Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 10
Bærinn á Elliðavatni stendur enn á sínum stað en umhverfi hans hefur tekið stakkaskiptum eftir stækkun vatnsins, sem nú hylur hinar víðáttumiklu Elliðavatnsengjar. Hvíti gaflinn er á steinhúsi Benedikts Sveinssonar, sem hefur verið járnklætt. í því ogfjósinu til hægri verður innréttuð fræðslustofa. GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON Elliðavatn var löngum ein þekktasta [örðin í nágrenni Rey kjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming, en hinar frægu Elliðavatnsengjar hurfu. Á þeim tíma stóð enginn styr ur n þessar umhverfisbreytingar. / IReykjavík og næsta nágrenni hafa eðli- lega orðið stórfelldar umhverfisbreyting- ar; það fylgir því að byggja borg. Ein- hverjar mestu umhverfísbreytingar í borgarlandinu hafa orðið við Elliðavatn, en ekki vegna bygginga. Jafnframt er bújörðin Elliðavatn ekki til lengur, hún er orðin hluti af friðlandinu í Heiðmörk. Flest nútímafólk hefur enga hugmynd um þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa á bökkum Elliðavatns, eða hvemig vatnið leit út á fyrsta fjórðungi 20. aldarinnar. Því þarf að minnsta kosti ekki að lýsa fyrir fólki sem þekkir til á höf- uðborgarsvæðinu að vatnið, sem bezt sést af hæðunum ofan við Vatnsenda, er mikil umhverf- isprýði og náttúruperla. Ef nauðsynlegt yrði tal- ið að minnka vatnið verulega vegna einhverra framkvæmda er hætt við að rekið yrði upp rama- kvein. Vonandi kemur aldrei til þess. En í ljósi alls þess sem búið er að segja og skrifa um uppi- stöðulón á hálendinu er hins vegar er ekki úr vegi að minnast þess að í aldanna rás og allt fram til 1924 var Elliðavatn miklu minna. Raunar voru vötnin tvö en tveir mjóir álar tengdu þau saman eins og sést á korti frá árinu 1916. Vestara vatnið var kennt við Vatnsenda, en það eystra var nefnt Vatnsvatn, kennt við bæinn á Elliðavatni, eða á Vatni eins og sagt var. Ásamt með beitarlandinu uppi á Elliðavatns- heiði voru víðáttumiklar og grasgefnar engjar V\( Rauðavatn Styggnir i o Rauðhólar Helluvatn % Elliðavatns- y% engjar ;:Váínsendá- engjarc* ■ Bœrirw >. Elliðavatn Þingnes Elliðavatn Kortið er byggt á uppdrætti sem Norsk Vandbygningskontor gerði af umhverfi Elliðavatns 1916. Þarna er Elliðavatn merkt með dökkbláum lit eins og það var áður en stíflað var 1924. Ljósblái liturinn sýnir vatnið eins og það varð eftir stíflugerðina. Einmg sest hvernig áin Dimma rann úr vatninu og sameinaðist ekki Bugðu fyrr en niðri við Selás. 1 km 1 O LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.