Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 11
Þingstaðurinn Þingnes er sunnan við vatnið og hefur fornleifauppgröfur leitt í Ijós mannvirki. Lík- legt er talið að þarna hafi Kjalarnesþing, elsta þing landsins, farið fram. Það var fyrir stofnun Al- þingis, en Kjalarnesþing var einungis dómþing. Bugða er hvorki vatnsmikil né straumhörð þar sem hún rennur í sveig vestur fyrir Rauðhólana og síðan út í Elliðavatn. Hún var samt nógu vatnsmikil til þess að ferðamaður drukknaði í henni snemma á 19. öldinni. Á nesinu fram af Elliðavatnsbænum var fólk að munda veiðistangir á fallegum degi sl. sumar og þarna á að vera allgóð veiðivon. Þetta er friðland og útivistarparadís svo að segja við þröskuld höf- uðborgarsvæðisins. í baksýn eru Rjúpnahæð og byggðin i Breiðholti. beztu hlunnindi jarðarinnar á Vatni. Túnið var alltaf lítið, en hafi Elliðavatnsbændur náð í star- ung á engjunum; sem ekki er ólíklegt, þá var hann kúgæft hey og þótti geysileg búbót. Lítið eitt vestan við miðju vatnsins eins og það er nú var allstór eyja sem skildi vötnin nánast að. Ur vestai'a vatninu rann áin Dimma allar götur nið- ur að brúnni við núverandi Seláshverfi. Par rann í hana áin Bugða, en svo heitú' neðsti og vestasti hluti Hólmsár. Tvö læmi tengdu þó árnar saman við hólinn Skyggni, skammt frá stíflunni sem síð- ar kom. Hvað hefur eiginlega gerzt sem haft hefur í för með sér svo róttækar breytingar á umhverfi Ell- iðavatns? Ekki annað en það, að á árunum 1923- 1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur jörð- ina Elliðavatn og 1924 var ráðizt í vatnsmiðlun með stíflu sem síðar var tvívegis hækkuð og flestir þekkja þessa stíflu núna. Við stíflugerðina hefur vatnsborð Elliðavatns hækkað hvorki meira né minna en um heilan metra og vatnið hefur stækkað um það bil um helming. Eyjan út af Þingnesi fór að stórum hluta í kaf, svo og hinar rómuðu Elliðavatnsengjar. Starungur er að vísu ekki lengur eftirsóttur heyfengur og engjaheyskapur allur aflagður fyr- ir löngu, svo segja má að ekki hafi stór skaði ver- ið skeður. En það er annað þessu tengt sem nú- tíminn telui' verðmæti: Votlendi. Hér var sökkt stórum flæmum votlendis þar sem án efa hefur verið fjölskrúðugt fuglalíf. Ekki verður séð að því hafi verið mótmælt árið 1924, eða að tilfinning hafi verið fyrir því að þarna væri verið að vinna náttúruspjöll. En var það svo? Um það má ugglaust deila, en Ijóst er að Ell- iðavatn, þessi náttúruperla við útmörk höfuð- borgarsvæðisins, er að stórum hluta uppistöðu- lón. E>ví er á það bent, að í hita undangenginnar umræðu um virkjanir á hálendinu hafa öfgamenn haldið ákaflega fram þeirri skoðun að öll uppi- stöðulón séu beinlínis ljót. Að sjálfsögðu var Á myndinni sést stíflan við Eliiðavatn og nú eru upptök Elliðaánna talin vera þarna. En áður en stífl- að var 1924 var þetta áin Dimma og rann hún úr vestara vatninu. skaði að missa votlendið. En í staðinn höfum við fengið stærra og fegurra Elliðavatn. Unaðsreitir náttúrufegurðar I umhverfi Elliðavatns er víðast hvar fagurt um að litast og bærinn sem ber nafn af vatninu var byggður á fallegum stað á nesi sem skagar út í vatnið frá austri. Kvöldfegurð á Vatni er við brugðið; útsýnið fyi'st og fremst yfir vatnið og til hæðanna ofan við Vatnsenda. Nú klæðir skógur baklandið; hlíðar Heiðmerkur sem búið var að ganga svo nærri með ofbeit að uppblástur var næsta þróunarskref. Þar er ævintýri líkast um að ganga og víða frábært útsýni yfir það land sem fyrrum tilheyrði jörðinni Elliðavatni, en var þó aldrei stórt. Vatnsendaland var mun stærra og Hólmsland var það einnig; það náði allar götur upp í Bláfjöll, sunnan við Elliðavatnsland. Allt er þetta umhverfi mikilfenglegt, en ein- hver fegursti reiturinn er við smærri vötnin norðaustur og austur af Elliðavatnsbænum: hjá Helluvatni, Hrauntúnstjöm og Kirkjuhólma- tjörn. Þessi undrafógru smávötn sjást þegar ekið er sem leið liggur að Elliðavatni framhjá Rauð- hólunum. Vegurinn liggur á brú yfirálinn úr Helluvatni og áfram upp í Heiðmörk, en afleg- gjari er heim að Elliðavatnsbænum. Stöldrum aðeins við þarna áður en lengra er haldið.. Norðan við Helluvatn eru nokkrir lágir gjall- hólar af sama uppruna og Rauðhólarnir, en ósk- emmdir, og verður þetta umhverfi ævintýralega fallegt í lok júnímánaðar þegar lúpínan, sem þai' er útbreidd, blómstrar og breiðir bláan lit yfir umhvei'fi tjarnanna. Rauðhólarnir urðu til fyrir 4.600 árum þegai' glóandi og þunnfijótandi hraunstraumur rann úr eldstöðinni Leiti í Svínahrauni og fylgdi nokkurn veginn sömu slóð til sjávar og Suðurlandsvegur- inn. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur taldi að Elliðavatn, eða einhver hluti þess, hafi þá náð þangað sem Rauðhólai-nir mynduðust og hefur það eflaust verið tilkomumikil sjón að sjá glóandi hraunstraum þurrka vatnið upp. Hraunstraum- urinn hélt áfram niður í voginn sem 3.500 árum síðar var kenndur við Elliða, skip Ketilbjarnar hins gamla. Arnar bera og nafn skipsins og tnl- lega Elliðavatn einnig. Vatnið í tjörnunum þremur sprettur fram und- an hraununum í Heiðmörk, en að hluta er það úr Suðurá sem á upptök sín í Silungapolli og undir Selfjalli hjá Lækjarbotnum. Við erum hér í næsta nágrenni Gvendarbrunna; þeir eru suð- austan við Hrauntúnstjörn. Bújörðin Elliðavatn fyrr á öldum Elliðavatn í Seltjarnarneshreppi var lengst af meðal þekktustu bújarða í nágrenni Reykjavík- ur. Vatn eins og bærinn var gjaman nefndur var þó ekki höfúðból; til þess að svo væri þurftu jarð- ir að vera 60 hundruð, en Vatn var aðeins 12. Hlunnindin voru engjarnar fyrrnefndu sem nú sjást ekki lengur, kvistbeit í hraununum og veiði í vatninu og ánum Dimmu og Bugðu. Elliðavatn var í landnámi Ingólfs og því ekki landnámsjörð. Ef til vill hefur Ingólfur ráðstafað þessari blómlegu og kjarri vöxnu engjajörð til frændfólks eða vina, en um það er ekkert vitað. Engar heimildir eru til um upphaf bæjai-ins á Elliðavatni, en í máldaga frá 1234 segir að Við- eyjarklaustur eigi hálft land jarðarinnar. Getið er um Elliðavatn í Kjalnesinga sögu, sem skrifuð vai' á 14. öld, en telst full ævintýraleg til þess að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 1 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.