Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Síða 14
Ljósmynd: Snorri Snorrason.
Hér stendur Magnús Guðmundsson flugmaður við flugvélina TFISL við sandpokaskýli hersins á Melgerðismelum. Bak við hann er BSA-bíll Kristjáns bílakóngs á Akureyri, Plymouth árg. ’42.
FLUGIÐ OG FRUMHERJARNIR 2. HLUTI
ÞÝSK FLUGVÉL
SKOTIN NIÐUR
Jóhannes R. Snorrason flugstjóri t.v. og Magnús Guðmundsson standa við Beechcraft-flugvél
Flugfélagsins. Magnús var um þetta leyti að byrja hjá Flugfélagi íslands. Þriðji maðurinn, lengst
til hægri, er Aðalbjörn Kristbjarnarson, síðar flugstjóri hjá Flugfélaginu, en þarna var hann bíl-
stjóri hjá Kristjáni bílakóngi á BSA á Akureyri.
Myndin er tekin á Melgerðismelum haustið 1943. Flugstjóri Beechcraft-fiugvélar Flugfélagsins
gengur um borð, en í baksýn eru braggar breska hersins. í einum þeirra, sem var einhverskonar
flugafgreiðsla, voru hermennirnir búnir að hengja upp fjölmörg módel af ýmsum flugvélum þessa
tíma. Síðar voru þesslr braggar notaðir fyrir farþega í innanlandsfiuginu. Þeir brunnu eftir 1950.
LJÓSMYNDIR OG TEXTI:
SNORRI SNORRASON
/
AMelgerðismelum í Eyja-
fírði var flugvöllur Akur-
eyringa og reyndar flestra
Norðlendinga frá því um
1942 til ársloka 1955, þeg-
ar flugbrautin við Akur-
eyri var tekin í notkun. En
myndirnar sem hér fylgja
eru teknar 1943 og 1944. Flugvél Flugfélags-
ins, TF-ISL, var veðurteppt á Melunum, nán-
ar í marsmánuði 1944, og áttu flugmennirnir,
sem gist höfðu á Akureyri, það erindi inn á
Mela að dæla bensíni á geyma flugvélarinnar,
en það voru þeir Jóhannes R. Snorrason og
Magnús Guðmundsson. Þeir höfðu komið dag-
inn áður frá Skógasandi en höfðu orðið að
nauðlenda þar niður undir sjó vegna dimm-
viðris. í lendingunni sprakk dekkið á öðru að-
alhjólinu og voru þeir þar tepptir í tvo daga,
en flugvirkjar komu akandi frá Reykjavík til
viðgerðar. En svo þegar þeir loks komust af
stað frá Skógasandi var veður með þeim hætti
$ð þeir urðu að fara norður. Þess ber að geta
að Melgerðismelar voru líka herflugvöllur öll
stríðsárin, þar höfðu aðsetur orrustuflugvélar
Breta og síðar Bandaríkjamanna.
Þýsk Junkers JU 88
í apríllok þetta ár, 1944, voru þeir Jóhannes
og Aðalbjörn á sama stað í sandpokaskýlinu
að fylla bensíngeyma Beechraft-flugvélarinn-
ar þegar allt í einu heyrist í flugvél, og úr
norðvestri kemur þýsk Junkers JU 88 flugvél
á geysilegri ferð rétt yfir þá félaga svo lágt að
þeir sáu framan í andlit flugmannanna. Jó-
hannes var uppi á væng með trekt og bensín-
slönguna en Aðalbjörn við tunnuna og dæluna
;'í'rir neðan. Báðir hentu sér niður í flýti, en
flugmenn þýsku flugvélarinnar voru greini-
lega að skoða flugvöllinn og þær flugvélar sem
þar voru og flugu svo bratt upp til norðurs.
Það hefur sennilega verið þennan dag að ég
er staddur á skrifstofu Flugfélagsins í
Höepfnershúsinu að heyrist í flugvél og ég
ásamt Kristni Jónssyni og bandarískum lið-
þjálfa þustum út að glugganum sem snýr í
suðaustur, þá sjáum við þýska Junkers JU 88
flugvél rétt fyrir utan bryggjumar alveg nið-
ur undir sjó þar sem hún velti sér þannig að
vel mátti greina merkin á báðum vængjum og
stéli, og hún flaug mjög hægt. Ekki heyrðum
við neina skothríð að flugvélinni, en hún flaug
áfram inn fjörð. Það var alskýjað og hægviðri
þennan dag.
Önnur þýsk flugvél
Skömmu síðar var ég staddur á Ytri brekk-
unni á Akureyri í glampandi sólskini og blíðu
um miðjan dag þegar ég sá grámálaða tveggja
hreyfla flugvél sem flaug alveg niður undir
sjávarmáli rétt fyrir utan bryggjurnar á
Tanganum. Hún flaug svo lágt að ég sá ofaná
bak hennar og þekkti að þar var komin Junk-
ers JU 88 flugvél. Hún flaug svo suður yfir
Pollinn og fram fjörð. En stuttu síðar þegar
ég er kominn heim kemur Junkers flugvélin
úr suðri í ca 3.000 feta hæð og er að klifra
beint yfir miðjan bæinn. Ég var kominn með
kíki og sá vel merkin undir vængjunum. I því
byrjaði skothríðin og margir svartir reykjar-
bólstrar mynduðust í kring um flugvélina en
ekki var hægt að sjá að nein kúla hitti. Fljót-
lega sveigði svo flugvélin til austurs og hvarf
yfir Vaðlaheiðina. Þá voru gefin loftvarnar-
merki.
Loftorrusta vi8 Grímsey
Frændi minn, sem í áratugi var trillusjó-
maður í Grímsey, sagði mér frá því að þýskar
flugvélar hefðu mjög oft sést á sveimi þar.
Mundi hann vel þann dag þegar tvær orrustu-
flugvélar frá Melgerðismelum eltu og skutu
niður þýska Focke Wulf Kondor flugvél, sem
var fjögurra hreyfla. Veður var gott og marg-
ar trillur á sjó þegar þetta atvik gerðist.
Þýska flugvélin fór í sjóinn ekki langt frá þeim
stað sem frændi minn var og sá hann að eitt-
hvað var á sjónum eftir að flugvélin sökk, svo
hánn setti á fulla ferð þangað. En þá kom önn-
ur orrustuflugvélin, sem var Lightning P38,
tveggja hreyfla, að bátnum og bunaði úr vél-
byssunum fyrir framan bátinn, og voru þar
skýr skilaboð að láta flugmennina afskipta-
lausa en þeir voru allir í litlum gúmmíbáti.
Seinna um daginn kom skip, sem venjulega
var á vakt í mynni Eyjafjarðar, og tók Þjóð-
verjana en þeir voru sjö talsins. Man ég eftir
mynd af þeim, sem Morgunblaðið birti, þar
sem sagt var frá þessum atburði.
Höf. er flugmaður og Ijósmyndari.
Þriðji hluti birtist í næstu Lesbók.
S 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000