Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 20
HASKOLINN EFNIR TIL SAMKEPPNI UM LAG VIÐ KVÆÐIJONASAR HALLGRIMSSONAR TIAAABÆRT AÐ HA- SKOLINN EIGNIST SINN SÖNG Háskóli íslands á sér engan háskólasöng en það stendur brátt til bóta, því nú hefur verið efnt til samkeppni um lag við eri ind iúrlj óði eftir Jónas Hall 1- grímsson, sem hefur að geyma eii nkunnarorð Háskc >i- ans, „Vísindii n efla alla dáð". MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR hitti Guðrúnu Björk Guðsteinsdóttur, dósent í ensku við HÍ, sem átti frumkvæðið að saml< :epF Dninni um i háskólasöng. ÞEGAR Guðrún er spurð hvemig hugmyndin um samkeppnina hafi komið tii segist hún ein- hverju sinni hafa verið stödd á samkomu í Há- ^skólanum og farið að hugsa um hvort það væri virkilega ekki til háskólasöngur. Hún hugsaði með sér að réttast væri að skrifa grein í Frétta- bréf Háskólans til að vekja athygli á málinu. Lít- ið varð hinsvegar úr því enn um sinn. „Svo datt tækifærið upp í hendumar á mér þegar farið var að skipuleggja fræða- og menningarhátíð Há- skóla Islands í tengslum við dagskrá Reykjavík- ur menningarborgar Evrópu á næsta ári,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir. Hún er ásamt Ástráði Eysteinssyni prófessor hópstjóri á dag- skránni Borgarmenning- Listalíf, sem er liður í fyrmefndri íræða- og menningarhátíð sem fram V«rí Háskólanum dagana 26.-28. maí 2000. Tillaga Guðrúnar fékk strax góðar undirtekt- ir þegar hún kynnti hana í hópstjóm. Fram- kvæmdin var síðan rædd og þróuð í undirbún- ingshópi fyrir dagskrána Borgarmenningu - Morgunblaðið/Sverrir Fyrir aftan Guðrúnu Björk Guðsteinsdóttur - og fyrir ofan dyrnar að Hátíðarsal Háskóla íslands - má sjá fyrstu línurnar í erindinu sem verður í framtíðinni háskólasöngurinn. Listalíf. „Þegar við fóram að ræða um hvort við ættum líka að hafa samkeppni um texta, kom- umst við fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri best að halda sig við fimmta erindið í ljóði Jónas- ar Hallgrímssonar, „Kveðja til herra Páls Gaim- ard“, en í því em einkunnarorð Háskólans, „Vís- indin efla alla dáð“. Ljóðið var upphaflega flutt í samsæti Islendinga í Kaupmannahöfn árið 1839, nánar tiltekið í Stúdentafélaginu," segir Guðrún. Lagið f rumf lutt í Háskólanum 26. maí Lagið á að vera kórlag án undirleiks og að sögn Guðrúnar er skilyrði að það sé auðlært og henti vel til samsöngs við hin ýmsu tækifæri. Nótur skulu merktar dulnefni og nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi, merktu dulnefninu. Til- lögur skulu sendar fyrir 1. febrúar 2000 til sam- skipta- og þróunarsviðs Háskóla íslands. Veitt verða tvenn verðlaun, að upphæð 150.000 og 50.000. Urslit keppninnar verða kynnt við opn- un fræða- og menningarhátíðar Háskólans að kvöldi 26. maí, og Háskólakórinn fmmflytur verðlaunalagið. I dómnefnd em, auk Guðrúnar, Egill Gunnarsson, stjómandi Háskólakórsins, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Öm Óskarsson, MA í tónlistarstjómun, Reynir Ax- elsson, dósent í stærðfræði og Páll Skúlason há- skólarektor. Söngur sameinar Guðrún segir að þó að samkeppni sé mikil í Háskólanum þá viti hún ekki til þess að þar hafi í annan tíma verið haldin samkeppni um lag. Henni þykir það löngu tímabært að Háskóli ís- lands eignist sinn söng og geri um leið eitthvað meira úr einkunnarorðum sínum en að hafa þau fyrir ofan dymar á hátíðarsal skólans og vitna í þau í ræðum á tyllidögum. Guðrún bendir blaða- manni á áletmnina fyrir ofan innganginn að há- tíðarsalnum, þar sem fyrstu línur erindisins standa gylltum stöfum. Ljóðlínumar vom sett- ar þar upp þegar aðalbygging Háskóla íslands var vígð árið 1940. Á þeim tæpu sex áratugum sem liðnir em síðan hafa stafimir gylltu smátt og smátt fallið niður og týnt tölunni, þar til ein- kunnarorðið í fyrstu línunni stóð eitt eftir. „Það var eitt af fyrstu embættisverkum Magnúsar Diðriks Baldurssonar, aðstoðarmanns rektors, að hafa uppi á þessum stöfum og láta setja þá upp aftur,“ segir Guðrún. í ljós kom að í kassa hjá húsverðinum lá slangur af stöfum en búnir vom til nýir stafir til að bæta í eyður þeirra sem glataðirvom. Guðrún segir að Páll Skúlason háskólarektor hafi unnið markvisst að því að endurvekja gaml- ar hefðir og skapa nýjar og hún telur að hljómgrunnur sé fyrir því innan veggja Háskól- ans, hefðimar séu til þess fallnar að efla sam- kennd háskólaborgara. Sjálfri þykir Guðrúnu afskaplega gaman að syngja og hún er á því að söngur sameini. „Við eram að vonast til að fá svolítið kröftugt og skemmtilegt lag, því að þetta erindi kvæðisins er mjög öflugt,“ segir hún. Háskóli íslands VISINDIN EFIA ALLA DAÐ FIMMTA erindið úr kvæði Jónasar Hall- grímssonar, „Til herra Páls Gaimard", sem brátt mun hljóma sem söngur Há- skóla íslands, hljóðar svo: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð; tífaldar þakkir því ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og vemdað fá viskunnar helga fjalli á. WWW.ROGB.IS SERVERSLUN MEÐ HLJOMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 6333 • INFO@ROGB.IS þigallcaf langað til að heyra hvað hann er að segja Við blðjumst velvirðingar á þvl að ílest hljómtæki okkar hljóma svo skýrt að þú heyrir gjarnan eitthvað sem þú áttir ekki von á. REYNISSON & BLÖNDAL 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.