Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Qupperneq 19
Hnerri dauðs mcmns nefnist
Ijóðabók eftir dönsku
skóldkonuna Piu Juul. ÖRN
OLAFSSON segir að í bók-
inni blandist saman óhugn-
aður og blíða. Hann fjallar
einnig um Sagði ég segi
ég, nýjustu bók Piu Juul.
PIA Juul heitir dönsk skáldkona
sem hefur vakið mikla athygli
undanfarið fyrir ljóðabókina
Sagði ég segi ég. Það er fimmta
ljóðabók hennar síðan 1985,
einnig hefur hún sent frá sér
skáldsöguna Skaden, 1990. Næsta
bók á undan þessari bar það und-
arlega nafn Hnerri dauðs manns (En dod
mands nys), og blandaðist þar óhugnaður og
blíða. Öll ljóðin þar eru titillaus, eins og í nýju
bókinni. Lokaljóðið þótti mér einna best í
Hnerranum:
Kirkjugarðurinn var leikvöllur minn
þar lærði ég á barnsaldri
aðgangahægt
tala lágt
gjóa augunum til syrgjendanna
dást að þeim sem fengu
tré til að vaxa
hafa meðaumkun með þeim
sem allt óx saman fyrir
uppgötva þá
sem einhver hafði gleymt
mosavaxnir steinar
brotinn vængur
bak við kapelluna þar sem enginn annar kom
það virðist býsna dapurlegt
en var það ekki
Ég hefði eiginlega ánægju
af að læra það allt aftur
Öll þessi hegðun þykir til fyrirmyndar í líf-
inu, en er þá ekki íhugunarefni að hún skuli
lærast af umgengni við dauða? I andstöðu við
þær aðstæður er endurtekning orðsins vaxa.
Kyrrðarblær ljóðsins kemur ekki aðeins af
því að þar eru einungis orð sem tákna hægar
hreyfingar og lág hljóð, svo sem lýst er, held-
ur líka af einföldum, upptalningarkenndum
setningum og setningahlutum.
BLÍÐUR
ÓHUGNAÐUR
Þar sem ljóðin eru án fyrirsagna g
stundum reynt nokkuð á ímyndunarafl
lesenda og þekkingu, svo sem í
eftirfarandi ljóði í nýjustu bók-
inni. Miklu meira skiptir þó
innlifun í tilfinninguna sem
lýst er:
Draumlausum
svefninum um bjarta nótt
var sveipað um
mig, ekki hægt að
vekja mig, ég gat ekki
vaknað sjálf, ég
svafþyngdarlaust,
það var hlýtt,
þaðvarbjört
nóttin. Pá heyrðist
þothljóð við eyra mitt,
ég opnaði augað og sá
fuglinn lenda, og
fjaðrimar struku kinnar
mínar og snertu
háls minn, en háls
fuglsins var svo langur, og
goggurinn lá við hár mitt
það þaut um mig
og í mér og um mig
og inni í
faðmi fuglsins var
dimmt; þú mikli
miskunnsami guð, það
var dimmt í faðmi þínum,
ég opnaði augun í
myrkri þínu og gat ekki séð
þig, þú hafðir ekki stjórn
á vængjunum, hve undarlegt:
svanur sem ekki
hefur stjóm á vængjunum.
Það þarf ekki neina þekkingu á grískum
goðsögum til að skilja að ljóðmælandi er kona
sem segir frá samförum sínum við svan. En
sú þekking hjálpar til að skilja þetta tal um
guð, það var Seifur sem brá sér í svanslíld til
að komast yfir konuna Ledu. Þá sögu hefur
Þórarinn Eldjárn skrumskælt (eða fært til
Pia Juul
Reykjavíkur nútímans) í bráðskemmtilegri
sónhendu. En hér er eingöngu dvalist við til-
finningar konunnar. Hve gagntekin hún er
sést á ítrekun orðsins þjóta í mismunandi
samhengi, og í upptalningunni: „það þaut um
mig/ og í mér og um mig“, og í þessari upp-
hafningu ástarunaðarins skynjar hún nær-
veru guðsins.
Fyrst þetta ljóð dvelst fyrst og fremst við
tilfinningar konunnar, mætti spyrja hvers-
vegna hún sé látin vera með svani en ekki
bara venjulegum karlmanni. Eg held að al-
greymi ástafundarins birtist einmitt í því hve
annarlegt þetta er. Annað ljóð sem byggist á
álfasögum, tengist greinilega ástarraunum,
sviknum fyrirheitum og kvöl, en hér reynir
verulega á ímyndunarafl lesenda, til að fá
samhengi í textann
Afþví:
Vilt þú kannski taka
þessa veru að hjarta þér?
það vilt þú og það vil ég
Hversvegna venjast hin
þessu ekki
þegar nú svo oft er nótt
öll þessi læti út af dansi
Nú loka þeir helli álfastúlkunnar
með nál og þræði og glóandi kolum
- því þannig er tilfmningin,
hún æpir mest á eftir
Hún æpir um nótt
Og fær ekki svar
Hún hefur, hún hefur vitað það
lengi, gættu að þér, stúlka mín, þeir sjá þig
en hún gekk í gildruna
og gildran hefur lokast
Fleiri ljóð eru af þessu blíðutagi, en annað
Ijóð er dæmigerðara fyrir bókina, það sýnir til-
finningu fyrir tíðindaleysi lífsins, ef svo mætti
orða það, eða hve huglæg túlkun þess er.
I gær skein sólin
í Kaupmannahöfn
1 tíma og 10 mínútur
Á meðan það stóð
áttaði ég mig
það tók einn tíma og
tíu mínútur, ég stóð
alveg kyrr undir
gullregni í lystigarðinum
þú hlýtur að vita hve ^
flókið jafnvel hið einfalda er
Velti fyrir mér hversvegna þú
heldur að það sé létt að
kortleggja líf
en erfitt að lifa því
þegar það er þver
öfugt
Hvað er hægt að kortleggja?
Borgir og vegi?
Engi og ár?
Pessa lykt? Sársaukann? Bragðið af rauðgraut?
Égfékklostúr M
rafgirðingunni við lækinn
um vor, ég greip um það
báðum höndum, til að
detta ekki. Málmþruma.
I gær skein sólin í Kaupmannahöfn
eftir hundrað ár verður allt gleymt
TÓIVLIST
Sfgildir diskar
PROKOFIEV
Sergei Prokofiev: Sinfóníurnar 1-7, ásamt
Rússneskum forleik og Skýþískri svítu. Fíl-
harmóníusveit Lundúna; Sinfóníuhljómsveit
Lundúna (sinf. nr. 1, 5 & 7). Stjórnandi: Walter
Weller. London 430 782-2. Upptaka: ADD,
London, 1974-77. Útgáfuár þessarar útgáfu:
1996. Heildarlengd (4 diskar): 4.49:08.
Verð (Skífan): 4.999 kr.
GÁRUNGI sagði einhvem tíma um Sergei
Prokofiev (1891-1953), að sjaldan hafi fossað
annar eins flaumur af lagrænni hljómsveitar-
fegurð úr jafn Ijótum haus. Hann reit ein-
hverja eftirminnilegustu balletttónlist á 20.
öld (Rómeó og Júlía, Öskubusku), og varla er
til það tónfirrtur maður að hafi ekki einhvern
tíma heyrt a.m.k. glefsu úr Pétri og úlfinum.
Það er ekki bara fjöldi viðfangsefna Prokofi-
evs úr þjóðsögum og ævintýrum sem setja
seiðmagnaðan svip ævintýrsins á margar af-
urðir hans, heldur líka óvenjulitrík og frum-
leg orkestrun og dálæti hans á óvæntri og
jafnvel skringilegri „hljómavindu" (eða
,,prógressjónum“), sem fylgja grunnlögmáli
fabúlunnar: hér getur allt gerzt! Nægir að
minna á stef Péturs í Pétri og úlfinum, sem
eftir aðeins fjóra takta í C-dúr vippar sér
skyndilega 120° til vinstri á fimmundar-
hringnum í As-dúr, en nær að rata heim rétt í
tæka tíð áður en tóntegundaferðalagi þessa
litla 16 takta stefs lýkur. Um frísklega or-
kestrun Prokofievs mætti t.d. nefna Sleða-
ferðina (Troika) alkunnu úr svítunni af Kije
lautinanti, þar sem þjóðlagakennt stefið er
málað sérlega örvandi hljómsveitarlitum, svo
hlustandanum finnst hann vera staddur á
fljúgandi teppi.
Orkestrunargaldra Prokofievs má eflaust
að hluta rekja til færra kennara eins og Lja-
dov, Gliere og Rimsky-Korsakov. En bæði
yndi hans af álfkonufegurð og urrandi
grótesku hlið við hlið - dulítið í anda Fríðu og
dýrsins - og tilhneigingin til hljómrænna und-
FRÍÐA OG DÝRIÐ
anbragða, sem kemur svo skýrt fram í að
öðru leyti hefðbundnum tónölum stíl hans,
eru vísast sér-prokofievsk. Sonur hans á að
hafa orðað það þannig, að „fyrst semur pabbi
venjulega tónlist. Síðan prokofievar hann
hana“.
Reyndar skrifaði Prokofiev, sem frá lokum
fyrri heimsstyrjaldar dvaldist erlendis -
lengst af í París - framan af ekki eingöngu
innan hefðbundnu vébanda dúrs og molls. I
Parísarútlegðinni gat hann sleppt sér
áhyggjulaus, og það gerði hann m.a. í verkum
eins og 2. píanókonsertnum (1913), sem gagn-
rýnandi nokkur nefndi „kattarbreim í bak-
garði“ og í ballettnum Aia og Lolly (Skýþíska
svítan) ári síðar. Líkt og Vorblót Stravinskys
ári áður var ballettinn saminn fyrir Parísar-
hóp Djaghilevs og í sama „barbaríska" anda,
enda reið einskonar frumstæðishyggja hús-
um í Vestur-Evrópu í kjölfar heimssýningar-
innar í París um aldamótin og áhrifanna frá
myndlist þriðja heimsins. Skýþíska svítan og
hin hvassa „kúbíska" 2. sinfónía (1925) eru
dæmi um þetta villta tímabil tónskáldsins,
sem nú er kunnast fyrir nýklassísku verk sín,
þ.m.t. síðustu sinfóníurnar fimm - auk auðvit-
að Klassísku sinfóníunnar (nr. 1., 1916), en
hún virðist í bland hafa verið ætluð til að
koma nettilega á óvart - miðað við ótuktarorð
höfundar, er þótti þegar í tónlistarskóla
óstýrilátur í rithætti.
Settlegra hljóð kom í strokkinn eftir að
Prokofiev sneri aftur heim 1936. Þá var
sokkabandsskeiði sósíalismans lokið, tök
valdhafa á listamönnum stórum hert, og tón-
skáldum gert að laga sig að forsendum al-
þýðu. Prokofiev fékk þó fyrst að kenna á
ónáð menningarvarðhunda Stalíns fyrir al-
vöru 1948, þegar hann, ásamt Sjostakovitsj
og fyjöldi annarra sovézkra tónskálda, fékk á
sig paríustimpil flokksins fyrir „formalisma“.
Of langt mál væri að fara ofan í sérkenni
hljómkviða Prokofievs. Hver þeirra á sér
ólíka tilurðarsögu - nr. 3 (1928) er t.a.m. unn-
in úr óperu, nr. 4 (1929/1946) úr ballettverki,
og nr. 7 (1952) var samin fyrir æskuhljóm-
sveit - en þrátt fyrir gríðarlega fjölbreytni
eru fingrafór Prokofievs alls staðar auðsæ.
Walter Weller er kannski ekki meðal þekkt-
ustu túlkenda rússneska meistarans, en þó að
stjórnendur eins og Abbado og Járvi geti
stundum verið snarpari, svíkja skýr handtök
Wellers engan, og strengjasveitarmeðferð
hans er í sérklassa, sem og almenn spila-
mennska LSO og Lundúnafílharmóníunnar.
Yfirfærðu upptökurnar frá 8. ái-atug eru fín-
ar, burtséð frá örlitlu suði á hljóðlátustu stöð-
um við fullan magnarastyrk. Bæklingspistla-
höfundarnir fimm eru óvenjuvel að sér um
viðfangsefnin, og miðað við fremur hagstætt
verð er í heild óhætt að mæla með þessum
ágæta sinfóníupakka frá London/Decca
Collector’s Edition.
PURCELL
Henry Purcell: Di'do og Eneas. Líbrettú eftir
Nahum Tate. Anne Sofie von Otter (Dídó),
Stephen Varcoe (Eneas), Lynne Dawson
(Belinda), Nigel Rogers (seiðkerling/farmaður);
Elisbeth Priday & Carol Hall (nornir), Sarah
Leonard (kona), Kym Amps (andi). Kór og
hfiómsveit The English Concert u. stj. Trevors
Pinnocks frá sembalnum. Archiv 427 624-2.
Upptaka: DDD, Henry Wood Hall, London,
7/1988. Útgáfuár: 1989. Lengd: 53:56.
Verð (Skífan): 2.999 kr.
ENN er margt á huldu um einu alsungnu
óperu Henrys Purcells (1659-95) um döpur
örlög Karþagódrottningar, sem frumflutt var
í heimavistarskóla Josiah Priests „fyrir ung-
ar hefðarkonur" í Chelsea 1689. Það þykir
t.d. með ólíkindum, að verk eftir þáverandi
virtasta tónskáld Breta við texta eftir síðar
lárviðarskáld þeirra skyldi ekki hafa verið
flutt við hirð hins nýkrýnda Vilhjálms III af
Óraníu, enda þykjast sérffæðingar geta
fundið ýmsar allegórískar tilhöfðanir í verk-
inu til Vilhjálms og Maríu drottningar. Af
framansögðu leiðir einnig, að karlahlutverk
hljóta upphaflega að hafa verið fleiri en kem-
ur fram af elztu varðveittu handritsútgáf-
unni, enda má spyrja hvernig stúlknafansinn
í Chelsea hafi getað fyllt tenór- og bass-
araddir kórsins, auk hlutverks Eneasar, far-
mannsins og hugsanlega fleiri. Um það er ít-
arlega fjallað í fróðlegum disksbæklingi þess-
arar myndarlegu þriggja alda afmælisútgáfu
frá 1989.
En mestu skiptir auðvitað flutningurinn,
og hann er hvað kór og hljómsveit varðar frá-
bær. Sama má segja um flesta einsöngvar-
ana, nema hvað Stephen Varcoe í fremur
óþakklátu hlutverki Eneasar hreif mig ekki
alla leið upp úr skónum, og seiðskratti Nigels
Rogers er heldur litlaus. Lynne Dawson er
hins vegar yndisleg Belinda, og þó að Sofie
von Otter mætti kannski vera aðeins dramat-
ískari, fer hún vel með hlutverk Dídóar, burt- 4
séð frá örlitíð óskýrum framburði. Þar fyrir
utan er gott að losna við hefðbundna viðrina-
ski’æki í þórðargleði nornanna (Elisabeth
Priday, Carol Hall), og í heild er uppruna-
túlkun Pinnocks næm og merkilega tiktúru-
lítil. Hljóðritunin er, eins og vænta má af
Archiv-liðinu, fyrsta flokks.
Það var tími til kominn að fjalla um e.t.v.
mesta meistaraverk enskrar barokkóperu,
þótt stutt sé, því þó að ítalskar óperur
Hándels séu viðameiri, hefur Dídó og Eneas
tvímælalaust vinninginn í dramatískri hnit-
miðun. Fyrir utan frægan harmsöng Dídóar í
lokin setur hinn ferski heildarsvipur af brim-
söltu sjávarroki sem svífur yfir Miðjarðarhafi **
sögusviðsins (les: Ermarsund) í dönsum og
kórum óaftnáanlegt mark sitt á hvern sem
hlustar á þennan brezka gimstein.
Ríkarður Ö. Pálsson
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS -r MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999 19