Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 9
„Made in heaven". Hin jarðneska paradís Jeff Koons, 1990.
15. aldar Venus í náttúrunni eftir Cranach. Annar fóturinn yfir hinn.
Seifur í iíki svans til fundar við Ledu sína. Olíumálverk eftir Rubens frá 17. öld.
Frjósemisgyðjan kennd við Villendorf, 30.000
ára gömul formóðir síðari tíma Venusargyðja.
myndaflugi mannsins hvorki farið fram né
aftur í tímans rás. Auk löggiltra ástarleikja
hjóna í svefnherbergjum var mikið um svið-
setningar á framhjáhaldi og lauslætissenum
ýmiss konar; samkynhneigð, einkum kvenna,
var vinsælt myndefni, en einnig tíðkuðust
myndraðir sem tóku til sérhæfíngar ástalífs-
ins á borð við animalisma, sadó-masókisma,
o.s.frv.
Ef litið er til táknmáls af saklausara tag-
inu, til að mynda í dæmigerðri daðurseríu, þá
ræður fótstaða yfirleitt miklu um merkingu
verks. Að stíga fram í vinstri fót af auknum
þunga andspænis gagnstæðu kyni var ætlað
að gefa til kynna lostaþrá á þeim tíma er
augnaráð voru dýr. Að vera fjarrænn eða
týndur í hugsunum sínum gaf hinsvegar til
kynna ófullnægða þrá, þar sem viðkomandi
vissi ekki enn hvort það sem hann þráði, yrði
hans.
Listgildi slíkra verka var yfirleitt ekki sett
í öndvegi, markmið þeirra enda fyrst og
fremst upplyfting holdsins, að vekja losta og
svala losta.
Hins vegar geta háttalagsmyndir 18. aldar
verið mikill fjársjóður hvað varðar heimilda-
gildi, þ.e. upplýsingar um hvers kyns pers-
ónuleg smáatriði í umhverfi manna, innan-
stokksmuni, klæðnað, þar með talin undirföt,
að ógleymdri kynhegðan. Um efnisáherslur
slíkra verka gildir að öðru leyti sú megin-
regla að því lokaðri sem þjóðfélög eru og því
meiri sem bælingin er í siðferðilegum efnum,
þess „heitari" verða viðfangsefnin. Gott
dæmi um það er Viktoríutíminn í Bretlandi.
Pótt nærtækast og einfaldast sé eflaust að
tengja erótík nöktum líkama, þá eru mörg
dæmi um öfuga virkni nektarmynda, ef svo
má segja. Til dæmis má nefna fjölmargar
teikningar 16. aldar fjöllistamannsins Leon-
ardo da Vinci af líkömum beggja kynja, af
kynfærum manns og konu, jafnvel „sneið-
mynd“ af samförum manns og konu, verk
sem eru miklu fremur af meiði líffræði eða
læknisfræði, jafnvel krufningarfræði, en eró-
tíkur.
Loðinn bolli
Það er í raun ekki fyrr en á 20. öld að með-
ferð myndlistarmanna á mannslíkamanum
breytist á róttækan hátt. Listamaður 20. ald-
ar á ekki aðeins erfltt með að tákna sjálfan
sig sem miðju tilveru sinnar, heldur á hann
líka í erfiðleikum með að tákna eigin líkama í
heild sinni. Pess vegna bætast við listasög-
una teygðir og togaðir líkamar expressjón-
ista, afbakaðir, sundurtættir atómlíkamar
Bacon o.fl. eða truflandi amöbulíkamar lista-
manna á borð við Arp og ýmissa samtíma-
ljósmyndara. Við hinn klassíska kvenlíkama
Venusar bætast einnig beinaberir kven-
líkamar, eða anorexíur listamanna eins og
Schiele, Dix, og Giacometti og gróteskir lík-
amar Grosz.
Við erótíska efnisnálgun fyrri tíma bætast
að auki viðbótarvíddir 20. aldar myndlistar;
húmor og kaldhæðni.
í erótískum þráhyggjumyndum súrrealista
eru það líkamar eða tilteknir líkamshlutar,
oftast kynfæri, sem ummyndast í landslög,
dýr, blóm, ávexti, minnisvarða, vita, kirkjur,
hvaðeina. Líkaminn getur einnig verið mjög
nálægur þótt hann sé fjarverandi. Eitt af
þekktari erótískum myndlistarverkum frá
fyrri hluta aldarinnar er eflaust „Loðinn
morgunverður“ Oppenheims frá árinu 1936,
sem samanstendur af loðnum bolla, undir-
skál og teskeið. Yfirlitssenur fyrri tíma eru
að mestu leyti fyrir bí, sjónarhornið er
þrengra í nútímalistinni og mikið um
abstraksjónir, nærmyndir og yfirstækkanir
líkamsparta á borð við varir, sköp, hár,
brjóst, augnaráð og fótleggi. Dæmi um það
eru almanaksmeyjar, „pin-up girls“ amer-
ískra popplistamanna sjöunda áratugarins.
Kven- og karlmannstákn í nútímamyndlist
eru að öðru leyti af fjölbreyttum toga; turn-
ar, hólar, rifur, holur, göt, mikið af götum.
Nánast hver einasti hlutur, form, lína og
myndræn hugsun getur haft erótíska skír-
skotun, þ.e. sett af stað gangverk erótísks
ímyndunarafls hjá áhorfanda. Mestu máli
skiptir hinn gamli sannleikur um „samheng-
ið“ eða þá merkingu sem listamaður kýs að
ljá verki sínu. Mörg dæmi eru um það að
mikill vöxtur hafi hlaupið í erótíska mynd-
gerð listamanna með aldrinum. Picassó var
t.d. afkastamestur í gerð slíkra verka um
1970, þ.e. þegar hann er um nírætt, og liggja
eftir hann hundruð teikninga frá því tímabili.
Flest þeirra eru að vísu meira í ætt við stíl-
æfingar en sjálfstæð sköpunarverk, þar sem
sama mótífið er unnið upp aftur og aftur,.
ákveðin atriði dregin fram og stílfærð, mögn-
uð upp, stækkuð og endurtekin í þaula.
Samfara tilkomu óhlutbundinna - eða
abstraktverka má merkja hraðfara þróun frá
holdinu. Erótík í nútímamyndlist getur þann-
ig birst í fullkomlega „líkamslausum“ verk-
um, líkt og til að mynda í togstreitu eða
spennu milli andstæðra krafta í byggingu
verks, sbr. samspil láréttra og lóðréttra lína
- táknmynda kven- og karleiginleika - en
einnig í því hvernig form skarast, fléttast
saman og ganga hvert inn í annað líkt og í
mörgum verka bandarísku abstrakt-
-expressjónistanna, Matta, Rouen, o.fl.
Gljáður postulínslíkami
Tungumál og merkingarheimur myndlistar
hefur breyst mikið á síðustu fjórum ára-
tugum, m.a. með tilkomu hreyfingar, hljóðs
og texta inn í greinina. Myndlistin er ekki
lengur hin þögla listgrein, hún er heldur ekki
kyrrstæð og jafnvel ekki lyktarlaus, hvorki í
eiginlegri né óeiginlegri merkingu. í stuttu
máli má segja að sjónlist samtímans liggi á
mörkum mun fleiri listgreina en eldri list
gerði. Þannig birtist erótík í nútímalist ekki
einungis í fullkomlega líkamslausum verkum,
heldur einnig í myndlausum verkum. Mynd-
mál er þó eftir sem áður sérstakt tungumál,
ólíkt t.d. ritmáli, tónlist eða leiklist og gildir
einu þótt um textaverk, hljóðverk eða gjörn-
ing sé að ræða. Þótt ekki séu öll mynd-
listarverk jafn margbrotin, merkingarlega
séð, þá er afar sjaldgæft að táknheimur
verks bjóði eingöngu upp á erótískan lestur.
I raun skiptir erótísk túlkun sjaldan sköpum
fyrir listgildi samtímaverks. Gott dæmi um
samtímalistamann sem mörgum dettur fyrst
í hug í sambandi við erótíska list, en gerir
sjálfur lítið með þá túlkun verka sinna, er
bandaríkjamaðurinn Jeff Koons.
Koons, sem er mikið eftirlæti listmarkað-
arins um þessar mundir og líklega einn af
dýrustu listamönnum heims, hefur verið upp-
tekinn af því að vinna með mörk svokallaðrar
hámenningar og lágmenningar í verkum sín-
um síðustu ár, með skilgreiningu á viður-
kenndri safnalist og þeirri smekkleysu al-
þýðumenningar sem kennd er við „kitsj“ og
notið hefur mikilla vinsælda í myndlistar-
heiminum síðastliðinn áratug. Með því að
setja postulínsdýr og aðrar klisjur lágmenn-
ingar á stall með æðri list er Koons í raun
arftaki popplistamanna sjöunda áratugarins.
í því hugmyndalega samhengi ber að skoða
„kitsj“-skúlptúra hans í fullri líkamsstærð,
þar sem hann setur sjálfan sig á svið í ásta-
leik með fyrrverandi eiginkonu sinni, ítölsku
þingkonunni og klámstjörnunni Cicciolinu.
Gljáð yfirborð postulínslíkamans er þó að-
eins ein hliðin á samtímalist. Það er lýsandi
fyrir afstöðu samtímalistamannsins til líkam-
ans að hann stendur að sumu leyti nær ana-
tómískri krufningu 16. aldar en nokkum tí-
mann fyrr á öldinni. Yfirborð mannslíkamans
nægir ekki lengur til að gera veruleikanum
skil, stefnan er tvímælalaust inn á við, sem
hefur leitt til vaxandi fagurfræðilegs áhuga á
innyflum, hjörtum, nýrum og blóði.
Þjóðleg náttúra
Ein algengasta klisja myndlistarsögunnar
er að tefla saman nekt og náttúru, samsama
erótíska náttúru líkamans náttúruöflunum
sjálfum, t.d. hvitfyssandi öldum, svo vísað sé
í kunnuglegt minni, bæði í bókmenntum og
myndlist. I framhaldi af því og í tilefni sýn-
ingarinnar „LOSTI 2000/ORGASM 2000“
norðan heiða, mætti ef til vill velta því fyrir
sér hvort til sé þjóðleg erótík í myndlist,
hvort íslensk myndlistarerótík sé ef til vilí
náttúrutengdari en erótík annarra þjóða.
Svörin við því er eflaust að finna á sýning-
unni í Listasafninu á Akureyri, en í bili dett-
ur mér ekkert frumlegra í hug í því sam-
bandi en nýlegur ljósmyndaþáttur í
tímaritinu Bleikt og blátt. Myndirnar eru
settar á svið í fallegri, tímalausri, íslenskri
sumarnáttúru við engjaslátt og er íslensk
skotthúfa m.a. notuð til að staðsetja senuna i
tíma, þ.e. fyrir einni öld eða svo. Skotthúfan
fær enn afdráttarlausari merkingu fyrir það
að vera eina flíkin sem fyrirsætan klæðist.
Það kann hins vegar að vera táknrænt fyrir
það hversu erfitt er að höndla þjóðleg hugtök
í fjölþjóðlegu menningarsamfélagi samtím-
ans, að í hlutverki íslenskrar heimasætu sem
verður fyrir truflun í engjaslætti miðjum, er
erlend nektardansmey með tímabundið dval-
arleyfi.
Höfundurinn er listfræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 9