Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 9
Standmynd af Ólafi Thors við Tjörnina í Reykjavík. Sigurjón vinnur að portretti Gunnars Gunnarssonar skálds. Nordal og Ásgrími Jónssyni: „Grásteinshnull- ungamir ... eru ómengað grunnform að við- bættum nokkrum skýrum en ííngerðum and- litsdráttum mannanna tveggja. Engir skarpir skuggar rjúfa heildina, engar stingandi rákir. Eða óhæfilega djúpir skurðir, sem særa yfir- borð steinsins. Hann ræður ferðinni að lang- mestu leyti“. Sigurjón þreyttist ekki á að minna menn á þýðingu ljóssins við gerð por- trettmynda: „Maður þarf að sjá módelið og portrettið frá öllum hliðum í allavega ólíkri birtu frá öllum áttum. Ef þú hefur birtuna frá einni hlið eingöngu og kemur svo með por- trettið í aðra birtu ... þá verður portrettið háð sömu birtu og það var mótað í“. Öll áferð í höggmynd er því í eðli sínu leikur að ljósi. Og áferð má nota við mannlýsingar. Gróf áferðin á myndinni af Jóni Helgasyni (1969-70), sem réðist fyrst og fremst af því hve tímabundinn hann var, er einnig lýsing á hrjúfum pers- ónuleika hans. I myndinni af Hansen frá Nýhöfn segist Sigurjón hafa notað grófa áferð til að lýsa manngerð sem alltaf var í „fötum sem pössuðu honum ekki... það sat allt svona laust“. I myndinni af Héðni Valdimarssyni ýf- ir Sigurjón og þenur út frakkalaf hans til að árétta gustmikið fas verkalýðsforingjans. Efniviðurinn bregst svo misjafnlega við ljósi. Leir og brons eru hvort tveggja ákaflega „ljósvæn" efni, hvort á sinn máta. Marmari er svo lífrænn að hann minnir á hold; hleypir birtunni inn í sig. Tré er einnig lífrænt, en bregst við ljósi eftir því hvemig æðar liggja í því. Gifs endurkastar öllu ljósi, en við það „deyr formið" svo notuð séu orð Sigurjóns. Þegar grennslast er fyrir um tilurð þeirra úr- valsverka sem hér hafa verið tilgreind kemur í ljós að mikinn meirihluta þeirra - i þeim flokki eru einnig steinportrettin - gerði lista- maðurinn að eigin frumkvæði, fyrir vináttu sakir eða vegna einlægs áhuga á persóriuleika fyrirsætnanna. Fyrsta myndin af Ásgrími Jónssyni (1947), gömlum kennara Sigurjóns, varð til fyrir samkomulag beggja um að skipt- ast á portrettmyndum. Ætlaði Ásgrímur að mála mynd af Sigurjóni í staðinn, þótt ekkert yrði af því. Meðan Sigurjón var í Kaupmanna- höfn að gera myndirnar af séra Friðriki og Héðni gerði hann portrett af tveimur kost- göngurum á Café West í Nýhöfn, dönskum sjómanni, Poul Hansen, sem kallaður var Skrige-Poul og gömlum manni sem einnig hét Hansen (Hansen frá Nýhöfn eða Gamle Han- sen, 1952). Samband Sigurjóns og Skrige- Poul hófst ekki gæfulega; þeir voru að met- ast, flugust svo á og urðu eftir það perluvinir. Gamla Hansen gerði Sigurjón fremur fyrir áhuga á manngerðinni en persónunni og af- Slguröur Nordal, 1946, grásteinn. henti myndina Café West sem greiðslu fyrir mat og drykk um sumarið 1952. Jón Thordar- son, forstjóra Sjóklæðagerðarinnar, hitti Sig- urjón fyrir á sundskýlunni niðri í fjöru á Laugarnesi, þar sem hann stundaði sjóböð, og þótti maðurinn svo svipmikill og fjölfróður að hann bað um að fá að gera af honum portrett. Myndina af Martin Andersen Nexp (1955) gerði Sigurjón vegna aðdáunar á höfundi og eldsál sem mótað hafði stjórnmálaskoðanir hans. Dálæti á persónunni þurfti þó ekki til að kveikja í Sigurjóni; portrettið af myndhögg- varanum Johannes C. Bjerg (1938), sem var stórveldi við Akademíið meðan Sigurjón var þar við nám og störf, var af mörgum talin af- hjúpun á hroka og illkvittni fyrirmyndarinn- ar. Og þar sem um pantanir var að ræða, var ýmist fyrir hendi gagnkvæm virðing milli listamanns og fyrirsáta eða fyrirsætu, eða að sjálf myndmótunin leiddi af sér slíka gagn- kvæma virðingu og vináttusamband. Þá gilti einu hvort um var að ræða danskan hafnar- Birgitta Spur, 1950, gifs. verkamann eða forseta lýðveldisins. Tækist Sigurjóni að koma á góðu viðræðusambandi við þá sem sátu fyrir hjá honum var björninn unninn. Að sama skapi torveldaðist portrett- gerðin ef fyrirsæturnar gáfu ekki færi á sér. En það gat verið jafn erfitt að gera portrett af mönnum sem voru svo andríkir að lista- manninum var orða vant, eins og gerðist þeg- ar Sigurjón mótaði myndirnar af Sigurði Nor- dal og Halldóri Laxness. Jón Helgason og Sigurjón kynntust aldrei á Kaupmannahafn- arárum hans, og er sagt að Jón hafi haft held- ur lítið álit á Sigurjóni, hafi nánast talið hann „bóhem kjána og óviðmælandi asna“. Það átti þó eftir að breytast þegar hann sat fyrir hjá honum, og réð þar mestu hvað Jón hreifst af frásagnargáfu Sigurjóns. Kristján Eldjárn hafði svo mikla ánægju af samverustundum þeirra Sigurjóns að hann kom í þrjátíu skipti til að sitja fyrir, oftar en nokkur annar hafði gert. Var þó engin sæluvist að sitja fyrir hjá Sigurjóni, þar sem aldrei hlýnaði verulega í vinnustofu hans, jafnvel ekki eftir endurbygg- ingu hennar. Árið 1971 gerði Sigurjón lág- mynd af Ingimar Jóhannessyni, gömlum kennara sínum frá Eyrarbakka, sem varð að troða dagblöðum undir jakkann sinn til að halda á sér hita meðan hann sat fyrir. Það tilfinningasamband sem Sigurjón myndaði við fyrirsætur sínar gat framlengst yfir í portrettin sjálf. Birgitta rifjar upp að Sigurjón hafi eitt sinn í reiðikasti mölvað gif- safsteypu af andlitsmynd sem hann gerði af henni, en bætir svo við að þá þegar hafi hann verið búinn að gera fleiri afsteypur af mynd- inni, sem geymdar voru á öruggum stað. Ekki skipti máli hvort fyrirsætur voru póli- tískir samherjar Sigurjóns eða andstæðingar. Til dæmis reyndust tveir forvígismenn vinstri manna, þeir Brynjólfur Bjarnason og Krist- inn E. Ándrésson, Sigurjóni erfiðir. Brynjólf- ur þagði þunnu hljóði en Kristinn þuldi yfir Sigurjóni rússneskuna sem hann var þá að læra, listamanninum til takmarkaðrar ánægju. Ihaldsmenn af gamla skólanum eins og séra Bjarni, séra Friðrik, Gunnar Gunn- arsson og Einar „ríki“ Sigurðsson urðu hins vegar miklir vinir Sigurjóns. í kjölfar por- trettgerðarinnar fékk Einar Sigurjón meira að segja til að gera portrettmyndir af gjör- vallri fjölskyldu sinni og látnum föður að auki. Reyndist hann Sigurjóni einnig vel þegar hann byggði vinnustofu sína að Laugarnesi. í aðeins eitt skipti baðst Sigurjón undan að gera portrett, og var þá um að ræða nafntog- aðan íhaldsmann sem hann taldi sig ekki eiga neitt vantalað við. Sigurjón gat átt það til að skenkja mönnum portrett af einskærri gleði yfir lífinu og tilver- unni. Thor Vilhjálmsson segir frá því hvemig hann eignaðist gifsmynd af ömmu sinni, Mar- gréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur, sem Sigur- jón hafði gert árið 1938. Thor og Margrét Indriðadóttir kona hans voru stödd heima hjá Siguijóni og fjölskyldu hans eitt sumarkvöld um miðjan sjöunda áratuginn: „Svo leið á kvöldið og sólarlagið var yndislegt, og við fór- um að hugsa okkur til hreyfingar ... en Sigur- jón bannaði okkur að fara. Ekld fyrr en sólin gengur til viðar, sagði hann. Og svo þegar sól- in gekk til viðar eitt augnablik, hvarf ofaní Snæfellsjökul, þá sagði Sigurjón: Þið verðið að bíða eftir sólaruppgangi. Sem við gerðum. Eftir það hreyfði Sigurjón ekki frekari mót- bárum, en stakk sér skyndilega fram á vinn- ustofu og kom aftur með þessa miklu bústu af ömmu minni og lagði í kjöltu mér. Farðu með hana heim, sagði hann“. Höfundur er rithöfundur og listfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. DESEMBER 199? 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.