Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Side 13
Pauli í Sandagerði, Steinunn Bima Ragnarsdóttir og Helga Hjörvar voru meðal gesta í Norðurlandahúsinu. 3 I r Nýstofnuð lúðrasveit stígur fast á fjöl. Frá Þórshöfn. Ljósmynd/Ríkaröur Öm Pálssort Foroya Symfoniorkestur undir stjóm finnans Pekka Helasvuo. til, er hún alltjent löngu horfín. Kannski hurfu síðustu leifar með Jörfagleðinni. I dag er a.m.k. haft fyrir satt, að við kunnum ekki einu sinni að ganga í takt. En þó að margar hendur vinni létt verk, verður meginskipulagning tónlistarhátíðar ávallt í höndum fárra. Einna mest hefur mætt á fyrrnefndu tónskáldunum Kristian Blak og Paula í Sandagerði, þó að fleiri aðiljar hafi einnig komið nærri, einkum starfsfólk Norð- urlandahússins undir forystu hins nýráðna forstjóra þess, Helgu Hjöi-var (áður fram- kvæmdastjóri samtakanna „Teater og dans i Norden“ í Kaupmannahöfn), enda er Norður- landahúsið, sem reist var 1983, smám saman orðið að veigamikilli miðstöð færeyskra lista- viðburða og aðalvettvangur ungrar sinfóníu- hljómsveitai’ landsins. Ekki má heldur gleyma útvarpinu. Útvarp F^roya, sem stofnað var svo seint sem 1957, er staðsett í nýlegri hvítri T-laga byggingu gegnt Norðurlandahúsinu sem kemur sér af- ar vel. Það leggur til hljóðritanir af mörgu sem fram fer á hátíðinni, og er duglegt við að fylgja tónlistarviðburðum eftir með kynning- um og viðtölum. Utvarpið er sjálfstæð stofnun - óháð landssjónvarpinu - og vakti athygli gestkomandans hvað andrúmsloftið á þeim bæ, bæði meðal starfsmanna innbyrðis og út á við, virtist lipurt og laust við óþarfa skrifræði. Grasrótarsambandið sýndist einnig í góðu lagi, eins og þegar tónlistarstjóri UF lét sig ekki muna um að blása á evfóníum í áðurget- inni lúðrasveit. Og aðstaðan innan stokks ætti að sumu leyti að vera íslenzkum útvarpsmönnum öf- undarefni. T.a.m. á útvarpshúsið rúmgóðan sal sérhannaðan til upptöku á tónlist! Aumt er til þess að vita, að enn bólar hvergi á slíku þarfaþingi í samsvarandi menningarstofnun að Efstaleiti 1 í Reykjavík - þótt verið hafi til staðar á Skúlagötunni á sínum tíma. Enda skildist manni að heyrði til undantekninga, ef nýfrumflutt færeyskt tónverk yrði ekki óðara hljóðritað af útvarpi landsins. Þar hafa Færeyingar því líklega einn vinninginn enn, ef litið er til ástandsins hér í dag í sexfalt fjöl- mennara samfélagi. Það er fleira en nálægðin sem tengir þjóð- irnar tvær í Norðuratlantshafi. Það gerðist þannig sumarið 1926, að landsmenn á báðum stöðum heyrðu lifandi sinfóníuhljómsveit í fyrsta skipti. Sama hljómsveitin átti í hlut - Hamborgarsinfónían - og stjórnandinn var Jón Leifs. Frá þessu segir raunar í frægri skáldsögu William Heinesens, „De fortabte spillemænd", og bendir til að sá viðburður hafi varla þótt óeftirminnilegri í Tórshavn en í Reykjavík. Aldarfjórðungur leið upp frá því, áður en Islendingar eignuðust sinfóníuhljómsveit, er heimsótti Færeyjar í fyrsta skipti 1977 undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. Hvort sem það hefur ýtt við Færeyingum eða ekki, þá liðu ekki nema fáein ár, þar til þeir höfðu komið sér upp vísi að eigin hljómsveit, „Feroya Symfoniorkestur“, sem ég fékk að heyra sunnudaginn 27.6. 1999 í Norðurlanda- húsinu undir stjóm hins finnska Pekka Hela- svuo í verkum eftir Liszt, Kára Bæk og Si- belius. Því má svo við bæta, að S.I. kom aftur til Færeyja 1994 og flutti þá m.a. tvö færeysk verk, Flautukonsert eftir Kiástian Blak og Grave eftir Sunleif Rasmussen. íslendingar vöktu nýjast eftirtekt þar syðra s.l. maí með Strauss-óperettunni Leðurblök- unni; að sögn fyrsta verk úr óperugeira sem innfæddir fengu að heyra með stórri hljóm- sveit, enda gengu sýningar fyrir troðfullum húsum. Heyrzt hafa hugmyndn um að S.I. komi aftur í heimsókn að vori komanda, en þær kváðu enn á umræðustigi. Vonandi verða þá veðurguðir hliðhollari en 1977, þegar Vogaflugvöllur lokaðist og fækkaði áformuð- um tónleikum um þriðjung. Þrátt fyrir allar tækniframfarir á færeyskt veðurfar enn auð- velt með að setja fyrirvaralaust strik í allar áætlanagerðir. Svo varð og hér á þessum Summartónum, þegar komu Kammerhljóm- sveitar Sibeliusarakademíunnar seinkaði um dag vegna þoku í Vogey. Strangt til tekið var kannski svolítið orðum aukið að tala um „færeyska" sinfóníuhljóm- sveit á fyrrtöldum tónleikum hennar í Norð- urlandahúsinu, ef haft er í huga, að aðeins um fjórðungur hinna 45 hljómlistarmanna var færeyskur. Hinir voru aðkomumenn úr röðum finnska hópsins og brezk-skandinavíska kammerhópsins „Ensemble Lys“ sem hvor um sig átti einnig sjálfstæða tónleika á hátíð- inni. Meðal orsaka þessa skildist manni vera fjarvera færeyskra spilara vegna sumarleyfa, enda virðist núverandi starfsfyrirkomulag meðlima í Fproya Symfoniorkestur minna á fyrstu uppvaxtarár S.í. á 6. áratug - að mestu áhugamannahljómsveit hljóðfærakennara og langt kominna nemenda sem greitt er eftir efnum og aðstæðum. Ef að líkum lætur er hlutfall heimamanna mun hærra á öðrum árstímum en hér var, og hefði vissulega verið marktækara að heyra hljómsveitina í þeirri mynd. Allt um það lét hún furðuvel í eyrum undir stjórn Helasvuos að þessu sinni - að vísu í ólíkt betur hljómandi sal Norðurlandahússins en S.í. þarf að búa við í steindauðu Háskólabíói - þó að Kvæði færeyska óbóleikarans Kára Bæk, falleg ný- rómantísk rapsódía undir hringdansaáhrifum, væri leikin fullhægt. Hin verkin, Les Prélu- des eftir Liszt og 3. Sinfónía Sibeliusar, hljómuðu einnig vel; litrík verk og býsna kröfuhörð, og áttu hljómlistarmenn fyllilega skildai' hinar hlýju undirtektir ofan úr nærri fullskipuðum áheyrendapöllum miðað við stuttan samæfingartíma. Verður spennandi að sjá hvemig þetta verðandi flaggskip fær- eyskrar tónlistarmenningar spjarar sig í nán- ustu framtíð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.