Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 7
Vibeke Tandberg, Fögur, 1999, prent. Galerie Klosterfelde, Berlín. Claus Goedicke, o.T.,lll 9,1995, prent. Galerie Elke Dröscher Yoshimito Nara, Höfuöverkur, 1998, akríl á pappír. Tomio Hamborg. Koyama Tokyo. Mirjam Kuitenbrouwer, o.T. Akríl/ Ijósmynd á tré, 1999. Galerie Eugen Lendl, Graz. veikleiki. Trúlega fínnst mörgum farið að slá í FLAC, hún fullíhaldssöm og má þá allt eins halda því fram að ART FORUM sé nokkuð svífandi og laus í reipum. A svæðinu hefði mátt deila endalaust um list, en þegar komið er að af- löngum speglum sem hallast lítillega upp að vegg, maður hefur séð í tískubúðum í Reykja- vík, og eiga að vera sjálfstæð listaverk, tekur maður pottlokið ofan og þakkar með virktum fyrir sig. Þar sem skrifin hafa nú endurtekið beinst að FIAC, er rétt að fram komi í Ijósi nýfenginna uppiýsinga, að þrátt fyrir að framníngurinn hafi verið á flækingi um Parísarborg frá því 1974, hefur það ekki haft áhrif á athygli og að- sókn. Hins vegar fékk hann engan veginn þann byr í seglin í ár sem vonast vai' eftir líkt og kaupstefnan í Basel í júní, þannig að í París þurfa menn að fara að hugsa sinn gang vegna íhaldssemi og endurtekninga. Auðvelt að vera hér hjartanlega sammála, þar sem áherslumar voru svipaðar og í fyrra og viðurkennd list og módemismi tók 3/4 sýningarrýmisins, sem er jafn fráleitt og ef tölunni væri víxiað, menn teygðu sig einfaldlega of langt í ljósi fyrri vel- gengni og sölu. Uppstokkun á hér að vera regla frekar en undantekning, er samt nokkmm vandkvæðum bundið þar sem sömu listhúsin kynna skjólstæðinga sína ár eftir ár, má þó nálgast nýjar áherslur í hverju sinni. Margt sér skoðandinn áhugavert á slíkum kaupstefnum, en þær eru svo risastórar að heilasellurnar grípur doði eftir skoðun þeirra. Hér er um markaðssetningn í stómm stíl að ræða, þar sem flestir era með íá verk og leik- rænir tilburðir miklir. Maður er ekki kominn til að gera upp á milli sýnenda, öllu frekar að kynnast framboði listhúsa frá öllum heims- hornum. Einfalt mál að skoða þá bása sem mað- ur vill skoða og fara svo eins og margur gerir Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Ekki alveg viss eftir hvern þetta skemmtilega listaverk er, en í Ijósi skuggaleiksins gæti þaö allt eíns veriö eftir Hrein Friðfinnsson. sem myndað hefur sér óhagganlegar skoðanir, líta ekki við því sem þeir vilja ekki sjá, en ég hef þann háttinn að reika um sýningarsvæðin skoða allt og verða fyrir heildaráhrifum, er nokkurs konar alæta á sjónlistir. Var ekki að leita að neinu ákveðnu, en sá eftir á í sýningar- skrá, að framlag íslendinga var nokkurt, þann- ig kynnti Galerie Nordenhake í Stokkhólmi þá Hrein Friðfinnsson og bræðurna Kristján og Sigurð Guðmundsson. Galerie Kuckei- Kuckei, Berlín Hlyn Hallsson, og heil þrjú listhús hinn Donald Judd, Nafnlaus, gólfskúlptúr, krossviö- ur, 1999. Galerie Tanit, Munchen. dansk-íslenzka Ólaf Elíasson; Peter Kilchmann Ziirich, neugerriemschneider Berlín og Enja Wonneberger Kiel. Þá voru þar verk eftir fyrr- verandi tengdason íslands, Dieter Roth, og lax- veiðimanninn og Islandsvininn Bemd Koberl- ing, að ekki sé minnst á Donald Judd. Vona að mér hafi ekki yfirsést eitthvað, en hins vegar heilsaði mér í sjónhendingu fögur íslenzk snót í framstreymandi mannhafinu þá ég var á útleið, sem má vera sönnun þess að íslendingar em alls staðar á vettvangi er svo er komið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.