Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Síða 2
Gramophone-verðlaunin RENÉ FLEMMING Á PLÖTU ÁRSINS OG SÖNGPLÖTU TRYGGVITRYGGVASON FÆR SÉRSTAKT LOF FYRIR HUOÐVINNSLU GUÐJÓN ÓSKARSSON IÐINN VID KOLANN í NIFLUNGAHRINGNUM BÚINN AÐ SYNGJA ÖLL BASSA- HLUTVERKIN MEÐ helstu viðburðum ársins í tónlistar- heiminum er hin svonefndu Gramophone verðlaun sem kynnt eru í sérútgáfu blaðsins og síðan afhent við hátíðlega athöfn síðla árs. Sérútgáfan kom út fyrir skemmstu og hér á eftir fer stutt samantekt yfir verðlaun ár- sins. Plata ársins og Operuplata ársins er Ru- salka eftir Dvorák, en með aðalhlutverk fara Renée Fleming, Ben Heppner, Franz Hawlata og Dolora Zajick. Sir Charles Mackerras stjórnar tékknesku sinfón- íuhljómsveitinni. Decca gefur út. Eldri tónlistarplata ársins er plata með verkum Dufays í flutningi Binchois Consort sönghópsins undir stjórn Andrew Kirkmans. Hyperion gefur út. Barrokksöngplata ársins er útgáfa Har- monia Mundi á óperu Alessandros Scarlattis, Cain, overo il primo omicidio. René Jacobs stýrir Academy for Acient Music í Berlín, en helstu söngvarar eru Graciela Oddone, Dor- othea Röschman, Bemarda Fink og Richard Croft. Barrokkseinleiksplata ársins fiutningur Carole Cerasi á slaghörpuverkum Jacquet de la Gueree. Metronome gefur út. Kammerplata ársins kemur frá Hyperion. Á henni leikur Florestan tríóið píanótríó eft- ir Schumann. Konsertplata ársins er með píanókonsert- um Chopins í flutningi Martha Argerich og sinfóníuhljómsveit Montreal-borgar undir stjóm Charles Dutoit. EMI gefur út. Einleiksplata ársins er með tónleikum Arcadis Volodos í Camegie Hall, en á efnis- skránni vom verk eftir Liszt, Rakhmaninoff, Schumann og Skrjabín. Sony gefur plötuna út. Hljómsveitarplata ásins er með fjórðu sin- fóníu Brakners í flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar Berlínar undir stjórn Gunthers Wands. RCA gefur út. Ljóðasöngplata ársins er með flutningi Stephans Genz á söngljóðum Beethovens Roger Vignoles leikur á píanó. Hyperion gef- ur út. Plata ársins í flokki tuttugustu aldar kam- merverka er með ýmsum verkum eftir Elliot Carter í flutningi Ursulu Oppens og Arditti kvartettsins. Auvidis Montaigne gefur út. I flokki tuttugustu aldar konserta varð hlutskörpust plata með pínaóverkum Ravels í flutningi Krystians Zimmermans með Cleveland hljómsveitinni og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna undir stjórn Pierre Boulez. Deutsche Grammophon gefur út. Tuttugustu aldar hljóðfæraleiksplata ár- sins er með Sequenzas eftir Lucio Berio sem fjölmargir flytja. Deutsche Grammophon gefur út. Tuttugustu aldar óperaplata ársins er með Maskarade eftir danska tónskáldið Nielsen. Helstu hlutverk syngja Arne Haugland, Sus- anne Resmark, Gert-Hening Jensen, Bo Skovhus og Michael Kristensen, en Ulf Schirmer stýrði dönsku ríkissinfóníunni og Einsönas- og sembaltónlist í Dómkirkjunni TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkjunnar lýk- ur með tónleikum í Dómkirkjunni sunnu- daginn 14. nóvember kl. 20.30. Sesselja Kristjánsdóttir syngur lög eftir Petr Eben og H. Purcell og Marteinn H. Friðriksson leikur á sembal kirkjunnar. Hann mun leika sálmaforleiki og dúetta eft- ir Bach sem fínnast í nótnabókinni Píanóæf- ingar 3. hluti. Sesselja hóf söngnám í Skóla- kór Kársness og var seinna hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Síðustu árin hefur hún stundað fram- haldsnám íBerlín. kór danska ríkisútvarpsins. Decca gefur út. Hljómsveitarverksplata ársins með tutt- ugustu aldar tónlist var valin plata frá Decca með safni verka eftir bandaríska tónskáldið Edgar Varése. Flytjendur era kór fílhar- móníuhljómsveitar Prag, ASKO hljóðfæra- flokkurinn og Konunglega Consertgebouw hljómsveitin, Riccardo Chailly stjórnar. Söngvarar era ýmsir, en tónskáldið sjálft leggur til rafeindaleik. A plötu ársins með tuttugustu aldar tónlist syngur barytonsöngvarinn Matthias Goeme verk eftir Eisler við píanóundirleik Erics Schneiers. Decca gefur út. Samtímatónlistarplata ársins er með verk- um japanska tónskáldsins Tora Takemitsu í flutningi London Sinfonietta og píanóleikar- anna Pauls Crossleys og Peters Serkins, en Oliver Knussen stjórnaði. Þess má geta að Tryggvi Tryggvason sá um hljóðvinnslu og fær sérstakt lof fyrir. Deutsche Grammop- hon gefur út. Söngplata ársins er með söngkonunni Re- né Flemming, sem einnig kom við sögu í plötu ársins / óperaplötu ársins. Á plötunni, sem Decca gefur út, syngur Flemming ýmis verk, þar á meðal eftir Barber, Bernstein, Gershwin og Stravinskíj. Decca gefur út. Ritstjórar Gramophone heiðra sérstak- lega útgáfuröð Naxos-útgáfunnar á breskri tónlist, en einnig fær heiðursverðlaun pían- óserían mikla Great Pianists, sem gefur sýn- ishorn af píanóleik allra helstu píanóleikara tuttugustu aldarinnar. Listamaður ársins var valinn Martha Ar- gerich, sem átti og konsertplötu ársins, en Isaac Stern er heiðraður fyrir ævistarf sitt í þágu tónlistar. GUÐJÓN Óskarsson bassa- söngvari er nýkominn heim frá Bilbao á Spáni, þar sem hann söng hlutverk Fasolts í upp- færslu á Rínargulli Richards Wagners. Hann hefur þar með náð þeim áfanga að syngja öll bassahlutverkin fimm í Nifl- ungahring tónskáldsins á sviði. Fyrsta hlutverkið sem Guð- jón tókst á hendur var hinn bassinn í Rínargullinu, Fáfnir, í uppfærslu Norsku óperunn- ar, þar sem hann var fastráð- inn á sínum tíma. Það hlutverk söng hann einnig í minnis- stæðri tónleikauppfærslu á La Scala á Italíu en Kristinn Sig- mundsson söng þá Fasolt. Því næst sneri Guðjón sér að Hundingi í Valkyrjunum. Það hlutverk söng hann bæði í Noregi og á Spáni. Fáfnir er líka bassi í Sigurði Fáfnisbana og hann glímdi Guðjón við í Noregi. Stærsta bassahlutverk „Hringsins", Högni í Ragnarökkri, tókst Guðjón á hend- ur í Noregi. Lokaáfanganum, Fasolt, náði hann svo, sem fyrr segir, í Bilbao á dögunum. „Já, já. Það er rétt, ég er búinn að fara hringinn," segir Guðjón þegar þetta er bor- ið undir hann. Segir hann það hina prýði- legustu tilfinningu. „Þetta hefur verið spotti en vel þess virði." Guðjón kveðst þó ekki vera fyrsti Islend- ingurinn til að ná áfanganum - Viðar Gunnarsson hafí gert það fyrir nokkrum árum. Guðjón segist vera að færa sig sífellt meira yfir í verk eftir Wagner, innan „Hrings" og ut- an. „Eg hef verið að biðja um- boðsmenn mína að leita þessi hlutverk uppi. Bæði er þetta alveg stórbrotin músík og svo henta þessi hlutverk mér svo vel. Það er líka spurn eftir Wagner-söngvurum um þessar mundir, þannig að þetta smell- ur allt saman. Ég tek þó fram að ég er alls ekki að hætta 1 öðru." En hvert er uppáhaldshlut- verkið af þessum fimm? „Högni. Á því leikur ekki vafi. Það er langstærst og mest krefjandi. Mér líður líka best í því hlutverki, það passar mér svo vel. Þrátt fyrir að hlutverkið sé yfirgripsmikið finn ég aldrei fyrir þreytu að sýningu lokinni -gæti þess vegna skellt mér strax í aðra sýningu," segir Guðjón og hlær. Söngvarinn er staddur í fríi hér heima þessa dagana en fljótlega leggur hann leið sína til Noregs, þar sem hann kemur fram á nokkrum tónleikum. í janúar og febrúar bíða Guðjóns tvö verkefni með Sinfóníuhljómsveit íslands, fyrst Níunda sinfónía Beethovens og svo Áida Verdis í Laugardalshöll. I vor verður hann síðan á ferð í Sa- lzborg, þar sem hann mun taka þátt í upp- færsluin á Trójumönnum Berlioz og Trist- an og Isold eftir Wagner. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn "|ííji^^ý[n(iifg^|^^kum Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Soffía Sæmundsdóttir. Til 28. nóv. Gallerí Fold, Kringlunni Brian Pilkington og Gunnar Karlsson. GalleriÉhlemmur.is. Þverholti 5 Baldur J. Baldursson og Rristinn Pálmason. Til 21. nóv. Gallerí Smíðar og Skart, Skólavörðustíg 16a Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir. Til 4. des. Gallerí Stöðlakot Eirún Sigurðardóttir. Til 14. nóv. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Stephan Stephensen. Til 19. nóv. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Bjarni Sigurbjörnsson, Guðrún Kristjáns- dóttir, Helga Egilsdóttir og Gujón Bjarna- son.Til 21. nóv. Gerðuberg Þetta vil ég sjá: Friðrik Þór Friðriksson. Til 14. nóv. Hafnarborg Sverrissalur: Sigurður Magnússon. Aðalsa- lur: Jón Baldur Hlíðberg. Til 13. des. Hallgrímskirkja Jón Axel Björnsson. Til 28. nóv. Hönnunarsafn íslands, Garðatorgi íslensk hönnun frá 1950-1970. Til 15. nóv. i8, Ingólfsstræti 8 Magnús Pálsson. Til 5. des. Kjarvalsstaðir Grafík í mynd: innlendir og erlendir lista- menn. Ragna Róbertsdóttir. Til 19. des. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Gryfja: Elsa Dóróthea Gísladóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Helgi Hjaltalín, Hreinn Friðriksson, Jón Bergmann Kjartansson, Pétur Örn Frið- riksson og Sólveig Þorbergsdóttir. Til 14. nóv. Arinstofa: Verk úr eigu safnsins. Listasafn Akureyrar Stefán Jónsson og Dauðahvötin, yfirlitssýn- ing á vegum safnsins. Til 5. des. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Ásgrímur Jónsson í Skaftafellssýslum. Fimm Súmmarar. Til 28. nóv. Kaffistofa: Málverk Dunganons. Til 31. des. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Mokkakaffi Tennur og list: Ljósmyndaverk Snorra Ás- mundssonar. Til 3. des. Norræna húsið Lifi Kalevala. Til 31. des. Nýlistasafnið Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Cathrine Evel- id, Helga G. Óskarsdóttir, Ingvill Gaarder, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir og Stine Ber- ger. Til 14. nóv. One o one Gallerí, Laugavegi 48b Haraldur Jónsson. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. TÖNLIST Laugardagur Salurinn, Kóapvogi: Píanót- ónleikar Jónasar Ingimundarsyni. Kl. 16. Víðistaðakirkja, Hafnarfírði: Páll Jóhann- esson og Ólafur Vignir Albertsson. Kl. 16. Norræna húsið: Popp-Kalevala. Kl. 20.30. Sunnudagur Norræna húsið: Ævintýratónleikar fyrir börn. Kl. 13. Salurinn Kópavogi: Færeyska Kammer- sveitin Aklurbáran. Kl. 16. Listasafn íslands: Sönghópurinn Gríma. Kl. 20. Salurinn Kópavogi: Einleikstónleikar CAP- UT, Guðni Franzson. KI. 20.30. Dómkirkjan: Sesselja Kristjánsdóttir. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Lúðrasveitin Svanur. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Meira fyrir eyrað: Þórarinn Eldjám og Jóhann G. Jóhannsson, lau. 13., sun. 14. nóv. Tveir tvöfaldir, lau. 13. nóv. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 14. nóv. Krítarhringurinn í Kákasus, frams. fim. 18. nóv. Fös. 19. nóv. Abel Snorko býr einn, lau. 13. nóv. Fedra, sun. 14. nóv. Borgarleikhúsið Vorið vaknar, sun. 14., fös. 19. nóv. Litla hryllingsbúðin, lau. 13. nóv. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 18. nóv. Pótur Pan, sun. 14. nóv. Leitin að vísbendingu..., lau. 13., sun. 14. nóv. Islenska óperan Óperan Mannsröddin, mið. 17. nóv. Baneitrað samband, lau. 13. nóv. Hellisbúinn, sun. 14., fim. 18. nóv. Loftkastalinn SOS Kabarett, lau. 13. nóv. Jón Gnarr, fös. 19. nóv. Hattur og fattur, sun. 14. nóv. Bíóleikhúsið, Bíóborginni við Snorrabr. Kossinn, lau. 13. nóv. Iðnó Frankie & Johnny, fös. 19. nóv. Gleym-mér ei og Ljóni Kóngsson, lau. 13. okt. Þjónn í súpunni, lau. 13. nóv. 100 eyja sósa, lau. 13., fös. 19. nóv. Kaffileikluísið Ó, þessi þjóð, lau. 13. nóv. Ævintýrið um ástina, sun. 14. okt. Tjarnarbíó Töfratívolí, sun. 14. nóv. Norræna húsið: Brúðuleikhús frá Eistlandi, sun. 14. Möguleikhúsið Langafi prakkari, sun. 14., mán. 15., fös. 19. nóv. Einar Áskell, lau. 13. nóv. Hafnarfjarðarleiklnísið Salka ástarsaga, lau. 13., fös. 19. nóv. Hugleikur Völin & kvölin & mölin, lau. 13. nóv. Leikfélag Akureyrar Klukkustrengir, lau. 13. nóv. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynds- endir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. Guðjón Óskarsson 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.