Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 19
SAMHENGIÐISOGU- SKOÐUN ÍSLENDINGA ' EFTIR HEIMI STEINSSON Með kristnitökunni er íslenzka miðaldalýðveldið full- skapað og að flestu leyti grundvallað til frambúðar. ✓ Aliðnu sumri urðu í Dagblað- inu nokkur skoðanaskipti milli tveggja íslenzkra guð- fræðinga um hlutverk sög- unnar og nýtingu hennar í mannlegu félagi. Greina- skrifin voru fagnaðarefni. Sagan er uppi&taða menn- ingar. Umræðui’ um túlkun hennar eru lof- sverð menningarviðleitni á hverri tíð. Eg mun ekki skerast í leik þeirra skoðana- bræðra minna, er þarna áttu hlut að máli. En af greindu tilefni set ég hér nokkur orð á blað um viðhorf Islendinga til eigin sögu, eins og það kemur mér fyrir sjónir. Þar bendi ég einkan- lega á rauðan þráð, sem dreg- inn er gegnum íslenzka sagna- ritun frá upphafi vega til vorra daga. Sá þráður verður því að- eins felldur niður nú eða síðar, að þjóðin bíði varanlegt tjón á sjálfsmynd sinni og hætti að vera til á þann veg, sem fram að þessu er orðinn. Sjálfstæðisbaráttan og lýðveldisöldin nýja I fyrsta tölublaði Fjölnis ár- ið 1835 birtist kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „ísland far- sælda frón“. Með því ljóði laukst upp áfangi í sjálfstæðis- bai-áttu Islendinga. Land og þjóð, saga og tunga standa frammi í fagurmynd. Sögu- skoðun Jónasar, félaga hans og arftaka, varð merki, sem landsmenn báru fyrir sér á leiðinni fram til frelsis og sjálf- stæðis. Hún varð og uppistað- an í söguskoðun almennings á síðari hluta tuttugustu aldar, lýðveldisöldinni nýju, og svo er enn, þótt á ýmsu gangi meðal sagnfræðinga og í fjölmiðlum um nokkurra ára bil. Söguskoðun fólksins í landinu haggast ekki nema til komi nýbreytni, er gangi mönnum nær hjarta en til dæmis ljóð Tómasar Guðmundssonar, „Heim til þín, Island", sem þjóðin eignaðist í sólskin- inu á Þingvöllum fyrir aldarfjórðungi. Sönglag- ið „Island er landið“ kemur upp í hugann í þessum svifum, nýtt og ferskt af skjánum, yndi alþjóðar. Einnig gullfallegur sjónvarpssöngur barnanna um íslenzka tungu: „Að gæta hennar gildir hér og nú / það gerir enginn nema ég og þú“, en sá söngur endurómar varðstöðu skól- anna um íslenzka tungu. Fjölmargt fleira væri auðvelt fram að telja. Hér er talað um ljóð, en ekki um sagnaritun. Þar með er þó engu spillt. Söguskoðun Islend- inga er í eðli sínu Ijóðræn, ef menn fallast á að nota það orð í þeirri merkingu, sem hér er gjört: Söguskoðun Islendinga styðst við ljóð á öllum ferli sínum, engu miður en lausamál, stiklar á ljóðum öld fram af öld. Ekkert ber heldur á milli hefðbundinna sagnfræðinga ís- lenzkra og þeirra ljóða, sem nú voru nefnd. ís- lands saga Björns Þorsteinssonar og Berg- steins Jónssonar, sem Sögufélagið gaf út 1991, er lýsandi dæmi um það. - Hún er nýjasta heildarsaga íslands og íslenzkrar þjóðar. Arngrímur lærði og rit hans um ísland Jónas Hallgrímsson var ekki uppfinninga- maður né heldur samverkamenn hans eða sporgöngufólk. Söguskoðunin, sem hann að- hylltist, er stundum kölluð „rómantísk". Það er rangnefni. Rómantíska stefnan kom ekki fram fyrr en seint á 18. öld, en söguskoðun Jónasar er miklu eldi-i. Rómantíska stefnan er og löngu úr sögunni, en söguskoðun listaskáldsins góða lifir enn. Arið 1609 kom út í Hamborg rit séra Arn- gríms Jónssonar, Crymogæa, en það er gríska og merkir ísland. Þættir úr verkinu birtust í safni Sögufélagsins fyrir fjórtán árum. Þar skrifar dr. Jakob Benediktsson formála. Hann vekur sérstaka athygli á söguskoðun Arngríms lærða og segir „að áhrif hennar hafi orðið drjúgust á íslandi", þótt ritið sé raunar í upp- hafinu skrifað á latínu og ætlað útlendingum, yrði og vissulega mjög áhrifaríkt víða erlendis. Arngrímur lýsir öldum íslenzka miðaldalýð- veldisins, er ýmist hefur verið nefnt þjóðveldi eða goðaveldi, sem glæsilegu hetjutímabili, þegar landsmenn skópu fágætar bókmenntir og sérstæða menningu. I Crymogæu eru ís- lenzkir höfðingjar þjóðveldisaldar settir jafn- fætis erlendum tignarmönn- um, og sögu Islendinga er skipað á bekk með sagna- ritum frægra þjóða. Fyrstur landsmanna varar séra Arn- grímur við óæskilegum er- lendum áhrifum á þjóðtungu vora. Hann leggur og sér- staka áherzlu á sjálfstæða réttarstöðu íslendinga sam- kvæmt Gamla sáttmála, víáar þannig óafvitandi beint fram til Jóns Sigurðssonar og 19. aldar. Arngrímur lærði varð því „upphafsmaður hreyfing- ar, sem olli aldahvörfum í sögu íslenzkra fræða og hug- myndum Islendinga um sjálfa sig og sögu sína“, svo að orðrétt sé vitnað í formáls- orð útgáfunnar nýju. íslendingabók og önnurfornrit Höfundur Crymogæu lítui- fyiTÍ aldh- í ljóma fjarlægðar og fornra afreksverka. „Allt þetta hafði hann vitaskuld úi' heimildum sínum“ segh’ dr. Jakob Benediktsson, en bæt- ir við að Arngrímur dragi ættgöfgi, sæmdir og sjálfstæði Islendinga að fornu sérstaklega fram og skerpi þá áherzlu, sem á þau efni er lögð. Mestu varða þó heimildir Arngríms lærða, fyrirmyndir hans, rök prestsins á Melst- að fyrir stórum orðum um stöðu Islendinga. Arngrímur lærði var ekki fremur uppfinn- ingamaður en Jónas Hallgrímsson. í riti sínu um Island gengur hann í fótspor löngu liðinna fræðimanna. Þeirra fyrstur er Ai'i fróði, en hann ritar íslendingabók sína um 1130. Ari kveðst skrifa bókina handa biskupum landsins og með fulltingi Sæmundar fróða. Hann er m.ö.o. að setja saman viðurkennda greinar- gjörð fyrir sögu Islendinga frá upphafi byggð- ar, opinbera söguskoðun. Slær jafnframt þann varnagla, sem frægastur er, um „hvatki, er missagt er í fræðum þessum“. Landnáma fetar í fótspor íslendingabókar og þar eftir sögur vorar hver af annarri. Snorri Sturluson stendur einnig á herðum Ara. Krafa ft'umkvöðulsins um sannfræði er atvikum und- irorpin í höndum sagnaritaranna og víkur á stundum fyrir skáldlegum tilþrifum höfunda. En grundvallarafstaða Ara fróða til lands, þjóðar og sögu er hornsteinn flestra íslendinga sagna og Heimskringlu. I „Fyrstu málfræðiritgerðinni", sem samin er um miðja 12. öld, getur að líta hvatningu þess efnis, að menn „leiti eftir sem vandlegast, hversu fegurst er talað“. Þannig er málvöndun ofarlega á baugi í árdaga íslenzkra fræða. Litlu síðar lítur „Islenzka hómilíubókin" dagsins ljós. Um hana sagði prófessor Jón Helgason í Arnasafni, að „óvíða flói lindir íslenzks máls tærari en í þessari gömlu bók“. Islendingabók greinir „frá því, er kristni kom á ísland“. Þai' er að finna elztu frásögnina um kristnitökuna á Alþingi árið 1000. Aðrar kristnitökufrásagnir sigla í kjölfari hinnar Björt sjálfsmynd þjóðar á grund- velli fornrar tungu og kristinnar arfleifðar er samhengið í sögu- skoðun íslendinga. JLTATfí níai Pr. Arngrímur lærði varð fyrstur landsmanna til alvara við óæskilegum erlendum áhrifum á þjóð- tungu íslendinga. Hann lagði sérstaka áherzlu á sjálfstæða réttarstöðu íslendinga samkvæmt Gamla sáttmála og vísar þannig óafvitandi beint til Jóns Sigurðssonar og 19. aldar. fyi'stu. Heyrt hef ég nútímasagnfræðing nefna frásögn Islendingabókar af kristnitökunni „helgisögn“. Slík eru spaugileg orð. Ari fróði fæddist árið 1067. Hann kom til Halls Þórarins- sonar í Haukadal sjö vetra gamall og dvaldi þar við nám fram yfir tvítugt. Hallur mundi það, er Þangbrandur skírði hann þrevetran. AiJ ber og Teit fóstra sinn í Haukadal fyrh’ kristnitök- ufrásögninni, son ísleifs biskups Gissurarsonar hvíta, er var fyrir kristnum mönnum á Alþingi, þegar úrslit réðust þar. Nærri má geta, að AiJ hefur haft dagsannar fregnir af kristnitökunni. Þungamiðjan í frásögn Islendingabókar af kristnitökunni eru orð Þorgeirs Ijósvetninga- goða: „Höfum allir ein lög og einn sið.“ Árið 930, í árdaga miðaldalýðveldisins, settu menn á Alþingi Islendingum öllum ein lög. Þá voru ís- lendingar hins vegar blendnir í trúnni, sumir heiðnir, en sumir kristnir, lýðveldið og að sama skapi laust í reipum. Með kristnitökunni ganga landsmenn undir „einn sið“, kristinn sið. Þar með er íslenzka miðaldalýðveldið fullskapað og að flestu leyti grundvallað til frambúðar. Fáum áratugum síðar gengur í garð „friðaröld", sem einnig segir frá í Islendingabók. Hún endist landsmönnum í ein hundrað og fimmtíu ár. Það skeið er mesti hamingjutími Islendinga fram á 20. öld, lýðveldisöldina nýju. Framtíð íslendinga Landnámsmenn voru margir hverjir af göf- ugum ættum austan hafs og vestan. Almenn- ingur landnámsaldar var og einkar þróttmikið fólk úr ýmsum áttum. Sigurður Nordal segir í riti sínu „Islenzk menning", að á Þingvelli yrðu íbúar landsins ein þjóð. Þar stofnuðu þeir lýð- veldi, er dugði þeim í meira en þrjár aldir. Ein lög og einn siður voru uppistaða lýðveldisins. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Hagstofu íslands eru 96 af hverjum 100 íslendingum meðlimir kristinna safnaða. Utankirkjumenn eru nú á dögum líkast til hlutfallslega færri en þeh’, sem heimilað var að „blóta á laun“ á Al- þingi árið 1000. Hlutur utankirkjufólks var reyndar réttur sérstaklega með stjórnar- skránni árið 1874, og eru almenn mannréttindi þannig tryggð í landinu. En upp til hópa höfum vér Islendingar „einn sið“ fram á þennan dag, kristinn sið. Margs konar aðgjörðir eru nú uppi í þvT' skyni að efla og varðveita íslenzka tungu. Ið- orðasmíð er þar framarlega í för. Starfsemi Is- lenzkrar málstöðvar og íslenzkrar málnefndar fylgir fast á hæla. íslenzka á tölvuskjá er óvið- jafnanlegt þakkarefni. íslenzk talsetning er- lendra myndbanda fyrir smábörn er mikið gæfuspor. Dagur íslenzkrar tungu er orðinn stórhátíð ár hvert. Björt sjálfsmynd þjóðar á grundvelli fornrai’ tungu og kristinnar arfleifðar er samhengið í söguskoðun íslendinga. Vér fögnum því sam- hengi við árþúsundamót. Vér berum fram fag- urmyndir að hætti skálda og sagnaritara. Vér biðjum þess, að framtíð Islendinga verði jafnan^ vafin ljóma hins dýrasta arfs. Höfundur er sóknarprestur og staðarhaldari ó Þingvöllum. <r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.