Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 8
DULDIR FJ ARSJOÐIR UÓÐLISTARINNAR BÓKMENNTASPAUG EFTIR KÁRA AUÐAR SVANSSON Djúpsæ bókmenntafræðileg greining á hinu leynda heimsósómakvæði „Bí, bí og blaka" ✓ AHVAÐ dýrast allra djásna skín / oft dylur nálægð okkur sýn,“ orti skáldið, og víst má þau vísdóm- sorð til sanns vegar færa. Hve glámskyggnir erum vér fávísir mennimir ekki á mörg ómetanleg verð- mæti vegna þess eins að þau liggja beint fyrir framan nefið á okkur, í stað þess að mara ein- hvers staðar í fjarlægum og ógreinilegum hillingum draumsins, þangað sem vonirnar og fegurðarþráin einatt leita á kostnað þess sem nærtækara er og auðhöndlanlegra! Skömm er að og til ómælanlegs tjóns fyrir andlega auðlegð vora. Hér verður tekið fyrir eitt dæmi af þessum toga: hin sígilda íslenska bamagæla „Bí, bí og blaka“. Otal mæður hafa raulað þessa tilsýndum óbrotnu og einföldu vísu við rúmskör bama sinna, í fullkominni vanþekkingu um hina djúpsærri og listrænni þýðingu þessa lýríska gimsteins. Hefur þessi sorglega blinda á hulda snilld kvæðisins jafn- vel náð inn fyrir raðir þeirra sem síst skyldi, hinna lærðu bókmenntaspekinga vora, en engum þeirra hefur hingað til þótt ástæða til að beita djúpskyggnum og skarpvitrum greiningartækjum sínum á þennan yfirséða og vanmetna gimstein. Nú mun hins vegar loks bragarbót gerð þar á! Verða línur hins misskilda meistaraverks hér teknar til athug- unar hver fyrir sig og hinir fjölslungnu þræð- ir sem tvinnast saman í hverju orði vandlega raktir í sundur og kastlýstir. Hefjumst þá handa á upphafslínunni: „Bí, bí og blaka.“ Þegar í þessum knöppu byrjunarorðum er tjaldinu kippt eldsnöggt frá og sjálf kvika kvæðisins opinberast okkur í allri sinni mekt. Hér er mögnuð og margbrotin symbólík á ferð. Bí-bí er er augljós Vísun í söngfugl á grein; orðið blaka er bersýnilega stytting á leðurblaka. Þama er því stillt upp tveimur fimbulandstæðum: annars vegar söngfugl- inn, „þröstur minn góður“, hinn saklausi, góðlátlegi og fríði vorboði, sem unir sér best í bjartasta dagsljósi, Lyllir sér á græna grein í laufguðum lundi og gleður hjörtu og glæðir ástarfuna með unaðsríkum, mildum og óm- þýðum söng. Hins vegar leðurblakan, vampýran (margþætt vísun í menningar- minnið um Drakúla), þessi myrka, dularfulla og ófrýnilega vængjaða mús, sem pukrast alla daga inni í dimmum og drungalegum hellum, og stingur forljótu trýninu aðeins út í bleksvartasta næturhúmi, og þá í þeim eina tilgangi að leita uppi grunlaus fórnarlömb til að sökkva vígtönnunum í og sloka úr lífsvökv- ann af grimmdarlegri græðgi. í þessum tveimur hnitmiðuðu, eitilskörpu og vekjandi táknum eru því kynnt til sögunnar reginöflin tvö sem kvæðið hverfist urn; erki 'jendurnir sem berjast biturri og blóðugri baráttu um sálu kveðandans - dirrindí mót dreyradrekk, hið bjarta gegnt hinu dökka; ástin gagnvar ; dauðanum; illmennskan andspænis öðlings- skapnum. Snúum okkur þá að næstu línu: ,Álftimarkvaka.“ Þama er sjónarhorninu skyndilega rykkt frá sálarfylgsnum kveðandans og það víkkað í yfirgripsmiklar menningarlegar, sögulegar og trúfræðilegar víddir. Aftur stýra mar- græður symbólismi og stórbrotið myndmál ferðinni. ,Álftirnar“ falla augljóslega inn í flugveruminnið sem heita má nk. Leitmotif kvæðisins, og tengjast því hinum stríðandi kröftum fyrstu línunnar með beinum hætti. Hver era einkenni álftarinnar? Jú, hún er drifhvít, ímynd sakleysis. Hún flýgur heims- hornanna á milli, og nær hærri hæðum á ferð- um sínum en nokkur annar fugl. Hún syngur fagurt úr fjarska, en þegar nær dregur reyn- ist söngur hennar rammfalskur og eymamis- þyrmandi. Bersýnilegt ætti að vera af öllu of- angreindu hvað álftatáknið í kvæðinu felur í sér: það eru kirkjunnar þjónar sem þama standa strípaðir fyrir sjónum okkar. Kragar þeirra eru jú drifhvítir og ímynd þeirra sömuleiðis; þeim er ætluð sú hugsjón að leit- ast við að fljúga í sálu sinni alla leiðina upp til himinhæða og breiða boðskapinn sem þeir nema þar um víða veröld; en þótt gerðir þeirra séu blíðar, hreinar og fagrar ásýndar úr fjarlægð, þá blasa við falskur fláttskapur- inn og eitruð spillingin um leið og nánar er rýnt í atferði þeirra og æði. Kirkja kiists er sumsé skinhelg, líkt og hún hefur verið á öll- um tímum (hin sögulega vídd); á yfirborðinu allt slétt og fellt, en undir niðri krauma hræsnin, yfirdrepsskapurinn og breyskleik- inn í öllum pottum. Frekari stoðum er rennt undir þessa túlkun kvæðisins með hugvits- samlegri beitingu hins tvíræða orðs kvaka, sem þýðir ósköp einfaldlega „gefa frá sér hljóð“ þegar notað um fugla, en þegar um menn er að ræða er merkingin allt önnur, þ.e. „blaðra, tala merkingarleysu11. Kveðandinn sér semsagt í gegnum sætmælgi prestanna og áttar sig á, að merkingarlausu blaðrinu sem upp úr þeim vellur er aðeins ætlað að dylja kviklyndi þeirra, fallvaltleika og óstöð- ugleika í trúnni. Þá eru það síðustu tvær línurnar: „Eglætsem égsofí ensamtmunégvaka." Þama komum við til leiks þegar svipting- amar um hug og hjarta kveðandans eru um garð gengnar og niðurstaðan liggur fyrir í öllum ljótleika sínum og misfarnaði. Kveða- ndinn liggur í fleti sínu um nótt og lætur sem hann sofi svefni hinna réttlátu, en í reynd mun hann vaka til að drýgja verk hinna órétt- látu. Að lokum hefur vampýran sigrað vor- söngvarann í orrustunni á sálarvöllum kveða- ndans; illgresi vonsku og djöflaþjónkunar hefur skotið rótum í jarðvegi andans og út- rýmt ilmrósum góðmennsku og guðhræðslu. Inntak og boðskapur kvæðisins liggja því íyrir. Þetta er í senn máttug lýsing og heift- arleg fordæming á hræsni og dugleysi ístöðu- lausra guðsþjóna, sem misferst að beina skjólstæðingum sínum inn á hina mjóu braut dyggðanna, og láta þá þar með fyrirgera sál- um sínum, er hverfa á vit hinna myrku krafta sem allar stundir sitja um hrekklausa sak- leysingja og freista þess að tæla þá til fylgi- lags við kölska. Gervöll mæðusaga kristinnar kirkju þannig dregin saman í þremur þauls- lípuðum og meitluðum myndum. Að lánast að koma svo gríðarumfangsmiklu efni til skila í einungis fjóram örknöppum línum, sem að auki era svo meinleysislega útlítandi að menn hafa alla tíð mistúlkað kvæðið sem einfalda og saklausa vögguvísu - þetta má að sönnu kallast afrek sem seint verður eftir leikið. Já, kæra lesendur. Dýrmálmarnir era stráðir víðar en margur hyggur, og oft glepur kunnugleikinn okkur sýn á hina sönnu nátt- úru gullmolana sem liggja í grjótlíki á hvers manns hillu. „Bí, bí og blaka“ er eflaust að- eins eitt dæmi af mörgum héraðlútandi. Það er von höfundar að grein þessi verði hauk- fránum bókmenntaspekúlöntum landsins hvatning og uppörvun til að bora sig í gegn- um marga áþekka klumpa, moka út gulls- áldrinu sem leynist innan í og strá því yfir oss fávísa almúgamenn svo sálarhirslur vorar megi auðgast og glitra fyrir vikið. Bókmenn- tafræðingar: orðið er ykkar! Höfundur er nómsmaður. Forsíðumyndin á Lesbók 4. desember sl. var af bænum Hjálmsstöðum í Laugardal, en því miður voru ekki tiltækar upp- Iýsingar um höfund hússins. Það er nú Ijóst að hann er Njáll Guðmundsson, bygginga- fræðingur, frá Böðmóðsstöðum í Laugardal og hefur hann teiknað fjölda mörg ágæt hús. Sjaldgæft er að sjá svo vel að verki staðið við hönnun íbúðarhúss í sveit og þá er heildin tekin með í reikninginn, staðar- valið og það hvernig húsin standa í um- hverfi sínu. Bærinn á Hjálmsstöðum ber HJALMS- STAÐIR vitni um afar gott formskyn og eins og bent var á í texta með forsíðumyndinni er til fyr- irmyndar að garðurinn myndar skjól á bak við húsin, en á hinn bóginn er órofa útsýni fram yfir víðáttur Suðurlands. Rauð þökin fara vel við skógarlundinn og með litaval- inu er haldið í hefð sem hefur orðið rótgró- in til sveita og fer víðast hvar vel. Á Hjálms- stöðum bjó á fyrriparti aldarinnar Páll Guðmundsson, landskunnur hagyrðingur og Lesbókarskáld - hann orti oft í Lesbók á fimmta áratugnum. Synir hans, Pálmi og Andrés, tóku síðan við búi á Hjálmsstöðuin, en að þeim látnum búa þar nú hjónin Páll Pálmason og Fanney Gestsdóttir. GI'SLI SIGURÐSSON ERLENDAR/ BÆKUR HIMINN OG JÖRÐ Rudolf Simek: Heaven and Earth in the Middle Ages. The Physical World before Col- umbus. Translated by Angela Hall. The Boydell Press 1966. Bókin kom út á þýsku hjá C.H. Beck, Múnchen, 1992. Höfundurinn er prófessor í þýskum og skandina- vískum bókmenntum við háskólann í Bonn. Hann sýnir fram á að þótt tal- ið væri einsýnt að öll náttúran væri gegnmótuð af Guðs vilja komu fram margvíslegar skýringar á náttúru- legum fyrirbrigðum frá einföldustu útlistunum ármiðalda til lærðari skýringa skólastíkurinnar á hám- iðöldum í París og Oxford. Höfundurinn fjallar um kenningar og þekkingu miðaldamannsins á efn- isheiminum eins og fræðimenn út- listuðu hann frá 9. fram á 15. öld. Hann ræðir ýmsar greinar „raunvís- inda“, stjörnufræði, landafræði, efna- og eðlisfræði og grasafræði og tengir „vísindalegar“ skilgreiningar miðalda fræðimanna og guðfræðinga guðfræði og þjóðtrú. Lengi vel tíðk- uðu sagnfræðingar að lýsa miðöldum sem svartnættis tímabili evrópskrar sögu, en á síðari áratugum hefur rof- að til í þessum fræðum, og því meir sem tímabilið er rannsakað því aug- ljósara verður að siðmenningaröflin náðu að vernda og auka við erfða klassíska menningu Grikkja og Róm- verja. Þrátt fyrir barbarisma þjóð- flutningatímans, plágur og ætt- flokkaskærur var grundvöllurinn lagður að evrópskri menningu. Sam- tengingaraflið var latínan og kirkjan. Fjöldi rita hefur verið ritaður um tímabilið frá hruni Rómaveldis og til fundar Ameríku, tímabil þrjátíu til fjörutíu kynslóða sem lifðu í hugar- heimi, heildstæðum og samofnum evrópskum menningarheimi. A þessu tímabili var latínan al- þjóðamál hins lærða heims, þjóðríki í nútíma skilningi voru ekki til og þjóðtungur staðlaðar og mótaðar ekki heldur, ýmsar mállýskur innan ættaríkja voru miðill almennings. A hámiðöldum formast þjóðtungur sem ritmál og á 12. og 13. öld hefst blómaskeið trúarlegra og verald- legra bókmennta og nær hámarki með stórskáldum sem yrkja á þjóðt- ungunni á 14. pld. Hér á landi var mönnum kunnugt um ný lönd í vestri, sem voru lærð- um mönnum og kortagerðarmönnum evrópskra klaustra ókunn. A miðaldakortum eru álfurnar þrjár. Hugmyndir um lönd í Norður-Atlan- tshafi og hvað þá vestar koma lítt eða ekkert við sögu. I fjórða kafla þessa rits eru þessi fræði umfjölluð og þá kemur í ljós að hugmyndir um fjórðu álfuna voru bundnar íslensk- um heimildum. I sjötta kafla er minnst á Leiðarvísi Nikulásar ábóta, sem er líklega saminn eftir 1154, ár- ið sem hann kemur úr ferðinni til „miðju jarðar-Jerúsalem“, á þjóðt- ungunni. I níu köflum bókarinnar er leitast við að draga upp heimsmynd miða- ldanna, hugmyndir um eðli jarðar- innar, gerð og upphimin, einnig fjall- að um leynda dóma í sambandi við gang himintungla, einnig um afleið- ingar erfðasyndarinnar: hryllilega þjóðflokka á jöðrum heimsins. Ru- dolf Simek skýrir og skilgreinir hug- myndir miðaldamannsins um himin og jörð, sem er grundvöllur að skiln- ingi á menningu miðalda. Siglaugur Brynleifsson 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.