Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 3
l l SISOk MOIM.I MSI ADSINS - MENNING I IS I IIS 84. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Kubrickerallur Þess er minnst nú að kvikmyndahöfundurinn Stanley Kubrick Iést á þessu ári. Um hann hefur verið sagt að þar hafi farið síðasti ris- inn í heimi kvikmyndanna. Um Kubrick skrif- ar Jónas Knútsson kvikmyndaleikstjóri. Sigurjón Um þessar mundir kemur út 2. bindi ritverks um Siguijón Ólafsson myndhöggvara, glæsi- leg bók með fjölda mynda. I texta Aðalstcins Ingólfssonar er komið víða við og ferill Sig- urjóns rakinn frá því hann kom heim eftir stríðið. Hér er gripið niður í kafla um portret Sigurjóns en á því sviði vann hann mörg mcistaraverk. Fjaðrórgljúfur Austur á Síðu er margt að sjá í ríki náttúr- unnar og meðal þess er Fjaörárgljúfur skammt vcstan við Hunkubakka. Gljúfrið er um 100 m djúpt og frá því segir Gísli Sigurðs- son í máli og myndum. Berlín fékk sína listakaupstefnu líkt og aðrar stór- borgir í Þýskalandi fyrir nokkrum árum, og er mikill hugur í framkvæmdaraðilum að skapa henni nafn og sérstöðu. Allt skal vera best frumlegast og stærst í höfuðborg þjóðar- innar sem fyrr. Bragi Asgeirsson var á vett- vangi við foropnun framningsins fyrir skemmstu og hermir hér frá. FORSÍÐUMYNDIN er af Hjálmsstöðum í Laugardal, einn af fegurri bæjum landsins, þar sem saman fer fallegt bæjarstæði og vel teiknað ibúðarhús sem nýtur sín til fulls vegna þess að það var byggt framan við gamlan trjágarð og stendur í skjóli hans. Ljósmynd-.Lesbók GS. JÓN ARASON [AF ATBURÐUM 1549- 5 0] - BROT - Bóndi nokkur bar sig að biskups veldi stýra því dýra. En honum fórilla það. Öllu varhonum betra á Stað heima aðhýra. Bóndinn Skálholts barsigað biskupsstólnum stýra þeim dýra. Villu marga og vantrú bauð; vex honum af því sárleg nauð, sem skáldin skýra. Þessi karl á þingið reið þá með marga þegna svo gegna. Öllum þótti hann ellidjarfr, ísalandi næsta þarfr og mikið megna. Víkr hann sér í Viðeyjarklaustr - víða trúi eg hann svamli sá gamli. Við Dani var hann djarfr og hraustr. Dreifði hann þeim á flæðarflaustr með brauki og bramli. Nú er hann kominn til Hóla heim hægrísínu sinni, eginni. Örðinn er hann af elli mæddr. Aldrei trúi eghann verði hræddr, þó ljóðin linni. Jón Arason, 1484-1550, fæddist á Grýtu í Eyjafirði. Hann varð prestur 1507 og biskup á Hólum 1524 til dauðadags. Hann var síðastur biskup í kaþólskum sið, tekinn af lífi í Skálholti. GERUM BORG- INA BYGGILEGRI RABB / Eg tek undir með þeim, sem telja byggðavandann alvarlegan. Ég er hins vegar líka sammála þeim, sem líta svo á að stærsta hættan í byggðamálunum sé ekki að fólk flykkist til Reykja- víkur, heldur að fólk flykkist frá Reykjavík - til útlanda. Ég er m.ö.o. sammála þeim, sem telja að megin- vamarlínan í byggðamálunum liggi ekki uppi í Borgarfirði eða austur í sveitum; hún liggur þvert á móti um Keílavíkurflugvöll. Höfuðborgin okkar er megintryggingin fyrir því að í hinni alþjóðlegu samkeppni, sem nú ríkir, haldist bezt menntaða fólkið í landinu - eða snúi aftur heim frá námi erlendis - af því að það finnur störf við sitt hæfi og, sem sennilega er enn mikilvægara, samfélag og umhverfi að sínu skapi. Þetta finnur fólk í borg með kraftmiklu menningarlífi, öflugu viðskiptalífi og fjölbreyttum möguleikum á tómstundaiðkun og útiveru. Vöxtur og við- gangur Reykjavíkur er raunar líka ein for- senda þess að fólk sé til í að búa úti á landi, vegna þess að í margra huga er nauðsynlegt að ekki sé langt í borgarlífið, þótt þeir kjósi ekki endilega að búa í borg. Að mörgu leyti hefur Reykjavík tekizt, þrátt fyrir hvað hún er pínulítil, að verða dá- lítil heimsborg og um leið sá segull, sem held- ur fólki heima. Við getum verið stolt af mörgu og grobbað okkur endalaust af fjölda atvinnu- leikhúsa, kvikmyndahúsa, sjónvarpsrása og útvarpsstöðva, sinfóníuhljómsveit og óperu og bráðum tónlistarhúsi. Veitinga- og kaffihús- um hefur fjölgað óðfluga á síðustu árum og veitingamar eru meira að segja oft alveg prýðilegar. Laxveiðiá rennur um miðja borg- ina, opin svæði eru fráleitlega mörg, örstutt í skíðasvæðin og þannig mætti áfram telja. Vel- ferðar- og menntakerfið er í sæmilegu lagi í samanburði við nágrannalöndin; vandræðin við að manna skóla, leikskóla og heilbrigðis- stofnanir eru ekki séríslenzkt vandamál. Verð á t.d. raftækjum og fatnaði, einkum þeim vandaðri, hefur orðið skaplegra og minna er orðið um að fólk þurfi að kaupa sér flugfar- seðil til útlanda til að hafa efni á jólafötum á börnin. Á öðrum sviðum er samkeppnisstaða Reykjavíkur hins vegar afar slæm í saman- burði við heimsborgirnar. Þar eru efst á list- anum verðlag og úrval af daglegri nauðsynja- vöru, mat og drykk, sem er um leið mikilvægur partur af menningarlífinu. Matur og drykkur er farinn að skipta heilmiklu máli í lífi margra Islendinga, ekki sízt þeirra, sem hafa kynnzt siðum annarra þjóða í þeim efn- um. Matur er ekki lengur bara til að verða saddur af og áfengir drykkir ekki bara til að verða svínfullur af. Nú til dags eru orðnir til fjölmargir kröfuharðir áhugamenn um mat og vín á Islandi. Það verður að segjast eins og er að heimsborgin Reykjavík stendur ekki undir kröfum þeirra og „drottning íslenzkra mat- vöruverzlana“ er eins og rytjuleg kelling í Hagkaupsslopp samanborið við sælkerabúðir meginlandsins. Hér er þó ekki hægt að kenna kaupmönn- um um, heldur fyrst og fremst stjómmála- mönnum. Það þótti bylting fyrir fáeinum ár- um, þegar leyft var að flytja inn útlenda osta (enginn dó, þrátt fyrir að innflutningsbannið hefði verið réttlætt með „heilbrigðissjónar- miðum“). Enn bera ostaborð stórmai’kaðanna hins vegar merki innflutningskvóta og ofur- tolla ríkisstjómarinnar. Sama er uppi á teningnum í grænmetis- borðunum, eins og frægt er orðið. Verð á grænmeti hækkaði eftir að nýtt GATT- samkomulag gekk í gildi, svo tryggilega gengu fulltrúar bænda í ríkisstjóm frá tollum og kvótum til að vernda innlenda framleiðslu. Og að sjálfsögðu líður framboð og úrval fyrir þessa sovézku innflutningshætti. Það er þyngra en támm taki að vafra um íslenzkan stórmarkað með einfalda uppskrift að t.d. grænmetisrétti frá Miðjarðarhafinu og finna u.þ.b. helminginn af hráefninu, verða að skálda afganginn með einhveiju fölu íslenzku káli. Ekki þarf að rekja lengi raunir matamn- nenda þegar kemur að innflutningi á kjöt- vöru; allar ljúffengustu pylsur og skinkur meginlandsins era hér í banni vegna þess að þær era ekki soðnar til andskotans og þar af leiðandi ekki þóknanlegar yfirdýralækni, sem hefur eftirlit með innflutningi matvöra. I hvaða landi öðra þarf fólk að spyrja dýra- lækni hvað það megi láta ofan í sig? Stærsta hneykslið er þó fyrirkomulagið á áfengissölu. Áhugamenn um jafnsjálfsagða neyzluvöra og bjór eða léttvín geta ekki nálg- azt hana í hverfisverzluninni sinni, hvað þá í sérverzlun þar sem lagt væri upp úr úrvali og þekkingu á þessari göfugu vöra, heldur verða þeir að gera sér ferð í kuldalegar ríkisstofnan- ir, sem eru opnar á þeim tíma, sem fólk kemst sízt þangað, úrvalið fer eftir höfði einhverra embættismanna og vöraþekking starfsfólks- ins er svo stórfengleg að einkunnir eins og „ekki súrt“ og „gott á grillið" þykja bara nokkuð góð meðmæli með víni. Sorgarsöguna um verðlagið þekkja allir. Sama á auðvitað við um sterkari drykkina. Það er til dæmis mikil stúdía að kynnast leyndardómum skozks maltviskís. Af því eru til vel á annað hundrað tegundir. í verzlunum ÁTVR er hægt að fá heilar sex! Reyndar er hægt að sérpanta nokkra tugi í viðbót eftir lista en það stenzt nú ekki alveg samjöfnuð við að velja úr hillunni í vistlegri sérverzlun og rabba um karakter drykkjanna við sérfróðan afgreiðslumann, jafnvel tylla sér á tunnu og fá að smakka. Enda kaupi ég mitt maltviskí í út- löndum og íslenzk veralun græðir ekki á mér á meðan. Enn hefur ekki verið stungið upp á því að bflar verði seldir í ríkiseinkasölu, þótt þeir séu auðvitað að minnsta kosti jafnhættulegir og áfengið og fjöldi manns fari sér að voða á þeim á hverjum degi og leggi heilu fjölskyldurnar í rúst. Hins vegar er svívirðilega dýrt að eiga og reka bíl í Reykjavík vegna skattlagningar stjórnvalda og ekki bætir umferðarkerfið úr skák, enda svíkja þessir sömu stjómmála- menn Reykvíkinga árlega og deila vegafé fyrst og fremst út á land en samgöngubætur í borginni sitja á hakanum. Ef hér væra sæmi- legar almenningssamgöngur væri þetta í lagi, en SVR er nú ekki beinlínis framúrskarandi borgarstofnun og reynsluvísindi mín heima í Hlíðahverfi sýna að leið sjö er að meðaltali sex mínútum of sein á morgnana. Við tölum oft um hversu dýrt sé að búa í þessu litla samfélagi; hvað það kosti mikið átak að bjóða upp á sömu aðstæður í menn- ingiirlífi og samfélagi og stærri þjóðir. Ég tek undir að það getur talizt afrek að reka hér t.d. atvinnuleikhús eða sinfóníuhljómsveit eða að gefa út gæðadagblað, af því að fasti kostnað- urinn er hár cn sálimar, sem líklegt er að ger- ist viðskiptavinir, ösköþ fáar og þess vegna er erfitt að ná endum saman. En í því, sem snýr að matar- og vínmenningu, bfla- og umferðar- menningu, era ókostir smæðarinnar engir. Allt og sumt sem þarf er að stjómmálamenn dragi girðingarstaurinn úr auganu og afnemi kvóta, ofurtolla og einokunarverzlun, lækki skatta og leyfi markaðnum að ráða. Það væri svo sannarlega byggðastefna í þágu Reykja- víkur, sem tryggði betur stöðu þessarar pínu- litlu heimsborgar gagnvart stórusystram hennar í útlöndum. ÓLAFUR Þ.STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. DESEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.