Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MENNING LISTIR 6. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Elliðavatn Hér birtist fyrri hluti greinar eftir Gísla Sigurðsson, sem ber yfirskriftina Skin og skúrir á Eiliðavatni og fjallar bæði um þær breytingar sem urðu á umhverfinu og bú- jörðinni Elliðavatni þegar stiflað var 1924. í þessum hluta er og rakin saga jarðarinnar fram yfír miðja 19. öld. Fimm andmæli gegn klónun á fólki, nefnir Atii Harðarson heimspekingur síðari grein sína um þann hugsanlega möguleika að klóna fólk. Hann taldi í fyrri grein sinni að sterk rök þyrfti til þess að setja blátt bann við tilraunum í þessa veru, en hér viðrar hann fímm and- mæli, sem nokkuð hefur borið á. Erótísk nóttúra myndljstar er til umfjöllunar í grein eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing. Hún segir þar að nakinn mannslikami hafí verið eitt al- gengasta viðfangsefni myndlistarinnar í margar aldir og fram til okkar daga. Raun- ar er hægt að fara mörg þúsund ár aftur í tímann, því elsta Venusarstyttan, Venus frá Villendorf, er mjög erótísk. Áhugaleiklistin Bandalag íslenskra leikfélaga er 50 ára á þessu ári og af því tilefni hcimsótti blaða- maður leikfélögin á Dalvík og Húsavík og fylgdist með sýningu í Freyvangsleikhús- inu. FORSÍÐUMYNDIN er af koparstungu eftir Vytautas Narbutas frá Litháen, en sýning á verkum hans stendur nú yfir í Stöolakoti. HALLGRÍMUR PÉTURSSON FLÆRÐARSENNA - BROT - Annai's erindi rekur úlfur, oglöngum sunnast það; læzt margur loforðs frekur, lítt verður úrþá hert er að; meðan slær orð við eyra er þér kær vinur að heyra, sértu fjær, svo erþað ekki meira. Slíkt eru hyggindi haldin, höfðingsskapur og menntin prúð; veröldin falsi faldin fóðrar sinn kjól með skollahúð; lærð er á lymsku beglur, leynt sér hjá fann þær reglur, sem köttur sá, er kreppir að hvassar neglur. Oft er fagurt í eyra alþýðulof af hræsni veitt, hinum, er á það heyra, heimm-þykir sem kálfskinn eitt; í augun greið hlæja’ og hlakka hrósa’ um leið, biðja’ og þakka; búin er sneið, þá snúa þeir við þér hnakka. Heimskur er sá sem heldur hvers manns lof sem fullgert sé; einfaldur oft þess geldur, alvöru meinarþað hinum erspé; tryggða gjöld táls með korni temprast köld, nema við sporni; vin ur í kvöld vélar þig strax að morgni. Hallgrímur Pétursson, 1614-1674, prestur 6 Hvalsnesi og í Saurbæá Hval- fjarðarströnd, var höfuðskáld sinnar tíðar og eitt helsta trúarskáld islendinga. Fyrir utan Passíusálmana og aðra sálma orti hann veraldleg kvæði og þar á meðal er Flærðarsenna. SKpRTURA SKYRINGUM RABB SÚ VAR tíðin að íslendingar þóttu auðþekktir í útlöndum, - klyfjaðir plastpokum í bak og fyrir. Þá var það líka þannig, ef menn brugðu sér út fyrir pollinn, að þeir voru gerðir út með langa inn- kaupalista, ekki bara fyrir nánustu fjölskyldu, - heldur og fyrir fjar- skylda ættingja, vini og kunningja. Þetta var meðan vöruúi'val var takmarkað, fátt fékkst og sumt var skammtað. Yfirvöld skömmtuðu ferðamönnum gjaldeyri. Svart- ur markaður með dollara, mörk og pund blómstraði og hámark heimskunnar var að skila gjaldeyri í banka. Menn lágu á honum eins og ormar á gulli, geymdu til næstu ut- anferðar eða seldu hæstbjóðanda. Þá máttu menn heldur ekki kaupa farseðil til út- landa, nema sýna svart á hvítu að þeir hefðu greitt skatta og opinber gjöld. Ekki er líklegt að nokkur sakni þessara tíma, enda þótt menn tali um hina gömlu góðu daga. Þetta voru nefnilega ekkert sérstak- lega góðir dagar. Nýríkir Rússar hafa nú sums staðar tek- ið við af okkur sem plastpokaberar í er- lendum borgum, en við búum við frelsi sem á árum áður var talið varasamt, ef ekki þjóðhættulegt. Vöruinnflutningur er frjáls og ferðamenn sækja sér skotsilfur í hrað- banka í flugstöð Leifs Eiríkssonar og stóri- bróðir er löngu hættur að spyrja til hvers eigi að nota gjaldeyrinn. Það eru réttir tveir áratugir síðan sá sem þetta ritar þurfti að skrifa sérstakt bónarbréf til Seðlabanka Islands og fara þess náðarsam- legast á leit að fá að sækja um greiðslukort hjá American Express til að nota sem ör- yggisventil á ferðum erlendis. Leyfið fékkst, en ekki veit ég hvort málið fór fyiir bankaráð. Innkaup erlendis eru nú allajafna ekki eins hagkvæm og áður var vegna þess að verðmunur á velflestu hefur minnkað og hnattvæðingin sér til þess að vöruúrval í verslunum verður æ einsleitara hvar sem er á jarðarkringlunni. Það er ekki ýkja mikill munur á vöruúrvalinu í bandarísku stórversluninni Wal-Mart og því sem er í hillum stórmarkaða hérlendis. Wal-Mart er nú að hasla sér völl í Evrópu og kemur von- andi líka hingað og lækkar vöruverð. Þótt varan sé hin sama er hinsvegar oft verð- munur, - verulegur og illskiljanlegur. Hversvegna þarf til dæmis jólaglingur og skraut af ýmsu tagi að kosta fjórum sinnum meira í verslun hér en í verslun í Banda- ríkjunum? Hvað er á seyði á íslandi þegar innfluttar vörur hækka um tæplega 8% á einu ári, en sömu vörur hækka á sama tíma um 0,1% í löndum Evrópusambandsins? Varð kannski hækkun í hafi? Það dugir ekki fyrir innflytjendur að segja að varan hafi hækk- að hjá birgjum erlendis meðan þessar tölur eru í augsýn. Nema verið sé að segja okkur, að það gildi önnur verðlagning fyrir vörur, sem seldar eru til Islands en þær sem fara á markað í löndum ESB. Þá má auðvitað líka spyrja hvort hækkunin hefði orðið 0,1% hér á landi, ef við værum aðilar að ESB? Morgunblaðið fjallaði á dögunum um verðlagningu hins sívinsæla sykurdrykkjai- kóka kóla. Blaðinu þóttu skýringar tals- manna fyrirtækisins á verðmun veigarinn- ar hér og erlendis ekki trúverðugar. Það var mikið rétt. Þær voru hvorki burðugar né beysnar. Nú drekkur sá er þetta skrifar afar lítið af þessum fræga drykk, en spyr engu að síður: Hversvegna þarf tveggja lítra kókflaska að kosta á bilinu 199 til 208 krónur á Islandi (þar sem hugað var að verði) en sama magn af sama drykk kostar þar sem ég þekki til í Bandaríkjunum rétt um 100 krónur og tæplega 79 kr. og 71,50 þegar um tilboðsverð er að ræða. Jafnvel fer verð tveggja lítra af öðrum kóladrykk (Pepsi) niður í 57 kr. á sérstöku tilboðsverði þar um slóðir. Vai-la er vatnið (heimsins besta!) svo miklu dýrara á íslandi. Hér borgar framleiðandinn heila 3 aura fyrir 2 lítra af vatni, eða hálfa sextándu krónu fyr- ir tonnið, 1000 lítra. Sjálfsagt er vatnið dýr- ara í Flórída þaðan sem samanburðarverð- ið er fengið og ekki eni vinnulaunin þar lægri. íslensld framleiðandinn skuldar við- skiptavinum skýringar. Vonandi fylgir Morgunblaðið málinu eftir. Annað verðdæmi frá Bandaríkjunum: Þar er á boðstólum á ágætu veitingahúsi í sama landshluta íslenskur þorskur með sal- ati, kartöflum og gosdrykk fyrir 502 krón- ur, eða tæpa sjö bandaríkjadali. Ekki er naumt skammtað, því gestir mega borða að vild. Samskonar máltíð á svipuðu veitinga- húsi hér kostar sjálfsagt tvöfalda þessa upphæð eða þar um bil. I skjóli fákeppni og einokunar er næsta auðvelt að níðast á neytendum. Það hefur líka verið gert hér á landi áratugum saman. Annar vettvangur þar sem viðskiptavinir eru hlunnfamir eru greiðslur til trygginga- félaga, - ekki síst iðgjöld bifreiðatrygginga. Erlendis er það víða metið til lækkunar ið- gjalda, ef bíll er búinn þjófavöm og enn meiri verður lækkunin, ef bíllinn er geymd- ur í bflskúr yfir nóttina. Þá er og tekið tillit til þess við iðgjaldsákvörðun hve mikið bfll- inn er notaður, - hvort honum er til dæmis ekið 10 þúsund kflómetra eða 30 þúsund kflómetra á ári. Viðskiptavinurinn segir fé- laginu hve mikið hann gerir ráð fyrir að aka næstu tólf mánuði. Ef hann ekur meira en hann hefur áætlað og veldur tjóni, hækkar sjálfsábyrgð hans, hafi hann látið undir höf- uð leggjast að tilkynna tryggingafélaginu um aukinn akstur. Það gefur auga leið að bíll sem ekið er 30 þúsund km á ári er lík- legri til að eiga aðild að umferðaróhappi en bíll sem ekið er 10 þúsund km. Það þarf ekki töluspeking til að sjá það. Ekkert af því sem að ofan er nefnt meta íslensk tryggingafélög til lækkunar, að ég best veit. Þau þurfa þess ekki af því að þau eru sammála um að gera það ekki. Samsæri aðgerðaleysisins blómstrar í skjóli fá- keppni, en neytendur tapa. Annað dæmi um vátryggingakostnað: Munir að verðmæti 550 þúsund krónur voru tryggðir í Noregi. Tryggingin gilti um allan heim, hún var víðtæk (heldpkning) og iðgjaldið var 2700 krónur á ári. Á íslandi kostar samskonar trygging sömu hluta 16 þúsund krónur á ári. Hver er skýringin? Er Island svona miklu hættulegra land gagn- vart verðmætum en Noregur? Eru innbrot og þjófnaðir svona miklu tíðari hér, eða eru Islendingar miklu meiri trassar en Norð- menn? Hér skortir skýringar. En það er huggun harmi gegn, að vatn er ódýrt á Islandi. Ennþá. EIÐUR GUÐNASON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.