Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Page 12
EFTIR ÞRÖST GEIR ÁRNASON ELSTA BORG FRAKKLANDS 2600 ÁRA GÖMUL Marseille hefur einatt þurft að þjóna hlutverki móttöku- anc Jyris Frakklands í suðri. Þannig að borgin hefur þurft að taka við gríðarlegum holskeflum af flóttafólki af erlendum uppruna og finna (dví samastað innan sinna landamerkja. Þetta hefur valdið glundroða og oft menningarlegum árekstrum. tók kona hans sótt fyrst. Ok brátt tók sóttina Þorsteinn Eiríksson, ok lágu þau bæði senn; andast Grímhildur, kona Þorsteins svarta. Nú elnaði sóttin Þorsteini Eiríkssyni ok and- ast hann. Þá tók Þorsteinn bóndi Guðríði af stólin- um í fang sér, ok huggaði hana, ok hét henni því, at hann mundi fara með henni til Eiríks- fjarðar. Hon þakkaði honum. Þorsteinn bóndi efndi vel við Guðríði, allt þat hann hafði heitit, ok fór til skips með Guðríði með allt sitt til Ei- ríksfjarðar. Guðríður fór til Leifs í Brattahlíð. 5. ferð, árið 1007: Þorfinnur og Guðriður réðu til Vinlandsdvalar Þat sama sumar (1006?) kom skipaf Nor- egi til Grænlands. Sá maður hét Þorfínnur karlsefni er því skipi stýrði. Ok var um vetr- inn í Brattahlíð. Brátt felldi hann hug til Guðríðar og bað hennar, ok gert brúðhlaup þeirra á þeim vetri. Hin sama var umræða á Vínlandsfór sem fyrr, ok fýstu menn Karls- efni mjök þeirrar ferðar bæði Guðríðr ok aðrir menn. Nú var ráðin ferð hans, og réði hann sér skipverja sextigi karla og konur fim þeir höfðu með sér allskonar fénað, því þeir ætl- uðu að byggja landið, ef þeir mætti þat. Síð- an heldu þeir í haf skipinu, ok kómu til Leifs- búða með heilu og höldnu ok báru þar upp húðföt sín. Reiður var þar upp rekin bæði mikil ok góð; skorti þá eigi mat; fénaðr gekk þar á land upp. Karlsefni lét fella viðu og telgja til skipsins. Eftir þann vetur hinn fyrsta kom sumar; þá urðu þeir varir við skrælingja með byrðar sínar, enn þat var grávara ok safali ok alls- konar skinnavara. Hvárigir skildu annars mál. Karlsefni bað konur bera út búnyt að þeim þá vildu þeir kaupa þat, en ekki annat. Þeir báru sinn vaming í brott í mögum sín- um enn Karlsefhi höfðu eftir bagga þeirra ok skinnvöru. Karlsefni lætur gera skíðgarð rammlegan um bæ sinn, ok bjoggust þar um. I þann tíma fæddi Guðríður sveinbarn, kona karlsefnis, og hét sá sveinn Snorri. A öndverðum öðrum vetri kómu skrælingjar. Nú skuluð þér bera út skíkan mat sem fyrr var rífastr. I því var veginn einn skrælingja, af því hann hafði viljað taka vápn þeirra. „Nú munum vér þurfa til ráða at taka, ek hygg at þeir muni vitja vár hit þriðja sinn með ófriði ok fjölmenni. Enn þar var svá háttat, er fundur þeirra var ætlaðr, at vatn var öðrum megin, enn skógr á annan veg. Nú kómu skrælingjar ok féll fjöldi af liði Skræl- ingja enn; síðan flýja þeir á skóginn. At vári þá lýsir Karlsefni, at hann vill eigi þar vera lengr. Nú búa þeir ferð sína ok höfðu þaðan mörg gæði í vínvið ok berjum ok skinnvöru. Nú sigla þeir í haf ok kómu til Ei- ríksfjarðar skipi sínu heilu. 6. ferð, árið 1012: Freydis fer fil Leifsbúða Það sama sumar kemur skip af Noregi til Grænlands því skipi stýrðu bræður tveir, Helgi og Finnbogi. Freydís fór til fundar við þá bræður, og beiddi þá at þeir færi til Vín- lands með farkost sinn. Þaðan fór hon á fund Leifs bróðr síns ok bað að hann gæfi henni hús á Vínlandi. Enn hann kvaðst ljá mundu hús enn gefa eigi. Nú létu þau í haf. Þó kómu þeir bræðr nökkru fyrr ok höfðu upp borit föng sín til húsa Leifs. „Hví báruð þér hér inn föng yðar? Mér léði Leifur húsanna en eigi yður“. „Þijóta mun okkur bræður illsku við þik“; ok báru nú út fóng sín ok gerðu sér skála, firr sjónum á vazströndu, og bjuggu vel um. Þat var einn morgin snemma, at Freydís stóð upp ór rúmi sínu ok klæddist. Enn síðan gekk hon til skála þeirra bræðra. „Ek vil kaupa skipum við ykkur bræðr, ok vilda ek í brott héðan“. „Þat mun ek láta gangast ef þér líkar þá vel“. Gengur hon heim. Vaknar hann Þorvarður við ok spyrr hví hon væri svo köld ok vát. „Ek var gengin, ok vilda ek kaupa meira skip; enn þeir urðu illa við þat svá illa, at þeir börðu mik ok léku sárlega; enn þú vesæll maðr munt hvorki vilja reka minnar skammar né þinnar“. Nú váru þar allir karlar drepnir, enn konur váru eftir ok vildi engi þær drepa. Þá mælti Freydís: „Fái mér öxi í hönd“. Hon gekk af þeim dauðum. Nú bjuggu þeir skipit snemma um várit, sigla síðan í haf ok komu í Eiríksfjörð. „Eigi nenni ek, at gera þat við Freydísi systur mína, sem hon væri verð, enn spá mun ek þess, at þeirra afkvæmi muni Htt at þrifum verða. Ok hefr Karlsefni gerst sagt allra manna atburði um farar þessar allar, er nú er nökk- urt orði á komit. Heimild Eiríkssaga rauða og Grænlendingaþáttur. Útg. Sig. Kristjánsson Reykjavík 1902. Sagan er stytt, en hvergi er orði inn skotið né orðaröð breytt. (Tilgátur innan sviga) Marseille er elsta borg Frakklands en tilurð hennar má rekja aftur til um 600 fyrir Krist. Allan hennar aldur hef- ur staðsetning borg- amnar skipt mestu fyrir sögu hennar. þetta er hafnarborg sem teygir sig 70 km eftir suður- ströndinni, í vestur frá frönsku Rívíerunni. Marseille er þriðja stærsta borg landsins (á eftir París og Lyon) og telur rétt rúmlega milljón íbúa. Hún er hluti hins sögufræga Provence-héraðs, í Suð-Austur Frakklandi, sem hefur löngum laðað að sér merka lista- menn og verið uppspretta margra frægustu meistaraverka listasögunnar. Margir telja birt- una, og ýmis dulmögn henni tengd, vera orsök hins mikla aðdráttarafls sem Provence hafði á impressjónistanna og Van Gogh en sem dæmi um fleiri kunna bæi í Provence, og komið hafa við sögu listarinnar, má nefna Arles, Avignon og Aix-en-Provence. Söguágrip Fom-Grikkir fóm ekki varhluta af því hversu ákjósanlegt vai- að stunda sjósókn og verslun frá stað eins og Marseille og era til margar goðsagnir af landnámi þeirra. Sú þekktasta byggir á hugmyndinni um elskend- uma sem era af ólíkum upprana en með þeim takast ástir sem frekar era af guðlegum upp- rana heldur en mannlegum. Gyptis, dóttir Nann konungs, var í þann mund að velja sér brúðguma þegar Protis sjóliðsforingja bar þar að garði, fremstan í flokki grískra sæfara. í þann tíma tíðkaðist að brúðurin valdi sér mann með því að afhenda honum bikarfylli af vatni til merkis um hug hennar til hans. Fyrir tilstilli guðanna afhendi hún Protisi bikarinn og þau gengu í hjónaband; upp frá því var talað um borgina Massalíu, sem síðar varð Marseille. Allar götur síðan hefur Marseille velkomnað sæfarendur og föramenn allra þjóðarbrota og er það auðsjáanlegt á fjölbreytilegu mannlífi borgarinnar nú, 2600 áram síðar. Borgin hefur sem sagt ávallt verið kjörinn vettvangur versl- unar og sjávarútvegs en hvort tveggja hefur verið stundað þar nánast frá upphafi. Hún taldi snemma 20.000 íbúa og var á skömmum tíma mikilvægasta hafnar- og verslunarborg við Miðjarðarhaf. Marseille-búum hefur löngum verið annt um sjálfstæði sitt og ávallt verið utanaðkomandi yfirboðuram óþægur ljár í þúfu. Frá því um 400 fyrir Kristsburð nutu Marseille-búar stuðnings Rómverja í hverjum þeim ófriði sem þeir áttu til að standa í við grannríki sín, t.d. Gallíu og Karþagó. Það bandalag tók hins veg- ar enda árið 49 f.Kr. er Sesar sagði Marseille- búum stríð á hendur og náði borginni á sitt vald eftir sjö mánaða umsátur. Næsta árþús- undið lýtur borgin stjórn Gota og síðar Franka, undir lok 7. aldar hafði hún sameinast Provence sem öðlaðist svo sjálfstæði árið 890 þegar leiðir skildu með Provence og Franka- ríki. Höfuðborg Provence var þá Aix-en- Provence. Árið 1383 brýst út borgarastyrjöld í Provence, leiðir skiljast á ný með Marseille og Provence. Það er oft talað um lok 14. aldar og upphaf þeirrar fimmtándu sem tímabil sundr- ungar og glundroða á þessu landsvæði. Um miðbik 15. aldar tóku málin þó að skýrast og þakka menn oft stjórnarkænsku René nokkurs af Anjou (Roi René) og tilkomu verslunardóms á valdatíð hans að sættir nást í desember árið 1481. Mánuði síðar er Provence orðið hluti af Frakklandi. Gamalt og nýtt Tilkomumesta kennileiti Marseille-borgar er basilíka ein er byggð var á síðari hluta 19. ald- ar og nefnist Notre-Dame-de-la-Garde eða Frúarkirkjan á Varðbergi, ef við leyfum okkur að snara nafninu yfir á íslensku. Hún er stað- sett rétt austan megin við elsta hluta borgar- innar, gömlu höfnina og miðbæinn, uppi á mik- illi hæð sem nefnist La Garde eða Varðbergið. Þótt kirkjan hafi ekki verið byggð fyrr en á 19. öld hefur verið þarna bænastaður allt frá mið- öldum. Kirkjan er hin glæsilegasta og var byggt til heiðurs sjómönnum, sem auðveldlega má sjá innan veggja hennar þar sem áletrað era nöfn þeirra sjómanna sem farist hafa allt frá byggingu hennar og á annað borð gerðu út frá Marseille. Uppi á kirkjuturninum trónir tíu metra há gullstytta af Maríu mey haldandi á Jesúbaminu sem baðar út höndum til blessun- ar höfninni, borginni og öllum þeim sem til hennar koma. Útsýnið af hæðinni er stórkost- legt og vilji menn virða fyrir sér alla borgina í einu vetfangi er þetta ákjósanlegur staður, að ekki sé minnst á útsýnið á haf út. Borgin dreg- ur einkennislit sinn af hafinu sem hjúfrar sig að henni líkt og þegar sæfarinn fann brúði sína forðum. Úti á flóanum liggja fjórar eyjar og gerði Alexander Dumas eina þeirra, Isle d’If eða }viðareyju, fræga er hann lét Greifann af Monte Kristó dvelja þar í fangelsi í samnefndri skáldsögu. Fangelsið sjálft, Chateau d’If, er glæsilegt virki sem Frangois fyrsti lét reisa ár- ið 1524. Ef horft er í norðurátt af Varðbergi sér maður út yfir ystu mörk borgarinnar þar sem vígalegir fjallgarðar girða hana inni í rammgerðri klettajötu. þrátt fyrir að borgin sé 2600 ára gömul hafa ekki fundist þar fornleifar eldri en frá 12. öld og er þar einungis um að ræða rústir sem byggt hefur verið ofan á. En hún er vissulega reist á fomum granni og bæjarskipulagið í gamla miðbæjarkjarnanum og við gömlu höfn- ina, sem kalla má hjarta borgarinnar, er að mestu leyti það sama og það var í fyrndinni. Eitt af elstu minnismerkjunum er Saint-Vikt- or-klaustrið rétt við gömlu höfnina. Það er talið upphaflega hafa verið reist á 5. öld en elstu hlutar þess nú era frá 14. öld. Svona má áfram telja, elsta kirkja borgarinnar, kirkja heilags Lárentíusar, er frá 12. öld og elsta íbúðarhúsið er frá þeirri sextándu. Loks ber að geta áhuga- verðrar kirkju sem kennd er við kærleika og 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.