Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 10
Fremsti hluti Fjaðrárgljúfurs. Þar sem gljúfrið endar sést brúín yfir Fjaðrá og fjær sést hvar árin rennur út í Skaftá, en héðan að sjá virðist hraunbreiðan ná út að sjóndeildarhring. Á eyrinni niðri í gljúfrinu sést fólk á leið inn með ánni, en sumir kjósa að skoða gljúfrið neðanfrá. Þessi þursabergssúla stendur ein sér uppúr gljúfurbarminum. GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON eir sem áforma ferð á næsta sumri um Vestur-Skaftafellssýslu ættu að taka á sig smávægilegan krók frá þjóðveginum að Fjaðrár- gljúfri, hafi þeir ekki komið þang- að áður. Reyndar er þessi náttúruperla vel þess virði að sjá hana aftur og aftur, enda afar breytileg eftir birtu og árstíðum og áreiðanlega einnig tilkomumikil að vetrarlagi. Auðvelt er að komast á bíl að gljúfrinu. Spölkorni vestan við Kirkjubæjarklaustur eru vegamót og liggur vegur upp að Hunkubökkum á Síðu þar sem nú er vinsæl bændagisting. Þaðan eru aðeins 2 km vestur að Fjaðrárgljúfri og liggur vegurinn framhjá eyðibýlinu Heiði og síðan yfir Fjaðrá framan við gljúfurkjaftinn, en gljúfrið sést ekki þaðan nema að litlu leyti. Skammt vestan ár- innar er Holt sem eitt sinn var sýslumannssetur og hefur hús sýslumannsins fengið framhaldslíf i Byggðasafninu í Skógum. Hlíðarnar báðum megin Fjaðrár eru grösug- ar en framan þeirra sést fram á grátt Skaftá- reldahraunið, eða Nýja Eldhraun, og í fjarlægð- inni rennur það saman við ströndina og hafflötinn. Hraunið hefur hrakið Skaftá upp að hlíðinni og þar rennur Fjaðrá í hana. Reyndar stendur Fjarðará á gamla herforingjaráðskort- inu, enda hefur vafizt fyrir mönnum að útskýra þetta ömefni. Enginn fjörður er þarna og hefur ekki heldur verið á sögulegum tíma fyrir daga Eldhraunsins. Kortamenn hafa hinsvegar viljað gera nafnið skiljanlegt og skírt ána upp. Hugs- anlega er áin kennd við fjaðrir og þá ef til vill verið nefnd Fjaðraá sem síðan styttist í fram- burði. Það eru bara vangaveltur, en hægt er að ímynda sér að fuglsfjaðrir eigi á einhvem hátt sinn þátt í nafninu; ef til vill hefur þó einhverj- um þótt hinar sérkennilegu bergsnasir minna á fjaðrir, en úr því verður seint skorið. Sé ætlunin að líta á Fjaðrárgljúfur og njóta fegurðarinnar þar, verður að gefa sér tíma; leggja bílnum á bílastæði við upphaf göngustíg- ar sem liggur upp með gljúfrinu og leggja á brattann. Sá bratti er þó ekki teljandi; leiðin liggur upp eftir aflíðandi, grasi vöxnum brekk- um. En í rauninni er hægt að fara ýmsar leiðir; til dæmis inn eftir gljúfrinu þar sem Fjaðrá fell- ur. Þá verður margsinnis að vaða yfir ána; hún er í mestalagi hnédjúp segja staðkunnugir og hvergi straumþung. Þannig er hægt að komast inn í enda gljúfursins sem er einskonar kór í þessari fjallkirkju og þar fellur áin niður í gljúfrið í fallegum fossum. Þeir eru þó margfalt færri sem kjósa að sjá Fjaðrárgljúfur neðan frá farvegi árinnar. Hægt er að þræða götur sem liggja spölkorn frá gljúf- urbarminum, en bezt nýtur maður þessarar náttúraperlu með því að fara sem næst gljúfr- inu og þá með því að ganga út á bergbrúnir sem skaga út með stuttu millibili. Að sjálfsögðu er það ekki hættulaust; gljúfrið er um 100 m á dýpt og hver sem fellur þar niður mun ekki þurfa um að binda. Þrátt fyrir veralega umferð hafa þó engin óhöpp orðið. Fjaðrárgljúfur er fjarri því að vera samfelld- ur, sléttur bergveggur. Það hefur grafizt í mis- hart móberg og víða hafa myndazt geilar út frá megingljúfrinu. Allar era þær fallegar og myndrænar, en misjafnlega mikið grónar. Milli þeirra eru bergranar, mosavaxnir að ofan, nema þar sem ágangur mannsins hefur orðið mosan- um ofviða, enda þolir hann ekki mikinn átroðn- ing. Upp af Síðunni er land grasi vafið. Ofan við Fjaðrárgljúfur er hlýlegt dalverpi milli Kirkju- Séð fram eftir Fjaórárgljúfri á sólríkum degi síðas hafa inn í gljúfurveggina. Þrátt fyrir t Við botn Fjaðrárgljúfurs. Hér eins og vtða við gljúfri að mosinn þolir ekki álagið. Fjær sés bæjarheiðar að austan og Steinsheiðar að vest- an. Þar er eyðibýlið Heiðarsel, en Fjaðrá er langt að rannin; hún sprettur upp í Geirlands- hrauni og víðar á afrétti Síðumanna, en ánni bætist ennfremur vatn þar sem Selá rennur í hana skammt frá Heiðarseli. Jón Jónsson jarðfræðingur hefur rannsakað og skrifað um jarðfræði Vestur-Skaftafells- sýslu, m.a. í Árbók Ferðafélags íslands 1983 og FJAÐRÁRG 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.