Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Qupperneq 3
I I SHOK MOIK.I Mtl \l)SI\S - MHXNING LISTIR
19. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
EFNI
Firðir og fólk
út er komin Árbók Ferðafélags íslands og
fjallar hún um fímm hreppa f Vestur-Isa-
fjarðarsýslu. Höfundurinn er Kjartan Ólafs-
son. Það er hefð að Lesbók birti kafla úr Ár-
bókinni og hefur hluti kaflans um Suðureyr-
arhrepp orðið fyrir valinu. Þar er ekki fjall-
að um nútíðina, ekki einu sinni um þessa
öld, því bókin spannar byggðasöguna
frá 900 - 1900.
Marseilles
er elsta borg Frakklands og nær saga henn-
ar aftur til 600 f. Kr. í þesari Miðjarðarhafs-
borg býr rúmlega milljón manna, en borgin
hefur haft illt orð á sér fýrir glæpi og eitur-
lyf. Ástæðan, segir greinarhöfundurinn,
Þröstur Geir 'Árnason, er sú að borgin hefur
orðið að taka við holskeflum innflyljenda.
En hann segir Marseilles að mörgu leyti
góða og skemmtilega borg og svo mikla
knattspyrnuborg, að sparkfræðin nálgast
trúarbrögð.
Omar mikli
Vínvið fann Leifur
en ekki er vínviðarlegt um að litast við
Leifsbúðir segir Jóhannes Jóhannesson,
tæknifræðingur, sem var á ferð vestra,
kannaði aðstæður og tók Ijósmyndir af ber-
angri sem minnir á Island. Með þessari
myndafrásögn eru birtar sex sjóferðasögur
úr Eiríks sögu rauða, sem allar segja frá
siglingum vestur á bóginn.
skrautlegasta bók sem gerð hefur verið
hvarf með Titanic í djúpið 14. aprfl 1912. Nú
hafa menn dottið niður á myndir af gerð
hennar og séð svart á hvítu, hver dýrgripur
þessi Omar var; sérinnbundin útgáfa af
Rúbajat eftir Omar Khayyam, gullslegin og
skreytt 1.050 eðalsteinum. Freysteinn Jó-
hannsson skoðaði sýningu sem snýst um
Omar mikla í Barbicanbókasafninu £
London.
FORSÍÐUMYNDIN:
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari vinnur að mynd sinni um Sæmund á
selnum. Ljósmynd: Ólafur K. Magnússon.
VILHJÁLMUR FRÁ SKÁHOLTI
VERALDARUÓÐ
Ljóð mitt til þín, heimur, er harmur þess, sem veit
að hénist manns er fremur lítils virði.
Þú hefir mörgum hitað í hjartans innsta reit
og hlegið dátt að þjáning fólks og byrði.
Sjá, töfraborgum mínum þú hefir öllum eytt,
- til einskis hefí égreist þær upp frá grunni, -
og skildir aldrei hjartað, þetta hjarta, sem er þreytt
af þrjátíu ára leit að hamingjunni.
Með töfraborgum mínum ég týndi því, sem var
öll tjáning stríðsins, er ég þráði að heyja. -
En þetta er gamla sagan af þeim, er þyrna bar,
afþrá, sem fæddist aðeins til að deyja.
Afyndi vai-stu snauður - þehri ást, sem gæfu ber,
en átth’ nóg af brennivíni og hórum. —
Ég leitaði til einskis að mildi, sem var mér
þó meira vh'ði en gullið bankastjómm.
Ef ég hefði vitað, hve vítamínsnauður þú ert,
er \iskan þráir að dafna, líkt og blóm í runni,
ég hefði aldrei gist þig, - þitt glys er einskisvert,
og gengið af mér dauðum í fæðingunni.
Vilhjólmur (Guðmundsson) fró Skóholti, 1907-1963, vor Ijóðskóld í Reykjavík
og setti oft svip ó miðbæinn þor sem hann fékkst m.a. við blómasölu og rak
verzlun ó tímabili í Aðalstræti með list- og antíkmuni. ( kvæðum sínum er hann
gjaman mólsvari lítilmagnans og lýsir örlögum gæfusnauðra einstaklinga sem
leita sér lifsnautna ( borginni. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1931 og þrjór gaf
hann út síðar.
RABB
ISL-ENSKA?
En syndin er lævís og lipur og
lætur ei standa á sér,“ orti
Steinn Steinarr í kvæðinu um
Jón Kristófer kadett í Hern-
um. Nú um stundir er það eins
með enska tungu gagnvart ís-
lensku og syndina gagnvart
Jóni Kristófer að hún er bæði
lævís og lipur og lætur ei standa á sér.
Nú er það svo að sá sem þetta skrifar
hefur ekkert á móti enskri tungu, nema
síður sé. Hefur raunar dálæti á því ágæta
máli en vill umfram allt halda tungumál-
unum ensku og íslensku aðskildum, þótt
skyld séu.
Enskan sækir á úr öllum áttum. A
fjórða tug ára höfum við horft og hlýtt á
sjónvarp þar sem enska er meginmálið og
engilsaxneskt efni ráðandi, - að visu með
íslenskum textum. Textað efni sjónvarps-
ins hefur verið áhrifamikill tungumála-
kennari. En það er að hætta sér út á hálan
ís að ræða um mál og málfar. Margt er þar
smekkbundið og fátt óyggjandi. Þó skal
það gert.
Á dögunum las ég kynningarbækling
frá einkaskóla eða stofnun sem fæst við að
kenna fólki tungumál. Þar eru allmargir
útlendingar við störf og þeim hrósað í há-
stert. Þess var getið að þeir töluðu „full-
komna íslensku". Mér hnykkti við. Gaman
væri að kynnast þessu fólki. Eg þekki ekki
nokkurn mann, sem talar fullkomna ís-
lensku. Hér er auðvitað á ferðinni hrá þýð-
ing úr ensku. Þar er tekið svona til orða ef
menn eru vel talandi á ensku. Raunar er
það sagt um ensku að hún sé auðveldasta
mál í heimi að tala illa en heimsins erfið-
asta mál að tala vel. Ekki dreg ég í efa að
erlendu kennararnir við umræddan mála-
skóla tali bærilega, jafnvel prýðilega ís-
lensku. Það er hinsvegar af og frá að þeir
tali fullkomna íslensku. Raunar var líka
sagt í þessari auglýsingu um einhvem
kennaranna: „Hans móðurmál er... „ þar
hefði átt að standa: „Móðurmál hans
er...“
Meðal þess sem veður uppi í fjölmiðlum,
og hefur raunar gert nokkuð lengi, er að
segja að hitt og þetta sé „komið til að
vera“. Hrá ensk þýðing. Nýlega mátti lesa
í Morgunblaðinu: „Það virðist því ljóst að
þessar ferðir á hundasleðum um ísland
eru komnar til að vera.“ Af hverju má ekki
segja, að nú gefist mönnum kostur á að
ferðast á hundasleðum á Islandi? „Our
love is here to stay“ segir í gömlum banda-
rískum dægurflugutexta. Það er gott og
gilt á ensku en ekki hægt að hráþýða á ís-
lensku.
Annað hrátt úr ensku sem sífellt glymur
í eyrum er „í gegnum". Ferðamenn koma
heim frá útlöndum „í gegnum Kaup-
mannahöfn" eða „í gegnum London". Áf
hverju nægir ekki að segja „um Kaup-
mannahöfn", eða „um London“? Flug-
menn eru sem betur fer að mestu hættir
að segja farþegum: „Við erum nú að
hækka flugið í gegnum 18 þúsund fet á
leið í 35 þúsund fet sem verður flughæð
okkar til Kaupmannahafnar í dag.“ Og
segja nú oftar en ekki: „Við erum í 18 þús-
und feta hæð og að hækka flugið upp í 35
þúsund fet...“ Húrra fyrir Flugleiðum!
I snilldarþýðingu Matthíasar Jochum-
sonar á sálmi Ingemanns segir: „Kynslóð-
ir koma, kynslóðir fara,“ og allir skilja
hvað við er átt. Auglýsendur eru í vaxandi
mæli farnir að nota orðið kynslóð um nýj-
ar vörugerðir. í auglýsingablaði var ný-
lega talað um nýja kynslóð af skóm. Við
notum skó til að koma og fara. En það er
varla hægt að tala um kynslóðir í því sam-
bandi. Líka er talað um nýjar tölvukyn-
slóðir. Enn er þýtt beint úr ensku. Er ekki
nóg að segja nýjar tölvur eða nýjar tölvu-
gerðir? Þetta kemur kynslóðum ekkert
við. En auðvitað má líka halda því fram að
ekkert sé á móti því að gefa orðinu kyn-
slóð útfærða merkingu með þessum hætti.
Rótgróin íhaldssemi mín í þessum efnum
leyfir mér hinsvegar ekki að nota kynslóð
um skó eða tölvur. En mér þótti þó taka
steininn úr er í fyrirsögn heilsíðuauglýs-
ingar bílasala nú snemmsumars stóð
„Generation Golf Engin tilraun til þýð-
ingar. Golf-kynslóðin. Vond auglýsing fyr-
ir annars sjálfsagt ágætan bíl.
í upphafi þessarar málsgreinar nefndi
ég Matthías og Ingemann. Ég nefni þá
aftur. Sálmur Ingemanns, sem allir
þekkja, byrjar á orðunum: „Dejlig er jor-
den“. Matthías segir: „Fögur er foldin“.
Verður betur gert? Varla.
Gaman er að lesa auglýsingar og velta
fyi'ir sér málfari. Sérkennilegt er að sjá
auglýsta fótlaga skó. Seint mundi ég
kaupa mér skó, sem ekki væru fótlaga.
Raunar geri ég ráð fyrir að allir skór séu
fótlaga. Rétt eins og allir hanskar eru
handlaga. Mér hefur þó fundist auglýs-
ingamönnum vaxa fiskur um hrygg að
undanförnu. Oft tekst þeim að beita orða-
leikjum með eftirminnilegum hætti enda
eiga auglýsingar að vera eftirminnilegar.
Þegar safnað var skóm til að senda til þró-
unarlanda var fólk hvatt til að láta gamla
skó „ganga aftur“. Vel orðað. Stórverslun
auglýsir undir orðunum „Fyrir alla muni“.
Framleiðandi sjálfblekunga segir „Beittur
penni“. „Láttu símann ekki vefjast fyiár
þér“ segir í auglýsingu um þráðlausa síma.
Ymislegt fleira vel orðað mætti tína til.
Stundum mistekst slagorðasmíð herfi-
lega. Einhverntíma sá ég málað á bíl:
„Naut er okkar fag“. Ég var næstum bú-
inn að valda árekstri, þegar ég marglas
þetta og það rann upp fyrir mér að þetta
var auglýsing frá fyrirtæki sem seldi
nautakjöt. Nýlega sá ég á flettispjaldi við
alfaraleið: „Frístundir þínar - okkar fag“.
Afkáralegar málleysur að ekki sé meira
sagt. Rétt eins og þegar sagt er að kaffi-
tegund „setji brag á sérhvern dag“. Og af
hverju halda bílasalar að menn kaupi frek-
ar bíla ef þeim er ekið í sjónvarpsauglýs-
ingum gegnum eld eða með offorsi yfir
lækjarsprænu þannig að vatn gusast í all-
ar áttir?
Hin hallærislega kveðja „Eigðu góðan
dag“, „Have a nice day“, heyrist æ oftar.
Bandaríski rithöfundurinn Bill Bryson
segir í einni ágætra bóka sinna, að þegar
þetta sé sagt við hann sé freistingin næst-
um ómótstæðileg að svara: „Ég hafði nú
ætlað mér annað.“ I staðinn fyrir að segja
„eigðu góða helgi“, er þá ekki einfaldara
að segja „hafðu það gott um helgina?“ Og
við þurfum ekki að segja „bless, bless“
þótt enskumælandi segi gjarnan bye bye,
sem orðabók Websters segir raunar vera
bai’namál.
Á sínum tíma tókst að bægja burt
dönskuslettum og margvíslegum dönskum
áhrifum úr töluðu og rituðu máli. Menn
voru á varðbergi gagnvart dönskuslettum.
Nú þarf að skera upp herör gegn ísmeygni
enskunnar. Hún má ekki leika okkur eins
og syndin í kvæði Steins Steinarrs:
„Hún situr um mannanna sálir
og sigur af hólmi hún ber.“
Við verðum að sjá til þess að svo fari ekki.
EIÐUR GUÐNASON
SENDIHERRA
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS " > MENNING/L1ST1R-22. MAÍ1999