Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 4
UR SKRIFTAMALUM EINSETUAAANNSINS EFTIR SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON Hið íslenska bókmenntafélag hefur endurútgefið Skriftamál einsetumannsins eftir þingeyska bóndann Sigurjón Friðjónsson. Páll Skúlason rektor skrifarað- faraorð að texta höfundar, en Ragnhildur Richter bók- menntafræðingur skrifar eftirmála um höfundinn og verk hans. Ulfar Bragason sá um útgáfuna. Sigurjón Friðjónsson I. Heiðríkjustund Fátt er nútímafólki hollara en að hugleiða þær óræðu tilfínningar sem i brjósti þess bær- ast gagnvart leyndardómum tilverunnar. Slík- ar hugleiðingar eru nauðsynlegai- til að móta á ábyrgan hátt eigin lífsafstöðu og leitast við að skýra eigin lífsskoðun fyrir sjálfum sér og öðr- um. En vandinn er sá að fæst okkar vita hvern- ig hægt er að hugleiða spurningar um tilgang og merkingu tilverunnar, og mörg okkar eru fyrirfram sannfærð um markleysi slíkrar við- leitni: Tilveran verði okkur alla tíð óráðin gáta; þess vegna sé skynsamlegast að leiða hjá sér allar vangaveltur um eðli hennar og tilgang og huga fremur að því hvernig við fáum notið þess að vera til þessa stuttu stund sem okkur er gef- in. En hvað er „að vera til“? Hvað merkir það eiginlega? Hver er þessi „stund“ sem okkur „er gefín“? Hvernig tökum við á móti henni? Hvernig fáum við „notið hennar“? Hver er „af- staða“ okkar og „skoðun" á þessum málum og á hvaða rökum er hún reist? Vafalaust getum við skotið okkur undan þessum skrýtnu spumingum. En við getum ekki skotið okkur undan þeim veruleika sem þær beinast að. Hann umlykur okkur á alla vegu og gerir vart við sig í vitund okkar bæði í draumi og vöku. Og við bregðumst við honum í huganum hvort sem við gerum það af ásettu ráði eða einungis ómeðvitað. Sigurjón Friðjónsson kaus að gera það af ásettu ráði með því að takast á við þær óræðu tilfínningar sem vöknuðu með honum á ýmsum stundum lífsins. Skriftamál einsetumannsins eru merkileg tilraun til að yfirvega í skipulegri, ljóðrænni tjáningu „ósegjanlegar" tilfínningar fyrir veruleikanum og hvernig hann ber að hinni „einstöku sál“. Höfundurinn er í leit að lausn á þeim lífsvanda að vera „hugsandi vera“, í senn vitni að því hvernig tilveran opin- berast okkur og þátttakandi í þeim undrum og öflum sem þar er að finna. Eg held að hver hugsandi manneskja glími við þennan sama lífsvanda - hver á sinn einstaka, persónulega hátt. Og í þeirri viðleitni er ómetanlegt að geta leitað stuðnings skálda og hugsuða á borð við höfund þessa rits, sem hafa óhikað leitað orða til að tjá og skýra eigin andlegu vegferð. Blátt. Allt loftið blátt. Dökkblátt; fagurblátt. Og í þessu bláa hafi sindrandi sólkringla yfir heiðarbrún. Eg leita að orðum og eg finn lengi ekki annað en þetta: Blátt; dökkblátt; fagur- blátt. Og sindrandi sólkringla yfir lágri heiðar- brún - eins og hún væri á næstu grösum. Svo tínast orðin að: Þögn. Unaður. Sumardýrð. Helgidagskyrrð. Eg hika við „sumardýrð". Þetta er á góu. Enginn fuglasöngur; enginn lækjarniður. - Lágur fossadynur í fjarska. - „Helgidagskyrrð" minnir mig á messugjörð fyrir 50 árum. Eg sé Jón í Brekku á bekk fram- undan mér. Hann dottar; missir höfuðið niður á bringu; hrekkur við, lyftir upp höfðinu - og missir það niður á bringu aftur. - Eg geng frá bænum; langar upp að Austurhlíð. En hún er enn í skugga. Eg geng út á hól og horfí yíir dal- inn. Þögn. Unaður. - Þetta er nóg. Sindrandi sólkringla í bláu hafí; lofthafi. Lágur vatnanið- ur í fjarska. - Uppruni trúarbragðanna í hræðslu! Hvílík- ur bamaskapur. Hvað er eðlilegra en tilbeiðsla sólarinnar á fögrum morgni? Hvað er ákjósan- legra en unaður? Algleymisnautn líðandi stundar? Hvað upprunalegra en ástrík löngun til að halla sér að móðurbrjósti - eða föður- hjarta? Hvað sterkara en löngunin til að halla sér að barmi. - Að barmi þínum - sem ert horf- in fyrir löngu. - Drottinn minn! - Stingurinn. Örið, sem rifnar upp. Sárið, sem aldrei grær. Unaður - og sorg. Alveg á næstu grösum hvað við annað. VI. Hið mikla dularfulla Mannshugsjón sú, sem er að skapast í hugs- anabrimi nútímans, er af annarri hálfu djarfur, þróttugur einstaklingur, og af annarri hálfu sambandsnæmt heildarbrot. Líkt og hnöttur er gagnvart öðrum hnöttum og þungamiðju heils sólkerfís. Og þungamiðja mannlífsins liggur utan við jarðlífið og togar þaðan út á dularfullt haf eilífðarinnar. Svo segja fróðir menn, að stjömufræðingar fínni stundum með athugunum á gangi himin- tungla og reikningi, að til sé í nánd við þau ósýnilegur hnöttur, sem áhrif hafi á göngu þeirra. A líkan hátt er því varið, þegar maður- inn finnur guð. Hann fínnur, að einstaklingslíf- ið nær ekki fullu gildi, nema í samfélagi við óþekkta stærð. Hann fínnur, að í því samfélagi verða allar raunir léttari og að það er hið æðsta hnoss, sem mannlífið hefír að bjóða. Þessi óþekkta stærð er það, sem hann kallar guð. Það er ofætlun vitsmunum mannsins að finna dýpstu rök tilverunnar. - Mestur hluti kristinna manna lítur svo á, að hið illa sé til fyr- ir einskonar náð, eða afskiptaleysi, alltsjáandi, almáttugs guðs. Lítur á það sem uppreisn gegn guði, sem hann líður en leyfir ekki; nokk- uð, er hann, sem æðri máttur, gæti upprætt, en hirðir ekki um að uppræta. Og hegnir þó fyrir að lokum. Skírskotun til frjálsræðis mannsins réttlætir ekki svona afstöðu. Engin móðir og enginn faðir; engir foreldrar, sem einlæglega elska sitt barn, leyfa því né líða, þeim að sjálfr- áðu, að gera það, sem þau vita, að barninu muni verða til varanlegrar, ef til vill endalausr- ar óhamingju. Ef til vill endalausrar kvalar. Kæmi slíkt fyrir væri það vottur um skort á kærleika. Og gagnvart almáttugum guði er maðurinn barn. Veikt og vesalt barn. - Sé hins vegar litið á hið illa sem tæki í hendi guðs, til þess að leiða eitt eða annað á æðra til- verustig - eins og sumir gera - þá verður það að vitnisburði um skort á almætti. Samkvæmt mannlegri hugsun ætti almáttugur guð þegar að hafa náð takmarki sínu, um óravegu al- danna. Ætti að geta náð því jafnvel með einu andartaki. Annað væri í rauninni nokkurskon- ar leikur. - Fallist maðurinn þó á, að til sé raunveruleg, algild mótsetning ills og góðs, rekur hugsunina að því, að alheiminum muni stjórna tvö - eða fleiri - gagnstæð, frumleg meginöfl. Verða þau þá að álítast jafnsterk, þvi að öðrum kosti mundi hið sterkara hafa yfir- stigið hið veikara um eilífðir eilífðanna. Sigri á einum stað verður þá að fylgja ósigur á öðrum, til þess að jafnvægi haldist. Tilveran að vera nokkurskonar vonlaus hjaðningavíg. En manneðlið þolir ekki vonleysið, heldur græðir yfir það í sífelldri sköpun. Að síðustu í sköpun hugsjónar um algóðan, almáttugan guð, sem á megi treysta og einum beri að hlýða. Og það, sem maðurinn skilur ekki, býr hann um í þessu trausti. Maðurinn loitar að hamingju. Og venjulega finnst honum, að hamingjan verði með auð- veldustu móti fundin í gleði. En gleðin er eins- konar útgeislan af lífsorku mannsins og að mestu leyti ósjálfráð. En að því leyti, sem hún er undirgefin vilja hans, finnur hann hana einkum í nautn. En nautnin er nokkurskonar bruni, sem um leið og hann geislar frá sér ljósi, eyðir því sem brennur. Nema því sé haldið við með aðdráttum í réttu hlutfalli við það sem eyðist. Þetta á sér stað í innilegu samlífi, þar sem geislarnir flytja eldsefnið frá sál til sálar. En í stærstum mæli finnur maðurinn þetta eldsefni í trúnni á guð. Aðalástæða mannsins til að safna auði er sú að ná með aðstoð hans, á einn eða annan hátt, þeirri gleði, sem í nautn verður fundin. En vegna þess, að maðurinn ber yfirleitt furðu lít- ið skyn á það, hvað honum er fyrir bestu, verð- ur auður honum einatt til eyðileggingar. Kyn- þáttur, sem yfir miklum auði ræður, visnar venjulega fljótt og hverfur af jörðinni, eða sekkur í þjóðahafið. Hið andlega eðli mannsins þroskast venjulega best, þar sem honum eru sterkar skorður reistar. Þetta bendir á guð- lega handleiðslu. Allt, sem er og verður, er bundið af því sem á undan er gengið, svo að viðburðirnir eru eins og hlekkir í óslítandi keðju. Einn sterkur hlekkur í þessari keðju er vilji mannsins. En þegar hann er sterkastur, kemur hann venju- lega fram sem brot af öðrum stærri vilja. Mik- ilmenninu finnst venjulega, að það sé verkfæri í hendi guðs. Til er gamall orðskviður: Að verða frá sér numinn - sem nú virðist vera að falla í gleymsku. Þetta bendir á, að mennirnir hafi nú um stund verið að fjarlægjast guð. Því það, að verða frá sér numinn, táknar að losna um stund við sitt jarðbundna eðli og lifa í þeirri undiröldu lífsins, sem ber það í æðra veldi. Sólin vinnur ekki á ísunum, þegar hún byrj- ar að hækka á lofti. En þó fer svo að lokum, að þeir renna og verða að lífslindum sumarblóm- ans. Líkt er því varið með kærleikann og mannssál, sem bundin er í klaka blindrar eigin- girni. Stöðugir velvildargeislar vinna á þeim klaka að lokum og kenna manninum hvað lífið í fyllingu sinni er. En slíkir geislar þróast best í skjóli guðstrúarinnar. Velvildarstraumar frá sál til sálar, þar sem jafnt er gefið á báða bóga, eru þau gæði, sem maðurinn þráir heitast, undir niðri. Sjálfur er kærleikurinn aðallega fæðingargjöf. Ósjálfráð- ur að uppruna - eins og allt, sem mest er vert. Honum fer oft eins og blómi, sem sárt er leikið af norðanstormi. En til er það, að hann rís aft- ur í þeirri dýrð, sem fegurst verður séð á jörð- inni. Einkum þegar hann rennur í eitt við traust á algóðum guði. Kærleiksþráin og kærleiksviljinn, traust á handleiðslu æðri máttar og einlæg viðleitni að samþýðast honum, eru aðalþættirnir í kenn- ingu Jesú og allri sannri guðsdýrkun. Það í trúarbrögðunum sem er fram yfir þetta er að mestu leyti „hljómandi málmur og hvellandi bjalla". í kirkjum kristinna manna er það oft- ast bjölluhljóðið, sem mest ber á. Við jarðar- farir nálgast kirkjurnai' það mest að vera mu- steri guðs. Ekki vegna þess, sem þar er þá venjulega sagt, heldur vegna þeirrar hljóðlátu undirgefni undir guðs vilja, sem fram kemur við slík tækifæri. Um höfundinn Sigurjón Friðjónsson (1867-1950) var bóndi á Litlulaugum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu um langa ævi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði, bæði í sýslu- og sveitarstjóm og stjórn Kaupfélags Þingeyinga, og sat á Alþingi sem landskjörinn þingmaður 1917-1922. Sigurjón varð þekktur fyrir skáldskap sinn í nýrómantískum anda, sem hann tók að birta í blöðum og tímaritum um og upp úr aldamótum, og greinai' um samfélags- mál og bókmenntir. Árið 1924 birtust fjögur kunnustu ljóða Sigurjóns í safnritinu Hundrað beztu ljóð á íslenzka tungu, sem Jakob Jóh. Smári skáld hafði tekið saman. Fyrsta ljóðabók hans, Ljóðmæli, kom út 1928. Síðar komu fjórar aðrar ljóðabækur, Heyrði ég í hamrinum I-III og Barnið á götunni. Ur- val úr ljóðum Sigurjóns var gefið út í til- efni af því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans 1967. Sá Arnór Sigurjóns- son, skólastjóri, um útgáfuna. Þá birti Sigurjón smásagnasafnið Þar sem grasið grær árið 1937. Bók Sigurjóns, Skriftamál einsetu- mannsins, sem eru hugleiðingar í lausu máli um lííið og tilveruna, var fyrst prent- uð á Akureyri 1929. Hið íslenska bók- menntafélag hefur nú gefið hana út í ann- að sinn, 70 árum síðar. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.