Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 12
en þá þurfti að komast yfir Elliðaárnar, Bugðu og álinn úr Helluvatni. Þingnes, einn merkasti sögustaður landsins Bærinn á teikningu Mayers hefur trúlega verið á Elliðavatni 1841 þegar náttúrufræðing- urinn og skáldið Jónas Hallgrímsson kom þar til að sjá og teikna upp minjar um þingstaðinn Þingnes sunnan við vatnið. Þaðan hélt Jónas för sinni áfram til Þingvalla og Skjaldbreiðar og lenti í frægri villu og útilegu, sem fór þó vel og gaf af sér eitt vinsælasta kvæði Jónasar. Þingstaðurinn var þó ekki á sjálfu nesinu sem skagar út í vatnið, heldur í hallanum ofan við nesið. Þar hafa fornleifarannsóknir farið fram; stórt rannsóknarsvæði var grafið upp og komu í ljós leifar af stórum, hringlaga garði. Innan hans sást móta fyrir fleiri mannvirkjum. Garður og rústir voru taldar vera frá 11.-12. öld og undir þeim reyndust vera minjar frá 10. öld. Frá vegamótum austan við Elliðavatns- bæinn liggur vegur sem nefndur er Þingness- lóð út með vatninu og er ökufært alla leið að Þingnesi. Sunnan vegarins er Myllulækur og samnefnd tjörn, sem samkvæmt uppdrættin- um frá 1916 virðist ekki hafa verið til þá, enda hefur hún orðið til við framkvæmdir Vatnsveit- unnar. Ætla má að kornmylla hafi einhverju sinni verið við Myllulæk Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu og hafa fleiri en Jónas Hallgrímsson rannsakað hann. Þeirra á meðal er Sigurður Guðmunds- son málari, sem gerði uppdrátt af staðnum, Brynjólfur frá Minna-Núpi, Daniel Bruun, Finnur Jónsson prófessor, svo og Þjóðminja- safnið að sjálfsögðu. Ari fróði segir í íslend- ingabók sinni, að Alþingi hafi verið sett „at ráði Ulfljóts ok allra landsmanna þar es nú es, en áður var þing á Kjalarnesi, þat es Þorsteinn Ingólfssonr landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir es at því hurfu“. Því er verr, að ekki eru til neinar heimildir um það hvar Kjalamessþing var háð, en vísir menn hafa talið að um tíma hafi það verið í Þingnesi. Rannsóknir sem fóru fram 1984 benda eindregið til þess að þar hafi mannfundir farið fram. Dr. Jakob Benediktsson telur ljóst í Sögu íslands, 1. bindi sem út kom 1974, að Kjalarnesþing hafi verið eins konar undanfari Alþingis, enda þótt það hafi ekki verið löggja- farþing, heldur aðeins dómþing og „sennilegt sé að upptakanna að stofnun Alþingis sé að leita í hópi þeirra höfðingja, sem stóðu að þing- inu á Kjalarnesi." Sé þetta rétt er Þingnes hinn allra merkasti staður á bökkum Elliðavatns og nöturlegt til þess að vita að hluti þingstaðarins lenti undir vatni þegar stíflað var. Þá verður það naumast talið til fyrirmyndar að sumarbústaður hefur verið fast uppi við hinn forna þingstað og skilti með nafni Þingness virðist vera hlið að sumar- bústaðarlandinu. Vafasöm heimild Algengt er að sjá í bókum aðra mynd af Ell- iðavatnsbænum en þá sem Mayer teiknaði og er sú mynd sögð vera teiknuð aðeins 9 ánim eftir að Mayer var þar á ferðinni. Vegna Heklu- gossins 1845 kom náttúruvísindaleiðangur und- ir forustu Danans J.C. Schútte til rannsókna á íslandi og með í för var ungur myndlistarmað- ur, Emanuel Larsen, sem var ígildi ljósmynd- ara og vann sitt verk dyggilega. Teikning, sem oft hefur birst og eignuð er Schútte þessum, er sögð vera af Elliðavatns- bænum en er þó fremur grunsamleg. Enda þótt skammt sé um liðið frá því bær silfúrsmiðsins var teiknaður er ekki annað hægt að sjá en að sá bær hafi verið rifinn svo til grunna að enginn kofi hafi eftir staðið, en annar bær byggður með gerólíku lagi; þó ekki burstabæjarstílnum sem ruddi sér til rúms á 19. öldinni. Þarna er kominn þverstæður bær með bæj- ardyrum fyrir miðju og tveim gluggum sín hvorum megin við þær. Ætla má að loft hafi verið á þessum bæ yfir baðstofu og stofu; að minnsta kosti eru tveir litlir gluggar á þekj- unni. Óvenjulegt verður að telja að þama er snyrtileg steinhleðsla utan með bænum sem einungis virðist vera til prýði, en grjótgarðar voru yfirleitt ekki hlaðnir öðruvísi en í ákveðn- um tilgangi, til dæmis utanum tún eða gerði. I forgrunni myndarinnar er mjó vík sem er harla ósennilegt er að hafi nokkru sinni getað verið þama og ennþá síður stenzt það, að sá bratti sem var og er frá bæjarstæðinu niður að vatninu er nánast ekki til þarna. Ótrúlegast er samt að hvorki standa eftir tangur né tetur af bæ silfursmiðsins eftir svo fá ár. Jafnvel ennþá síður marktæk er teikning af þriggja bursta steinbæ á Elliðavatni, sem birt er í ritröðinni, Iieykjavík - sögustaðui- við Sund. Þar er sagt að þetta muni vera húsið sem Sverrir Runólfsson byggði á Elliðavatni. Það var steinhús sem Sverrir byggði og ekkert svipað burstabænum á myndinni. Að því verður komið í niðurlagi greinarinnar sem birtist í næstu Lesbók. Landnám lúpínunnar á fslandi hófst i landi Elliðavatns í Heiðmörk um 1956. Hún hefur gefið góða raun og hefur sannað þar að hún hopar þegar annar gróður dafnar. Seint í júní setja bláar lúpinubreiður fallegan svip á landið, hér austan við Helluvatn. Bærinn á Elliðavatni sést í baksýn. ' vera treystandi sem heimild. Þar segir að á þeim bæ „er heitir að Vatni, er síðan er kallat Elliðavatn" hafi búið kona sem Þorgerður hét. Hún átti son þann er Kolfínnur hét og var kol- bítur, eða með öðram orðum: Hann lá í öskustó og hafðist lítt að. Þetta fyrirbæri er vel þekkt úr ævintýrum. Ef til vill þjáðist hann af þung- lyndi, en síðan hefur bráð af honum; hann reis úr öskustónni og tók að líta í kringum sig eftir konuefni. Með tilliti til þess að kolbítar vora ekki í miklu áliti, verður að teljast að Kolfinnur hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur með því að leita eftir ástum Ólafar . vænu, dóttur Kolla bónda í Kollafirði. Urðu vígaferli vegna bónorðsins og kolbíturinn sýndi að það vora töggur í honum, því hann nam Ólöfu á brott og hafði hana með sér heim að Elliðavatni. Ekki hélst honum þó lengi á konunni. Ást- maður hennar, sá miídi kappi Búi Ástríðsson sem Kjalnesinga saga greinir frá, gerði sér lítið fyrir og felldi Kolfinn. Við konunni leit hann ekki meir, „síðan Kolfiðr hefir spillt henni“. Kynbófafilraun sem leiddi af sér stórslys ó landsvísu Klausturjarðir urðu konungseign eftir siða- skiptin og þeirra á meðal var Elliðavatn. í Jarð- abók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem gerð var skömmu eftir 1700 segir að eigandinn sé „kóngl. Majestat." Jarðardýrleiki er sagður óviss og á jörðinni er þá þríbýli. Ábúendur era ' Einar Eyvindsson á hálfri jörðinni, Tómas Vig- fússon á fjórðungi og sá þriðji er Snorri Snorra- son, og býr hann á þeim fjórðungi jarðarinnar, sem áður var hjáleigan Vatnskot. Állir era þeir leiguliðar hjá kónginum og er landskuld goldin með „iii vættum fiska eður í fríðu og átta tunn- um kola“ (viðarkol). Margvíslegar kvaðir era og á jörðinni, enda þótti ekki gott að búa í næsta nágrenni við Bessastaðavaldið. Sem dæmi um þessar kvaðir má nefna að eitt mannlán er um vertíð, hestlán til alþingis eða austur á Eyrarbakka; einn hest- ur frá hveijum ábúanda. Enn gætir yfirráð- anna frá Viðey, „tveir dagslættir“ renna þang- að. Hægt er að kalla menn til formennsku á bátum ef þeir era til þess hæfir og fá þeir for- mannskaup „ef þeim heppnast afli.“ Tvo til þijá hríshesta verður jörðin að láta af hendi og tvö * til þijú lömb skulu tekin í fóður og láta verður tvo heyhesta „til fálkafjár í Hólmskaupstað". Tólf kýr má fóðra á allri jörðinni segir Jarð- abókin, en rifhrís til eldiviðar og kolagjörðar „fer mjög í þurð“. Þrönglendi er í högum, engj- ar spillast af vatnsgángi, en torfrista og stúnga „lök og lítt nýtandi". Þessi lýsing bendir ekki til mikillar búsældar á Elliðavatni. Segir nú fátt af búskap á Vatni þar til brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingum sínum í Reykjavík eftir 1750. Meðal verkefna þar var ullarvinnsla og þurfti þá að koma upp fjárræktarbúi, bæði til þess að tryggja vinnslunni næga ull, en einnig var ætl- ^ unin að bæta hana með blöndun á útlendu sauð- fé. Elliðavatn varð fyrir valinu og má ætla að ástæðan hafi einkum verið sú að þar hefur verið talin bezta fjáijörðin í nágrenni Reykjavíkur vegna beitarinnar í skóglendinu þar sem Heið- Teikning eftir Auguste Mayer af Ellióavatnsbænum 1836, þá bjó þar Jón Jónsson silfursmiður. Þessi teikning á að vera af bænum á Elliðavatni um miðja 19. öld. Sé það rétt hefur bæ silfursmiðsins alveg verið jafnað út. mörk er nú.Vegna kynbótanna vora fluttir inn hrútar af enskum sauðfjárstofni, en sænskur barón, Hastfer að nafni, átti að stýra kynbótun- um fyrsta kastið. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þessi kynbótatilraun var flutt að Hellis- koti, skammt frá Elliðavatni árið 1757. En þar var reist „mikil stofa“ þó ekki sjái hennar stað, en einnig að sjálfsögðu vandaðasta fjárhús landsins, „meira en flestar kirkjur hér á landi og afþiljað". En ekki dugði þetta afburða fjárhús til þess að bægja óláninu frá, sem fólst í að upp kom veiki í fénu: Fjárkláði sem breiddist ört út og olli gífurlegum búsifjum. Á einum áratugi frá 1760-1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360 þúsundum í 140. Ugglaust er það eitthvert mesta efnahagsáfall sem íslendingar hafa orðið fyrir, svo háðir sem þeir vora sauðfjárbúskap. Fjárræktarævintýrinu á Elliðavatni lauk með þessu; búið var lagt formlega niður 1764. Ber nú lítt til tíðinda fram til 1815 að fjöldi kon- ungsjarða var seldur og Elliðavatn þar á meðal. Merkir gestir ó Elliðavatni Sextán áram síðar, 1836, var Paul Gaimard í öðram Islandsleiðangri sínum. Hann var mað- ur ferðavanur; hafði þá tvívegis farið kringum hnöttinn. í leiðangurinn til íslands hafði hann með sér lið valinkunnra manna og þar á meðal var teiknarinn Auguste Mayer. Hann gerði fjölda teikninga og skyssa á íslandi sem era ómetanleg heimild, ekki sízt um húsakynni landsmanna, og þar á meðal er teikning af Ell- iðavatnsbænum. Mayer var frábær teiknari, en ætla má að oft hafi hann fullunnið baksviðið, fjöll og annað úr umhverfi bæja, eftir að heim var komið. Fyrir kemur að þekkt kennileiti era óþckkjanleg og þar á meðal er hæðin ofan við Elliðavatns- bæinn. Ætla má þó að myndin sé trúverðug heimild um bæinn og hún er einnig allnokkur vísbending um að Elliðavatn hafi þá þótt mark- verður bær. Kirkja var þó aldrei á Yatni; bær- inn átti kirkjusókn að Laugamesi ásamt Breið- holtsbænum, Vatnsenda, Bústöðum, Kleppi, Rauðará, Hólmi, Hvammskoti, Digranesi og Kópavogi. Á teikningu Mayers af Elliðavatnsbænum er aðeins að sjá eina stæðilega byggingu. Hún er með hefðbundnu lagi torfbæja eins og það varð á síðustu öld og snýr stafninum fram. Prýði þessa húss er vindskeið og hefur verið lagður metnaður i að hafa hana viðhafnarlega. Slíkar vindskeiðar vora ekki á bæjum almennt. Skýr- inguna má ef til vill finna í því, að ábúendur á Elliðavatni voru þá Jón Jónsson silfursmiður og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kynni að vera að listrænn metnaður silfursmiðsins kæmi þama í ljós. Að öðra leyti sýnir myndin venju- lega og fremur bágboma torfkofa, en hjallur úr timbri stendur sér. Tröðin heim að bænum liggur meðfram hlöðnum grjótvegg sem sveig- ist til suðurs, enda var algengasta leiðin úr Reykjavík að Elliðavatnsbænum sunnan við vatnið. Hægt var að fara aðra leið norðan vatnsins, 11 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.