Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 17
LISTAVERKIÐI REYKJAVÍK OG LONDON Sýningin í Wyndham's Theatre er ekki eins fyndin og íslenska sýningin var, en sýningin í Þjóðleikhúsinu var ekki eins 1 heimspekileg og enska sýningin. SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓHIR segir fró Listaverkinu í Rey kjavík og London. Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Kormákur í Listaverkinu. EPLAUST er mörgum enn í fersku minni uppsetningin á leikritinu Listaverkinu eftir Yasminu Reza sem sýnt var við góðar undir- tektir áhorfenda á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins í hittifyrra. Leikritið, sem sýnt er í Wyndham’s Theatre á Charing Cross Road rétt við Leicester Square, var frumsýnt fyrir réttum þremur árum og hefur verið sýnt við mikla aðsókn síðan. Leikritið hefur einnig gengið vel á Broadway í hálft annað ár og hefur það sópað til sín verðlaunum, m.a. hlotið Tony-verðlaunin, verðlaun leiklistar- gagnrýnenda, Laurence Olivier-verðlaunin, Evening Standard-verðlaunin og í heima- landinu, Frakklandi, hlaut það Moliére-verð- launin. Verkið snýst um samskipti þriggja vina eftir að einn þeirra hefur fest kaup á nútíma- listaverki fyrir stórfé. Listaverkið sem um ræðir er allstórt málverk og hvítur litur þek- ur allan flöt myndarinnar. Átök verksins skapast af viðbrögðum vinanna við kaupum félagans og í þeim átökum koma fram mis- munandi lífsskoðanir þeirra og sérstaklega afstaða þeirra til listarinnar. Þá er verkið einnig skemmtileg athugun á vináttunni og þanþoli hennar, ef svo má að orði komast. Þótt sýningunum í Reykjavík og London hafi báðum verið tekið afar vel er hér um gjörólíkar uppfærslur að ræða. I mismun- andi áherslum þessara tveggja sýninga sannast að umgjörð, leikstjórnaráherslur og túlkun skipta sköpun þegar leiktexti er færður á svið. Þótt textinn sé sá „sami“ (reyndar ekki alveg sá „sami“ þar sem um íslenskar og enskar þýðing- ar á frönskum texta er að ræða) getur útkoman verið gjörólík, eins og sannast í þessu tilviki. I íslensku uppfærslunni var lögð áhersla á það skoplega í samskiptum vinanna þriggja og var túlkun þeirra Ingvars Sig- urðssonar, Baltasars Kormáks og Hilmis Snæs Guðnasonar oft á tíðum æði farsakennd og tókst þeim sérlega vel upp í að skapa bráðfyndnar aðstæður og áhorfendur skemmtu sér flestir konunglega. I þeirri sýningu sem nú er á fjölunum í London eru lagðar gjörólíkar áherslur. Þar er áherslan á hinn heim- spekilega þátt verksins, sýning- in var öll hægari, umræðan um listina (hvað er list og hvað er ekki list?) var áleitnari, svo og umræðan um vináttuna (hver er vinur þegar á reynir?). Sérlega áhrifamildð var loka- atriðið þar sem sá vinanna sem hvað harðast gagnrýndi lista- Art Malik, Frank Skinner og Nicholas Woodeson í uppfærslu verkakaupin - sem var fullur Wyndham’s leikhússins á Listaverkinu í London. fordóma og fyrirlitningar á hinu móderníska listaverki - stendur fyrir framan verkið og hugleiðir það. Hann horfir á hvítan flötinn og kveður upp úr um að það lýsi óræðu rými augnabliki eftir að maður, sem nú er horfinn, hefur dvalið í því um stutta stund. Túlkun hans vísar til atriðis fyrr í verkinu þegar einn vinanna (reyndar sá hinn sami og hug- leiðir verkið í lokin) hefur tekið tússpenna og teiknað skíðamann inn á hvíta myndina (liturinn skírskotar þá til snævi þakins landslags). Sá verknaður var framinn í hug- ^ aræsingi og hafði á sér blæ afhelgunar eða andófs gegn listasnobbi og umdeilanlegu mati á því hvað telst list. En lýsing sama manns í leikslok fær heimspekilega og tákn- ræna vídd og vísar til lífsins sjálfs - getur al- hvítur flötur á mynd táknað lífið sjálft? Það er sú spurning sem áhorfandinn hefur í koll- inum þegar tjaldið fellur. Sýningin í Wyndham’s Theatre er ekki eins fyndin og íslenska sýningin var. Sýning- in í Þjóðleikhúsinu var ekki eins heimspeki- leg og sýningin í London. Hvor tveggja hef- ur nokkuð til síns ágætis. Þeir leikarar sem leika í sýningunni í London eru heldur ekki* af verri endanum, margir kannast eflaust við þá Nicholas Woodeson og Art Malik, sem báðir hafa leikið í breskum sjónvarpsmynd- um og bandarískum bíómyndum, og Frank Skinner er frægur fyrir gamanþætti sína í breska ríkissjónvarpinu. JOLAORATORIUR OG KONTRAKVARTETTAR TðNLIST Sfgildir diskar EYBLEE Joseph Leopold Eybler: Jólaóratoría. Sabine Ritterbusch S, Walt.raud Hoffmann-Mucher A, Harry van Berne T, Jelle Draijer B; Al- sfelder Vokalensemble & Bremer domchor; I Febiarmonici u. stj. Wolfgangs Helbich. CPO 999 667-2. Upptaka: DDD, Brimum 1/1999. Útgáfuár: 1999. Lengd: 70:11. Verð (12 tón- ar): 1.800 kr. NÚ LÍÐUR að helgum tíðum, og drifmikla þýzka diskaútgáfan í Osnabruck, CPO, hefur undanfarið verið lúsiðin við að dusta ryk gleymskunnar af gömlum jólaóratoríum 18. al- dar. Eg hlustaði á heilar þrjár - eftir Graun, Stölzel og Eybler - og var hérumbil jafnerfitt að gera upp á milli þeirra og þegar París Príamsson þurfti að dæma í fegurðarsam- keppni Heru, Afródítu og Artemisar. Allar áttu sér bráðáhugaverðar hliðar, og flutningur bætti yfirleitt um betur. Að því leyti bar af túlkun Hermanns Max og Das Kleine Konzert á nýuppgötvaðri barokk- óratoríu C. H. Grauns (1703-59), hirðtónskálds Friðriks mikla í Berlín. Hvorugur hinna kór- anna, þótt góðir væru, náði sambærilegum hæðum Rheinische Kantorei, og af einsöngvur- um var leitun að jafnoka hinnar frábæru al- tsöngkonu Lenu Susanne Norin. Óratoría G. H. Stölzels (1690-1749), líklegur höfundur sönglagsins alkunna „Bist du bei mir“ sem allir vilja eigna J. S. Bach, var einnig stútfull af eyrnaglennandi tónlist í rífandi meðíbrum Weimarer Barockensembles undir sprota Lud- gers Rémy; aftursæknara verk en óratoría Grauns og í mörgu líkt stíl meistarans frá Eis- enach, en samt mótað af frumlegum persónu- leika út í gegn. Ég staðnæmdist að lokum við jólaóratoríu frá 1794 sem bar hinn hjarðsæla titil „Die Hir- ten bei der Krippe zu Betlehem“ eftir langók- unnasta nafn þrenningarinnar, J. L. Eybler (1765-1846). Miðað við þá stórglæsilegu vínar- klassík í anda Sköpunar og Árstíða Haydns sem blasir við hlustum á þessum diski, má kalla óskiljanlegt hvernig hefur getað fyrnzt svona rækilega yfir þessu frábæra tónskáldi þar til í'yrir allraskemmstu, ef haft er í huga að ekki óvandlátari fagmaður en Mozart hafi haft á honum miklar mætur. Næstu misseri munu eflaust skera betur úr um það, en að svo stöddu þótti mér Jötuleikur Eyblers bera af hinum verkunum tveim hvað varðar sterkan heildarsvip (þrátt fyrir jafnvel meiri stílfjölbreytni en í óratoríum Haydnsl), hugvitsama orkestrun og lagi’ænan frjóleika. Eybler kann sér og betra hófs í flíkun kórala en Graun, sem tekur heil 7(!) erindi af „Ó höfuð dreyra drifið" og nístar þar með heildarjafn- vægi í annars ágætu verki. Fullkomið hefði verið, ef kórkaflarnir hefðu notið afburðaki-afta Rínarkórs Hermanns Max. Dómkórinn í Brimum er vissulega góður fyrir sinn hatt, en hefur ekki sömu fullkomna snerpu og óaðfinnanlega inntónun. Hins vegar er hljómsveitin spræk, og einsöngvarahópur Hel- bichs reyndist jafnbeztur allra í óratoríunum þremur. Fínn tenór og bassi, en þó sérstaklega altinn, Waltraud Hoffmann-Mucher. Mætti raunar halda, og af víðari reynslu en þessari, að „topp“-sópranar séu vandfáanlegi-i smærri út- gáfum en úrvalsaltar; ugglaust vegna meiri eft- irspm-nai-. Sabine Ritterbusch hefur mun fal- legri rödd en Ingrid Schmithúsen í Graun og fer furðuvel með einhvern njörvaðasta kólora- túr sem um getur í vínarklassískri óratóríu, en er ekki alveg 100% afslöppuð í hæðinni og hef- ur smá tilhneigingu til að lafa í inntónun. Hér er ekki rúm til að tíunda þá fjölmörgu staði sem þrátt fyrír kunnuglegt yfirbragð við fyi-stu heyrn koma á óvart í Jötuleik Eyblers. Nægja verður að mæla með verkinu af alefli. Upptakan er sízt til ama; furðu skýr miðað við allrausnarlega kirkjuhljómgun, og jafnvægið er víðast hvar til fyrirmyndar. WAGENSEIL Georg Christoph Wagenseil: 6 kvartettar f. 3 selló & kontrabassa. Piccolo Concerto Wien. Symphonia SY 99168-9. Upptaka: DDD, Schmiedrait 7/1999. Útgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 97:19. Verð (12 tónar): 3.000 kr. ÁSTÆÐA þess að virtasta grein vest- rænnar kammertónlistar, strengjakvartett- inn, staðlaðist fyrir meira en tveim öldum við áhöfn tveggja fiðlna, víólu og selló, er marg- þætt og ekki að öllu leyti ljós. Meðal þess sem spilaði inn var þrálátt vanframboð á góðum víóluleikurum á ofanverðri 18. öld, sem sumir rekja til fjórradda ritháttar í stað fimmradda í byrjun aldarinnar með aukinni áherzlu á lag- línu í efstu rödd. Einnig mætti nefna fjölgun pósisjóna og hækkandi tónsvið fiðlunnar á sama tímabili, þar sem víólan aftur á móti fór fetið langt fram á 19. öld, m.a. af fyrrgreind- um sökum. Og eftir því sem tónlistin varð hraðskreiðari, kom sellóið að meira gagni en kontrabassinn, sem svarar seinna akústískt en knéfiðlan og hefur ójafnai'a dýnamík, auk þess sem hægfara þróun í bassaspiltækni gerði honum framan af illkleift að elta smærri meðlimi strengjafjölskyldunnar upp tónsviðið. Eiginlega er fiðlan smækkaður bastarður víólunnar, sem er upphaflega fiðlustærðin [“violino" = lítil víóla], enda tíðkaðist áður fyrr, þegar salir voru smærri, nálægð meiri og hljóðfærasmekkur nátengdari söng, lægra tónsvið í strengjaleik en nú er. Kannski má líta á þessa 6 kvartetta G. C. Wagenseils (1715-77) sem arfleifð þeirra tíma, en annars er fátt um þá vitað. Þeir hafa aðeins varð- veitzt í einu ódagsettu afriti, og virðast hafa verið samdir nokkru eftir að hljómsveitar- stjórinn við keisarahirðina í Vín fletti blöðum fyrir 6 ára snáða frá Salzburg að nafni Wolfg- ang Mozart, þegar sá átti þar leið um og lék^ eftir hann sembalsónötu, keisarafjölskyldunni til skemmtunar. „Hann skilur þetta," sagði sá stutti, sem virðist hafa metið Wagenseil mests þáverandi Vínartónskálda, enda átti tónlistarsagan eftir að staðfesta þýðingu Wagenseils fyrir m.a. þróun sinfóníunnar og píanókonsertsins, þ.á m. í verkum Mozarts sjálfs. Wagenseil kunni sitt fag. Kennari hans var enginn annar en fremsti kontrapunktfræðing- ur samtímans, J.J. Fux, enda þótt Wagenseil hlýddi snemma stimamjúku kalli nýrrar „gal- ant“-stefnu rókokótímans. Kvartettarnir sex bera þess einnig merki í yndislegri blöndu af þýzkum, frönskum og ítölskum stíl, sem verð- ur nærri því „empfmdsam“ í hægum þáttum 2., 4., 5. og 6. sónötu. Yfir öllu er festa og fag- mennska þýzku hefðarinnar í allframsækinni , útfærslu fyrir sinn tíma, þ.e. kringum miðjan 7. áratug. Þetta hlustunarmeti er sérlega ljúft undir tönn. Verkin eru hugmyndarík, syngjandi melódísk, markviss í formi og frábærlega vel spiluð af ungum en ljónfærum meðlimum Piccolo Concerto Wien, þó að „búmið“ í bass- anum skeri óhjákvæmilega í gegn endrum og eins. Skv. fyrirmælum raddskrár má einnig nota 2 víólur í stað efstu sellóraddanna. Hefur sá kostur verið valinn í jöfnu sónötunúmerun- um (nr. 2, 4 & 6), og kemur það ef nokkuð er enn betur út, enda bæði breiðara í samhljómi og laust við öll þvingunarhljóð sellósins á efsta sviði. Hljóðritun cpo-tæknimanna gælir>- vel við safaríka hljómdýpt „kontrakvartetts“- áhafnanna, en heldur engu síður fullum tær- leika. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999 1 7' *«• • > • A'— • ** ‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.