Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Side 16
Eitt af því frumlegra sem liggur eftir Renzo Piano eru þessar byggingar í Nýju Kaledóníu. Þar tekur hann mid af gamalli byggingarhefð á staðnum, fyrirmyndin er strákofar
frumbyggjanna, en í þessum húsum, sem mætti ímynda sér að þyldu illa hvassviðri, eru menningarmiðstöð og ráðstefnusalir.
„FRAMTÍÐIN ER ÞAÐ
SEM OKKUR BYÐST"
UM ARKITEKTINN RENZO PIANO
Síðan Renzo Piano teiknaði Pompidou-listamið-
stöðina ásamt Richard Rogers, hefur ferill hans
verið óslitin sigurganga, en verkefni hans eru um
allan heim og nú nýlega í Berlín.
RENZO Piano er ítalskur arkitekt
frá Genúa sem er eftirsóttur um
allan heim. í verkum sínum
tengir hann saman hátækni og
umhverfi. Verk hans hafa risið í
Osaka, Nýju-Kaledoníu,
Potsdamer Platz í Berlín,
Amsterdam og síðast en ekki
síst Centre Pompidou í París. Hann og félagi
hans Richard Rogers unnu til fyrstu verðlauna
fyrir uppdrátt og líkan að Centre Pompidou
1971, en keppendurnir voru 681. Sú bygging er
SÚ einn af merkustu áföngum í sögu byggingar-
nstarinnar á 20. öld.
Byggingunni hefur verið lýst sem gífurlegum
gámi, þar sem það, sem venja var, og er, að
hylja innan veggja, var sett utan á, öllum sýni-
legt. Jámabindingar, rörlagnir, leiðslur, gang-
verk rúllutrappanna, allt þetta var í sterkum lit-
um og myndaði stórkostlegt grindverk sem
veggirnir héngu á. Byggingin stakk í stúf við
umhverfið. Húsið líkist furðuverki úr öðru sól-
kerfi, þetta mikla „menningarhús" varð sívirk
sprengja. Innra borðið varð ytra borð. Með
þessari sprengju varð Piano heimsfrægur.
Byggingin var öðrum þræði stríðsyfirlýsing
gegn sögulegum forsendum byggingarlistar-
^fenar, gegn hefðbundnum feluleik með grunn-
bita og stálstoðir og járnabindingar sem halda
byggingum saman. Sagt hefur verið að Pompi-
dou-safnið sé röntgenmynd, þar sem ekkert
hylur, allt er gegnsætt.
Vinnustofa hans er staðsett í brattri kletta-
hlíð, Ponta Nave, þaðan sem sér yfir hafið, vest-
an við Genúa. Vinnustofan er ekki ýkja stór, en
byggingin er meðal áhrifamestu hugsmíða höf-
undarins. Eitt einkenni Piano er að hann mótar
hverja byggingu í samræmi við umhverfi henn-
ar og helstu einkenni þess. Því eru verk hans
mjög sundurleit, byggingamar líkjast ekki hver
annarri, en þó einkennast þær af nákvæmni og
næmi, útsjónarsemi í gerð byggingarinnar og
léttleika. Verk hans eru mótuð af frjósömu
ímyndunarafli og hámákvæmni hins fullkomna
jafnvægis.
Af svölum vinnustofunnar blasir óendanleiki
hafsins við. Á sólbjörtum degi, þegar hitinn í
skugga nær 40 stigum, ríkir þægilegur hiti í
vinnustofunni, einnig hæfileg birta. Sjálfvirk
tæki til temprunar halda úti ofhita og birtu.
Renzo Piano finnst hann byggja heim og haf
og í Ponta Nave ríkir kyrrð, friður og sú ró, sem
er grundvöllur einbeitingar.
Þegar vinna að ákveðnum verkefnum stend-
ur yfir er friðurinn úti, hann ráðgast við sam-
starfsmenn sína, tölvumar veita nauðsynlegar
upplýsingar og allt er á fullu. Sendimaður kem-
ur til þess að bera byggingarmeistaranum
skilaboð um vinnuna og áætlanir um Postda-
mer Platz í Berlín. Síminn, faxið og Netið
tengja Ponta Nave byggingarframkvæmdum
Piano í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Ameríku
og Japan og einnig í Ástralíu og á Suðurhaf-
seyjum. Frá Ponta Nave streyma svör miðstýr-
ingar og yfírstjómar framkvæmdanna og fyrir-
mæli um allt sem að framkvæmdunum lýtur.
Renzo Piano var elnn þeirra stjörnuarkitekta sem til var leitað við uppbyggingu hins nýja mið-
hluta Berlínar. Þar teiknaði hann m.a. þessa skrifstofubyggingu sem speglast í vatni.
I 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000
4