Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Qupperneq 10
>uisa með foreldrum sínum og systkinum um 1930: Elien, Matthías, Loulsa, María og Matthías.
LOUISA
Út er komin bók um Louisu Matthíasdóttur þar sem
sagt er frá ævi he nnai rog listferli í má li og myndum.
Islenskir og erlenc iir listfræðingar rita um verk Louisu
og Sigurður A. Magnússon ritar æviágrip . Hér er
gripið niður í kafla þar sem sagt er frá ætt lista-
konunnar, uppvaxtar- og námsárum hennarog birt
brot úr umfjöllun Jeds Perls um verk hennar.
Nesútgáfan gefur bókina út,
Louisa er komin af sterkum stofnum í
báðar ættir. Faðir hennar var Matt-
hías Einarsson yfirlæknir, fæddur
7unda júní 1879, dáinn 15da nóvem-
ber 1948. Matthías var sonur Einars
Pálssonar sem fæddur var að Myrká
í Hörgárdal 5ta mars 1846. Einar
I gekk í Latínuskólann í Reykjavík,
en sagði sig úr honum á þriðja vetri og gerðist
um hríð skrifari hjá Kristjáni amtmanni Krist-
jánssyni á Akureyri. í ágúst 1875 gekk Einar
að eiga Maríu Kristínu Matthíasdóttur frá
Holti í Reykjavík og var þá orðinn verslunar-
maður hjá Gránufélaginu á Oddeyri. Þar starf-
aði hann lengstaf ævinnar. Seint á árinu 1907
fluttist Einar til Fáskrúðsfjarðar og gerðist
bókhaldari hjá 0rum og Wulff. Þar var versl-
unarstjóri bróðursonur hans, Páll H. Gíslason,
síðar kaupmaður í Reykjavík. Á Fáskrúðsfirði
bjuggu þau hjón til vors 1912. Þá hugðist Einar
hverfa aftur til Akureyrar, en áðuren hann
kæmist þangað andaðist hann hjá Matthíasi
syni sínum í Reykjavik þann 17da maí 1912.
Banameinið var sykursýki sem hann þjáðist af
síðustu æviárin. Einar var ágætur skrifari og
lipurmenni í flestu sem hann tók sér fyrir
hendur, þótti meðal annars afbragðsgóður
leikari og fékkst nokkuð við að leika í sjónleik-
um á Akureyri á yngri árum.
Einar var sonur sálmaskáldsins séra Páls
Jónssonar (1812—89) frá Hvítadal í Dölum, sem
á ekki færri en sextán sálma í Sálmabókinni frá
1972, þeirra á meðal ‘Ó, Jesús bróðir besti’ og
‘Sigurhátíð sæl og blíð’. Páll útskrifaðist með
miklu lofi frá Bessastaðaskóla árið 1837, varð
þvínæst skrifari hjá Bjama Thorarensen á
Möðruvöllum, en vígðist árið 1841 aðstoðar-
prestur til Gamalíels Þorleifssonar á Myrká,
fékk veitingu fyrir því brauði árið 1846 og hélt
það til 1858. Það ár fékk hann Velli í Svarfaðar-
dal og 20 árum síðar Viðvík í Skagafjarðar-
sýslu. Lausn frá embætti fékk hann 1886 og
andaðist í Viðvík þremur árum síðar.
Séra Páli er svo lýst: „Hann var vandaður
maður og vinsæll, gáfumaður og fróður, þrek-
mikill og þéttur í lund, góður kennimaður og
skáld gott.“ Sálmar eftir hann birtust bæði í
sálmabókunum 1871 og 1886. Hann var einn
sjö manna sem sátu í útgáfunefnd þeirrar
seinni.
Séra Páll var tvíkvæntur. Fyrri konan var
Kristín Þorsteinsdóttir frá Laxámesi í Kjós.
Böm þeirra vora Snorri verslunarstjóri á
Siglufirði, Jón skipstjóri (drakknaði ókvænt-
ur), Gísli bóndi á Grund í Svarfaðardal, Einar
faðir Matthíasar læknis, Gamalíel sjómaður á
Völlum (dó nýkvæntur), Grímur amtsskrifari á
Akureyri (dó ókvæntur úr mislingum 1882) og
Kristín kona Einars dannebrogsmanns Guð-
mundssonar á Hraunum í Fljótum.
Seinni kona séra Páls var Anna Sigríður
Jónsdóttir Bergssonar úr Svarfaðardal, af ætt
séra Magnúsar Einarssonar á Tjörn. Áttu þau
níu böm, en af þeim komust einungis tvær
dætur á fullorðinsár, Sólveig kona Þorláks
bónda Jónssonar á Kirkjufeiju í Ölvesi og Ingi-
björg.
Móðir Matthíasar læknis, María Kristín
Matthíasdóttir, fæddist í Landlyst í Vest-
mannaeyjum 20asta desember 1852. Foreldrar
hennar vora Matthías Markússon smiður
(1809-88) og Sólveig dóttir séra Páls ‘skálda’,
fyrsta íslenska Ijósmóðirin sem lærði erlendis.
Ung að aldri fluttist María með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur þarsem þeir reistu sér hús
og nefndu Holt. Bjuggu þau hjón þar æ síðan.
Matthías er sagður hafa verið vöxtulegur mað-
ur og fríður sýnum, en með stórar ‘smiðshend-
ur’. Hægur var hann og fáskiptinn.
Uppúr fermingu réðst María til vandalausra.
Var hún um hríð hjá Randrup lyfsala og eins
hjá Torfa Magnússyni. Á þeim árum kynntist
hún fyrst mannsefni sínu, sem einsog fyrr segir
var við nám í Latínuskólanum. María er sögð
hafa verið atgerviskona hin mesta í sjón og
raun, mikilhæf, stjómsöm, hagsýn og vönduð
til orðs og æðis. Hún andaðist árið 1920 hjá Sól-
veigu dóttur sinni á Akureyri þarsem hún hafði
dvalist lungann úr ævinni.
Böm þeirra Einars Pálssonar og Maríu
Kristínar Matthíasdóttur vora Sólveig (1876-
1960), Matthías (dó ársgamall), Matthías lækn-
ir (1879-1948), andvana fætt sveinbarn, Kristín
(1882-1907), Snorri trésmiður í Winnipeg
(1886-1966), Höskuldur (1887-1899), Hildi-
gunnur (1889-1891), Hildigunnur (1891-1904)
og Páll kaupmaður og sýsluskrifari á Akureyri
(1893-1983).
Hinn 7unda júní 1906 gekk Matthías Einars-
son að eiga Ellen Ludvíku Matthíasdóttur
Johannessen, fædd lOnda apríl 1883, dáin
29nda október 1964. Foreldrar hennar vora
Matthías Johannessen kaupmaður í Reykjavík
(1845-1900) og kona hans Helga Magnea Jóns-
dóttir Norðfjörð (1862-1932).
Matthías Johannessen var norskur að upp-
rana, fæddur í Olav den kyrres gate í Björgvin
og uppalinn í Knpsesmpget sem er elsta gata
Björgvinjar. Foreldrar hans vora Johannes
Mathiesen Askevold og Berta Simonsen, en
faðir Johannesar var Matthias bóndi í Aske-
vold, sem var einn af 37 bændum á stjómlaga-
þinginu á Eiðsvelli í aprfl 1814, þarsem mættir
voru 112 fulltrúar norsku þjóðarinnar til að
semja Noregi stjómarskrá og lýsa yfir sjálf-
stæði landsins.
Eftir seinni heimsstyrjöld fór Haraldur son-
ur Matthíasar til Björgvinjar í leit að ættfólki
sínu, sem ekki hafði spurst til síðan 1935, en
varð einskis vísari. Það var ekki fyrren Magn-
ús Stefánsson söguprófessor í Björgvin tók sér
fyrir hendur að kanna málið, að réttar upp-
lýsingar komu í ljós. í húsinu í Knpsesmoget
bjó frændi Matthíasar Johannessens kaup-
manns, dóttursonur einkasystur hans sem dáið
hafði af bamsföram. Hann hét Dagfinn Berle.
Eftir fráfall hans afréðu borgaryfirvöld, senni-
lega í samvinnu við norska þjóðminjasafnið, að
varðveita það sem í húsinu var, vegna þess að
öll efsta hæðin var undirlögð járnbrautartein-
um með bæjum og sveitabýlum og brautar-
stöðvum, allt búið til úr blikkdósum. Matthías
skáld Johannessen segist sjaldan hafa augum
leitt aðra eins hagleikssmíð, enda hafi verið
ævintýri líkast að litast um á efstu hæðinni.
I beinan karllegg var Helga Magnea komin
af Magnúsi Bjömssyni, sýslumanni Snæfell-
inga, sem lést í Stórabólu 1707. Foreldrar
hennar vora Jón Magnússon Norðfjörð (1827-
1878), verslunarmaður í Reykjavík, og kona
hans Vilhelmína Sophía Sigurðardóttir (f.
1832). Foreldrar Jóns voru Magnús Jónsson
Norðfjörð (f. kringum 1800), beykir í Reykja-
vík, og kona hans Helga Ingimundardóttir (f.
kringum 1800). Foreldrar Magnúsar vora Jón
Magnússon Norðfjörð (f. 1766), beykir á Reyð-
arfirði, og kona hans Sigríður Jónsdóttir (f. um
1766). Foreldrar Jóns voru Magnús Einarsson
(1734-1799), prestur að Gufudal og Kvenna-
brekku, og kona hans Helga Oddsdóttir (um
1739-1791). Magnús missti hempuna árið 1796
og bjó á Stóra-Skógi eftir það. Foreldrar
Magnúsar vora Einar Magnússon (1703-1779),
sýslumaður á Bæ í Hrútafirði, og kona hans
Elín Jónsdóttir (1699-1752). Einar lét af sýslu-
mannsembætti árið 1757. Foreldrar Einars
voru Magnús Bjömsson (1668-1707), lögsa-
gnari í Strandasýslu frá 1691 og sýslumaður
Snæfellssýslu frá 1696, og kona hans Þórunn
Einarsdóttir (1675-1707). Foreldrar Magnús-
ar vora Bjöm ‘gamli’ Jónsson (1615-1681),
prestur á Hvanneyri, og kona hans Þórey
Bjamadóttir (1642-1703).
Matthías Einarsson og Ellen Johannessen
eignuðust bömin Matthías (1907-1969), Maríu
(1911-1975) og Louisu (f. 20asta febrúar 1917).
Matthías var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Helga Kristín Helgadóttir Pjeturss (1909-
1944), og eignuðust þau tvo syni: Matthías (f.
1937) og Einar (f. 1942). Seinni kona Matthías-
ar var Asgerður Einarsdóttir (1913-1997), og
er þeirra sonur Haukur (f. 1948).
María giftist Sverri Ragnars stórkaupmanni
á Akureyri (f. 1906) og eignaðist með honum
dætumar Ellen (f. 1933) og Rögnu (f. 1935).
Louisa giftist árið 1944 bandaríska listmál-
aranum Leland Bell (1922-1991). Dóttir þeirra
er Temma Bell (f. 1945) listmálari og húsfreyja
í Bandaríkjunum, sem gift er Ingimundi Kjar-
val (f. 1950) búfræðingi og leirkerasmiði. Dæt-
ur þeirra era Úlla (f. 1978), Melkorka (f. 1981),
Nína Sóley (f. 1986) og Vala (f. 1991).
Uppvöxtur og námsár
Louisa fæddist í fallegu steinhúsi, Hverfis-
götu 45, sem hýst hefur Söngskólann á undan-
fömum áram. Þar var áður tómthúsbýli og
nefndist Hlíð eða Amljótskot, en steinhúsið
var reist árið 1914. Þar var lengi skrifstofa
aðalræðismanns og síðar sendiráðs Noregs.
Nokkru síðar seldi Matthías faðir hennar húsið
og fluttist með fjölskylduna í Kirkjustræti 10.
Kirkjustræti 10 hafði Kristján Ó. Þorgríms-
son reist árið 1879 og opnað þar bókabúð, en
hann var einskonar þúsundþjalasmiður í höf-
uðstaðnum, verslaði líka með ofna og eldavélar,
og rak „Skrifstofu almennings“ sem tók að sér
málflutning „fyrir væga borgun“, innheimti
skuldir og veitti aðstoð við bréfaskriftir. Kri-
stján var bæjarfulltrúi og um skeið bæjargjald-
keri aukþess sem hann var lengi sænskur ræð-
ismaður. Kunnastur er Kristján fyrir hlutdeild
sína í leiklistinni í höfuðstaðnum, þótti afburða-
góður gamanleikari og kom fram í fjölmörgum
sýningum Leikfélags Reykjavíkur. Seinni kona
hans var Helga Magnea Jónsdóttir, ekkja
Matthíasar Johannessens kaupmanns, sem um
skeið rak verslun í Aðalstræti 12. Meðan Krist-
ján bjó í Kirkjustræti 10 vora tvö herbergi
hússins lögð undir Náttúrugripasafnið í nokk-
ur ár,
Á árunum 1913-14 var í húsinu skrifstofa
borgarstjóra, sem þá var Páll Einarsson.
Kristján féll frá árið 1915, en ekkja hans bjó í
húsinu frammyfir 1930. Má gera ráð fyrir að
mægðirnar við seinni konu Kristjáns hafi átt
sinn þátt í að Matthías læknir fluttist um sinn í
Kirkjustræti 10. Þar átti Louisa heima til sjö
ára aldurs. Fjölskyldan bjó á efri hæðinni, en
lækningastofan var á neðri hæð. „Kannski var
lækningastofan líka uppi,“ segir Louisa, „því
ég man að pabbi bað sjúklingana að vara sig á
stiganum." Matthías var bæði yfirlæknir á
Louisa í vinnustofu sinni t New York árið 1971.
Morgunblaðið/Budd
Grasker á bláum dúk, 1987, olía á striga.
NÚTÍMAKONA
Málverk Louisu Matthíasdóttur eru svo ósegjanlega og himin-
hrópandi tær að furðu sætir. Hvort sem hún málar sjálfsmynd,
uppstillingu eða landslag - allt þetta hefur hún ítrekað málað
með glæsibrag til jafns við það besta sem listamenn á þessari
öld hafa sýnt af sér - vinnur hún afdráttarlaust og með skýr-
um áherslum og djörfum litum. Henni er lagið að draga upp
svo tæra mynd af hversdagslegum fyrirbærum að áhorfandinn
fellur í stafí. Fyrir Louisu er hin tæra sýn grundvallaratriði
skynjunar; á henni er reist sú listsýn sem markar öll hennar
verk. Málverk hennar einkennast af kyrrlátum en þó fjörmikl-
um heiðarleika. Jafnvel þverstæðum þeirra og margræðni -
óljósu samspili hlutanna í einhverri uppstillingu eða heimul-
legu augnaráðinu sem listamaðurinn sendir okkur í sjálfs-
mynd - er komið á framfæri undanbragðalaust. Málverkin
sem hér um ræðir, sum þeirra á þriðja metra á hæð eða
breidd, túlka þau undur og stórmerki sem sjónin færir okkur.
Ekki einasta fjalla þau um það hve undarlegt það er að geta
yfírleitt séð fólk, staði og hluti, heldur einnig um það hve und-
arlegt það er að sjá liti og myndverk, og að sjá hvernig fólk,
staðir og hlutir breytast í Iiti og myndverk á töfrum líkan hátt.
Þegar ég hugsa um verk Louisu, er það fylling þeirra, hið
óhjákvæmilega í samsetningu þeirra, sem fyrst kemur upp í
hugann. Hér lít ég til innri hrynjandi blátónanna í borgar-
myndinni Vesturgata frá 1980, til þess hvernig nokkrir gulir,
rauðir og bleikir Iitflekkir eru notaðir eins og greinarmerki í
setningu, til áréttingar stemmningunni sem dimmblámi mynd-
arinnar felur í sér. Mér verður einnig hugsað til dirfskufullrar
nálægðarinnar í ótalmörgum uppstillingum hennar, sem og til
ýmissa millikafla í myndum hennar: til handfangs á brúnni
könnu í Grasker á bláum dúk, sem máluð er af svo dularfullri
nákvæmni að liún verður eins og lykillinn að leyndardómi
uppstillingarinnar.
Ekki má heldur horfa framlijá sjálfsmyndunum þar sem
listakonan stendur teinrétt í fullri líkamsstærð. Eða innilega
raunsæjum andlitsmyndunum sem hún málar af Temmu dótt-
ur sinni á unglingsaldri. Hvað þá limgerðinu sem gæðir mynd-
ir hennar frá Maine næstum klassískri/riðsæld. Ekki má
gleyma landslagsmyndum hennar frá íslandi, ýmist með kind-
um á víð og dreif eða litríkum húsakrflum sem klúka undir
dramatískri himinhvelfmgu.
Að margra áliti, þar á meðal ófárra bandarískra listamanna,
er Louisa Matthíasdóttir meðal merkustu myndlistarmanna
vorra tíma. Að mínu áliti eru málverk hennar afgerandi fram-
lag til bandarískrar myndlistar eftir heimsstyrjöldina síðari.
Landakotsspítala og rak eigin stofu.
Á þessu skeiði vora leiksystur Louisu telp-
urnar sem áttu heima uppá lofti í Baðhúsi
Reykjavíkur, steinsteyptu bakhúsi með háu
risi við Kirkjustræti 8b, og telpa sem átti heima
í næsta húsi, Kirkjustræti 8a. Leiksvæðið var
Austurvöllur og nálægar götur og garðar, og
þótti Louisu hafa verið þröngt um sig og ónæð-
issamt í innilokun og argaþrasi miðbæjarins
borið saman við það sem í vændum var.
Árið 1924 festi Matthías kaup á Héðinshöfða
og lét gera húsið upp. Meðan beðið var eftir að
verkinu lyki bjó fjölskyldan um eins árs skeið í
Tjarnai-götunni. Þar var sjónhringurinn víðari
austuryfir Tjömina og Vatnsmýrina allt til
Öskjuhlíðar.
Árið 1925 var síðan flutt í glæsileg húsa-
kynnin við sundin blá þarsem fjölskyldan bjó
til 1937. Matthías breytti nafni hússins í Höfða,
og hefur sú nafngift haldist.
Mörgum bæjarbúum þótti Höfði vera langt
frá bænum, e'nda vora eiginleg bæjarmörk við
Hringbrautina, sem seinna fékk heitið Snorra-
braut, þó stöku hús stæðu innar við Laugaveg-
inn. Sumir Reykvíkingar sögðu: „Ég hef aldrei
komið að Höfða að vetrarlagi." Strætisvagnar
voru ekki komnir til sögunnar, svo postulahest-
arnir voru látnir duga, enda ekki nema hálf-
tímagangur niðrí miðbæ.
Þegar Matthías læknir og fjölskylda hans
fluttust að Höfða var umhverfið allt annað en
nú. Á báðar hendur voru stór stakkstæði, móar
og víðáttumikil tún Rauðarár. Á björtum dög-
um blasti við í vestri og norðri litskrúðugur
fj allahringurinn: Snæfellsnesfj allgarður,
Akrafjall, Skarðsheiði, Esja, Skálafell, Mosfell,
Lágafell og Ulfarsfell, en á sundunum Ijómuðu
óbyggð Örfirisey, Engey með reisulegu bónda-
býli og Viðey með lítilli kirkju og stórbúi í Við-
eyjarstofu. Handanvið sundin gnæfðu marglit
og formfögur hamrabelti Esjunnai’, og blómleg
sveitabýlin vora einsog djásn við rætur hvann-
grænna fjallshlíða.
Á hægri hönd þegar horft var útá sundin gat
að líta Laugamestangann með hátimbruðum
Holdsvefia-aspítalanum, stærstu byggingu í
landinu. Á hólnum fyrir ofan hann trónaði stað-
arlegt Laugamesbýlið og gnæfði yfir umhverf-
ið, en nær blöstu við lágreistar byggingar fisk-
verkunarstöðvanna á Innri- og
Ytri-Kirkjusandi, umluktar víðáttumiklum
stakkstæðum þarsem verkakonur í skærlitum
svuntum iðjuðu daginn langan allt sumarið.
Sunnanvið Kirkjusanda kúrði býlið Kirkjuból
við Laugarnesveg og teygði iðjagræn túnin
niðrað Fúlalæk og Fúlutjöm, en næst Höfða
niðrivið ströndina reis fiskverkunarstöðin
Defensor.
Við Laugaveginn, rétt hjá afleggjaranum
niðrað Höfða, var lítið bóndabýli, kennt við
Gísla silfursmið. Gísli hafði kúabúskap í hjá-
verkum og seldi mjólk til nágrannanna. Þaðan
fékk fjölskyldan á Höfða mjólkina sína.
I nánasta umhverfi Höfða vora engin börn,
en innarlega á Laugavegi bjó skólabróðir
Matthíasar, Þorkell Þorkelsson veðurfræðing-
ur. Móðir Louisu hringdi í hann og spurði hvort
þau hjónin ættu dætur á aldur við Louisu sem
hún gæti leikið sér við. Þau reyndust eiga dótt-
urina Sigríði sem var meiren fús til að eignast
nýja leiksystur. Kom hún daglega að Höfða og
þær stöllur léku sér endalaust saman. Vora það
fyrst og fremst dúkkuleikir með dúkkuhúsum
og öðru tilheyrandi. Daglangt undu þær við
brúðumar sínar og umbúnað þeirra, en íyrir
kom líka að þær lékju sér með leggi og kjálka.
Dúkkuleikirnir voru samt einskonar tóm-
stundaiðja, því Louisa varði ríflegum tíma til
að teikna og mála. Myndlistaráráttan sagði
snemma til sín og varð æ áleitnari. Fátt var
telpunni hugleiknara en fá að vera í friði og láta
hug og hendur framkalla á pappírnum það sem
gripið hafði athygli hennar í umhverfinu eða
orðið til í ímynduninni. Friðsældin á Höfða og
óviðjafnanleg útsýnin vöktu henni bæði
ánægju og sterka löngun til að tjá það sem inni-
fyrir bjó og leitaði áþreifanlegi-a forma.
Náfrænka Louisu, Unnur Bjarnadóttir
(1910-1997), sem alin var upp á Akureyri, kom
ekki til Reykjavíkur fyn-en árið 1925 og dvald-
ist þá sumarlangt á heimili Matthíasar frænda
síns. Þá var Louisa átta ára gömul. Unni var
efst í huga hve hlédræg og hljóðlát Úlla litla
var. Það fór aldrei neitt fyrir henni, enda var
hún síteiknandi. Samt átti hún til saklausar
glettur. Á heimilinu var litill og skemmtilegur
hundur, en Unni var hreint ekki um slíkar
skepnur gefið. Einhvem dag var hún rúmföst
og Louisa kom inn til að vita hvernig henni liði.
Alltíeinu fann Unnur að kominn var hundur
undir sængina hjá henni og varð helduren ekki
hverft við. Louisa hafði laumað honum þangað
svo lítið bar á. Þótti þetta uppátæki telpunnar
þeim mun fyndnara sem hún var að jafnaði svo
stillt og dagfarspráð að hvorki datt af henni né
draup. Unni var hugstætt hve góð og indæl
Úlla litla var, og einstaklega falleg.
Að sögn Unnar var Louisa að því leyti
óvenjulegt barn, að hún bað aldrei um neitt.
Móðir hennar sagði Unni, að einhverntáma
hefði hún farið með þær systurnar, Maju og
Úllu, uppí Borgarfjörð og gefið þeim hvorri
fimm krónur. Maja var búin að eyða sínum
fimm krónum sama dag, en þegar þær komu
aftur til Reykjavíkur skilaði Úlla sínum fimm-
kalli. „En þú átt hann,“ sagði móðir hennar.
„Já, en hvað á ég að gera við hann?“ spurði
Louisa.
Kunnugir segja þær systur, Maríu og Lou-
isu, hafa verið einkennilega sundurleitar.
María var opinská, glaðlynd, fjörug, félagslynd
og ræðin, en Louisa dul, rólynd, stillt, ómann-
blendin og fámál. Matthíasi bróður þeirra svip-
aði meir til Louisu, átti að vísu til góðlátlega
stríðni, en var hægur og hlýr í viðmóti. Þær
mæðgur Ellen og Louisa voru frá öndverðu
ákaflega samrýndai-. Louisa var mikið
mömmubarn meðan báðar lifðu.
Heimilið á Höfða var glæsilegt menningar-
heimili, enda var Ellen húsfreyja orðlögð fyrir
listfengi og smekkvísi, hafði verið góður teikn-
ari á yngri áram og var leikin í höndunum við
hverskyns hannyrðir. Matthías var mikill
áhugamaður um listir og keypti verk eftir ís-
lenska málara.
I sambandi við uppvöxt Louisu er vert að
hafa í huga, að verk eftir erlenda listamenn
voru svotil óþekkt á íslandi, nema kannski á
einstaka grónu menningarheimili - ekkert
listasafn, engir sýningarsalir, listaverkabækur
fágætar - og hérlend myndlist var rétt að byrja
að slíta barnsskónum. Matthías hafði samt
keypt erlendar listaverkabækur sem Louisa
fékk að fletta í bemsku, en ýmislegt bendir til
að það sem fyrst og fremst mótaði hana á ung-
um aldri hafi verið nakin og stórskorin náttúra
landsins, skærir og fjölskráðugir litir umhverf-
isins ásamt tærri og síbreytilegri birtu norður-
hjarans.
Þegar Louisa var komin á skólaaldur var
hún send í Landakotsskóla við Túngötuna,
meðþví ekki var neinn skóli í Austurbænum.
Sex daga vikunnar fór hún fótgangandi til og
frá skóla og þótti ekki í frásögur færandi. Að
vísu var stundum hvasst og votviðrasamt, segir
hún, en aldrei verulega kalt einsog víða erlend-
is. „Ég man helst eftir mér í regnkápu og stíg-
vélum,“ segir hún. Varla verður samt dregið í
efa, að oftlega hafi þessar löngu göngur verið
einmanalegar og jafnvel ónotalegar, en telpan
var snemma einbeitt og hörð af sér, lét sér vel
líka að arka endilangan Laugaveginn í öllum
veðram, enda kom aldrei neitt fyrir á leiðinni
sem henni þótti sérstaklega markvert.
Af kennurum í Landakotsskóla varð henni
minnisstæðust systir Klemensía eldri, sem féll
frá meðan Louisa var í skólanum. Hún var
dönsk og ákaflega barngóð. Sumar kennslu-
stundir fóru fram á dönsku og þótti fullkom-
lega eðlilegt, enda voru ýmsar kennslubækur á
því máli. Louisa hélt á sínum tíma að þetta ætti
bara við um Landakotsskóla, en frétti síðar hjá
Unni frænku sinni að þegar hún var í skóla á
Akureyri hefðu kennslubækur oft verið á
dönsku. „Maður lærði dönsku einsog hún væri
íslenska," segir Louisa.
Af öðrum kennuram man hún best eftir syst-
ur Delfínu og fröken Guðrúnu, sem ekki var
nunna og hafði á hendi íslenskukennsluna.
Meulenberg biskupi varð tíðfóralt í kennslu-
stundir, vildi fylgjast með hvað börnin vora að
læra og gera. Hann var líflegur maður og
skemmtilegur, en börnin kynntust honum ekki
að ráði. Ein af bekkjarsystrum Louisu var
Lilla Guðmunds sem síðar gerðist nunna og tók
sér nafnið Klemensía.
I Landakotsskóla var lögð áhersla á að láta
nemendur teikna og mála. Biskupinn var ein-
lægt að koma og líta á ‘listaverkin’. Nunnumar
í Landakoti vora hæstánægðar með frammi-
stöðu Louisu. Þær fengu hana meiraðsegja til
að segja hinum börnunum til.
Ári eftir fullnaðarpróf sendi Matthías dóttur
sína til Tryggva Magnússonar sem kenndi
unglingum teikningu í einkatímum heima hjá
sér. Vai' hún hjá honum tvo vetur. Tryggvi var
afskiptalítill um verk Louisu, enda teiknaði
hún og málaði samviskusamlega það sem fyrir
hana var lagt.
Einsog fyi-r segir var Louisa síteiknandi frá
fyrsta fari og virðist hafa orðið fyrir sterkum
áhrifum á mótunarárunum þegar fjölskyldan
bjó á Höfða. Matthías bróðir hennar var kunn-
ur hestamaður, en reiðlistin höfðaði aldrei
veralega til hennar, enda fór hún sárasjaldan á
hestbak. Seinnameir, þegar hún var orðin
stálpuð, fór hún eittsinn með bróður sínum og
konu hans í vikulangan reiðtúr uppá Mýrar og
var orðin ögn skárri þegar heim kom, en hún
varð aldrei jafndugleg og eldri systkinin tvö,
Maja og Matti.
Áfturámóti má vafalaust rekja hestamyndir
hennar á seinni árum til minninga frá Höfðaár-
unum. Henni hefur alla tíð fundist áratugurinn,
þegar hún bjó á Höfða, hafa verið ævin öll,
enda fer ekki milli mála að hún hefur æ síðan
verið að ausa af óþrjótandi brunni bjartra
bernskuminninga. Sjálf segir hún um Esju-
mótífið í myndum sínum: „Það eru vitanlega
ekki síst minningar frá Höfðaárunum. Eg
horfði á Esjuna dagsdaglega í tíu ár, svo hún
hlaut að festast í mér. Ég er enn að mála þessi
mótíf: Esjuna, Skarðsheiðina, Akrafjallið og
allt það.“
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 1 1