ í Þriðja ríkinu eins og margt annað eftir að nazistar komust tO valda. Þrátt fyrir nálægð og mikil samskipti við Breta er naumast hægt að segja að íslenzkir málarar hafí orðið fyrir áberandi áhrifum þaðan. Ekki eni þeir allir þekktir, að minnsta kosti ekki hér á landi, sem kynntir eru í bókinni um brezka fígúratífa málaralist í samtímanum. Ætla má að frægastur þeirra sé fyrrnefndur David Hockney. Aðrir brezkir málarar með al- þjóðlega frægð eru þeir Frank Auerbach og Leon Kossoff. Þeim er sameiginlegt að mála með jarðlitum og teikningin hjá báðum er afar stórkarlaleg; það á við Auerbaeh í enn ríkara mæli og verk hans eru alveg á mörkum hins abstrakta. Vel kunnur er einnig John Bellany og fólk er viðfangsefni hans; líklega nútíma Bretar, menn með kúluhatta og þverslauffur í veizlufagnaði með kviknöktum konum. Lucien Freud, sonarsonur hins fræga geð- læknis í Vínarborg, er sér á parti í þessum fé- lagsskap; hann gengur lengst í raunsæisút- færslu og hefur framar öðru lagt sig eftir því að mála nektarmyndir, konur og karla; oft fólk sem komið er af léttasta skeiði, stundum ak- feitt og oftast ófrítt. Pensiltækni hans er sér- stæð, liturinn borinn þykkt á, ekki sízt þegar hann málar portret. Hann virðist hafa eignast lærisvein í öðrum brezkum málara, Tai-Shan Chierenberg, sem málar portret með sömu tækni af mikilli færni. í pop-bylgjunni um 1960 var Bretinn Allen Jones meðal málara sem náðu að vekja athygli umheimsins og heldur að nokkru leyti enn 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.