Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Page 8
Horft er vestur ofan eftir efri hluta Seljahjallagils og er áin mest áberandi, gígur er fyrir miðju gili, bílslóð spillir hér sem víðar. Endalok árinnar ber rétt yfir hjallann til vinstri, fjær er Grænavatn. Horft er af Seljahjalla í um 650 m y.s. norður yfir gilið og gígröð- ina Þrengslaborgir. Hér fellur áin undir hraunhaft og hér var fært yfir hana. SEUAHJA LJÓSMYNDIR OG TEXTI: BIRKIR FANNDAL HARALDSSON Horft af Seljahjalla norðaustur yfir gilið, gljúfrið er á miðri myndinni. Fjöll ber við loft frá vinstri: Hágöng, Jörund, Hvannfeil, Stórahnjúk. EINN af skoðunarverðum stöð- um í Mývatnssveit er Selja- hjallagil, það liggur nyrst í fjall- garðinum norður frá Bláfjalli og er lítt áberandi úr fjarlægð, en sértu kominn í gilið þá verður það þér því hugstæðara sem þú skoðar það betur. Um gilið hef- ur runnið eldhraun fyrir margt Iöngu, þar hefur síðan orðið eldgos í miðju gilinu fyrir kannski 2000 árum og þar rennur mikill vatnsflaumur í vorleysingum þegar snögg- lega hlánar til fjalla. Við gilkjaftinn er land- hæð um 350 metrar en innst er gilbotninn í um 460 m y.s. í vatnsfarinu eru einir 6 um- talsverðir fossar en flúðir víða þar á milli og á einum stað fellur áin undir hraunbrú. Þetta fyrirbrigði hafði lengi freistað mín og undanfarin vor hef ég reynt að átta mig á hvenær vorflóðið verður þarna og mesta rennslið. Þetta tókst loks nú í vor er ég kom að ánni það mikilli að steinboginn var eina færa leiðin yfír hana. Seljahjallagil er ekki langt, eða um 2 km, og breidd þess 100-200 metrar, hlíðar þess eru veggbrattar skriður á báðar hendur. Að norðan er rani, 50-100 metra hár, en að sunnanverðu er Seljahjallinn sem er 250 metra hár. Þama er nokkur gróður miðað við landhæð enda skjólgott. Þegar gengið er upp eftir gilinu verður brátt á því vinkilbeygja til austurs, þar er myndarlegur gígur frá nútíma, syðsti gígur- inn er í Þrengslaborgaröðinni og er frá hon- um hraunræsi með stömpum. Sunnan við gíginn er ca 10 m hátt misgengi og þar fellur Hér steypist áin ofan í gljúfrið. Þessir fossar sjást ekki nema farið sé upp úr dalnum. Efri fossinn ei metra hár en sá neðri 20-25 metrar. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.